Tölvufíkn maka?

Jakobína | 30. maí '09, kl: 19:00:24 | 1678 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ,

Var að velta því fyrir mér hvort þið getið ráðlagt mér aðeins. Ég er farin að hallast að því að maðurinn minn sé haldinn tölvufíkn og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í því sambandi. Hann er í fæðingarorlofi með barnið okkar og ég að vinna.

Hafið þið einhverjar reynslusögur/ábendingar um hvernig best er fyrir mig að tala um tækla þetta?

Takktakk,
Jakobína

 

eira | 30. maí '09, kl: 20:16:40 | Svara | Er.is | 2

Hvernig lýsir þessi fíkn sér. Hefur hún aukist í fæðingarorlofinu. Ég notaði tölvuna mikið í fæðingarorlofinu. Maður er vanur að vera í samskiptum við fólk í vinnu og þess háttar og að fara í fæðingarorlof var ákveðin breyting. Karlar fara líka minna á foreldra morgna og færri karlar í fæðingarorlofi til þess að hitta. En hangir hann líka í tölvunni þegar þú ert komin heim?

nanna2 | 30. maí '09, kl: 20:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

upps ég mínusaði þig óvart! ætlaði að plúsa þig og spyrja af hverju í ósköpunum er fólk að mínusa þetta svar???
ég þoli ekki þetta +-kerfi!!!

VSK UR | 31. maí '09, kl: 23:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Plús - mínus ??? vill einhver fræða mig ??? Hvað þýðir þetta??

Jakobína | 30. maí '09, kl: 22:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, tölvunotkunin hefur aukist í fæðingarorlofinu og hann er nær aðallega í online tölvuleikjum... bæði þegar hann er heima með barnið og eins eftir að ég er komin heim, og á kvöldin :( Ég svosem get ekki áætlað klukkutímana í sólarhringnum sem fara í þetta - en þeir eru margir. Pabbinn og barnið fara lítið sem ekkert út og ef ég svo mikið sem minnist á þetta/eitthvað yfir höfuð þá er bara fíla og leiðindi. Ég er orðin helv þreytt og uppgefin á þessu - en er samt að tipla á tánum og þori ekki að segja mikið.

Amelíe | 30. maí '09, kl: 23:05:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

segðu netinu upp í smá tíma! ;) hehe ég mundi gera það! þýðir ekkert að hann sinni ekki blessuðu barninu!!

strákaparadís | 30. maí '09, kl: 23:57:04 | Svara | Er.is | 0

ég þekki þetta af eigin reynslu. Minn tók einmitt upp tölvu og dvd vesen í kringum það leyti sem sonur okkar fæddist. ég nöldraði mjög mikið og skrifaði upp að lokum tímana sem hann eyddi á hverjum degi í einhverjum online leik þar sem hann brjálaðist á músinni, öskraði og var pirraður.
skrifaði það bara í dagbókina í símanum og sýndi honum svo...
hann er hættur þessu núna en hann eyðir frekar tímanum í dvd en að fara út með syni sínum enn í dag. Barnið fer ekki einu sinni út heila helgi ef ég er ekki heima... svona eru sumir karlmenn bara... alveg ótrúlegt.

Dularfull
nanna2 | 1. jún. '09, kl: 10:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

þetta er fullorðinn maður en ekki barn... myndi nú mikið frekar reyna að komast að rótum vandans en að banna honum bara, enda þýðir ekkert að læsa tölvunni frekar en fyrir aðstandenda alkaholista að læsa vínið inn í skáp! Tölvufíkn getur verið mjög alvarleg ef ekki næst að taka á henni í tæka tíð. Stöð2 fjallaði ítarlega um þetta fyrir stuttu og það voru nokkrir menn sem komu fram sem höfðu gjörsamlega misst allt sitt, fjölskyldu og starf, vegna tölvufíknar.

Gætir skoðað þetta
http://this.is/tolvufikn/
og kannski fengið hann til að kíkja á þetta líka, kannski opnar það augu hans fyrir vandanum.
Gangi þér vel með þetta.

Louise Brooks | 3. jún. '09, kl: 00:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skoðaði þennan link og eftir að hafa lesið um þetta þá sé ég betur og betur að maðurinn minn er tölvufíkill. Hann vill samt ekki viðurkenna að þetta sé vandamál og að þetta hafi slæm áhrif á okkar samband, hef einmitt reynt að ræða þetta við hann og þá bendir hann bara á einhvern Jón í vinnunni eða einn að bræðrum sínum og segir að þessi "sé sko miklu meira í tölvu en hann sko". Hann kemur aldrei með mér í bústað foreldra minna yfir helgi því að hann meikar ekki að vera tölvulaus heila helgi og segir að hann hafi þá ekkert að gera. Ég er hætt að reyna að fá hann til að koma með mér og barninu okkar. Það er ekkert smá slítandi að búa með svona manni en ég lifi í voninni um að hann fari að sjá þetta sjálfur.

,,That which is ideal does not exist"

ert | 20. nóv. '18, kl: 12:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi linkur er ekki á vegum heilbrigðisstarfsmanns og endurspeglar ekki viðurkennda þekkingu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ingamben | 1. jún. '09, kl: 18:17:04 | Svara | Er.is | 1

Ég er nú ekki en búin að eiga mitt barn.. En karlinn minn er rosalegur tölvufíkill.. Hengur í tölvunni allan daginn ef hann getur og ef hann mætti ráði myndi hann einmitt sleppa því að fara út..
Bróðir hans sem er nokkrum árum yngri er að trosna úr skóla út af sama vandamáli.. Hann vill frekar vera í tölvunni í online leik í staðinn fyrir að fara í skólann.. Og skilur svo ekkert í því afhverju hann fellur á önn..
Og nú er yngsti bróðirinn (13ára) byrjaður að apa upp eftir þeim líka.. Þetta er rosalegt að sjá hvernig þetta breytir fólki..

Ég er einmitt rosa hrædd um að þegar hann fer í fæðingarorlof þá eigi hann eftir að sitja með barnið við hliðina á sér í tölvunni allan daginn þegar ég er ekki heima :/

Amelíe | 1. jún. '09, kl: 18:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þó að þetta sé fullorðinn maður þá er hann að haga sér eins og barn!

eins og þessir blessuðu karlmenn eru voða mikið fyrir...

Magingcandy | 20. nóv. '18, kl: 12:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, konur eiga líklega einkarétt á börnunum, ljúga aldrei, beita aldrei ofbeldi og vandamálið er alltaf hjá KK.

Navi | 1. jún. '09, kl: 19:17:03 | Svara | Er.is | 0

Ég hef oft íhugað að láta hreinlega tölvuna "bila" eða bara nettenginguna..

En þetta er svo sem ekki orðið neitt alvarlegt hjá okkur og ég var rétt í þessu að benda honum á það hversu mikill tími fer í tölvuleiki og hann var sammála mér að fara að minnka tölvunotkunina.

eira | 1. jún. '09, kl: 20:02:06 | Svara | Er.is | 0

Ég held að þessir online tölvuleikir geti verið mjög ávanabindandi. Stundum eru ákveðin lið og viðkomandi er ákvðinn karakter í liðinu. Stundum getur verið ákveðin pressa að spila mikið til að svíkja ekki liðið. ( Þetta á auðvitað ekki við alla tölvuleiki).

Diam | 1. jún. '09, kl: 20:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

'Uff já ég þekki þetta. Stundum langar mig til að gera eitthvað með kallinum eða okkur er boðið í afmæli. En nei nei þá er það ekki hægt því hann er að fara í 'raid' með liðsfélögunum.

Ég reyndar gjörsamlega útilokaði þetta og sagði að þetta bara kæmi ekki til greina. Tölvuleikir er eitthvað til að stunda svona þegar manni leiðist og hefur EKKERT BETRA að gera.

Ég verð nú að játa aðég spila sjálf svona online tölvuleiki og hef gert í mörg ár. En ég hef alltaf látið skólan, vinina, fjölskylduna etc, ganga fyrir. Núna fer ég t.d. bara í leiki á kvöldin eftir að stubbur er sofnaður og kallinn að vinna og það er ekkert sem þarf að gera (sem gerist btw EKKI oft :p)

Mammsla08 | 1. jún. '09, kl: 20:42:58 | Svara | Er.is | 0

Úff þetta hlýtur að vera soldið erfitt :S
Ef það gengur ekkert að tala við hann myndi ég ráðfæra mig við lækni eða sálfræðing og sjá hvort þeir geti eitthvað hjálpað þér.
Eins er ekkert óvitlaust að láta tölvuna "bila" í smá tíma og sjá hvernig hann höndlar það, ef hann er alveg að springa þá þarf náttúrulega að gera eitthvað í þessu...

Á svo yndislega litla stelpurófu:)

snow white | 2. jún. '09, kl: 01:27:17 | Svara | Er.is | 0

ég kannast líka við þetta...og við erum ekki saman í dag. ég gat ekki búið við þetta ástand og hann valdi tölvuna frekar en mig :P

***************************************
All truth passes through three stages. First, it is ridiculed. Second, it is violently opposed. Third, it is accepted as being self-evident. --Arthur Schopenhauer

The person who says it cannot be done should not interrupt the person doing it. --Chinese Proverb.

Biggaboo | 2. jún. '09, kl: 11:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haa?? ertu að meina í alvöru að þú hafir ekki viljað sætta þig við tölvunotkunina og að maðurinn hafi kosið þennan bansetta gallagrip yfir þig?? það hlýtur að vera fíkn er það ekki?

______________________________________
3x Momaholic!

snow white | 2. jún. '09, kl: 23:52:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú það er fíkn enda er verið að tala um tölvufíkn maka...what can i say?

***************************************
All truth passes through three stages. First, it is ridiculed. Second, it is violently opposed. Third, it is accepted as being self-evident. --Arthur Schopenhauer

The person who says it cannot be done should not interrupt the person doing it. --Chinese Proverb.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47992 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien