Treo - magabólgur

Nainsi | 29. maí '15, kl: 21:21:23 | 338 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem hefur vit á því hvort Treo geti verið varhugavert að nota ef maður er með krónískar magabólgur?
Ég hef verið að glíma við þær í lengri tíma, er á Ezomeprazol í dag og hef verið í ágætis jafnvægi eftir að ég byrjaði á honum þó maginn sé enn í klessu. Þ.e. er ekki með króníska lellu.

Ég s.s. Keypti einn stauk af Treo í vikunni. Fékk mér eina í morgun og svo tvær eftir vinnu.
Ekki löngu seinna fékk ég óstöðvandi krampa í magann, ógleði og niðurgang. Er búin með klósettpappírinn og byrjuð á eldhúsrúllunni því það kemur ekki til greina að ég fari út svona.

Getur verið að Treo-ið valdi þessu? Las fylgiseðilinn áðan þegar ég var í öngum mínum að reyna að finna út úr því hvað kom þessu af stað í dag og sá mér til hryllings að það getur valdið magasári og er væntanlega ekki gott fyrir þá sem eru með magabólgur? Eða hvað? Er það ólíklegt?
Ég get ekki ímyndað mér að skinkuhornið sem ég borðaði eftir vinnu hafi komið þessu af stað. Ég er að kálast í maganum og er með stingandi hroll í kaupbæti og ógleði í eftirrétt. Hjælp.

 

Máni | 29. maí '15, kl: 21:22:30 | Svara | Er.is | 0

Já. Treo er óholt fyrir magasjúklinga. Þeir eiga ekki að taka það.

Nainsi | 29. maí '15, kl: 21:26:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjútífúl, takk fyrir innleggið. Mér finnst svo gott að drekka þetta út af koffíninu og það slær aðeins á liðverki. Ég skipti bara yfir í kaffið aftur.

Máni | 29. maí '15, kl: 21:27:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota það einmitt við liðverkjum. Það er bólgueyðandi og virkar best fyrir mig.

Anímóna | 29. maí '15, kl: 22:38:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kaffi er EITUR í magabólgur.

Nainsi | 29. maí '15, kl: 23:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ, ég veit. Sagði nú bara svona. Get satt að segja ekki drukkið það lengur þó ég gjarnan vildi.

Flippkisa | 29. maí '15, kl: 21:30:25 | Svara | Er.is | 1

Ein flensan sem er að ganga núna er akkúrat svona eins og þú lýsir.
Veit ekki með hitt.

VanillaA | 29. maí '15, kl: 21:34:45 | Svara | Er.is | 0

Ég er með slæman maga og Treo er eina verkjalyfið sem ég get tekið. Öll önnur verkjalyf eru eitur í minn maga.

kryddjurt | 29. maí '15, kl: 22:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefuru prófað Naproxen E-mylan?

VanillaA | 30. maí '15, kl: 00:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki prófað það, en ég tek Pariet 2 töflur daglega og Omeprazol líka ef ég er mjög slæm. Þessar halda mér yfirleitt þokkalegri.

kryddjurt | 30. maí '15, kl: 10:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég mæli með að prófa þessar sem ég tala um hérna að ofan. Þetta eru bólgueyðandi verkjalyf sem leysast upp í þörmunum og hafa því lítil sem engin áhrif á magann.

Nainsi | 30. maí '15, kl: 17:17:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Get ég fengið þær í apótekinu lyfseðilslaust?

kryddjurt | 30. maí '15, kl: 19:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vægari skammtinn. Ég tók tvær af því og það virkaði stundum á verki daginn eftir líka.

Nainsi | 30. maí '15, kl: 17:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók einmitt Pariet á undan þessu lyfi. Bjargaði lífi mínu, þrusugott lyf. Ég byrjaði á þvi að taka eina fyrir svefninn, því næturnar finnst mér oft verstar, en það dugir ekki til svo ég er byrjuð að taka aðra yfir daginn líka. Það er kannski trix að bæta Omeprazol við eftir þörfum. Þarf að prufa það.

VanillaA | 30. maí '15, kl: 23:12:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það virkar mjög vel fyrir mig þegar ég er slæm. Tek Pariet á morgnana og Omaprazol (eina) um miðjan dag.
Annars segi ég eins og þú, Pariet gjörsamlega bjargaði mér.

mirja | 29. maí '15, kl: 22:30:57 | Svara | Er.is | 0

Ég get ekki tekið Treo, það fer mjög illa í magann á mér.

Steina67 | 29. maí '15, kl: 22:53:14 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ hjartsláttatruflanir af Treo og læt það því vera.

Skinka er heldur ekki góð ofan í magabólgur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Nainsi | 29. maí '15, kl: 23:48:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti hafa verið helv.. skinkuhornið og Treo-ið ekki bætt úr skák. Ég má ekki taka Ibufen, Paratabs er eins og sykurtafla og Treo er í endurskoðun... andsk. helv. djöf. Magavandamál koma frá helvíti, það getur ekki annað verið.

torat | 31. maí '15, kl: 02:57:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vandamálið við treo er að það er blóðþynnandí og því óheppilegt ef fer að blæða út frá magasári.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Rós 56 | 31. maí '15, kl: 07:09:33 | Svara | Er.is | 0

Treo er ekki gott fyrir þig ef þú ert slæm í maga og ekki þetta heldur  

 

Felis | 31. maí '15, kl: 11:52:03 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn er gjarn á að fá magabólgur og þumalputtareglan með verkjalyf er að ef þau eru ok fyrir óléttar konur þá eru þau ok fyrir hann. Semsagt basically parasetamol og parkódín.

Allt bólgueyðandi er stranglega bannað. Skv. lækni.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Húllahúbb | 31. maí '15, kl: 14:51:34 | Svara | Er.is | 0

Treo inniheldur Acetýlsalicýlsýru sem er ekki góð í maga, þe. getur valdið magaertingu, magabólgum og jafnvel sárum. Þannig að þeir sem eru viðkvæmir fyrir eiga ekki að taka Treo (og ekki heldur Asperin). Bólgueyðandi lyf almennt eru heldur ekki góð ef fólk er viðkvæmt, þmt. Ibufen, Naproxen og fleiri í þeim flokki. 


Paratceatamol er ekki magaertandi og fæst í lausasölu (Paratabs, Pinex ofl.) og Parkódín er ekki magaertandi en getur valdið hægðatregðu (er lyfseðilskylt). Þannig að ég myndi ekki mæla með bólgueyðandi lyfjunum né Treo og Asperin fyrir magavesenisfólk.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48010 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123