Umönnunar- og örorkukort

Mistress Barbara | 27. júl. '15, kl: 11:54:16 | 497 | Svara | Er.is | 0

Er ekki rétt að maður geti farið í Sjálfsbjörg og fengið kortin út prentuð þar?

 

alboa | 27. júl. '15, kl: 11:55:51 | Svara | Er.is | 0

Örorkukort færðu frá TR þegar þú ert metin öryrki.

Þekki ekki umönnunarkortin.

kv. alboa

Mistress Barbara | 27. júl. '15, kl: 11:56:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki lengur.. Maður þarf að prenta það út

alboa | 27. júl. '15, kl: 12:01:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að tala um þetta, er það ekki?
http://www.tr.is/oryrkjar/ororkulifeyrir/ororkuskirteini/

kv. alboa

Mistress Barbara | 27. júl. '15, kl: 12:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á þetta, veit ekki alveg hvað hún hefur verið að meina þá..

alboa | 27. júl. '15, kl: 12:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sunir halda að til að fá frítt í sund og afslátt í Strætó og slíkt þurfi að fá eitthvað kort hjá Sjálfsbjörgu. Það er bara ekki rétt. Fyrir öryrkja er það þetta skírteini sem gildir.

kv. alboa

zkitster | 27. júl. '15, kl: 22:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hins vegar þurfa þeir sem eru á endurhæfingarlífeyri að fara í Sjálfsbjörg til að fá sundkort, kostar (eða kostaði) um 1200 kr og gildir til næstu áramóta. Ekkert nema skirteinið gildir hjá strætó. Held að það sé héðan þar sem þessi frekar algengi misskilningur er sprottinn. :)

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

fálkaorðan | 27. júl. '15, kl: 22:31:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fann þetta sem upplýsingar um sund í reykjavík á 3 mismunandi síðum með upplýsingum fyrir öryrkja.


Hafði aldrei heyrt um þetta kort hérna inni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

zkitster | 27. júl. '15, kl: 22:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vóó, ok, sumir þurfa að fara að uppfæra upplýsingar á síðunum sínum.. 

Ég hef reyndar ekki heyrt þetta með sjálfsbjargar kortið hér inná en hef merkilega oft heyrt fólk tala um nauðsyn þess, sem er algjört kjaftæði fyrir þá sem eru með græna skirteinið

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

fálkaorðan | 27. júl. '15, kl: 12:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, ég fekk sent heim svona harðplastkort.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 27. júl. '15, kl: 17:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl ég var bara að fá sent fyrir nokkrum vikum því gamla er týnt.

...................................................................

daggz | 27. júl. '15, kl: 12:10:10 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk mitt örorkukort bara frá TR og það er enn þannig (græna kortið - þarft að skila inn mynd).

Umönnunarkortið fæ ég sov bara í pósti þegar umönnunarmatið er samþykkt. Ég hef aldrei þurft að prenta eitt né neitt út og aldrei þurft að fara niður í Sjálfsbjörg.

Í gamla daga var það þannig að þú gast farið þangað og sótt einhver afsláttarskírteini eða eitthvað en ég held að það sé löngu dottið upp fyrir sig. Allavega þarf ég ekkert nema mitt græna kort og svo umönnunarkortið sem ég fæ sent.

--------------------------------

fálkaorðan | 27. júl. '15, kl: 12:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að grínast, ég las á einhverri síðu að ég þyrfti þetta kort til að fá frítt í sund í reykjavík svo ég pungaði út 1500 kalli hjá sjálfsbjörgu. Grr.


Prófa næst þegar ég fer í sund að sýna bara græna en ekki sundkortið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

alboa | 27. júl. '15, kl: 12:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Græna kortið er nóg og hefur verið þann rúma áratug sem ég hef verið öryrki.

kv. alboa

fálkaorðan | 27. júl. '15, kl: 15:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grr.


Langar í þennan pening til baka.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

daggz | 27. júl. '15, kl: 13:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég hef aldrei (og ég hef verið öryrki frá 16 ára) verið með neitt annað en græna TR kortið. Sama hvort það er að komast í sund, bíó, kauða strætómiða eða hvað sem er.

--------------------------------

daggz | 27. júl. '15, kl: 13:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona bara af því ég fór að spá í þessu Þá er þetta blessaða sundkort sjálfsbjargar algjör peningasóun:

http://reykjavik.is/gjaldskrar/hvad-kostar-i-sund

--------------------------------

fálkaorðan | 27. júl. '15, kl: 15:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er fjúríus. Ég beið líka í 25 mínútur eftir að eitthvað fólk væri búið á fundi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

daggz | 27. júl. '15, kl: 15:25:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ojjjj ömurlegt!

Ég hef aldrei skilið af hverju þetta er ekki löngu dottið úr gildi.

Ef ég man rétt þá var þetta í gamla daga aðallega fyrir þá uppfylltu ekki skilyrði til að fá græna kortið (á örorkustyrk eða eh slíkt) til að þeir gætu líka fengið afslátt en í dag er þetta óþarfi. Mamma gat meira að segja notað endurhæfingarlífeyriskortið sitt (blátt?) og fékk frítt/afslátt.

--------------------------------

fálkaorðan | 27. júl. '15, kl: 21:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dísús, ég borgaði allan tímann sem ég var í endurhæfingu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

zkitster | 27. júl. '15, kl: 22:26:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft þetta með endurhæfingarlífeyri, sumir komast jú inn á endurhæfingarlífeyris skirteininu en öðrum er neitað, bara ekkert allir starfsmenn vissir um hvað gildi og vilja sjálfsagt ekki taka sénsinn á að neita einhverjum sem á rétt á að komast inn.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

zkitster | 27. júl. '15, kl: 22:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En græna kortið er gilt í sund!

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Mistress Barbara | 27. júl. '15, kl: 12:13:27 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki lengur gefið ût umönnunar kort. Var að hringja. Það þarf maður nú að prenta út af mínum síðum.

Lína pína | 27. júl. '15, kl: 12:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mig er lengi búið að langa að forvitnast um þetta, en ef maður er með umönnunarkort fyrir barnið sitt, á maður þá að fá frítt í sund?  Vinkona mín veifar alltaf sínu þegar hún fer með barninu í sund, sem er það ungt, að það færi ekki eitt í sund.  Ef foreldrar barna með skerðingar fá frítt í sund því börnin þurfa aðstoð, ættu þá ekki allir foreldrar barna sem ekki mega fara ein í sund að fá frítt?  Bara pæling, ég á nú sjálf bara börn sem eru orðin nógu gömul til að redda sér sjálf í sundi og rúmlega það, þannig að þetta er mér ekkert hjartans mál, fór bara einhverntíman að pæla í þessu :p

daggz | 27. júl. '15, kl: 12:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki alveg hvernig reglurnar með sundið eru núna en foreldrar með umönnunarkort fá frítt t.d. í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn (fyrir einn).

Ég hef alltaf hugsað um þetta sem aukin stuðnign við foreldra með langveik börn. Eins og með sundið. Börn með alls kyns skerðingar geta kannski ekki stundað alla líkamsrækt og þá er sund oft mjög mikilvægt (og frá unga aldri). Þannig þetta er líka ákveðin hvatning myndi ég segja.

--------------------------------

Lína pína | 27. júl. '15, kl: 12:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, enda finnst mér ekkert að þessu, en sundið er líka bara gott fyrir öll börn, og börn yngri en 10 ára mega ekki fara ein í sund, þannig að kannski væri ekkert svo vitlaust að foreldrar barna sem ekki geta farið ein í sund fengju líka frítt..... en tja auðvitað væri það alveg galið fyrir sundstaðina ;)

nóvemberpons | 27. júl. '15, kl: 12:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Barnið fær frítt +fylgdarmaður, eins í húsdýragarðinn.

4 gullmola mamma :)

chiccolino | 28. júl. '15, kl: 20:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gildir þetta fyrir allar sundlaugar landsins eða hvað? Sá að sundkortið frá Sjalfsbjörgu gildir bara á höfuðborgarsvæðinu

nóvemberpons | 28. júl. '15, kl: 22:23:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef ekki farið í svo margar svo ég veit það ekki :)

4 gullmola mamma :)

daggz | 27. júl. '15, kl: 13:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Auðvitað er það gott fyrir öll börn. EN börn með sérþarfir þurfa oft mun meira á því að halda.

En burt séð frá þörfinni fyrir hreyfingu þá er þetta líka aukinn fjárhagsstuðningur. Að vera með langveikt barn er erfitt, á fleiri vegu en einn. Það er gífurlega erfitt fyrir fjárhaginn. Þetta er bara einn partur af þeim stuðning sem foreldrum með langveik börn er gefinn.

--------------------------------

nóvemberpons | 27. júl. '15, kl: 13:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað meinaru? TR er svo örlátt að borga okkur svo miklar ummönnunarbætur :p

4 gullmola mamma :)

daggz | 27. júl. '15, kl: 13:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi, já þær! Þær náttúrulega bjarga ÖLLU!

Sérstaklega þegar þeir nota allar brellur og ráð til að lækka greiðsluhlutfallið já eða henda manni í annan flokk.

Nú er svo komið að nýju mati, ætli þeir taki þær ekki bara af mér núna eða eitthvað álíka gáfulegt.

En með sundið? Gildir þá umönnunarkortið svona svipað eins og öryrkjakortið?

--------------------------------

nóvemberpons | 27. júl. '15, kl: 20:42:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef allavegana alltaf bara sýnt það og það dugað !

En já leyfðu mér að fylgjast með hvernig matið fer!

4 gullmola mamma :)

daggz | 28. júl. '15, kl: 08:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oki, það er gott að vita af þessu. Munar manni alveg um 600 kall eða hvað sem kostar í sund í dag.

Já, geri það! :)

--------------------------------

Lína pína | 27. júl. '15, kl: 13:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég veit að foreldrar langveikra barna þurfa að bera mikinn kostnað, hef svo sem aldrei spurt þessa vinkonu mína um ástæður fyrir umönnunarkortinu, enda kemur mér það ekkert við, strákurinn hennar er mjög virkur og öflugur, eflaust með ofvirkni, en ég held ekki greindarskerðingu, er svo sem bara fimm ára, en auðvitað er gott að handhafar umönnunarkorta fái frítt í sund til að fara með börnin, ekkert að því, engan veginn

daggz | 27. júl. '15, kl: 15:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég skil samt pælinguna þína. Hef alveg spáð í þessu sjálf.

Málið er líka að þessi skali (þeir sem fá kortið) er svo rosalega stór og misjafn þannig það er ekki furða að fólk spái í þessu. Sérstaklega í svona tilfellum eins og þú nefnir.

--------------------------------

nóvemberpons | 27. júl. '15, kl: 12:53:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við fáum reyndar bæði frítt í húsdýragarðinn ;) en við erum líka með tvö kort :p

4 gullmola mamma :)

daggz | 27. júl. '15, kl: 13:10:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við líka! En það er afþví ég er svo ,,heppin" að vera með grænt kort og svo umönnunarkortið (sem hann getur notað) :D

Eeeeen..... svo reyndar erum við aular og gleymum oftast báðum kortunum! :P Ofsa gáfulegt.

--------------------------------

Louise Brooks | 28. júl. '15, kl: 19:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sonur minn var að fá umönnunarmat fyrir ekki svo löngu og Tr sagði mér bara að þeir væru hættir að gefa út umönnunarkort og bentu mér á að prenta út af síðunni þeirra íglidi kortsins. Húsdýragarðurinn tók ekki mark á því og svona önnur hver sundlaug hefur heldur ekki tekið einhverja útprentun gilda. Ég er drullufúl yfir því hvað TR er að skíta upp á bak í þessum málum og vill bara fá kort frá þeim til að framvísa. Minnir mig á það að fara á TR á morgun og rífa kjaft enn einu sinni. Finnst þetta alveg glatað að hætta að gefa út þessi kort.

,,That which is ideal does not exist"

daggz | 28. júl. '15, kl: 20:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okay, ég man reyndar ekki hvenær seinasta mat var hjá okkur, örugglega komið svolítið síðan. En þá fékk ég allavega kort. En ég er alveg sammála þér. Það er fáránlegt ef þeir ætla að hætta að gefa þetta út.

--------------------------------

nóvemberpons | 28. júl. '15, kl: 22:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir eru hættir að gefa þau út...!

4 gullmola mamma :)

daggz | 29. júl. '15, kl: 12:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða bölvaða rugl er það!? Þá verða þeir allavega að hysja upp um sig brækurnar og gera eitthvað sem jafn gildir kortinu.

Eigum við ekki bara öll að kvarta!? Ef nógu margir kvarta, tauta og tuða í þeim þá hljóta þeir að gera eitthvað.... jaaaa eða þá er kannski allavega möguleiki.

--------------------------------

nóvemberpons | 29. júl. '15, kl: 12:58:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir vilja meina að núna getum við bara prentað þau út sjálf!

4 gullmola mamma :)

daggz | 29. júl. '15, kl: 16:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það var einhver að segja hér ofar að það væri ekki tekið gilt, hvað þá?

Þessi stofnun er sú allra leiðinlegasta!

--------------------------------

nóvemberpons | 29. júl. '15, kl: 17:14:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bara veit ekki :P en það er of tíbískt

4 gullmola mamma :)

Máni | 28. júl. '15, kl: 22:46:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn fékk ekki kort fyrir tveimur árum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48031 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123