vantraust í samböndum-netið

some1else | 23. apr. '15, kl: 13:27:28 | 1530 | Svara | Er.is | 0

forsagan hjá okkur kærustuparinu er frekar flókin en fyrir nokkrum árum gerðist dálítið sem fékk mig til að eiga erfitt með að treysta mínum manni eins og ég gerði, treysti honum gríðarlega vel. Hann veit alveg hvernig mér líður. Hann hefur stundum verið að reyna að finna ákveðna konu sem hann var hér áður fyrr í netsambandi við, kynferðislegu. Oftast þegar ég fer í burtu, út úr bænum eða er í lengri tíma í burtu, að kvöldi til sérstaklega, þá er hann búinn að fletta henni upp. Hann reynir og reynir að finna hana en getur það aldrei. Hún er ekki með nr. skráð á já og hann finnur hana ekki á facebook. Reynir samt aftur og aftur. Ég hef orðið alveg brjáluð og hann lofar að hætta en svo stend ég hann að þessu og sé fram á að þetta verði bara svona. Hann er svo ekki sami maður og ég þekkti, sér bara ekkert að því sem hann er að gera og segist ekki ætla að hringja í hana eða tala við hana ef hann finnur hana. Nú sýður á mér, þoli þetta ekki! Er þetta handónýtt samband að ykkar mati? því ég veit að þegar traustið er svona illa farið þá er lítið eftir. Vantaði svo að koma þessu aðeins frá mér. Er farin að plotta hvernig ég get hefnt mín á honum, fæ geðveikan kvíðahnút í magann yfir þessu og þarf líklega bara hughreystingu eða eitthvað...
Hann hefur aldrei hitt þessa konu en hún hefur óskað eftir að hitta hann þó hún viti að hann er í sambandi! Er það ekki bara spurning hvenær hann lætur til skara skríða. Hef heyrt að í svona dæmum sé það bara spurning hvenær en ekki hvort :/

 

Tipzy | 23. apr. '15, kl: 13:30:27 | Svara | Er.is | 33

Finnst nú ekki vera aðalmálið hvort hann muni halda framhjá eða ekki, heldur það að hann hefur ekkki meiri virðingu fyrir þér en svo að hann heldur þessu áfram þó hann viti að þér líði illa yfir því og sé búin að lofa að gera það ekki.

...................................................................

some1else | 23. apr. '15, kl: 13:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

einmitt, finnst það svolítið undirstrika vanvirðingu og bara skort á væntumþykju :/

En er þetta ekki "viss gerð" af framhjáhaldi? mér finnst það og ég veit að það eru skiptar skoðanir á þessu. Ef þetta hefði gerst einu sinni, (ég talaði við hann þá um hvað mér finndist um þetta) þá hefði ég getað fyrirgefið það, en þetta er að gerast aftur og aftur.

Þarf svosem ekkert að láta segja mér hversu ónýtt þetta er en ég þarf bara hughreystingu eða eitthvað, er sár, reið og vonsvikin en samt svo dofin eitthvað, get ekki hugsað skýrt :'(

Tipzy | 23. apr. '15, kl: 13:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hefurur spurt hann tilhvers hann er að reyna finna hana ef hann ætlar ekki að hafa samband við hana? Persónulega væri ég brjáluð og væri að hugsa mér að fara.

...................................................................

some1else | 23. apr. '15, kl: 13:40:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er einmitt brjáluð og er að hugsa um að slíta þessu, þetta virðist ætla að halda áfram því ég hef oft talað um þetta. Hef einmitt spurt hann af hverju hann er að reyna svona mikið að finna hana ef hann ætlar ekki að tala við hana, það er lítið um svör, hann segist ekki vita af hverju hann sé að leita að henni, hún sé ekkert sérstök, sé ekki hrifinn af henni, hann er að leyna mig einhverju, vill bara ekki segja mér meira.

Dalía 1979 | 23. apr. '15, kl: 13:59:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur verið hann þurfi að svala forvitni sinni einsog að sjá myndir af henni eða hvernig henni gangi i dag spurning hvað þau þekktust lengi og hversu náin þau voru  þarf ekkert endilega vera að hann sé að hugsa um hana eitthvað kynferðislegt 

some1else | 23. apr. '15, kl: 14:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski, en ef hann veit hvað mér líkar þetta illa af hverju þá að gera þetta? bara gleyma henni. Þau voru ekkert náin og þekktust ekki lengi, kynntust á einkamál og fóru svo yfir á skype, spjölluðu aðeins saman en mest var þetta bara kynferðislegt, ég veit alveg hvað hún gerði fyrir hann.

Dalía 1979 | 23. apr. '15, kl: 14:04:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já einmitt sumum körlum er ekki viðbjargandi ...

Helgust | 25. apr. '15, kl: 00:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég svaf einu sinni hjá strák áður en ég byrjaði með fyrrverandi og gúgglaði hann nokkrum sinnum afþví að ég mundi ekki alveg hvernig hann leit út :/


Gæti verið eitthvað þannig í gangi með manninn þinn?

some1else | 25. apr. '15, kl: 01:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei þetta er gjör ólíkt mál

Helgust | 25. apr. '15, kl: 01:15:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hversvegna?

some1else | 25. apr. '15, kl: 01:20:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

því þetta skeði á meðan við vorum saman, sem par. Ef þetta væri einhver sem hann hitti áður en við kynntumst þá væri hún gleymd og grafin, erum búin að vera saman í 8 ár, með nokkurra mánaða hléi, en vorum samt að hittast þá, sofa saman og slíkt eins og par, tókum bara nokkur skraf aftur á bak :( hann kynntist henni þegar við vorum "í breiki" en hélt áfram eftir að við vorum alveg tekin saman aftur. svo er hann að leita að henni við hvert tækifæri , ef ég fer í hæfilega fjarlægð :(

T.M.O | 25. apr. '15, kl: 13:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta á bara eftir að versna. Þú færð hann ekki til að hætta þessu, í mesta lagi þá fer hann að fela þetta bara betur fyrir þér. 

Kairii | 25. apr. '15, kl: 20:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins ótrúlega sárt og ég get ímyndað mér að það sé að enda samband eftir svona langan tíma þá gæti ég bara aldrei treyst svona manni, aldrei liði örugg og því aldrei liðið vel með honum. Það skiptir bara alveg ótrúlega miklu máli. Þetta er deal breaker... 

uppi | 25. apr. '15, kl: 13:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég væri bara farin. 

Chaos | 23. apr. '15, kl: 14:18:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það skiptir engu máli hvaða almennu skilgreiningu við notum yfir þetta ástand. Þetta meiðir þig og maðurinn sem á að vera þinn helsti vinur í lífinu finnst ekkert að því og er ekki tilbúinn að vinna með þér í laga það. Mér finnst það feikinóg. 

mars | 24. apr. '15, kl: 08:05:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég væri farin, myndi ekki höndla þetta.

Kung Fu Candy | 23. apr. '15, kl: 13:40:01 | Svara | Er.is | 2

Hann segist ekki ætla að hringja í hana eða tala við hana þegar hann er búinn að finna hana... Af hverju er hann þá að leita að henni? Ég myndi ekki sætta mig við þetta :/

some1else | 23. apr. '15, kl: 13:41:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

einmitt, af hverju að leita aftur og aftur að einhverjum ef maður ætlar ekki að gera neitt með það?! því ekki að sleppa þessu þá?!

Kung Fu Candy | 23. apr. '15, kl: 13:43:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara miðað við þetta sem þú hefur skrifað, þá myndi ég setja honum úrslitakosti (held að þetta sé rétt orð). Annað hvort hættir hann að leita að þessari konu og fer að tríta þig með virðingu, eða hann hypjar sig.

some1else | 23. apr. '15, kl: 13:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fannst ég hafa gert það síðast þegar ég talaði um vantraustið, hann veit mjög vel hvað ég þoli ekki svona og lít á þetta sem framhjáhald, og að ég viti fyrir víst að þetta endar með því að hann hittir hana eða einhverja aðra.

Gunnýkr | 23. apr. '15, kl: 14:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

það þýðir heldur ekki að setja úrslitakosti ef þú ætlar ekkert að standa við þá.
hann er fljótur að atta sig á því. Ef þú hótar að slíta þessu ef hann hættir ekki, en gerir það svo ekki þá heldur hann bara áfram.
Ekki hóta einhverju sem þú ert ekki tilbúin að standa við. 

some1else | 23. apr. '15, kl: 16:12:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er alveg rétt hjá þér!

qetuo25 | 23. apr. '15, kl: 13:46:04 | Svara | Er.is | 2

Úff, ég gæti thetta ekki. Mér finnst thetta hljóma eins og ad eina ástædan fyrir thví ad hann sé ekki búinn ad halda framhjá er vegna thess ad thetta er ad misheppnast hjá honum. Hann virdist mjög æstur í thessa konu og ég gæti ekki verid makinn í svona sambandi.

some1else | 23. apr. '15, kl: 13:48:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

einmitt, ætti kannski að gera honum þetta auðveldara fyrir, sjá hvað hann gerir. Leggja fyrir hann gildru. Hef varla taugar í þetta :/

UngaDaman | 23. apr. '15, kl: 14:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Til hvers að eyða púðri í það? Ég persónulega myndi aldrei nenna að eyða mínútu lengur af mínu lífi í svona eðal fífl :/


Þessi maður á þig ekki skilið, það er nokkuð ljóst hérna.

some1else | 23. apr. '15, kl: 14:18:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

líklega langar mig að fá staðfestingu á því að ég hef rétt fyrir mér í hvað stefnir.

Chaos | 23. apr. '15, kl: 14:16:08 | Svara | Er.is | 9


Þetta samband mun bara halda áfram að fokka þér upp. Hann lýgur að þér, sýnir þér algjört virðingaleysi og í þokkabót fær hann þig til að efast um þínar eigin tilfinningar! Þannig að þú ert komin með kvíða og farin að plotta hefndir! 


Þú veist nákvæmlega innst inni hvað þú átt að gera og lífið er alltof stutt til að fylgja því ekki. Ég mæli með hjálp góðs sálfræðings ef þú treystir þér ekki ein út úr þessu sambandi. Það á engin skilið að búa við svona virðingaleysi og andlegt ofbeldi inni á sínu eigin heimili - sem á að vera griðarstaður þinn. Þetta hefur ekki breyst hingað til og líkurnar á því að það gerist að öllu óbreyttu eru litlar sem engar að mínu mati. Ef þú trúir því ekki fáðu þá aðstoð við að sjá það - því það er líka ömurlegt að eyða þessu stutta lífi í að trúa því að maður eigi ekki gott skilið eða að ekkert gott muni nokkurn tímann gerast. 


Gangi þér súpervel að losna úr þessum meiðandi aðstæðum!

some1else | 23. apr. '15, kl: 14:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

takk, ég einmitt veit innst inni að þetta mun bara gera mig að biturri gamalli konu sem mun sjá eftir að hafa ekki farið þegar ég sá öll merki um í hvað stefndi, þarft einmitt bara hjálp við að sjá það skýrar og fá staðfestingu að ég er ekki bara dramadrottning heldur er þetta skítleg framkoma og ég á betra skilið.
Takk fyrir þetta svar :)

Tipzy | 23. apr. '15, kl: 14:21:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gangi þér vel <3

...................................................................

some1else | 23. apr. '15, kl: 14:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk <3

Chaos | 23. apr. '15, kl: 14:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert sko ljósárum frá því að vera dramadrottning. :) Þetta er á öllum almennum mælikvörðum, eins og þú segir, virkilega skítleg framkoma. Það besta sem þú getur gert sjálfri þér í þessari stöðu er að finna einstakling/fagaðila sem getur aðstoðað þig út úr þessu ástandi. Það er nefnilega ótrúlegt hvað svona tilfinningafokk (það fá mann til að efast um eigin tilfinningar) getur haft víðtæk áhrif á allt lífið. 

some1else | 23. apr. '15, kl: 14:27:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já, ég þarf hjálp, það er alveg ljóst. Takk Chaos fyrir að gefa þér tíma til að svara mér, og takk allir hinir líka! Mér líður pínu betur eftir svona stuðning :)

kauphéðinn | 23. apr. '15, kl: 14:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi lífið er bara of stutt fyrir svona vitleysu. 

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Nói22 | 23. apr. '15, kl: 16:48:44 | Svara | Er.is | 0

Bíddu ég skil þetta ekki alveg. Hún hefur óskað eftir því að hitta hann en samt finnur hann hana hvergi á facebook eða neitt slíkt. Hvernig kom hún þessu þá á framfæri? Einhvern veginn hlýtur hún að hafa haft samband þá við manninn/ykkur.

some1else | 23. apr. '15, kl: 18:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann gat fundið hana áður fyrr og var með hana sem contact á skype

Nói22 | 23. apr. '15, kl: 18:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að hún vill sem sagt vera með honum en hefur ekkert kontakt við hann og er algjörlega falin? Eitthvað er það skrítið.


Virkar svolítið á mig eins og hann sé einhverskonar stalker sem er að reyna að finna konu sem er að fela sig.


Nema þetta sé of course togari.

some1else | 23. apr. '15, kl: 18:18:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ók, ég blokkaði hana á facebook og hann er ekki búinn að fatta það. Eyddi henni sem kontakt á skype líka, var erfitt en hafðist. Svo að þessu leyti er ég the crazy one en ég gerði þetta til að vona að hann mundi nú bara gleyma henni eins og hann ætlaði að gera, en nei, leytar reglulega að henni.

Ziha | 23. apr. '15, kl: 18:24:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu virkilega að maðurinn geti ekki farið aðrar leiðir til að finna hana?  Ef hann vissi hvað hún hét þá er það lítið mál... það eru til allskonar skrár eins og þjóðskrár og símaskrá... osfrv.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

some1else | 23. apr. '15, kl: 19:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hann getur vissulega fundið hana í þjóðskrá en hún er ekki í símaskránni.

Ziha | 23. apr. '15, kl: 19:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og af hverju heldurðu að hann hafi ekki fundið hana i þjóðskránni?  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

muu123 | 23. apr. '15, kl: 22:41:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kanski er manneskjan ekki einu sinni að nota rétt nafn í einhverju online kynlífsmissioni 

some1else | 23. apr. '15, kl: 23:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit hennar fulla og rétta nafn.

some1else | 23. apr. '15, kl: 23:47:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún býr þónokkuð frá svo heimilisfang hefur lítið að segja eitt og sér, það er ekkert símanúmer við heimilisfangið skilurðu? Efast um að hann ætli að byrtast allt í einu fyrir utan hjá henni, reynir að finna hana einhvers staðar fyrst, facebook eða annað.

Ziha | 24. apr. '15, kl: 05:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Held að þú sért í alvarlegri afneitun....................................

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

muu123 | 23. apr. '15, kl: 22:42:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eg blokkaði eina sem var endalaust að reyna hafa samband við kærastann minn , mér finst þú ekkert klikkuð 

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

No joke? Ef kærastinn minn myndi blokka einhvern á mínu Facebook án þess að segja mér það af því viðkomandi var að áreita mig þá yrði ég virkilega ósátt. Ef ég get ekki höndlað mín mál þá bið ég um aðstoð.


musamamma

muu123 | 24. apr. '15, kl: 22:32:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg sagði honum fra þvi aður en eg gerði það

muu123 | 24. apr. '15, kl: 22:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hun var að areita mig og okkar samband bara yfirhöfuð lika .. let hann bara vita að hun yrði blockuð allstaðar 

gruffalo | 24. apr. '15, kl: 14:01:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju gerðir þú það en ekki hann?

Hr Kisa | 23. apr. '15, kl: 18:28:14 | Svara | Er.is | 1

Segðu honum að hann geti flett upp nafninu hennar til að fá heimilisfang í heimabankanum sínum.

presto | 23. apr. '15, kl: 18:46:53 | Svara | Er.is | 3

Hmm..... Er alveg i lagi að hann reyni við aðrar meðan hann kemst bara ekki upp í rúm með neinni til að halda framhjá?


Ef þú færð staðfest að þessi kona sé látin og muni þannig aldrei hitta hann í þessu lífi er þá bara allt í lagi?


Hverju ertu að vonast eftir í ykkar sambandi?
Hvaða líkur eru á þeirri niðurstöðu?


Ég væri búin að sparka þessum fyrir löngu, hef alls ekki áhuga á að velja mér maka sem setur mig í annað sæti (eða neðar) gagnvart utanaðkomandi!
Ef þú velur slikan maka ertu sjálf að segja að þú sért ekki þess virði að vera í fyrsta sæti í þínu lífi (samband), plííís ekki senda slík skilaboð!!!

some1else | 23. apr. '15, kl: 19:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það alla ekki í lagi, en ég skil að þú haldir að mér finnist það.

Ertu að bjóðast til einhvers? Grín!

Samband okkar er búið að vera frekar erfitt upp á síðkastið, en ekki þannig að við gætum ekki lagað það. En núna er það á bláþræði : (

Takk fyrir peppið <3

presto | 23. apr. '15, kl: 21:22:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég ekki að bjóða fram ólöglega "lausn"!
Bara reyna að stilla þessu upp og reyna að sjá hvernig þú getur ímyndað þér ásættanlega niðurstöðu, ekki gefa afslátt af þinni sjálfsvirðingu og sjÁlfsögðum lágmarks kröfum!
Ég hef slitið sambandi þar sem við vorum mjög ástfangin, en ég áttaði mig á að skilnaður hans við fyrrverandi var ekki að öllu leyti kláraður. Ég vildi ekki vera í Fjölmennu sambandi.

assange | 23. apr. '15, kl: 19:44:38 | Svara | Er.is | 5

Gud hvad eg vona ad tu losir tig vid tennan omurlega luser

Bakasana | 23. apr. '15, kl: 19:59:04 | Svara | Er.is | 6

Hljómar ekki eins og þetta sé handónýtt samband, heldur hreinlega eins og það sé ekkert samband fyrir hendi þar sem maðurinn er svona þrælduglegur í leit að hjásvæfu/kærustu. Svo er önnur saga að maðurinn virðist líka vera krípí internetstalker. Færð þú eitthvað út úr því að vera með þessum manni? 

daggz | 23. apr. '15, kl: 21:51:58 | Svara | Er.is | 3

Ég held þú vitir alveg svarið við þessu sjálf. Það er bara oft erfitt að horfast í augu við það. Miðað við þetta held ég samt að það sé löngu, löngu kominn tími á það.

Ég get ekki séð betur (af þessu að dæma) en að sambandið ykkar sé rosalega eitrað. Að þið séuð hvorugt ánægð. Hann auðvitað kemur fram við þig á ömurlegan hátt, þetta er engin smá vanvirðing og bara ógeðsleg framkoma. En svo ert þú (skiljanlega) farin að beita ömurlegum brögðum sem kannski veldur bara enn meiri vanlíðan hjá þér? Um leið og þú ert farin að fara inn á FB hans og blocka konur (btw ég skellihló þegar ég las að hann væri ekekrt búinn að fatta), skoðandi öll samtöl, skoðandi í history og spá í öllu sem hann gerir þá er þetta bara dauðadæmt.

Samband gengur ekki án trausts. Allavega ekki þannig að báðir aðilar séu frjálsir, sáttir og fullkomnlega ánægðir með sitt hlutskipti í lífinu. Og það að þú finnir þessa þörf að njósna um hvað hann er að gera og taka ákveðið vald af honum (blocka hana svo hann gerir örugglega ekki neitt) þá ertu kominn út í hundleiðinlegan pakka sem enginn vill vera í. Svo það sé á hreinu er ég ekki að kenna þér um neitt. Þín hegðun er bara afleiðing af hans og ég skil þig fullkomnlega. En þú getur samt horft á þína hegðun og spurt sjálfa þig - er þetta sú manneskja sem ég vil vera? Er hann að gera mér gott? Er ég sátt og ánægð? Ég giska á að svarið sé nei. Þá ertu komin með svarið við hinni spurningunni.

Það gerir engum gott að vera í sambandi sem dregur upp verstu hliðarnar af manni. Maki manns á að vera manns helst stuðningsaðili, helsti vinur, sá aðili sem þú getur treyst best og dregur fram allar þínar bestu hliðar. Af þessu get ég ekki séð að hann geri það fyrir þig.

Gangi þér vel og knús!!

--------------------------------

some1else | 23. apr. '15, kl: 23:52:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er alveg rétt ég er í afneitun og vonast eftir töfralausn, á erfitt með að horfast í augu við þetta. Shitt hvað þetta er erfitt og sárt : (

daggz | 24. apr. '15, kl: 08:50:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er það erfitt. Maður er líka svo gjarn á að gefa annan séns, vona að þetta batni og standa svo aldrei við hlutina sem maður segir (úrslitakostina). Þú verður bara að fara að hugsa um þig og til langtíma litið þá er alveg án efa betra ef þú kemur þér út úr þessu.

--------------------------------

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:17:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Töfralausnin er að hætta í sambandinu.


musamamma

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 00:07:04 | Svara | Er.is | 0

Vandamálið liggur hjá ykkur báðum. Það þarf tvo til

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

some1else | 24. apr. '15, kl: 07:54:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vissulega. Hefði samt verið æðislegt að geta skroppið frá án þessu að hann færi að leita að "hjásvæfu" , traustið hefði batnað til muna.

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 10:12:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja ég get lofað þér því að hann hættir því ekkert meðan þú testar allt sem hann gerir og treystir honum ekki. Þetta er vítahringur sem fólk fer í og losnar ekki svo glatt út úr og getur tekið mörg ár.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vil samt vita fyrir víst að hann hættir og þá eykst traustið býst ég við. Þá verð ég að fá að fylgjast með þar til traustið er komið aftur.

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 11:15:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Traust er hlutur sem þið bæði þurfið að vinna í og hafa fyrir því.  Þannig er það.  Hvernig veistu þegar traustið kemur aftur?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:17:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hafa komið tímar þar sem ég finn mun og tel að allt sé í rétta átt, en svo sé ég eitthvað svona, hann að fletta upp konu sem hann hefur aldrei átt í öðruvísi sambandi við en kynferðislegt.

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:18:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og þar að auki konu sem vill hitta hann þó hún viti að hann er í sambúð og allt.

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:19:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Traust og njósnir fara ekki saman.


musamamma

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:21:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei líklega ekki. Á auðvitað ekki að komast í þannig aðstöðu í sambandinu að mér finnist ég "þurfa" að njósna. Datt þetta ekki í hug áður fyrr, treysti honum meira en 100% áður fyrr, en svo gerðist dálítið sem skemmdi það og ég hef ekki getað treyst honum eins vel eftir það. Vil ekki fara nánar út í það hér.

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:23:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú þarft ekki að segja fra neinu sem þú vilt ekki. Myndi spyrja mig hvort lífið se ekki of stutt fyrir svona drama.


musamamma

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 11:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með að vera alltaf að fletta upp hvað hann er að gera á netinu er ekki að hjálpa honum, svo langt í frá.


Það er eins og þú sért föst í svona vandamál/vesen og þegar allt gengur vel að þá leitar þú uppi eitthvað slæmt.


Er ekki að afsaka þessa hegðun hjá honum, heldur koma með hans sýn á þetta líka.  Meðan þið ræðið þetta ekki og vinnið ekki í því að þá lagast þetta ekki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við höfum rætt þetta, hann veit alveg hvernig mér líður með þetta. Mér finnst ég samt vera að loka augunum og "leyfa" honum að fara á bak við mig ef ég stend ekki vörð :/ mér finnst það sick að gera þetta en ég vil ekki láta gera mig að fífli, skilurðu mig?

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 11:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig alveg, en meðan að þetta er að bíta þig að þá hreinlega gerir hann þetta, honum er alveg sama því að þú hvort eð er finnur alltaf eitthvað, svo það er alveg eins gott að gera eitthvað svo þú finnir það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert hvorki foreldri hans né eigandi. Þú átt ekki og getur ekki stjórnað hans gjörðum, þú getur bara stjórnað þínum, hvort þú vilt vera í sambandi við hann. Þú getur aldrei breytt honum.


musamamma

Tipzy | 24. apr. '15, kl: 14:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður getur aldrei vitað eitt eða neitt fyrir víst, um það snýst traust.

...................................................................

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 07:04:47 | Svara | Er.is | 1

Er hann ekki bara forvitinn um hana? Þarft þú að stjórna öllu i hans lífi?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

some1else | 24. apr. '15, kl: 07:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst mjög óeðlilegt, miðað við hvernig þeirra samskipti voru, að hann geri alltaf tilraun til að finna hana þegar ég er komin í örugga fjarlægð. Ég er kannski pínu að stjórnast en þarf sem hann veit hvað mér finnst um þetta þá finnst mér þetta ótrúlega mikið virðingaleysi gagnvart mér.

littlemary | 24. apr. '15, kl: 09:27:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta samband hljómar svolítið dauðadæmt og skemmandi. Hann fer bakvið þið í hvert einasta sinn sem hann hefur tækifæri til og þú ert orðin svo nojuð að þú blokkar fólk af hans facebook og eyðir contakt, fer í eitthvað sækó afprýðissemi mode. Vandamálið er ekki að þessi kona er að hafa samband við hann heldur að hann er ekki traustsins verður til að segja Nei takk við hana og blokka hana sjálfur. Sérðu ekki hvað þetta er klikkað? Áttu ekki betra skilið? 

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 10:25:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eg spyr aftur, er hann ekki bara forvitinn?
Eg er forvitin um fyrrverandi og a thad til ad gugla tha til ad sja hvad er i gangi hja theim. 
A medan hann hefur aldrei hitt hana, eda reynt ad hitta hana tho hun hafi bedid um thad - tha se eg ekki vandamalid. Folk ma eiga sitt einkalif, er thad ekki?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 10:36:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég segi það sama, maður getur alveg verið forvitinn um fólk en langar kanski ekkert til að hitta það neitt.


Hins vegar má fólk alveg eiga sitt einkalíf en þegar fólk er farið að hafa samband við annað fólk til að hafa kynferðislegt samband við hvort sem það er á netinu eða í kjötheimum að þá er það orðið eitthvað annað.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 10:46:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mer finnst storundarlegt ad allar herna svari med "Hlauptu kona hlauptu" a medan madurinn hefur gerst sekur um thad sama og flestir gera med sina fyrrverandi... eda bara follk sem thad hefur thekkt. Thetta er bara forvitni. Og, ef thu spyrd mig, stjornsemi af hendi konunnar. Ef hann vaeri ad fela thetta tha er ekkert mal ad fela browsing sogu og eyda samtolum jafnt a fesbok sem a Skype.


En thad ma vist ekki segja thad herna. 


Liklega vaeru svorin odruvisi ef thetta vaeri karlmadur ad spyrja.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Steina67 | 24. apr. '15, kl: 10:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eins og ég segi hér ofar að þá er þetta vítahringur sem erfitt er að komast út úr, meðan hann "má" þetta ekki að þá auðvitað verður allt brjál þegar hann gerir þetta.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hann hefur bara ekki vit á því að fela það, er mjög sjaldan á facebook, þá oft til þess eins að fletta henni upp, heldur alltaf í vonina um að finna hana greinilega.

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf ekki að vera að hann haldi i neina von, kannski finnst honum skrítið að einhver hverfi allt í einu af vinalistanum. Myndi segja honum að þu hafir blokkað hana og leggja öll spilin á borðið. Svona samband á eftir að skemma mikið.


musamamma

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:26:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún var aldrei á vinalistanum, þeirra samskipti fóru fyrst fram á einkamál, svo á skype. En hann er að fletta henni upp á facebook, eina mögulega leiðin til að finna hana. Hann á kannski bara eftir að fara aftur á einkamál og finna hana þar aftur.

musamamma | 24. apr. '15, kl: 11:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Um að gera að bíða eftir því, þér leiðist þá ekki á meðan. Án gríns, lestu svörin þin herna. Þetta hljómar eins og ömurlegasta samband i heimi. Ertu hamingjusöm?


musamamma

Tipzy | 24. apr. '15, kl: 14:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mitt komment ekki útaf hann er forvitin og allt það, heldur það að hann lofar að hætta þessu og veit að þetta særir hana en gerir það samt ítrekað og bara hvernig hann hegðar sér gagnvart þessu.

...................................................................

some1else | 24. apr. '15, kl: 14:40:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú skilur mig : )

Fjöltengdur | 24. apr. '15, kl: 20:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig mjög vel og get sagt með vissu að þetta myndi tvímælalaust særa mig og rústa öllu mínu trausti gagnvart manninum. En mig langar að spyrja þig, eftir ítrekuð svik við hvert tækifæri sem gefst helduru að þú eigir nokkurn möguleika á að treysta honum aftur 100%?
Á hann það skilið?
Mér persónulega finnst hann ekki bera neina virðingu fyrir þér og ykkar sambandi og hann niðurlægir þig og brýtur þig niður með því að halda þessu áfram vitandi hvað þetta særir þig. Enginn á svona framkomu skilið í sambandi og að mínu mati værir þú betur sett án hans og svona særinda.

En þetta er bara mín skoðun og þú átt allan minn stuðning í þessu viðkvæma og ljóta máli.

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 15:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mitt komment snyr ad thvi hver tharf ad endurskoda afstodu sina. 
Ef thinn madur segdi ther ad thad ad thu vaerir a blandinu myndi saera hann. Thu vaerir ad mynda of personuleg sambond vid folk sem hann thekkti ekki. Myndir thu haetta thvi?
Eftir akvedinn tima af pointless rifrildum myndirdu tha kannski laumast, baaara til ad ga hvad vaeri i gangi?


Madurinn er ad gugla eftir upplysingum og konan er ad gera thad ad einhverjum endapunkti ut af thvi ad einhvern timan i forneskju froadi hann ser yfir myndum af einhverri stelpu sem hann hefur aldrei hitt.  

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

some1else | 24. apr. '15, kl: 15:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki yfir myndum heldur saman a skype og töluðu um að hittast!

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 15:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvenaer var thad? Vorud thid saman? Hittust thau?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Chaos | 24. apr. '15, kl: 23:11:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, það er augljóst að þetta er bara klikkuð kona sem er með aumingjan saklausum manni. 

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 23:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Augljóslega er meira að i sambandinu en að maðurinn er að gugla fyrrverandi Skype félaga. Augljóslega.
Það er samt ekki heilbrigt að gera kröfu a maka sinn að gugla ekki fyrrverandi.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

T.M.O | 25. apr. '15, kl: 00:51:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

ef einhver sem maður hefur aldrei hitt og hefur bara verið að cyber sexast við í gegnum skype er fyrrverandi þá er ég greinilega orðin of gömul fyrir þennan bransa

Chaos | 24. apr. '15, kl: 23:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sumir lesa meira en bara upphafsinnleggið. 

alboa | 24. apr. '15, kl: 11:02:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég væri þá royally screwed. Ég er í einhvers konar sambandi við flesta mína fyrrverandi. Einn er minn besti vinur, annar er góður vinur minn en flestir eru ágætis kunningjar sem ég spjalla reglulega við :þ


kv. alboa

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 11:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mja, sama her. Eg a marga vini sem eg hef att i einhverskonar sambandi vid, sem og  a nuverandi i samskiptum vid margar sinar fyrrverandi. Thetta kemur mer bara ekki vid og lif mitt er mun audveldara fyrir vikid. 


Madur haettir ekkert ad vera einstakllingur med einkalif tho madur se i sambandi. Thad gleymist oft herna. 
Nema thegar a vid um konur. 

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

alboa | 24. apr. '15, kl: 11:08:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Þó mér finnist samskiptin og mynstrið í þessu sambandi sem um er rætt í þessum þræði alls ekki heilbrigt né líklegt til að lifa þá er ég almennt sammála þér.


kv. alboa

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er búin að útskýra vel hvað mér finnst um þetta, hann leitar að henni þegar ég er farin í örugga fjarlægð, aldrei annars. Hann má alveg tala við konur, bara ekki í kynferðislegum tilgangi. Þar finnst mér mörkin eigi að liggja í okkar sambandi, held að það sé algengt í samböndum, ekki vera í kynferðislegu sambandi við annan en maka þinn.

alboa | 24. apr. '15, kl: 11:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vorum akkúrat þarna að gera athugasemdir um almennt hvernig brugðist er við samskiptum maka við aðrar konur. Það er oft látið hérna eins og makar megi ekki segja "Halló" við sínar fyrrverandi eða vinkonur á netinu eða út í búð. "Ef þau eiga ekki barn saman, af hverju þarf hann að tala við hana? Eru þau ekki hætt saman?!" er ansi algengt svar hér þegar umræður um samskipti við fyrrverandi koma upp.


Ég var búin að svara að mér finnast þessi samskipt ekki í lagi, en heldur ekki samskiptin ykkar á milli og hegðunarmynstrið sem er komið upp. Þú að njósna, hegðun hans og þetta endalausta vantraust. Ég myndi aldrei nenna þessu og væri löngu farin.


kv. alboa

Chaos | 24. apr. '15, kl: 23:13:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þetta fyrrverandi kona sem hann á í eðlilegum samskiptum við? Og allt bara frábært í þessu sambandi. Enginn að draga neinn í gegnum hell til að koma í veg fyrir barnseignir eða gera hræðilega hluti til að brjóta traust. 

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 23:35:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan komu barneignir og að draga einhvern i gegnum hell hér inn?
Ertu að draga aðeins of mikið i söguna máske?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Tipzy | 25. apr. '15, kl: 00:35:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

 some1else | 23. apr. '15, kl: 18:16:05 |  Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 1

óttast einmitt að það sé mjög auðvelt að draga hann á tálar, bara blikka hann og spurja hvort hann vilji verða heppinn eða eitthvað!! 
sambandið er búið að ganga upp og ofan og mikið gengið á og alltaf þegar mér finnst allt vera að lagast og ég held að ég geti farið að treysta honum aftur þá gerir hann eitthvað svona-og þetta er ég búin að segja honum, hann þarf alltaf að eyðileggja það sem komið er. Honum er greinilega alveg drullu sama um mig, vantar bara að hafa konu til að elda, þvo þvott, stunda kynlíf og hugsa um börnin hans, en við eigum ekkert barn saman. Hann lét mig ganga í gegnum hell svo við ættum ekki barn saman en það er önnur saga :(



Svo miðað við það sem hún skrifar þá var hann í þessu kynferðislega netsambandi við þessa konu meðan hann var í þessu sambandi. Má vera að þú sést bara svona afslöppuð en ég myndi ekki vera það ef maðurinn minn væri að leita að konu sem hann hafði verið í kynferðislegu netsambandið við og með því að mínu mati að halda framhjá. Eitt að gúgla kannski einu sinni eða svo, en maðurinn virðist vera leitandi lifandi ljósi að þessari konu. 

...................................................................

Abbagirl | 25. apr. '15, kl: 20:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að fela það fyrir manninum þínum eða hefur hann talað um að honum finnist það óþægilegt?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

some1else | 24. apr. '15, kl: 11:09:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki hans fyrrverandi, eingöngu um kynferðislegt netsamband að ræða. Værir þú sátt við að maðurinn þinn væri að reyna að finna konu til að rúnka sér með á netinu? horfa á hana fróa sér og svo framvegis. Skömminni skárra að horfa á porn en þegar það eru orðin samskipti og löngun til að prófa hvort annað, þá er það annað.

KilgoreTrout | 24. apr. '15, kl: 11:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nu, er hann ad thvi nuna? Horfa a hana og svoleidis? Er hann ekki bara ad forvitnast um hvad hun er ad gera og svoleidis?
Annars, tha nei,.. mer gaeti ekki verid meira sama um yfir hverju minn nuverandi runkar ser yfir, svo framarlega sem thad er ekki dyranid eda barnaklam.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Ananus | 24. apr. '15, kl: 12:42:42 | Svara | Er.is | 1

Hmmm...hann hefur gerst sekur um hugsanaglæp. Settu hann í munnmaka- bjór- fótbolta- og beikonstraff þangað til hann lærir að googla eins og þú vilt að hann googli.

fálkaorðan | 24. apr. '15, kl: 15:27:43 | Svara | Er.is | 3

Búin að lesa allan þráðinn og held ekki að það sé mikil von fyrir þetta samband.


Að mínu mati þá er það þetta eitthvað annað sem hann gerði sem er raunverulega issjúið hjá þér og skapar þessi traustissjú sem gera það að verkum að þú ferð í einhverja spæjaraleiki á internetinu og blokkar fólk og eiðir út af kontaktlistum.


Dílið við þetta þarna hitt sem gerðist þá verður kanski hægt að vinna ofan af restinni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Blandskvísan | 25. apr. '15, kl: 00:47:50 | Svara | Er.is | 2

Þú treystir ekki honum og tekur fram fyrir hendurnar á honum, blokkar hana á hans prófíl sýnist mér. Mér finnst það pínu sjúkt. Kannski er hann bara með áhyggjur af henni...hefur þú velt því fyrir þér? Kannski eruð þið bæði best komin utan þessa sambands.

##HAKKARI##
ERT ÞÚ ORÐINN MEÐLIMUR Í ARAKLÍKUNNI?

Ég á 10 skotheldar uppskriftir að hakkréttum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48009 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Hr Tölva, paulobrien, Guddie