Ungabarn sem sefur of lítið.

stulka89 | 27. maí '15, kl: 19:45:54 | 378 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín sem verður 4 mánaða núna efir nokkra daga er farin að sofa of lítið og á erfitt með að sofna. Hún er búin að vera svona í um mánuð.
Hún vaknar all daga kl 07:00. Tekur hálftímasvefn kl 09:30 ca. Ég set hana svo út í vagn um hádegið og þar sefur hún í um 2 tíma, en á þessum 2 tímum vaknar hún upp 3 sinnum og ég þarf alltaf að rugga henni svo hún nái að sofna aftur. Hún vaknar svo um 14 og tekur svo einn hálftíma lúr um 18. Hún er þá vakandi til alveg að ganga 22:00 og sofnar þá í vöggunni sinni, í hálftíma!! Þá vaknar hún og vakir oft til að verða 1 og vaknar svo upp um 2-3 þangað til klukkan er orðin 07:00. Er þetta virkilega eðilegt ? Hér er mikil þreyta á bæ. Tek það fram að henni virðist ekkert líða illa þegar hún vaknar svona, vaknar hress og kát. Hún er með bakflæði reyndar en er á lyfjum við því og hefur lagast, sást greinilega þegar óþægindin komu þegar hún var sem verst, en það er alveg hætt.

Er eitthvað sem ég get gert ? :(

 

stulka89 | 27. maí '15, kl: 19:48:29 | Svara | Er.is | 0

vaknar upp um 2-3 sinnum á næturna*

soldán | 27. maí '15, kl: 22:04:13 | Svara | Er.is | 0

Sofnar hún sjálf í þessum daglúrum eða þarftu að hjálpa henni (rugga vagninum) til þess að hún sofni? Eins með kvöldin, sofnar hún sjálf í vöggunni? Börn leitast oft eftir því sama og þau sofna út frá og sofa því oft skemur ef þau kunna ekki að sefa sig sjálf. Þú gætir kennt henni að sofna sjàlf...til margar ólíkar aðferðir til þess. Annars þurfa börn mismikinn svefn....ef hún er ánægð í vöku þá er þessi svefn kannski bara nægur? Mér finnst það samt ólíklegt fyrir þetta ungt barn.

stulka89 | 27. maí '15, kl: 22:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf að hjálpa henni að sofna. Er einmitt í því að reyna að venja hana á að sofna sjálf en það gengur afar erfiðlega. Ég er kannski ekki nógu ákveðin. Las svo um að það ætti helst ekki að láta börn gráta sig í svefn. svo ég fór að verða mýkri við hana. (Ég er hjá henni þegar ég reyni að láta hana sofna sjálfa) en það er þvilík öskur og grenj mjög lengi. Þetta er fyrsta barn svo ég er ekki sú besta í þessu :)

soldán | 28. maí '15, kl: 11:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er best að kenna börnum að sofna sjálf í fyrsta daglúr, þá eru þau móttækilegust. Getur byrjað á því að rugga ekkert í þeim lúr en hjálpað henni í hinum lúrunum. Passaðu bara að hún sé ekki orðin of þreytt þegar þú leggur hana út heldur hæfilega (farin að geispa og nudda augun en ekki farin að grenja eða væla úr þreyty). Ég legg mína bara í vagninn með snuð og sinni henni á 2 mínútna fresti, það er sussa og rétti aftur snuðið. Þetta tók fyrst 20 mínútur (þá var ég búin að ákveða að gefa þessu hámark 30 mín), svo alltaf innan við 10 mínútur og núna þá tekur þetta yfirleitt bara 1-5 mínútur. Það er eins og hún þurfi alltaf aðeins að pústa áður en hún fer að sofa. Ég tek það fram að hún kvartaði/grét nefnilega líka þegar ég ruggaði henni í fanginu og í vagninum....þannig að mér fannst best að kenna henni að tengja ákveðnar athafnir (klæða hana fyrir vagninn og rétt snuð/huggunartæki) við svefn. Ef barnið brjálast alveg er auðvitað hægt að taka það upp og hugga og leggja svo aftur niður þegar það hefur náð að róa sig. Ég rugga stundum og rétti snuð ef hún er að vakna og snemma upp úr daglúrnum og ég veit að hún þarf lengri svefn til að vera hress. Reyni samt að telja upp á 10 áður en ég hleyp til og sinni henni því hún á það til að ná að róa sig niður sjálf.

soldán | 28. maí '15, kl: 11:42:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og eitt enn....myndi prófa að hafa daglúr nr. 1 fyrr heldur en 09:30. Held að það sé of mikið fyrir 4 mánaða gamalt barn að vaka í 2 1/2 tíma fyrir fyrsta daglúr (þ.e. ef hún er vön að vakna kl. 07)...þá er hún kannski orðin of þreytt og sefur þess vegna verr. Myndi prófa 1 1/2 tíma eða bara fylgjast mjög vel með henni og leggja hana um leið og hún fer að geispa.

Indíánavatnsberi | 27. maí '15, kl: 22:08:56 | Svara | Er.is | 1

Ég mæli með bók sem heitir Draumaland eftir Örnu Skúladóttur svefnráðgjafa. Sumar aðferðirnar sem predikaðar eru í bókinni eru að vísu svolítið harkalegar, en það er ágætt að ská svefnviðmiðin fyrir hvern aldur og ýmsar einfaldar ráðleggingar/tilfæringar sem geta lagað mikið.

Annars held ég að það sé best að byrja á að laga daglúrana og þá lagast kvöldin og nóttin í leiðinni. Minn drengur er 4 mánaða og er að sofa svona:

Vaknar kl. 8

Fyrsti lúr kl. 9:30-11:30
Annar lúr kl. 13:30-15:30
Þriðji lúr kl. 17:30-18:00
Háttatími kl.ca. 20:30

Þetta er ekki alltaf nákvæmlega svona upp á mínútu en samt svona nokkurn veginn.

Myndi byrja á að láta hana taka fyrsta lúrinn fyrr og lengja hann úr hálftíma í 2 klst.

stulka89 | 27. maí '15, kl: 22:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta :).
Ég nefnilega reyni að láta hana sofna aftur þegar hún sefrur í þennan hálftíma, en mín er bara glaðvakandi, spjallar og er í svaka stuði. Veit ekki hvernig ég á að fara að því að láta hana sofa lengur.

Indíánavatnsberi | 27. maí '15, kl: 22:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Notar hún snuð? Minn drengur er nýfarinn að nota snuð og þvílíkur munur! Það kemur fyrir að hann rumskar í daglúrunum sínum og þá nægir mér oftast að gefa honum snuð og þá sofnar hann aftur á 5 mín. Var örugglega búin að prufa 5 tegundir áður en ég fann þá einu réttu sem er gammeldags latex snuð með kúlulaga totu sem er fyrir 0-18 mánaða. Annars reyni ég að hafa lítil sem engin samskipti við hann þegar hann rumskar og helst ekki ná augnkontakti, því þá vaknar hann oft meira.

stulka89 | 27. maí '15, kl: 22:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún sefur mest í vagninum úti, spurning hvort ég fari bara ekki að láta hana alltaf í vagninn, alla lúrana sem hún tekur, á meðan ég er að venja hana við að sofa lengur.

Indíánavatnsberi | 27. maí '15, kl: 22:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég myndi algjörlega láta hana taka alla lúra úti! Minn mundi ekki sofa mikið á daginn ef hann svæfi inni. En börn eru svo misjöfn með þetta.

stulka89 | 27. maí '15, kl: 23:33:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún tekur snuð og hefur gert það alveg frá því hún var 1 dags gömul. Hún sofnar alltaf með hana og svo dettur hún út úr henni. Stundum er nóg að setja hana upp í hana þegar hún vaknar en stundum ekki.
Ætla að prófa að láta hana taka alla lúrana sína út í vagni á morgun.

Takk fyrir svörin :)

rótari | 28. maí '15, kl: 11:48:46 | Svara | Er.is | 0

Passa líka að henni sé ekki of heitt þegar hún sefur. Svo hjálpar spiladós mikið hjá okkur :)

strákamamma | 28. maí '15, kl: 16:47:19 | Svara | Er.is | 4

Ef þú ert með 4 mánaða barn sem er glatt, þrífst, þyngist, og vætir bleyjur þá er barnið að sofa nóg. 


Ég var svona barn...  svaf alltaf rosa l´tið miðað við önnur börn...svaf minna en stóri bróðir minn þegar hann var 3 ára og ég 1 árs....   sum börn þurfa minni svefn.


Ég held líka að ég myndi gleyma öllu um einhverja "sofna sjálf"  þjálfun ef þér finnst barnið sofa of lítið, bara gera allt ti lað fá barnið til að sofa...eins mikið og hægt er... alveg sama hvernig sá svefn fer fram eða hvar.  


að vakna 2-3 á nóttu er mjög eðlilegt fyrir 4 mánaða.

strákamamman;)

strákamamma | 28. maí '15, kl: 16:49:23 | Svara | Er.is | 2

já og ég ráðlegg þér ALLS EKKI að kaupa bókina draumaland...eða hlusta á ráð örnu skúladóttur...  


það er til önnur aðferð..og önnur nálgun sem miðar ekki við að börn hafi öll sömu þarfr á sama aldri.   um hana er hægt að lesa í no cry sleep solution...  hægt að fá á bókasöfnum og þannig

strákamamman;)

stulka89 | 28. maí '15, kl: 19:24:01 | Svara | Er.is | 1

Þúsund þakkir allar saman. Hún tók þrjá, 2 tíma lúra í dag. Því hún svaf út í vagni, vill greinilega bara sofa þar. Hún vaknaði alltaf eftir klst og þá var nóg fyrir mig að gefa henni snudduna.
Mér finnst í lagi að hún vakni svona oft á næturna en hún er bara svo lengi vakandi í senn að bylta sér. Þetta tengist bakflæðinu pottþétt því ég gaf henni örlítið af lyfinu sínu og hún sofnaði um leið. Er bjartsýn á að nóttin verði betri í nótt :)

camella | 1. jún. '15, kl: 17:26:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á 4 börn og aðeins 1 þeirra svaf eins og börn eiga að gera,þannig að við erum búin að fara til Örnu og líkar það bara vel og auðvitað gengur ekki allt sem hún ráðleggur manni því það er ekki hollt myndi ég segja að láta barnig grenja endalaust eins og minn vill gera enda er hann ennþá uppí hjá okkur en það er MARGT sniðugt og gott sem hún segir þannig að ég ráðlegg þér allaveganna að panta tíma hjá henni

fruin83 | 7. jún. '15, kl: 14:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn gutti vaknadi á 3 tíma fresti til ad drekka:) alveg til 10 mánada.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48004 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie