undarleg pæling um brjóstagjöf

stjörnuryk | 26. apr. '15, kl: 13:38:27 | 598 | Svara | Er.is | 1

Segjum sem svo að þú (ef þú ert kona) og önnur kona eruð einhverstaðar með sitthvort barnið og bæði á brjósti og önnur ykkar þarf nauðsynlega að fara án barnsins (slys eða álíka) og fær að skilja það eftir hjá hinni konunni. 
Ef barn hinnar konunnar yrði svang og ekkert til fyrir það, mynduð þið gefa því af ykkar brjósti? Og ef þið væruð hin konan, hvernig fyndist ykkur það?
Ég veit ekkert af hverju ég er að spá í þessu

 

...

Tipzy | 26. apr. '15, kl: 13:43:00 | Svara | Er.is | 1

Sé ekkert að því.

...................................................................

T.M.O | 26. apr. '15, kl: 13:53:23 | Svara | Er.is | 2

Ég hugsa að ég myndi gera mitt besta að fá samþykki frá konunni fyrst en ef ekkert annað væri í boði þá já. Í gamla daga voru ráðnar mjólkurmæður fyrir börn efnaðra kvenna sem nenntu ekki að standa í þessu og jafnvel notaðir þrælar til þess
https://bluemilk.files.wordpress.com/2012/07/580828_372264992840797_1336160827_n.jpg

tóin | 28. apr. '15, kl: 08:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í "gamla daga" hér á landi voru dæmi þess að börn fengju brjóst hjá öðrum en mæðrum sínum - án þess að ástæðan væri sú að mæður barnanna væru efnaðar og nenntu ekki að gefa brjóst eða brjóstmæður væru þrælar. 

Amma mín var ekki efnuð kona, hún var einfaldlega ekki með mjólk í brjóstunum og gat ekki haldið lífi í viðkomandi barni með því að gefa því brjóst - það kom kona sem hafði næga mjólk í brjóstum og gaf hennar barni, það þótti betra fyrir barnið.  Konan sem gaf barninu á brjóst var ekki þræll.

T.M.O | 28. apr. '15, kl: 08:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og svo það, magnað að maður skuli ekki muna eftir öllu ;)

tóin | 28. apr. '15, kl: 09:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er örugglega viðkvæmari fyrir svona skýringum en margir aðrir :)

Tipzy | 28. apr. '15, kl: 13:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar mamma var með mig á fæðingardeildinni þá voru 3 önnur börn sem fengu mjólk frá henni fyrir utan mig. Það var sko bara kringum áramótin 79-80, ekkert í eldgamla daga.

...................................................................

Anímóna | 26. apr. '15, kl: 14:03:52 | Svara | Er.is | 0

Nei ég held ég myndi líklega ekki gera það nema e.t.v. ef það væri barn systur minnar. Ég er með barn á brjósti núna sem mætti alls ekki fá mjólk annarar móður svo ég gæti ekki hugsað mér það, veit ekki með annað barn.

silly | 26. apr. '15, kl: 14:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju mætti þitt barn alls ekki fá af brjósti annarrar konu?

En til að svara spurningunni þá já eg myndi gefa öðru barni og yrði þakklát ef það yrði gert við mitt barn í svona aðstöðu.

Anímóna | 26. apr. '15, kl: 14:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er nú bara með nokkur fæðuofnæmi og ég þarf að vera á sérfæði til þess að honum líði vel. Hann myndi sýna mikil viðbrögð við mjólk næstum allra annarra kvenna.

silly | 26. apr. '15, kl: 17:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, datt það í hug... Var bara að spá hvort það væri einhver önnur ástæða :)

presto | 27. apr. '15, kl: 14:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sýkingarhætta getur verið önnur ástæða, þegar ég var með streptókokkasýkingu í brjósti var barnið mitt sett á sýklalyf til öryggis. Áður en eg fékk rétta greiningu var mér leyft að senda móðurmjólkina heim til barnsins (fleygt um leið og greiningin kom fram)

fálkaorðan | 26. apr. '15, kl: 14:06:24 | Svara | Er.is | 5

Já mindi gefa svöngu barni af mínu brjósti. Ef einhver þyrfti að gefa mínu svanga barni af sínu brjósti yrði ég þakklát.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tilvistarkreppa | 26. apr. '15, kl: 14:29:41 | Svara | Er.is | 0

Ef hin konan væri sátt við það þá þætti mér það alveg sjálfsagt. 

Napoli | 26. apr. '15, kl: 14:53:42 | Svara | Er.is | 0

ef ég væri konan sem þyrfti að fara og barnið mitt væri sársvangt heima og ekkert til fyrir það o ég kæmsit ekki til baka og hin myndi bjóðst atil eþss að gefa því brjóst þá myndi ég vilja það ef barnið væri svangt

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

daggz | 26. apr. '15, kl: 14:56:47 | Svara | Er.is | 0

Já, ég gæti alveg hugsað mér að gefa öðru barni af brjóstinu mínu. Bara ekkert mál, myndi samt reyna að fá samþykki.

Ef ég væri fjarverandi móðirin þá yrði ég bara þakklát :)

--------------------------------

staðalfrávik | 26. apr. '15, kl: 14:59:44 | Svara | Er.is | 2

Engin spurning. Ég geri fastlega ráð fyrir að engin kona skildi barnið sitt eftir hjá mér nema ræða fyrst um hvernig það myndi nærast þannig að ég myndi aldrei þurfa að gera það án samþykkis. Ég er vel mjólkandinog þætti bara gráuupplagt að hjálpa til ef þannig stæði á hja einhverjum.

.

Silaqui | 26. apr. '15, kl: 15:00:34 | Svara | Er.is | 3

Ég myndi gefa barninu að drekka, en reyna að ná í móðurina fyrst því það eru alveg til konur sem eiga erfitt með að börn þeirra drekki hjá öðrum. Ef þetta væri mitt barn væri ég fegin að konan myndi hugsa almennilega um barnið.
En þetta er virkilega áhugaverð pæling. Brjóstagjöf snertir á svo mikið meira en bara næringunni í huga okkar og nákvæmlega þessi pæling og viðbrögð kvenna (og karla líka) við henni sýnir það glögglega.

alboa | 26. apr. '15, kl: 15:42:23 | Svara | Er.is | 4

Ef það væri bara alls engin önnur næring í boði og ekki hægt að redda öðru þá kannski. Væri samt illa við það. Færi mest eftir aldri barnsins líka. 2 mánaða og 9 mánaða er ekki alveg það sama hvað þetta varðar og úrval af öðru sem er hægt að reyna fyrst.

Þakklæti yrði einnig ekki fyrsta tilfinningin sem kæmi fyrst upp í minn huga ef þetta væri mitt barn.

kv. alboa

presto | 27. apr. '15, kl: 14:28:27 | Svara | Er.is | 1

Það væri klárlega í boði frá minni hálfu en ég myndi ekki slengja eigin brjósti upp í annarra barn án leyfis eða samráðs við foreldri þess. Ef neyðartilfelli kæmi upp og móðir forfallaðist þannig að hún gæti hvorki sinnt eigin barni né tjáð sig um þarfir barnsins og barnið orðið alvarlega svangt í minni umsjá myndi ég næra það eftir bestu getu. Gefa því soðið vatn fyrst (ef soðið vatn væri í boði yfirleitt)
Maður tekur hins vegar alls ekki fram fyrir hendur foreldra að óþörfu.

nefnilega | 27. apr. '15, kl: 14:40:30 | Svara | Er.is | 2

Sem pelamamma myndi ég þurfa að gefa hinu barninu þurrmjólk.

magzterinn | 27. apr. '15, kl: 15:14:26 | Svara | Er.is | 0

Ef að hún væri sátt við það þá já.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

júbb | 27. apr. '15, kl: 15:44:53 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi gefa brjóst og ég myndi vilja að mínu barni væri gefið. Hinsvegar hafa komið svona umræður hér áður og sumum finnst þetta svo hræðileg tilhugsun að þeim finnst það hreinlega ógeðslegt. Mér finnst þetta hinsvegar svo sjálfsagt enda var ég nú ekki gömul þegar ég sá frænkur mínar gera þetta. Held að þetta tengist soldið því sem er troðið inn á okkur frá barnsaldri, það að finnast flest sem kemur frá líkamanum sé ógeðfellt og þrátt fyrir að þú getir sætt þig við þína eigin vessa þá er það sem kemur frá öðrum ógeðfellt.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

strákamamma | 28. apr. '15, kl: 06:36:41 | Svara | Er.is | 0

já...   myndi gefa barninu

strákamamman;)

ursuley | 28. apr. '15, kl: 07:26:35 | Svara | Er.is | 0

Já myndi gefa barninu.
Ef þetta væri mitt barn í þessari aðstæðu myndi ég vera þakklát ef mínu barni væri gefið

Krabbadís | 28. apr. '15, kl: 08:24:25 | Svara | Er.is | 0

Sé ekkert að því að önnur kona gefi mínu barni brjóst ef þörf er á og hefur gerst.

Ágúst prins | 28. apr. '15, kl: 08:43:54 | Svara | Er.is | 0

Skemmtileg umræða, sjálf hefði mer aldrei dottið í hug að gefa öðru barni brjóst.

Enda aldrei hugsað útí það.

En eftir að lesa umræðuna, þá já ég myndi gera það, og yrði mjög þakklát hinni konunni ef hún hefði gefið mínu barni :)

Felis | 28. apr. '15, kl: 11:06:10 | Svara | Er.is | 0

mér finnst þetta ekkert undarleg pæling


mér þætti reyndar undarlegt ef ég væri að passa ungbarn og hefði ekki fengið neinar leiðbeiningar frá foreldri um það hvernig það vildi láta bregðast við yrði barnið svangt. 


En já til að svara spurningunni þá myndi ég frekar gefa barninu brjóst en að láta það vera svangt. 
Ég vona svo að ef ég væri móðir ungbarnsins þá myndi ég vera þakklát konunni sem hefði gefið barninu mínu brjóst. 


En já einsog kemur fram í þessum þræði þá er svo ekki alveg hættulaust að gefa ungbörnum brjóst, sum börn td. þola alls ekki brjóstamjólk og önnur krefjast þess að brjóstagjafinn sé á ákveðnu mataræði. Þannig að ég held mig samt við að eðlilegast væri að foreldrið myndi gefa einhverjar leiðbeiningar þegar barnið væri skilið eftir og sjálf á ég rosalega erfitt með að sjá fyrir mér aðstæður þar sem ég myndi ekki segja viðkomandi hvernig ég teldi að væri best að bregðast við ef ungbarnið mitt væri hungrað. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

BlerWitch | 28. apr. '15, kl: 12:47:40 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi gefa og vilja að mínu barni væri gefið. Finnst það bara fallegt :)

Lilith | 28. apr. '15, kl: 13:08:46 | Svara | Er.is | 0

Myndi nú reyna að fá samþykki fyrst og færi reyndar algerlega eftir því hversu vel ég þekkti viðkomandi. 

Blah!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47980 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien