Vegir landsins og ferðamennirnir

Júlí 78 | 18. maí '19, kl: 15:51:28 | 73 | Svara | Er.is | 0

Ég tók eftir því í fréttum eftir að rútan sem fór útaf og alvarlegt slys varð vegna þess þá var mest talað um að sjúkrabíll væri lengi á leiðinni og það þyrfti að bæta þjónustuna hvað það varðar á þessum stað. Vissulega þarf þess en minna hefur verið talað um að margir vegir landsins eru of mjóir. Þó sá ég frétt þar sem bæjarstjóri Hornafjarðar sagði þetta:  „Í okkar sýslu eru flestar brýr í landinu, þ.e. einbreiðar brýr og vegirnir eru mjög mjóir eins og þarna var, þar eru t.d. engar vegaaxlir. Að mæta flutningabílum, sem aka mikið þessa vegi, það er ekkert grín fyrir þá sem eru ekki vanir að keyra þá, þannig að það er orðið löngu tímabært að færa þennan veg  niður á sand og það er löngu orðið tímabært að breikka vegina okkar“, segir Matthildur."
En ég segi, það eru ekkert bara svona vegir á suðurlandi þar sem erfitt er að mæta flutningabílum eða húsbílum. Ein kunningjakona mín varð að hætta að vinna eftir að hafa lent í bílslysi, mætti bíl sem var með húsbíl í eftirdragi á leið vestur og það varð árekstur út af of mjóum vegi til að mæta húsbílnum. Vorum við ekki að byrja á öfugum enda, kappkosta að fjölga ferðamönnum eins mikið og hægt var en ekkert að spá í að breikka vegina áður?
  https://www.visir.is/g/2019190518872/akall-til-stjornvalda-um-storatak-i-vegamalum

 

Júlí 78 | 18. maí '19, kl: 16:59:57 | Svara | Er.is | 0

Jæja ég meinti bíllinn var með stórt hjólhýsi í eftirdragi, ekki húsbíl :) 

kaldbakur | 19. maí '19, kl: 04:53:45 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað eru þessir vegir of mjóir og erfitt að mætst  á stórum ðokutækjum. 
En oft er orsökin í þessum rútuslysum sögð vera vinhviður og mikið rok. 
Þessar háu rútur með fullt af farþegum eru komnar með mikla yfirbyggingu og vindurinn hreinlega hvolfir vagninum eða bílinn  hreinlegar rennur útaf veginum ef hálka er líka.  Sennilega eru þessir bílar ekkert hannaðir fyrir þessar aðstæður á vegum okkar. 
Rútubílar voru áður langtum lægri og ekki með allt þetta rými sem er notað m.a. undir frangur og er undir farþegarýminu þannig að bílinn er nánast á tveim hæðum. 

Júlí 78 | 19. maí '19, kl: 07:16:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú vindhviður hafa sjálfsagt að segja í einhverjum tilfellum, hjólhýsi hafa hreinlega fokið út af vegum ef það er mjög hvasst. En slæmt veður var ekki ástæðan í þessu nýlega rútuslysi. Bílstjórinn sagði að hann hefði mætt 2 stórum flutningabílum skömmu fyrir slysið og hafi misst aðeins stjórnina á bílnum í framhaldi af því. Einnig voru veðuraðstæður þokkalegar þegar kunningakona mín lenti í sínu bílslysi (bíll hennar lenti framan á stóru hjólhýsi sem var í eftirdragi á bíl). Hjólhýsi og húsbílar eru orðnir stærri og breiðari en áður var svo ekki er von á góðu á þessum mjóu vegum. Líklega er líka meira um akstur flutningabíla um vegi landsins en áður var. 

kaldbakur | 19. maí '19, kl: 08:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var mikileftirsjá í strandferðaskipunum sem fóru hringinn í kringum landið með þungavarning. Nú fer þetta allt með stórum og þungum flutningabílum. Svo er það nú bara þannig að ekki eru allir þessir bílstjórar sem eru að keyra rútur og flutningabíla mjög góðir bílstjórar.

Júlí 78 | 19. maí '19, kl: 13:00:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín reynsla þegar ég keyri á höfuðborgarsvæðinu er að atvinnubílstjórar á stórum bílum séu miklu tillitsamari heldur en margir hverjir ökumenn á fólksbílum. 
Það var gerð skýrsla (2019) sem heitir: "HEGÐUN Í UMFERÐINNI Á ÞJÓÐVEGI 1
SÉÐ MEÐ AUGUM ATVINNUBÍLSTJÓRA"


Þar segir varðandi þessi atriði:


Svör frá þátttakendum sem keyrðu oftast bíl til fólksflutninga
• Engin löggæsla sýnileg. 
• Fólk stoppar í vegkanti, af því það eru engin útskot / áningastaðir á leiðinni. Bestu
stoppin eru t.d. á Lyngdalsheiðinni, ekið út af veginum og stór stæði í nokkurri
fjarlægt frá vegi. Aðreinar / fráreinar við stæði. Stæði við Sveinsstaði í Vatnsdal er
líklega besta svona stæði, meira að segja WC þarna. Í undirbúningi er að gera plan
við Þrístapa, en við fyrstu sýn fannst mér teikningar gera ráð fyrir litlu plani
(Húnavatnshreppur sér um þetta). Þar sem er áhugavert útsýni, þar þarf að vera
plan til að stoppa á. Best væri að hafa WC líka. Þessi plön þarf svo að auglýsa t.d.
mynd af myndavél og textinn "panorama after 5 km"
• Hringvegurinn er bara einfaldlega of mjór.
• Hækka umferðarhraða upp í 100 km. 
• Ljósaskreytingar trukkabílstjóra sérstaklega að framan eru allar ólöglegar og
kominn tími til að stöðva þennan fíflagang. Ef einhversstaðar er þörf á að ljós séu
rétt notuð þá er það hér á landi.
• Margir reyna margt til að vera á undan stórum bílum, svína í veg fyrir á
gatnamótum, framúr og klessa sér svo bara fyrir framan stóra bílinn með ekkert
bil, átta sig lítið á því hvaða kraftar eru í gangi þegar stöðva þarf þunga bíla.
• Merkingar Vegagerðar ættu að vera vel áður (2-300m) en komið er að
gatnamótum/afleggjurum, þá er minna verið að dóla lengi á litlum hraða þar til
komið er að beygju og eins minna um að neglt sé niður nokkrum metrum fyrir
beygju. Stórir bílar (bílstjórar) eiga erfitt með að bregðast við því. Sýna meiri tillitsemi gagnvart annarri umferð, varðandi hraða og virða merkingar á
vegi og skilti.
• Tillitsemi við aðra ökumenn. Svör frá þátttakendum sem keyrðu oftast bíl til vöruflutninga
 • Axlir á vegum eru of mjóar. 
• Vegir þröngir og lélegir á mörgum köflum. Ætti að hægja á trukkum ofan í 80
km/klstMér finnst skrýtin þessi tillaga að hækka umferðarhraða upp í 100 km þegar það er viðurkennt á sama stað að hringvegurinn sé einfaldlega of mjór. Svo vilja vöruflutningabílstjórar hafa almennan ökuhraða í 80 km/klst. Þá ætti almennur ökuhraði hjá öðrum bílstjórum líka að vera í 80Km/klst. Að hafa mikinn mun á ökuhraða fólksbíla og vöruflutningabíla skapar bara mikinn framúrakstur sem er mjög hættulegur á þröngum vegum.kaldbakur | 19. maí '19, kl: 17:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera  að atvinnubílstjórar séu skárri en hinir. 
Ég lenti í smá tilviki þar sem rúrubílstjóri þurfti að bakka og allt var  mjög þægilegt fyrir hann.
 Hann var svo klaufskur að ég á ekki til orð - ótrúlegt alveg.  :)
Þeir eru eflaust misjafnir. 

Júlí 78 | 19. maí '19, kl: 13:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En mér finnst útséð að Sigurður Ingi þurfi að endurskoða vegaáætlunina. Hann talar um að ekki standi til að breikka vegi næstu árin. Samt er mikil þörf á því.

kaldbakur | 19. maí '19, kl: 18:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum í geysistóru landi. Það þarf að fra skynsamlega með allt fé.  Við sjáum vitleysuna í Reykjavík.  Það kostar ríkissjóð líka peninga. 

Júlí 78 | 20. maí '19, kl: 10:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er skynsemi í því fólgið að reyna að koma í veg fyrir slys. Á þröngum vegum er hætta á að bílar lendi framan á hver öðrum. Þá er mikil hætta á dauðslysum. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að finna leiðir til að fækka svona slysum t.d. með breikkum vega. Ég veit ekki alveg bestu leiðina til þess, sérstakan skatt á bílaleigur/rútur? Flugvélaskatt? Jú sjálfsagt myndi þá hækka gjaldið á að leigja bíl á bílaleigum og farið með rútum en það er ekki víst að þessi skattur þyrfti að vera svo hár, allt telur. En umfram allt þá finnst mér að það þurfi að skoða leiðir til að gera landið öruggara bæði fyrir landsmenn og ferðamenn. 

kaldbakur | 20. maí '19, kl: 14:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er skynsamlegt að reyna að bæta vegakerfið eins og kostur er. En við erum í mjög stóru og strjálbýlu landi. 
Það er í raun mjög sérstakt hvað við höfum getað komið miklu vegakerfi upp og haldið við. 
En það gæti verið hagkvæmt núna þegar þennslan er að minnka að gera gera stórt átak rétt eins og þegar hringvegurinn var opnaður og fjármagnaðaur með happdrættisskuldabréfi. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Tilkynna atvinnuleysisbætur lonelybee 6.7.2020 7.7.2020 | 11:17
Tré hangandi yfir bílastæði mitt Twitters 6.7.2020 7.7.2020 | 09:41
Gefa egg Bland30 6.7.2020
Kristleysi í Kína. Kristland 23.6.2020 6.7.2020 | 22:14
Stætó skrímslið að stækka - en heimilsbíllinn að minnka verða rafknúinn og jafnvel sem skutla. kaldbakur 3.7.2020 6.7.2020 | 22:04
buy botox online [websit..https://spiceurbeauty.com] order botox now in usa buy botox online paolo00 6.7.2020
buy botox online [websit..https://spiceurbeauty.com] order botox now in usa buy botox online paolo00 6.7.2020
London núna ? Mammaminerbest 6.7.2020 6.7.2020 | 10:03
Brúnkukrem terrorist 5.7.2020 6.7.2020 | 09:53
Sílsaviðgerð á 2003 Cherokee kreye 11.2.2019 5.7.2020 | 21:18
Laun miðað við aldur Bjarki45 26.6.2020 5.7.2020 | 20:53
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020 5.7.2020 | 20:07
Aum tunga ? :/ KuTTer 31.7.2011 5.7.2020 | 17:50
chemex fjallasoóley 5.7.2020
Mars mömmur 2021 ggunnarsd 5.7.2020
Þjóðsöngur blands? ert 4.7.2020 5.7.2020 | 14:08
Ríkis Borgarlínu Stræó kaldbakur 4.7.2020 5.7.2020 | 00:31
Hundahald í blokk Hjödda171 4.7.2020 4.7.2020 | 22:48
500 þús. milljóna skuldsetning Ríkisins - til að milda áhrifin af Covid19 kaldbakur 4.7.2020 4.7.2020 | 21:28
Barnsfaðir SantanaSmythe 3.7.2020 4.7.2020 | 16:58
Rotta?! Erum að fríka út! dudah84 28.6.2020 4.7.2020 | 10:29
Réttur leigjanda geislabaugur22 4.7.2020 4.7.2020 | 09:20
Búið að útrýma MengunarVagnaStrætó af Laugavegi - Næst að hrekja Strætó_ Ósóman frá Miðbænum. kaldbakur 3.7.2020 4.7.2020 | 02:01
Upp með efnahaginn ! Kristland 3.7.2020
Förðunarvörur fyrir börn/unglinga KollaCoco 28.6.2020 3.7.2020 | 19:40
Silfurskottur - hvað er til ráða ? leo7 9.6.2011 3.7.2020 | 19:33
Lopapeysur til sölu? Tootsie McBoob 5.5.2011 3.7.2020 | 19:31
Kjör forseta - embættistaka og embættisverk Guðna í hættu ? kaldbakur 2.7.2020 3.7.2020 | 11:51
Fasteignagjöld og annað mál: Kjörtímabil forseta Júlí 78 1.7.2020 2.7.2020 | 15:39
Hvar kaupir maður notaðar tölvur? Chaos 8.7.2009 2.7.2020 | 09:42
Halo top ís Davidlo 1.7.2020 2.7.2020 | 09:38
Strætó - Alltaf úti að aka - Já vantar innstig kaldbakur 1.7.2020 2.7.2020 | 07:00
Frelsum Fíkniefnin ! Kristland 30.6.2020 2.7.2020 | 06:08
Kínverji Kjaftar Frá ! Kristland 26.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Byrjum að læra Kínversku ! Kristland 23.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Vöðvabólga og kírópraktor baranikk 1.7.2020 1.7.2020 | 19:02
KSí - merki gamlar fréttir - hallærislegt sjomadurinn 1.7.2020
Veit einhver um ódýrt nudd? Steinar Arason Ólafsson 30.6.2020 1.7.2020 | 13:48
Kauptu raunveruleg skráð vegabréf, ökuskírteini, skilríki, (// www.realdocuments48hrs.com/) muellerr028 1.7.2020
BUY HIGH QUALITY REAL/FAKE PASSPORTS,DRIVERS LICENSE,ID CARDS,COUNTERFEIT BANK NOTES Etc muellerr028 1.7.2020
Eldsneytiseyðsla með fellhýsi/tjaldvagn/hjólhýsi í eftirdragi hjá ykkur Svonaerthetta 1.7.2020
Icelandair - er fyrirtækið að fara í þrot ? kaldbakur 30.6.2020 1.7.2020 | 09:36
Hyundai bílar eða Toyota Flower 29.6.2020 30.6.2020 | 22:35
Hvert á ég að leita út af flísafúgu? Selja2012 30.6.2020 30.6.2020 | 21:05
Íslenskur varaforseti - Tveir fyrir einn ? kaldbakur 28.6.2020 30.6.2020 | 18:33
Nefaðgerð/skakkt miðnes agustkrili2016 18.6.2020 30.6.2020 | 16:08
Hvenær byrja sumarútsölur? hamingjanuppmáluð 30.6.2020 30.6.2020 | 08:55
Hvar fær maður Usb kveikjari/plasma á íslandi? sabbi9 29.6.2020
1000 ár að rembast... BjarnarFen 24.6.2020 29.6.2020 | 16:57
Að flytja út með hund hlifstill 25.6.2020 29.6.2020 | 16:31
Síða 1 af 26926 síðum
 

Umræðustjórar: vkg, TheMadOne, joga80, krulla27, aronbj, mentonised, anon, Coco LaDiva, Gabríella S, MagnaAron, rockybland, Bland.is, ingig, tinnzy123, superman2, flippkisi, Krani8