Varðandi útigöngu hrossa og fl. um hesta hér á Íslandinu

Jogibjorn | 9. jún. '20, kl: 10:42:05 | 144 | Svara | Er.is | 0

Nú spyr sá sem ekki veit...er þetta svona í nágranna löndunum þ.e. ganga hross úti allt árið í óbyggðum? Svo velti ég stundum fyrir mér þegar ég sé hesta í öðrum löndum með svona regnkápur yfir sér væntanlega til að hlífa þeim við mestu bleytunni, af hverju sér maður þetta ekki hér?

 

ert | 9. jún. '20, kl: 10:51:34 | Svara | Er.is | 0

Það eru önnur hestakyn í útlöndum. Örfá kyn ganga laus eins og Mustang í Ameríku. Það er mjög erfitt að hafa lausa hesta í Evrópu sökum plássleysis - mest landið er tekið upp til ræktunar eða búsetu. Mörg hesta kyn þola ekki lengur að vera úti allt árið en auðvitað er það sem var hestum eðilegt í upphafi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 9. jún. '20, kl: 11:45:58 | Svara | Er.is | 0

Reglugerð um meðferð hrossa: "Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar og hæðir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls. Skjólveggir skulu byggðir þannig að þeir valdi ekki slysahættu né hræðslu hjá hrossum. Við eftirlit og mat á aðbúnaði hrossa á útigangi, svo sem hrossaskjól, skal litið heildstætt á þá þætti sem hafa áhrif á velferð hjarðarinnar svo sem fóðurástand, landgæði, skjól og veðurfar á svæðinu."

Jogibjorn | 9. jún. '20, kl: 14:47:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er búin að lesa þetta. Finnst þér þetta geta verið rétt miðað við það sem gerst hefur í amk tvo vetur? Og þetta vissi maður eingöngu vegna þess að þetta barst í fjölmiðla. Válynd veður eru ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi. Allt á að vera skráningarskylt skv mast.is Nú myndi mig langa til að það yrði birt hver er meðal fjöldi útigöngu hrossa og dauða (sérstaklega yfir háveturinn) og á öðrum tímum ársins? Hér áður átti skortur á húsakosti vafalaust þátt í útigöngu þeirra. En ætli það sé leyfilegt að eiga fleiri hesta en þú hefur möguleika á að koma í hús? Hvort sem þú átt húsnæðið eða leigir aðstöðu fyrir þá? Spyr sá sem ekki veit...en kannski er einhver hér inni sem veit þetta.

T.M.O | 9. jún. '20, kl: 15:40:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega er ekki ætlast til að þú hafir hús fyrir öll hross en það er ætlast til að þú bregðist við spám um óveður og komir hrossunum í öruggara skjól. Íslenskir hestar hafa lifað úti allan ársins hring frá upphafi byggðar landsins. Það eru svo einstaklingar sem kunna ekki, nenna ekki eða geta ekki sinnt þeim eins og lög segja. Stundum gerast hlutir sem ekki er hægt að sjá fyrir eins og þegar allt snjóaði í kaf áður en kindur höfðu verið sóttar á fjall. Þá fóru líka bændur með allan mannafla að bjarga þeim sem bjarga varð. Ef þú vilt tölulegar upplýsingar talaðu við Mast, eins og með alla hluti þá gengur þetta upp ef fólk hefur kunnáttu og gerir það sem þarf.

Zagara | 9. jún. '20, kl: 19:56:58 | Svara | Er.is | 0

Hrossin hér fá mjög þykkan vetrarfeld þar sem þau hafa aðlagað sig að útigangnum.


Erlendis tíðkast útigangur ekki vegna plássleysis, flest hross með kápur og teppi yfir sér búa öllu jafna í hesthúsum. Auk þess er slysahætta af því að festa slíkt á hross og þú getur ekki látið þau vera eftirlitslaus í langan tíma með eitthvað á sér. 


Öllu fylgir áhætta og hross eru mjög viðkvæm. Í langflestum tilvikum er útigangur ekki slæmur fyrir hross, sér í lagi þar sem vel er fylgst með að þau hafi alltaf vatn, næringu og skjól. T.d. held ég að fylfullar merar hafi það betra að geta hreyft sig að vild utandyra heldur en að vera lokaðar inni í stíum megnið af sólahringnum eins og þekkist oft erlendis. 

Jogibjorn | 10. jún. '20, kl: 21:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast um að ekki sé nóg pláss t.d. í Stavanger. En ég ætla að reyna að kynna mér hvernig þessi mál eru þar. Ég veit líka að það kemur svona aukafeldur á þau hross sem eru úti allan veturinn. En miðað við hestadauðinn varð svakalega mikið (í fyrra vetur og svo aftur síðusta vetur) en tíminn líður svo hratt að það getur vel verið lengra síðan.

Jogibjorn | 10. jún. '20, kl: 21:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það segir manni líka að það hlýtur að verða hesta dauði alla vetur, væntanlega þá vegna kulda og vosbúð ásamt því að einhverjir sinna þeim seint og illa, þó að sé ekki svona mikill dauði eins varð þessa tvo vetur. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að eftirlitið sé ekki gott. Lífrænu kjúklingarnir sem lifðu við skelfilegt ástand. Og svo fjöldinn allur af fréttum um endalausa fresti þrátt fyrir ítrekun ofan í ítrekun og augljóst var að ekki væri hægt að gera aðbúnaðinn viðunandi. Haldið þið ekki að það að íslenski hesturinn hafi gengið úti allt árið, hafi ekki verið vegna skorts á húsnæði í denn?

ert | 10. jún. '20, kl: 21:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ætti að vera hestadauði alla vetur? Hvað græða hrossabændur á því að sinna hestum sínum svo illa að þeir drepist?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 10. jún. '20, kl: 22:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íslenskir hestar eiga oft í erfiðleikum í of hlýju loftslagi, fá exem og leiðindi í húðina. Það eru bara bjánar sem láta skepnur drepast úr kulda og vosbúð. Því miður eru til bjánar og það endar með því að þeim er bannað að halda dýr. Hinir eru miklu fleiri, hestum líður ekki betur lokaðir inni á veturnar og þrífast ekki betur. Það þarf að sinna þeim þar sem þeir þrífast best.

Gunna stöng | 12. mar. '21, kl: 11:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit að þetta er ekki ný umræða en veit einhver hér hvort eftirlit hefur aukist td vegna frétta um endalausa fresti sem áttu engan veginn rétt á sér í mörgum tilfellum? Sbr hesta, fé og kjúklingabú.

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Gunna stöng | 12. mar. '21, kl: 11:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók eftir því að Zagara nefndi að erfitt væri að hafa hesta í kápum vegna slysahættu þegar hestar eru eftirlits lausir í langan tíma. Bíddu ha? Eiga þeir að vera eftirlits lausir í langan tíma? Spyr sá sem ekki veit.

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

ert | 12. mar. '21, kl: 11:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hestum líður ekki vel lokuðum inn í húsum í lengri tíma. Þeir þurfa að hreyfa sig. Þeim líður vel ef þeir fá að vera frjálsir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Jogibjorn | 20. mar. '21, kl: 17:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en hefurðu einhverja hugmynd hvort að eftirlitið sé nóg? Það eru auðvitað alltaf skussar innan um sem hirða ekki dýrin sín svo vel sé. Og ég hef á tilfinningunni, miðað við allt sem ég hef lesið á samfélagsmiðlum, að eitthvað vanti á eftirlitið. Hvernig er hægt að fullyrða að hestum líði illa inni í húsum yfir háveturinn frekar öðrum dýrum sem ræktuð eru hér hjá bændum? Þá meina ég, því skyldi þeim líða verr en öðrum dýrum í húsum? Annars væri þá hægt að mæta þessu með sérstaklega góðu eftirliti um gott skjól fyrir alla hestana sem ganga úti og að þeim sé gefið úti eins og ætlast er til. Við hljótum öll að vera sammála því, sem teljum okkur vera dýravini, að einstaklega gott eftirlit sem bændur geta átt von á fyrirvaralaust sé það sem ætti að vera.

ert | 20. mar. '21, kl: 17:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki af hverju það er betra að stunda dýraníð þar sem enginn sér til en fyrir opnum tjöldum þar sem er hægt að kæra fólk. Finnst þér best ef það er hægt að fela ofbeldi og níð?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 20. mar. '21, kl: 17:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það sé betra að hafa sem minnsta möguelika að afla sér matar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Gunna stöng | 12. okt. '22, kl: 14:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er engan mat að hafa þegar mikill snjór er ásamt frost eru.

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Gunna stöng | 12. okt. '22, kl: 14:23:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá meina ég eftirlitið í molum því hvort þeim sé gefið og hafi GOTT skjól

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Gunna stöng | 12. okt. '22, kl: 14:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"eftirlitið í molum"...og enginn hugsanlega víða um landið að fylgjast með

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Gunna stöng | 12. okt. '22, kl: 14:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amen!

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Síða 10 af 47993 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123