Þýfi selt í "Góða Hirðinum" - gert upptækt - neita endurgreiðslu

Jocasta | 14. feb. '16, kl: 04:38:59 | 1456 | Svara | Er.is | 0

Undanfarið hafa komið upp mörg mál þar sem þýfi er til sölu í Góða Hirðinum.

Brotist var inn í bifreið hjá ungri konu á sl ári og m.a. vönduðum dýrum svefnpoka stolið. Svefnpokin var vel merktur nafni - heimilisfangi og síma konunnar til sölu í Góða Hirðinum. Kaupandi á 450 kr í Góða Hirðinum hringdi í konuna og varð hún glöð að endurheimta svefnpokan.

Í sl viku sótti eigandi Lamhaga Salats merktan "Lambhaga" salat kassa í Góða Hirðinum þar sem kassinn var til sölu á 1000 kr. Lamhagabóndin gerði einnig upptækan samskonar kassa merktan Hagkaup. sem var til sölu á 1000 kr og kom kassanum til réttra eigenda.

Nýlega voru 6 kassar merktir "Norðlenska" seldir á 750 kr stk í Góða Hirðinum.  Kassarnir voru gerðir upptækir sem hvert annað þýfi af "Norðlenska". Kaupandinn leitaði endurgreiðslu í Góða Hirðinum en verslunarstjórinn neitaði endurgreiðslu. Góði Hirðirinn heyrir undir Jón Ólafsson hjá Sorpu. Jón Ólafs sagði að svo margir misnotuðu merkta kassa aðrir en Góði Hirðirinn, en svo enduðu þeir hjá Góða Hirðinum og taldi Góða Hirðinn saklausan þó kassarnir væru til sölu þar. Jón þekkti ekki kaupalögin frá 1936 eða 2 ára ábyrgð á seldum vörum. Verslunarstjóri Góða Hirðisins teldur Góða Hirðinn undanþegin kaupalögum og ákvæðum um "2 ára ábyrgð" án þess að geta vitnað í lagastoð máli sínu til stuðnings.

 

Mae West | 14. feb. '16, kl: 05:21:15 | Svara | Er.is | 2

Er þetta ekki bara lögreglumál? Lítið sem við hérna getum sagt eða gert. 
Það verslar væntanlega enginn í góða hirðinum að ganni sínu og fátt annað að leita fyrir fólk sem lítið hefur á milli handanna og treystir mikið á að þarna sé rétt staðið að málum. 

UngaDaman | 14. feb. '16, kl: 07:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 32

" það verslar væntanlega enginn í góða hirðinum að gamni sínu".
Er þér alvara eða?

Mae West | 14. feb. '16, kl: 18:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já þetta var fullmikil alhæfing hjá mér þarna. Biðst afsökunar og dreg fúslega í land með hana.
Ég tel engu að síður að þetta eigi stundum við, en ég hefði getað vandað orðalagið miklu betur, ég sé það vel sjálf. 

Rós 56 | 14. feb. '16, kl: 07:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það er sko ekkert bara þeir sem lítið hafa á milli handanna sem versla í Góða hirðinum, þarna verslar fólk úr ÖLLUM þjóðfélagshópum.
Allt sem þeir eru að selja kemur úr NYTJAGÁMUM frá Sorpu, þar með talið alls konar plastkassar sem nánast undantekningalaust eru orðnir mjög rispaðir og ljótir. Hvernig eiga starfsmenn G.H. að vita hvort þeir séu þýfi eða hafi hreinlega verið HENT af þessum merktu fyrirtækjum??


G.H. er að fá mjög mikið af svona svefnpokum, sem mjög oft eru merktir fyrri eigendum, á þá G.H. að hringja í þá alla og spurja hvort þeir hafi HENT þeim eða hvort þeir hafi bara skilið þá eftir á einhverri útihátíðinni??


Þeir meiga kannski gera betur á ýmsum sviðum í G.H. en það segir sig sjálft að EF þeir fá ekki fyrirspurnir eða uppl. um þessa hluti sem hafa verið teknir ófrjálsri hendi í innbrotum, þá geta þeir ekki séð hvað af þessum vörum eru þýfi eða hent af eigendum. 

Tipzy | 14. feb. '16, kl: 10:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl ég get ekki séð að Góði Hirðirinn sé að gera neitt rangt.

...................................................................

Ruðrugis | 14. feb. '16, kl: 10:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elítan fer að versla þarna eingöngu því það er svo djöfull dýrt þarna.

Abbagirl | 14. feb. '16, kl: 11:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Er samt ekki eðlilegt að þeir endurgreiði viðskiptavinum sem kaupa þýfi hjá þeim?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Rós 56 | 14. feb. '16, kl: 14:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það hlítur að vera hægt að koma því í kring að endurgreiða þá vöru sem sannanlega er þýfi og sem komist hefur í hendur réttmæts eiganda fyrir tilstuðlan þessa heiðarlega kaupanda sem gaf sér tíma til þess að kanna málið með vöruna.

Jocasta | 26. feb. '16, kl: 09:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Starfsmenn í Góða Hirðinum vita að þegar þeir eru að selja "merkta" vöru t.d. plastkassa að um nytjastuld er að ræða - enda farið að prenta á marga plastkassa að notkun án heimildar merktum eiganda varði við lög.

.Rispur á merktum plastkössum rýrir ekki notagildi þeirra. Fyrirtæki með merkta plastkassa koma þeim í endurvinnsu ef kassarnir eru ónothæfir.

Rós 56 | 26. feb. '16, kl: 12:23:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tel nú að starfsmenn sorpu ættu nú að taka þessa merktu kassa frá áðun en þeir fara í G.H. senda svo eigendum kassanna tölvupóst um eign þeirra. Trúðu mér, fyrirtækin mundu ekki telja það svara kostnaði að sækja til sorpu 2-3 kassa ég tala nú ekki um ef þessi fyrirtæki eru úti á landi.

Jocasta | 27. feb. '16, kl: 06:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Trúa þér?"

Því miður þá "trúi" ég þér ekki - þú hefur ekki lesið innleggin hér - eigandi Lambhaga kom og sótti 1 plastkassa og bað um að vera látinn vita ef fleiri kassar kæmu í Góða Hirðinn.

picy | 26. feb. '16, kl: 22:45:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Starfsmenn Góða hirðisins hafa hringt í þessi fyrirtæki og látið vita af kössunum. Fyrirtækin sjálf hafa oft ekki sinnt því að sækja þá og það er ekki hægt að ætlast til að búðin geymi þessa plastkassa endalaust. Það er annað hvort að selja kassanna eða henda þeim og hvort er nú betra fyrir umhverfið?

Ice1986 | 14. feb. '16, kl: 10:52:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

hahah, nei hættu nú alveg. Hefur þú farið í góða hirðirinn nýlega á t.d. laugadegi? Það er bara eins og á þorláksmessu í kringlunni, stappað að gera. 
Það verslar alls konar fólk þarna. Meira að segja fólk sem á nægan pening. Margir hafa sérstaklega gaman af eldri húsgögnum með sögu, margir kaupa sjúskaða hluti og hafa svo gaman af því að gera þá upp fyrir sitt eigið heimili og svo eru margir sem eru að hugsa um umhverfið og vilja ekki endilega vera að kaupa allt splúnkunýtt alltaf heldur endurnýta hluti.
Svo eru stundum hlutir þarna sem eru hættir í sölu. Ég var t.d. að safna gömlu ísfólksbókunum og labbaði reglulega í gegn. 

Raw1 | 14. feb. '16, kl: 12:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Jújú ég hef einu sinni farið þarna, ég á nóg af pening en vildi kíkja þangað, endaði með flotta kjöthnífa á 1000kall og hitaplatta/kertastjaka á 1000kall.
mér finnst rosa gaman að skoða nytjabúðir, þó ég hafi efni á nýjum vörum, finnst mér miklu skemmtilegri að gramsa í gömlum vörum.

Nainsi | 15. feb. '16, kl: 11:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvers vegna þarftu að hamra á því að þú hafir efni á nýjum vörum? Ertu með einhverja komplexa yfir því að fólk gæti mögulega talið þig fátækan eða ómerkilegri ef þú skyldir versla í Góða hirðinum reglulega? Wtf?

Abba hin | 15. feb. '16, kl: 13:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Öh, er Vindálfur ekki bara að benda Mae West á að fólk versli bara víst af gamni sínu í Góða hirðinum?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Abba hin | 15. feb. '16, kl: 14:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Arg, AÐ gamni!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Raw1 | 15. feb. '16, kl: 16:34:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef bara óvart skrifað það oftar. Afsakið mig innileg.a


stundum skrifa ég í flýti og les ekki yfir.





og enn og aftur, afsakið mig.

fálkaorðan | 14. feb. '16, kl: 12:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eh?


Ég versla alskonar drasl í góða hirðinum. Núna síðast pott til að sjóða límið mitt í.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

staðalfrávik | 14. feb. '16, kl: 13:02:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú samt, ég er hrifin að gömlu "retró" dóti og kaupi allskonar gimsteina þarna sem fólk reynir að okra á á sölusíðunum.

.

Kung Fu Candy | 14. feb. '16, kl: 18:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég versla í Góða Hirðinum, bara að gamni mínu. Keypti náttborð á 1.500 kr... mátti ég ekki versla það þar, því ég hef alveg efni á 20.000 kr náttborði úr Ikea?

Háess | 14. feb. '16, kl: 18:45:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öss, Ikea?

Ef þú átt pening verslar þú ekki í Ikea!

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Kung Fu Candy | 14. feb. '16, kl: 23:01:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahah, hefurðu séð verðin í Ikea nýlega? :p Frekar dýrt fyrir að vera fjöldaframleitt í massavís ;)

Háess | 14. feb. '16, kl: 23:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gvöð, nei, haha, er ég alveg útúr kortinu hérna? ;)

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

vild | 14. feb. '16, kl: 11:38:32 | Svara | Er.is | 3

Verðum samt að gera lámarkskröfu um þessa starfsemi. Þýfi á ekki að vera til sölu þarna. Vörur sem eru með nafni og símanúmeri er auðvellt að testa af.

fálkaorðan | 14. feb. '16, kl: 12:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Af því að fólk hendir ekki merktum hlutum í nytjagámana.


Plís.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 15. feb. '16, kl: 00:10:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað eyðir þú löngum tíma í að fjarlægja merkingar af því sem börnin þín eru hætt að nota áður en þú lætur það ganga áfram?

fálkaorðan | 15. feb. '16, kl: 09:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 15. feb. '16, kl: 11:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grunaði það;) Það er fjöldinn allur af fólki sem ekki hefur tíma til að hreinsa allar merkingar af fatnaði og öðru svipuðu áður en það er gefið í nytjagám eða annað til að það nýtist betur.

fálkaorðan | 15. feb. '16, kl: 11:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt.


Hversvegna ertu að endurtaka það sem ég skrifa?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 15. feb. '16, kl: 11:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú sagðir að fólk henti EKKI merktum hlutum í nytjagámana- það er öfugt við minn skilning og ef þetta var kaldhæðni fattaði ég það ekki. Finnst þú samt meina það sama og ég?

fálkaorðan | 15. feb. '16, kl: 11:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er kaldhæðini.


Glætan að fólk fari eitthvað að rífa merkingar úr fötum eða hlutum. Bara í gáminn með þetta og allir fá ís.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 15. feb. '16, kl: 11:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og svo það miskiljist ekki með ísinn þá legg ég ríka áherslu á endurvinnslu við börnin og sorpuferðir eru svona skemmtiferðir sem enda á því að allir fá eina kúlu í Valdísi.


Sönn saga.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 15. feb. '16, kl: 21:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:) jamm kaldhæðnin skilst ekki alltaf vel í texta, var ekki alveg viss

tóin | 15. feb. '16, kl: 12:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún skrifaði plís í lokin á færslunni - kaldhæðnin fór alls ekkert fram hjá mér alla vegana :)

Huppa | 14. feb. '16, kl: 13:12:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Draslið sem börnin mín hafa átt og ég gefið er mjög oft merkt þeim.  Held að það yrði að ráða manneskju bara til að hringja út í fólk ef það á að sannreyna allt þetta merka dót sem þeir hafa fengið gefins. Þýfi er held ég yfirleitt reynt að koma í sölu en ekki gefið í góða.

labbi86 | 14. feb. '16, kl: 13:35:18 | Svara | Er.is | 1

Ég ætla ekki að tjá mig um þetta málefni sem slíkt en ég átta mig ekki á þessum lagatilvísunum í textanum. Kaupalögin frá 1936 eru ekki í gildi (ef það eru yfirleitt til eldri kaupalög frá 1936), það eru til lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga sem eru vissulega nr. 1936 en við fljóta yfirferð eru engin ákvæði um "2 ára ábyrgð" að finna í þeim.


Kaupalögin sem eru núna í gildi með síðari breytingum eru lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 og svo myndu viðskipti neytenda við seljanda falla undir ítarlegri ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Rós 56 | 14. feb. '16, kl: 14:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hélt að það væri bara lögbundin 2ja ára ábyrgð á NÝJUM rafmagnstækjum?

Háess | 14. feb. '16, kl: 17:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Enda er það rétt.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

tóin | 14. feb. '16, kl: 14:27:44 | Svara | Er.is | 2

er þetta einhver brandari?

Lambhagassallatkassi, hagkaupskassi, norðlenska kassi - hvaða kassar eru það og hvernig var farið að því að gera "þýfið" upptækt? mætti bóndinn, hagkaup og norðlenska heim til viðkomandi og sóttu pappakassana?

Dúfanlitla | 14. feb. '16, kl: 14:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ekki gleyma þjófunum sem eru svona Robin Hood dæmi sem stela frá ríkum og gefa svo þýfið til Góða Hirðirinn. 

tóin | 14. feb. '16, kl: 15:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

enda náttúrulega borðleggjandi að fólk brjótist inn í bifreiðar til að stela svefnpoka að gefa í hjálparsamtök sem selja svo ónefndum sem drífir sig í að hringja í nafnið á pokanum um leið og hann hefur samband við Lambhaga, Hagkaup og Norðlenska:)

Jocasta | 14. feb. '16, kl: 18:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Á nokkrum þessara kassa plastkassa, stendur notkun óheimil og varðar við lög - skilavara.

T.M.O | 14. feb. '16, kl: 15:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

er sennilega verið að tala um merkta plastkassa sem eru notaðir undir vörur, ekki pappakassa. Þeim er síðan skilað í fyrirtækið þegar það er búið að tæma þá

tóin | 14. feb. '16, kl: 15:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok - skildi ekkert hvað var verið að tala um :) man bara eftir kókflöskukössunum í denn (er svo gööööööömul)

T.M.O | 14. feb. '16, kl: 15:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hey! ég er með kassa merktan MS í geymslunni hjá mér sem er örugglega yfir 30 ára gamall, ég vona að ég fái þá ekki á mig núna

Ynda | 14. feb. '16, kl: 17:22:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha,best að senda MS póst og tilkynna þig :-)

T.M.O | 14. feb. '16, kl: 17:26:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

*tékkar á því hvort ip felarasístemið sé ekki örugglega á*

Ziha | 14. feb. '16, kl: 17:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha..... held að þú sért nokkuð safe.... ef þetta er svona gamall plastkassi eru þeir hættir í notkun nema sem geymsludót... og örugglega til slatti af þeim í geymslu :oP  Svo þú getur tekið ip felarasístemið af.... :oP  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Háess | 14. feb. '16, kl: 18:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gvöð, ég á eldgamlan bjórkassa sem notaðir voru í DK, merktan einhverju fyrirtæki, þetta er trékassi og handmálaður, á ég að fel'ann?

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

T.M.O | 14. feb. '16, kl: 19:24:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jebbs!

Háess | 14. feb. '16, kl: 19:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ó lord!

*panta mér flugmiða í snarhasti*

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Steina67 | 15. feb. '16, kl: 06:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir eru enn í notkun en í öðrum tilgangi þó. Var og er notað sem upphækkum til að stíga á heima hjá mér í sveitinni.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Raw1 | 15. feb. '16, kl: 16:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru plastkassar, SFG/Lambhaga kassarnir eru grænir/bláir, Norðlenska og SS rauðir.
https://www.google.is/search?q=sfg+kassi&safe=off&espv=2&biw=1536&bih=756&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=0ahUKEwjRzdyCmvrKAhXDVRoKHZZ2CUcQ_AUIBigB#safe=off&tbm=isch&q=Nor%C3%B0lenska+kassi&imgrc=ZxnlsnszuABAmM%3A
svona gaurar



Ég vona að enginn kíki  inn í bilskúr til mín :o

cetera | 15. feb. '16, kl: 01:34:10 | Svara | Er.is | 3

Gleymdirðu ekki að reyna að klína þessu á Pólverjana? Eða einblína þeir bara á strætómiðana og Leigulistann?

hillapilla | 15. feb. '16, kl: 10:07:52 | Svara | Er.is | 0

Hvers vegna ætti einhver að selja þýfi í Góða Hirðinum, "vandaðan og góðan svefnpoka" á 450 kall? Fær miklu meira fyrir þetta í Kolaportinu eða á Bland, þ.e. þessum hefðbundnu stöðum fyrir þýfi.

Tipzy | 15. feb. '16, kl: 15:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fyrir utan að það selur enginn neitt í honum, maður getur gefið þeim hluti sem þeir svo selja og hirða ágóðan. Svo annað hvort er hún að saka Góða hirinn um þjófnað á þessu svo þeir geti selt það á slikk og notað svo í góðgerðamál, eða hún heldur að fólk sé að stela til að gefa... ég veit ekki hvað er málið.

...................................................................

Jocasta | 26. feb. '16, kl: 09:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þegar Góði Hirðinn selur "merkta" plastkassa með fyrirtækjamerkingum þá er um nytjastuld að ræða. Það sem verra er að SORPA er að kurla - endurvinna merkta heila plastkassa. T.d. hjá Norðlenska er kassarýrnun 6-10 milljónir kr á ári - eða 60 - 100 milljónir á 10 árum.

Vandamálið er mjög alvarlegt og fer út í verðlagið.

presto | 15. feb. '16, kl: 11:19:29 | Svara | Er.is | 1

Hverjum dettur í alvöru í hug að kaupa kassa sem eru greinilega merktir "Norðlenzka"? Fyrirtæki í fullum rekstri.

Klingon | 26. feb. '16, kl: 19:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerir fólk svo við svona kassa?
Ég sé bara ekki notagildið.

Jocasta | 27. feb. '16, kl: 06:51:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bílapartasölur hafa t.d. verið staðnar að því að geyma varahlutalagerinn í "stolnum merktum plastkössum". T.d. Góði Hirðirinn notaði til skamms tíma "stolna" merkta plastkassa undir vörur til sölu - eða þar til þessi umræða hófst.

presto | 29. feb. '16, kl: 22:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka utan við mitt ímyndunarafl.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47982 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie