utanlegs fóstur og leiðari fjarlægður...

2015baun | 14. feb. '15, kl: 22:55:12 | 273 | Svara | Þungun | 0

Sælar. Ég fór á fimmtudaginn uppfull af spennu í snemmsónarinn minn komin 7v +1d. Í sónarnum kom í ljós að fóstrið mitt var alveg eins stórt og það ætti að vera í miða við meðgöngulengd og lifandi en var hins vegar ekki í leginu heldur í vinstri eggjaleiðara. Læknarnir standa á gati með það hvers vegna ég var ekki með neina verki. Ég var send í bráðaaðgerð þar sem fóstrið var fjarlægt og fjarlægja þurfti leiðarann líka vegna þess að hann var orðinn skemmdur eftir vaxandi fóstrið.
Þetta var ekki plönuð þungun en svo innilega velkomin, við eru óskaplega sorgmædd og leið. Veit einhver hverjar líkurnar á því að svona gerist líka í hinum leiðaranum ? Er mjög hrædd um að vera ófrísk aftur og að fá utanlegs í hinn leiðarann. Er einhver leið að sjá hvort hann sé í lagi (engin ör eða bólgur) ?

 

rosewood | 15. feb. '15, kl: 01:49:21 | Svara | Þungun | 0

ó elsku en leiðinlegt að heyra. Veit ekkert um algengi og myndi ráðleggja þér að fara til kvennsa og fá að ræða þessi mál. Knús á ykkur og verið góð við ykkur og gefið ykkur tíma til að jafna ykkur á þessu.

malata | 15. feb. '15, kl: 08:04:59 | Svara | Þungun | 0

Ein vinkona mín lenti í þessu. Þetta gerist því miður (held svona 4% af áhættu) en það er ekkert sem bendir til að það mundi gerast aftur. Eitt sem þú getur gert næst er bara að koma fyrr í snemmsónar (5 vikur kannski) svo að þú verði ekki stressuð að bíða eftir hvort það sé eða ekki.
Kannski væri bara best að panta tíma hjá kvennsó bara til að ræða um þetta allt og fá alla upplýsinga.
Knús til þín.

abfg | 16. feb. '15, kl: 12:26:55 | Svara | Þungun | 0

Sæl èg lenti í þessu sama à föstudaginn. Var búin að vera með kviðverki reyndar og hægri eggjaleiðarinn var tekinn. Við vorum að reyna að eignast barn og er algjörlega eyðilögð.

holle | 16. feb. '15, kl: 13:43:24 | Svara | Þungun | 0

Ég lenti í þessu sjálf fyrir ári síðan. Alls ekki plönuð þungun, en tók rosalega á eftir á :(

Við erum nýbyrjuð að reyna að búa til barn, en var og er einmitt skíthrædd við að þetta gerist aftur og missi þá hinn leiðarann líka.
En ég fór til kvennsa í skoðun eftir aðgerðina og hann sagði mér að þær konur sama hafa áður fengið utanlegsfóstur eru í meiri hættu en aðrar að fá aftur utanlegsfóstur, en samt alls ekkert víst að það gerist aftur. Erum bara í áhættuhópi.
Hann mælti með því að ég kæmi fyrr í snemmsónar þegar ég yrði ólétt næst, bara til að athuga hvort allt sé á réttum stað :)

Annars knús til þín, ég veit hvað þetta er erfitt :(

Góa | 17. mar. '15, kl: 21:08:40 | Svara | Þungun | 0

Sæl ég lenti í þessu í fyrsta skipti sem ég varð ólétt. Ég samhryggist þér, svona er aldrei auðvelt og maður er ótrúlega fljótur að´sjá fyrir sér framtíðina" og því erfitt þegar því er svo kippt frá manni svona snögglega. En það sem kom mér mest á óvart var að þegar læknirinn talaði við mig eftir aðgerðina þá sagði hann að líkur á þungun hefðu ekki lækkað um 50% við þetta, ég hafði einhvern veginn reiknað það út sjálf að þar sem annar eggjaleiðarinn væri farinn þá væru líkur á þungun búnar að minnka um það sem því munaði. En hann sagði að það væri frekar svona 30 % eitthvað svoleiðis, því egg frá báðum eggjastokkum getur víst lent í þeim eggjaleiðara sem er eftir.

En vonandi er það huggun fyrir þig að ég hef átt þrjú börn eftir að þetta kom fyrir hjá mér, ég var þó alltaf stressuð yfir því að um utanlegsfóstur væri að ræða og því fór ég alltaf sem fyrst í snemmsónar, nefndi það bara við þær sem voru á spítalanum þegar ég pantaði að ég ætti sögu um utanlegsþykkt og þá var mér komið fljótt að.

Annað það sem kvensjúkdómalæknir getur gert er að taka mynd af leginu í þér, þá er efni sprautað upp í það, svo tekin mynd og þá ætti að sjást hvort einhver fyristaða væri í hinum eggjaleiðaranum. Ég fór í svoleiðis, ekki það þægilegasta í heimi en fékk þó að vita að allt leit eðlilega út.

Gangi þér vel og leyfðu þér bara að jafna þig vel.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4910 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123