Umgengni við pabba??

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 17:13:22 | 586 | Svara | Er.is | 0

Mig vantar smá hjálp en ég á 3 og hálfs ára dóttir með manni sem ég er ekki í samband með Hlutir hafa gengið illa þegar kemur að umgengni en hann neitar að umgangast barnið eins og umgengnis samninginn segir um en það er bara þetta venjulega pabba helgi aðra hvora helgi, hann sleppir dögum éf hann þarf að gera aðra hluti og sækir og skilar stelpuna alltof seint og snemma því hann vil ekki gista með hana á pabba helgum því hann vil hafa kvöldið fyrir sig Ég geti ekki haft þetta svona lengur og vilja vita ef ég geti sagt að hann fær ekki umgangast hana nema 100% eftir samninginn? Barnið á rétt á sitt tíma með pabba sínum en ef hann ætlar að halda áfram að sleppa dögum og skila snemma og sækja seint sem er gríðalegt erfitt á mig og mitt tíma og plön, geti ég þá sagt allt eða ekkert? Fæ ég nokkuð dagasektir

 

Splæs | 18. júl. '19, kl: 18:16:01 | Svara | Er.is | 3

Ekki umgengnissamningnum viðkomandi þannig séð, en á barnið nokkuð föðurafa og föðurömmu sem kannski gætu vilja umgangast barnið eina helgi í mánuði í staðinn? Mér finnst felast fleira í samskiptum við föður en bara að hann einn hitti og hafi barnið því barnið á heilan ættboga þarna og kannski annað fólk þar inni í myndinni sem yrði barninu til gæfu og meiri gleði.
Það hefur ekkert upp á sig að þvinga manninn til umgengni ef hann vill ekki umgangast barnið. En ég er sammála þér um að það þarf að vera skipulag og ómögulegt að hann fái að hringla með það. Spurning hvort hægt sé að ræða við hann um annað fyrirkomulag á samningnum sem hann gæti fallist á að standa við.
Gangi ykkur vel.

ert | 18. júl. '19, kl: 19:10:51 | Svara | Er.is | 0

Getið þið ekki búið til plan sem hentar honum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 18. júl. '19, kl: 19:23:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli maðurinn hafi ekki verið á staðnum þegar samningurinn var gerður?

ert | 18. júl. '19, kl: 19:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú, en það er ekki víst að samningurinn henti honum þótt hann hafi verið á staðnum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Walkin | 12. ágú. '19, kl: 03:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Henti honum ? Börn eiga sinn rétt á að kynnast báðum foreldrum jafnt. Þessi maður getur bara drullast til að taka ábyrgð og hætta að vera svona sjálfselskur .. En hins vegar er ég sammála Splæs, að kannski vilja afi og amma barnsins umgangast það eða nánir ættingar föður hennar.

ert | 12. ágú. '19, kl: 08:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þó svo að börn eigi rétt þá er misjafnt hvað hentar foreldrum. Tökum sem dæmi konu sem á að vera með barnið sitt en klukkutíma áður er henni nauðgað af fimm mönnum og hún barinn. Barnið á rétt á því að vera með móður sinni en það hentar móðurinni heldur illa. Faðir í geðrofi gæti verið annað dæmi og svo framvegis,

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 18. júl. '19, kl: 19:18:41 | Svara | Er.is | 0

Þú getur alltaf farið fram á að umgengissamningurinn verði endurskoðaður. Ef þú ert búin að undirrita þennan samning þá þarft þú lögum samkvæmt að fara eftir honum en faðirinn getur í raun gert það sem honum sýnist. Það þarf, ef ég skil rétt að taka ákvörðun um dagsektir, hann þarf að fara fram á það og það vera úrskurðað hjá Sýslumanni svo að þú ættir að fá aðvörun áður en það gengi svo langt. Ef einhver veit annað endilega leiðréttið mig. Ef hann virðir ekki samninginn þá getur þú prófað að leggja fyrir hann annað hvort að fylgja honum eða sleppa þessu. Til þess að þú sért ekki með tálmun þá getur þú bara haft mjög sanngjarnar forsendur, að hann tali við þig með fyrirfram ákveðnum fyrirvara og það gangi upp fyrir þín plön. Það er annað hvort samningurinn eða eftir þínum hentugleika. Skrifaðu allt hjá þér, helst tala sem mest saman í tölvupósti eða skilaboðum, hvenær hann tala við þig, hvað hann fer framá, hvort það stenst eða ekki ef þig þurfið að fara í gegnum sýslumann aftur.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 19:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er meir að pæla hvort ég geti segja við hann að ég taki ekki við barnið fyrr en á mánudag eftir helgina. Hann sækir stelpuna í leikskóla á föstudegi og á að skila á mánudag en skilar hana til mín aftur föstudag og sækir laugardagsmorgun og aftur á sunnudag eða sleppir umgengni ef hann er “upptekin”. Geti ég sagt að ég taki ekki við barnið fyrr en ég sæki hana á leikskóla eftir pabba helgina? Þá ræður hann sjálfur hvort hann sæki hana eða ekki í leikskólann á föstudegi, sem hann á samt að gera. Hann umgengst stelpuna en vil ekki gista með hana en umgengnis samningurinn segir gistingar, hann vildi lögbundið samning og þá þurfti að hafa gistingar. Þetta fyrirkomulag sem hann gerir hentar mig ekki neitt því hann leika sér með umgengnin og notar hana til að stjórna mér. Ég vil bara hafa fast alltaf það sama, hann fær ekki lögbundið samning um umgengni upp á minna en það sem hann er núna, sýslumaður sagði það er aldrei gert lögbundið samningur upp á minna en lágmark.

T.M.O | 19. júl. '19, kl: 01:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og punky brewster segir, segðu honum að þetta sé hans tími, ef hann þarf að gera eh annað þá reddi hann pössun. Með að fá sálfræðing finnst mér líka góð hugmynd ef hann fæst til þess. Stundum þarf svona "voice of reason" sem stoppar af eitthvað bull. Mjög góð ráð finnst mér frá punky.

ergodergo | 19. júl. '19, kl: 14:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hlustar ekki á “þú þarft að redda, þinn tími”, hann sleppir bara sækja og segir “ekki mitt mál að plön breytist” og ég hef marg oft fengið í andlitið á mér “þú kaust þetta sjálf” því ég verða ólétt þegar við hættum í sambandi eftir heilt ár, ég komst að óléttunni eftir sambandsslit og for ekki í fóstureyðingu. Sálfræðingur vera sniðug lausn að skoða, held ég stingi upp á því við hann

T.M.O | 19. júl. '19, kl: 16:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er það bara eins og ert og saedis88 eru að tala um. Gera þínar ráðstafanir og hafa hann ekkert inn í planinu. Hann gæti jafnvel hætt alveg að taka barnið ef hann stjórnar þér ekki lengur með því en hann gæti líka komið aftur eftir nokkur ár þegar hann fattar að hann þekkir ekki barnið sitt og það sé honum sjálfum að kenna.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 19:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er meir að pæla hvort ég geti segja við hann að ég taki ekki við barnið fyrr en á mánudag eftir helgina. Hann sækir stelpuna í leikskóla á föstudegi og á að skila á mánudag en skilar hana til mín aftur föstudag og sækir laugardagsmorgun og aftur á sunnudag eða sleppir umgengni ef hann er “upptekin”. Geti ég sagt að ég taki ekki við barnið fyrr en ég sæki hana á leikskóla eftir pabba helgina? Þá ræður hann sjálfur hvort hann sæki hana eða ekki í leikskólann á föstudegi, sem hann á samt að gera. Hann umgengst stelpuna en vil ekki gista með hana en umgengnis samningurinn segir gistingar, hann vildi lögbundið samning og þá þurfti að hafa gistingar. Þetta fyrirkomulag sem hann gerir hentar mig ekki neitt því hann leika sér með umgengnin og notar hana til að stjórna mér. Ég vil bara hafa fast alltaf það sama, hann fær ekki lögbundið samning um umgengni upp á minna en það sem hann er núna, sýslumaður sagði það er aldrei gert lögbundið samningur upp á minna en lágmark.

saedis88 | 19. júl. '19, kl: 12:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég var í avona stöðu. Besta sem ég gerði var að hætta pæla o þessu. Hætti að teikna með pabbahelgum. Ef ég þurfti að gera eitth að þá fann ég aðra leið til að sleppa að vera með börnin. Barnsfaðir minn er alltaf plan C. Það tekur rugl mikla orku að eltast við þetta og vera reið út af svona. Það er mjög pirrandi að pabbahelgar detta niður því allt í einunhenntar það ekki. En þetta er bara svona og hann tapar bara á þessu. Ég er löngu hætt að treysta á einhvern tíma. Hann tekur þær þegar hann tekur.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 19:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi þá alltaf fara eftir umgengnis samning en bara ef hann fylgir honum sjálfur 100%. Ég myndi þá ekki taka við stelpuna fyrr en mánudag eftir leikskóla og hann myndi þá sjálfur velja að ekki umgangast hana og ekki hægt að skamma mig? Eða hvað

ert | 18. júl. '19, kl: 19:56:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara smá spurning: Ef hann ræður ekki við að fylgja núverandi umgengissamningi og sleppir því þá að sækja hana er eðlilegt að stelpan fái ekki að kynnast föður sínum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 19:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki. Mikið ofbeldis saga og vesen. Verð að hafa hlutið fast svo það virki en hann er bara leika sér með þetta eins og er og fylgir engu nema það sem hentar hann. Einhver tíma verð ég að setja niður fótinn.

ert | 18. júl. '19, kl: 20:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Ein leið til að eiga við folk sem er að reyna að nota börnin svona til að stjórna er að láta það ekki hafa áhrif á sig. "Æi, geturðu ekki verið með hana lengur. En leiðinlegt fyrir þig. VIltu að ég komi og sæki hana? Ekki málið". Þá er ekki hægt að nota barnið sem stjórntæki og viðkomandi gefst oftast upp á því á hálfu til einu ári.
Hin leiðin að neita að láta hann hafa barnið nema hann uppfylli skilyrði umgengnissamningis getur kallað á meiri átök.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 20:16:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að gera það alltaf, segja já og amen við öllu og hann stjórnar allt. Nema núna sagði ég einu sinni nei, hann vildi sleppa næsta sunnudag því hann er að djamma á laugardag og vill vera þunnur í friði og ég segja nei því miður er með plan þá hótar hann að hætta umgengni því eg er svo erfið og hann nenni ekki að díla við mig meir. Get þetta alls ekki meir.

ert | 18. júl. '19, kl: 20:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef það er satt að hann sé að gera þetta til að beita þig ofbeldi og kúga þig þá stoppar hann ekkert að beita þig ofbeldi þótt þú segir nei.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 18. júl. '19, kl: 20:20:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Og ég átti ekki við að bara segja þetta og vera svo pirruð inn í sér. Heldur að tileinka sér þér að vera sama.
Ef hann er ofbeldismaður þá skynjar hann pirringinn og er ánægður með hann en ef hann finnur að þér raunverulega sama og verður alltaf sama þá hefur hann misst völdin

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 20:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég læt hann vita þegar hann láta svona að hann þarf ekki að umgangast stelpuna, get alveg gert þetta ein, en þessu nenna ég alls ekki. ég syni ALDREI pirring né mótlæti, segi já og amen við allt því annars fer allt í háa loft og eg vil ekki að barnið missi af pabba sínum því hann er ruglaður. Ef ég segi ekki já við því að leyfa hann að sleppa td næsta sunnudag þá hættir hann að umgangast og byrjar að posta á netið að það se mér að kenna hann neiti umgangast stelpuna okkar því ég er svo ömurleg

ert | 18. júl. '19, kl: 20:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Ef þú hefðir tileinkað þér viðhorfið að vera alveg sama þá værirðu ekki að pósta her af því þér væri sama og þetta pirraði þig  ekki og þetta skipti engu máli. 
Þetta er ákveðið viðhorf og folk þarf að læra það. Það er ekki nóg að segja það rétta, heldur þarf folk að upplifa það sem það segir. Þú ert ekki að upplifa það að vera sama.


En þitt er valið.
Það sem mér finnst mikilvægast er að fólki setji niður fyrir sér hver líklegasta útkoman er úr því sem það ákveður og velji svo á milli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 21:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu er mér ekki sama? Er að segja að hann fær ekki að finna það að mér sé ekki sama. Ég get ekki leyft hpnum að ráðskast með mig og mitt lif og tíma bara til að hann vera ekki brjálaður og hætta umgangast barnið, það er alltaf hans val að gera það og aldrei mér að kenna að hann hætti því.

ert | 18. júl. '19, kl: 21:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Auðvitað skynjar hann hvernig þér líður. Maðurinn er ekki heiladauður.


Ég var bara að benda þér á leið til að hann hafi ekki áhrif á líðan þína - að vera sama. Þá missir hann völd og þá hættir hann þessum leik.


Átök þýða yfirleitt bara meiri átök. Hann getur farið til sýslumanns og blabla. Og hann getur tuðað og sagt hvað þú sért mikil tík á netinu. 


Ég færi þá leið að vera bara hjartanlega sama hvort hann skili barninu snemma eða ekki - ekki bara segja það heldur finnast það líka. En ég er líka gömul kona og nenni ekki alvöru átökum og veseni lengur.
En skil líka að ungt folk þarf oft að prófa átökin og uppgötva hvort það sé leið sem borgar sig fyrir það. 
En fyrir mína parta þá nenni ég ekki æsa mig yfir aumingjum - nema mér til skemmtunar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ergodergo | 18. júl. '19, kl: 21:54:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil þig hvað þú meinar, hann talar bera svo mikið niður til mín að ég væri helst til i að þurfa ekki að eiga í neinum samskiptum við hann neitt, hann sækja stelpuna og skila þegar þeirra tími er búið. Ég geti líka aldrei planað neitt með minn tíma þegar hún er hjá honum útaf ég þarf alltaf að vera ready að taka á moti hana þegar hann hentar, sem er td leiðinlegt tekjutap fyrir mig því ég þori ekki taka að mér auka vinnu á helgar því ég get ekkert treyst á hann og hann hjálpar ekki krónu í neinu fyrir utan meðlag og ég á kúpunni.

ert | 18. júl. '19, kl: 22:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko það að átta sig á því að þú getur ekki treyst á hann á neinn hátt og að hætta að vera vera reið yfir því. Sem sagt gæinn er aumingi og það er ekkert persónulegt gagnvart þér. Það er líklega einfaldara að plana þegar hún á að vera hjá þér. Það að taka þessu sem staðreyndum, ekki sem einhverju sem beinist gegn þér, léttir þér lífið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Punky Brewster | 18. júl. '19, kl: 23:30:14 | Svara | Er.is | 2

Barnsfaðirinn minn þegar strákurinn minn var lítill fékk mig oft til að taka við syni okkar ed hann þurfti að komast eitthvert, svo var þetta orðið frekar oft og einmitt oft fyrir laugardagskvöld með stuttum fyrirvara. Mér þótti þetta óþægilegt sérstaklega ef ég hafði plön sjálf og fékk samviskubit ef ég sagði nei Við fórum saman til sálfræðings til að fá hjálp til að greiða úr þessu máli ásamt fleirum smáatriðum. Bæði til að fá leiðbeiningar og innsýn hvernig barnið gæti upplifað svona flakk og svo var eins og við hlustuðum öðruvísi á athugasemdir hins foreldrisins þegar þriðji aðilin, sem var hlutlaus og meðmsérfræðikunnáttu, var með í samtalinu. Kannski hann fallist á það og samskiptin verði málefnalegri. Í okkar tilfelli var ákveðið að það foreldri myndi útvega pössun annarsstaðar ef fyrirvarinn var stuttur. Gangi ykkur vel

ergodergo | 19. júl. '19, kl: 13:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það gæti kannski virka, sýslumaður amk virkaði ekki því hún sagði hreint út við okkur “það er ekki hægt að setja á pabba meiri umgengni en hann ræður við, pabbi gerir það sem hann treystir sér til” sem átti svo að vera umræddi samningur en hann nýta sér óspart að segja “ég treysti mig ekki í meir” og sleppa umgengni.. líka hún gera mikið úr því að pabbi sé að líða illa og eiga bágt en ég var á vikulegum fundum með félagsráðgjafa og hjá bjarkahlíð að ræða við kvennaathvarf og fleira útaf hans hegðun gagnvart mér og hún gera lítið úr því, semsagt hún viðurkenna ekki mínar tilfinningar um hans hegðun í minn garð og hversu mikil áhrif það hafði en hún ýta undir að ef pabba líða illa þá þarf pabbi ekki gera neitt en ég Á að sitja og þegja og leyfa allt. Ég skoða með sálfræðing það geta virkað, takk fyrir.

ert | 19. júl. '19, kl: 14:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hvað er pointið i því að setja á meiri umgengni en fólk ræður við?
Það er hægt að setja það á föður að hafa barn 24/7 þar það verður 18 ára. Það þýðir samt ekki að faðirinn verði með með barnið í 10 mínútur á því tímabili.



Ef þú átt erfitt með að fá frítíma og ert að gefst upp á því að vera með barnið talaðu við féló og reyndu fá stuðningsfjölskyldu eða aðstoð. Það er ekkert hægt að treysta á þennan mann.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ergodergo | 19. júl. '19, kl: 15:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snýst ekkert um það, ég get alveg haft hana 100% af tímanum en þetta fram og til baka leikur í honum get ég ekki meir, þarf bara vera FAST kl þetta hér þangað til kl þetta þarna.. og aldrei breyting á.

ert | 19. júl. '19, kl: 15:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Þú munt aldrei fá það. Í fyrsta lagi er það er ómögulegt fyrir einstakling að hafa hlutina svona í 15 ár án þess að neitt komi upp á.


Í öðru lagi. Þú segir að maðurinn sé ofbeldismaður. Þá er augljóst að hann mun koma í veg fyrir að þú fáir það sem þú vilt. Um leið og þú segir að þú viljir eitthvað þá kominn möguleiki fyrir hann að beita þig ofbeldi með því að koma í veg fyrir að þú fáir það.


Í þriðja lagi. Ef hann er ofbeldismaður þá ekki líklegt að hann hugsi: Ó hún bannar mér að hafa stelpuna. ÓK, ég ætla þá að hætta að vera ofbeldismaður. Það er langlíklegast að hann finni aðra leið til að hrella þig.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

saedis88 | 21. júl. '19, kl: 12:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrst það er ekki hvati og frumkvæði hjá pabbanun að gera það þa verðuru bara að sætta þig við að það verður aldrei.

seljanlegt | 14. ágú. '19, kl: 13:51:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þú ferð úr bænum og ert ekki heima? Hvað gerir hann þá við barnið þegar honum hentar ekki lengur að hafa það? Þvílíkur lúði, en hann hefur komist uppá lagið. Ég mundi bara fara eitthvað og ekki taka við barninu. Það er samningur hjá sýsla, hann er með barnið og verður þá bara að fá pössun.

leonóra | 19. júl. '19, kl: 09:10:38 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi horfa á hann eins og hann sé skertur.  Í mínum huga er hann það og ekki við öðru að búast af honum en skertri framkomu.  Hans þarfir munu ganga fyrir öllu.  Þú átt eftir nokkur ár en þá mun vonandi dóttirin hafa áhrif sjálf á málin og þú átt eftir 14 ár þangað til þú þarft aldrei að tala við hann framar nema þú viljir það sjálf.  Svo er möguleiki að einhverntíma á tímabilinu muni kona koma inn í líf hans og hafa áhrif til góðs.  

hvadahvada | 19. júl. '19, kl: 13:44:27 | Svara | Er.is | 0

Ég held það sé engan veginn hægt að líta á það sem tálmun ef hann hættir sjálfur umgengni. Endilega prufaðu að segja honum að þú takir ekki við henni um pabbahelgar og ef hann hættir umgengni þá er það hans ákvörðun. Þú ert að fá hann til að vera meira með henni en ekki að tálma. Hann getur samt farið til sýslumanns og sagt að þú sért að tálma (ljúga) en þeir tala aldrei bara við hann. Þeir tala líka við þig og þú getur útskýrt hvernig hann hagar sér. Ég er viss um að þú myndir ekki fá dagsektir.
Kerfið er fáránlegt. Það er hægt að gera samninga þar sem feður fá að haga sér eins og þeir vilja án afleiðinga en ef mæður reyna að vernda börnin sín þá geta afleiðingarnar orðið hræðilegar. Samt er sagt að þetta er svona því það sé barninu fyrir bestu? Hvílíkt bull

ergodergo | 19. júl. '19, kl: 14:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta vera alveg út í hött nefnilega.. ég get ekki séð hvers vegna annar aðilinn á að fa að stjórna öllu í þessu þeas hann og ég á að sitja og þegja. Hef gert það hingað til en þetta veitir mér ekkert nema vanlíðan, ég veit þá amk að ég er að standa uppi fyrir sjálfri mér og líka barnið okkar ef ég set niður fótinn, held ég þurfa fara gera það.

hvadahvada | 19. júl. '19, kl: 14:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, ég myndi bara gera það, setja niður fótinn og sjá hvað gerist. Það yrði örugglega best fyrir ykkur öll.

elinnet | 19. júl. '19, kl: 22:52:09 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu prófað að svara honum ekki eftir að hann sækir. Bara senda honum eftir að hann sækir hana að þú sért farin úr bænum og hlakkir til að hitta hana aftur á mánudaginn. Slökkva svo bara á símanum og fara e-ð.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45812 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien