Veit ekki alveg hvað ég get gert.

Phil Spiderman | 7. mar. '15, kl: 00:59:47 | 762 | Svara | Er.is | 0

Ég á 9 ára gamlan strák. Hann er með adhd og svefnröskun. Hann getur ekki sofið einn, er mjög myrkfælinn. Svo hann endar alltaf inn á dýnu í hjónaherbergi. Hann sofnar einn en vaknar um miðjar nætur og kemur þá inn. Málið er að þetta fer svo geðveikt í taugarnar á kallinum mínum (sem er ekki pabbi hans), Ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu...

 

snsl | 7. mar. '15, kl: 01:02:09 | Svara | Er.is | 33

Tala við manninn og segja honum að fullorðnast?

HvuttiLitli | 7. mar. '15, kl: 01:05:44 | Svara | Er.is | 6

Verða sér úti um einhvers konar náttljós sem lýsir aðeins upp en ekki óþægilega mikið? Nei ég veit ekki, bara mín fimm cent en ég myndi allavega einblína meira á strákinn og vinna með hans vandamál frekar en að pæla of mikið í hvort þetta fari í taugarnar á kallinum...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Phil Spiderman | 7. mar. '15, kl: 01:09:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg er með lampa í herberginu hans og ljós í ganginum og allskonar. Hann getur ekki sofið einn.

HvuttiLitli | 7. mar. '15, kl: 01:13:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já ég skil. Eins og ég segi, ég hef enga reynslu enda á ég ekkert barn eða neitt en myndi halda að þetta væri eitthvað sem tekur bara tíma og e-ð, myndi allavega frekar leyfa stráknum að finna öryggið í ykkar herbergi of oft en of sjaldan. Gangi ykkur vel.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 7. mar. '15, kl: 01:56:50 | Svara | Er.is | 1

Þetta gengur yfir... kallinn þarf bara að þroskast held ég!


Er hann hjá sála? Barnið sem sagt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

DarKhaireDwomAn | 7. mar. '15, kl: 02:09:35 | Svara | Er.is | 0

ræða við manninn þinn og fá jafnvel aðstoð frá bugl , er hann ekki með greiningu þaðan ? þau koma stundum heim og eru með ráðgjöf.

olz | 7. mar. '15, kl: 02:32:09 | Svara | Er.is | 8

Ef hann þarf að sofa hjá þér þá gengur hann fyrir og kallinn sefur í sófanum.

Phil Spiderman | 7. mar. '15, kl: 12:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann þarf ekki að sofa á sófanum, eg er með dýnu á gólfinu.

JungleDrum | 7. mar. '15, kl: 02:57:39 | Svara | Er.is | 4

Barnið fyrst, dílar við manninn seinna. Ef hann velur að vera pirraður á meðan er það... já hans val.

olz | 7. mar. '15, kl: 03:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Barnið verður að ganga fyrir . Kallinn ekki pabbi hans. Ráðgjöf ef þið ætlið að búa saman í sátt og samlyndi.

alboa | 7. mar. '15, kl: 09:01:50 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi fá aðstoð fyrir barnið vegna kvíðans og vanlìðunar sem tengist þessu næturbrölti. Hann þarf einhvern tímann að geta sofið einn og finna góðar tilfinningar tengdar svefni.

Ef þesdi pirringur hans út í barnið mitt væri ekki búinn að gera mig afhuga honum þá myndi ég tala betur við hann um stöðuna. Jafnvel fara í ráðgjöf.

kv. alboa

Clefairy Tíbrá | 7. mar. '15, kl: 09:04:55 | Svara | Er.is | 0

Ég er smá lík honum (23 ára) nema ég sef ekki hjá foreldrum mínum haha :)

En ég er með ADHD og mjög myrkfælin (Draugahrædd). Ég svaf með kveikt ljós (herberginu OG ganginum hliðiná) í 23 ár, er nýlega farin að sofa með slökkt ljós en samt er ég með kveikt á salt lampa og seríum í glugga og það tók mig nokkrar vikur að geta sofið vel þannig. Hvað þá 9 ára krakki.

Máni | 7. mar. '15, kl: 09:14:38 | Svara | Er.is | 2

Skila kallinum

orkustöng | 7. mar. '15, kl: 09:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kallinn á sófann í stofunni

musamamma | 7. mar. '15, kl: 10:47:59 | Svara | Er.is | 4

Kallinn minn fengi að fjúka.


musamamma

Phil Spiderman | 7. mar. '15, kl: 12:15:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eg er ekki að fara að skila kallinum. Pirringur hans kannski beinist að því að honum finnst þetta óþægð í stráknum og eg sé að leyfa honum að komast upp með eitthvað. Hann sumsé trúir ekki að þetta sé hræðsla heldur bara eitthvað sem orðið að vana hja´stráknum og ég sé ekki að taka á.

alboa | 7. mar. '15, kl: 12:30:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Gerir maðurinn sér grein fyrir vanda stráksins? Hefur hann fengið útskýringar frá fagaðilum um hvað er í raun að hrjá drenginn?


Það er meira en að segja það að verða stjúpforeldri. Það bætist svo 200% við þegar barnið er með erfiðar greiningar sem þurfa sérstaka umönnun og í raun þjálfun að ala upp. Hafið þið fengið einhverja ráðgjöf um hvernig ætti að hafa þeim málum varðandi manninn og barnið?



kv. alboa

Phil Spiderman | 7. mar. '15, kl: 13:04:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er búinn að vera stjúppabbi drengsins frá því að drengurinn var fjögurra ára. Þeim kemur vel saman og þeim þykir báðum rosa vænt um hvorn annan. Sjálfur á maðurinn dreng með einhverfu og þekkir svona greiningar og krakka með slíkt.

alboa | 7. mar. '15, kl: 13:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þá ætti hann að hafa meiri skilning en raun ber vitni. Ég myndi ræða við manninn um hvað er í raun að angra hann.


kv. alboa

Svalabh | 7. mar. '15, kl: 15:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dóttir mín var svona, hrædd við smeyk við myrkur, smeyk ef það var rok og margt annað og þá kom hún annað hvort uppí eða á dýnu á gólfinu, í dag er hún 17 ára og löngu hætt þessu og ég sakna þess, ef þetta er það sem börn þurfa til að finna öryggi (trúi ekki á að þetta sé óþægð) þá finnst mér sjálfsagt mál að veita það, þessi tími líður ótrúlega fljótt

svartasunna | 7. mar. '15, kl: 12:00:44 | Svara | Er.is | 0

Minn strákur var svipaður. Svi alltíeinu um 11 ára aldur ákvað hann sjálfur að sofa bara í sínu. Þetta er tímabil sem gengur yfir. Ef kallinn getur rkki dílað við að hafa litla dýnu í herberginu ykkar þá þarf hann kannski bara aðstoð við það?

______________________________________________________________________

Skjálfandi við kertaljós | 7. mar. '15, kl: 12:04:30 | Svara | Er.is | 0

Afhverju er þetta að fara svona geðveikt í taugarnar á kallinum? Er þetta að trufla hans svefn eða hefur þetta einhver rosalega áhrif á hann?

Ég spyr því ég fæ á tilfinninguna við innleggið þitt að hann sé bara að pirra sig til þess að pirra sig á barninu, gæti verið hluti af stærra vandamáli. Auk þess sem barnið er að ganga i gegnum erfiðan tíma og það að hann komi inn í herbergið ykkar og leggist á dýnu er bara í fínasta lagi, ég skil ekki hvernig það getur pirrað kallinn svona geðveikt.

Perlukonan | 7. mar. '15, kl: 12:05:28 | Svara | Er.is | 0

Er möguleiki á að drengurinn sé hreinlega að vakna því hann þurfi ekki að sofa meira ? s.s. líkamsklukkan hans sé "vitlaus" ?  ég á einn svoleiðis , einhverfan , og hann sofnaði alltaf eins og ljós en svo fór hann að vakna eftir nokkra tíma og þá var bara dagur hjá honum. Hann var þá ekki nema 4ra ára þegar þetta byrjaði en hann vakti mann þegar honum var farið að leiðast að vera inni í herbergi. 

daggz | 7. mar. '15, kl: 12:08:33 | Svara | Er.is | 0

Eru þið að vinna í þessu óöryggi hans?

Ef ekki þá er það auðvitað fyrsta skrefið, á meðan þarf barnið auðvitað að finna það að hann hafi öruggan stað í svefnherberginu ykkar. Kærastinn þarf hreinlega bara að þroskast. Eða hvað er vandamálið? Er hann virkilega ósáttur við að barnið komi inn til ykkar eða vill hann vinna í þessum málum og þú ekki tilbúin til þess?

Ef þetta er bara það að hann vill ekkert gera og barnið Á bara að hætta þessu þá held ég að ég myndi nú annað hvort senda hann fram í sófa eða bara hreinlega losa mig við hann.

--------------------------------

Phil Spiderman | 7. mar. '15, kl: 12:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strákurinn er á melatonin lyfjum. Pirringur kallsins beinist eiginlega frekar að mér. Hann trúir ekki að strákurinn sé hræddur, telur þetta óþægð í honum og að ég sé að leyfa honum að komast upp með eitthvað sem sé bara orðinn ávani.

daggz | 7. mar. '15, kl: 12:23:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En melatonin lyfin eru greinilega ekki að virka nóg. Það þarf að vinna með óöryggið sem er að hrjá hann. Því fyrr sem þið byrjið því betra. Hefur þetta alltaf verið svona? Eða er kannski búið að vera mikið um breytingar hjá honum undanfarið?

Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um að taka alveg fyrir þetta einn, tveir og tíu. En ég myndi reyna að finna hver sé raunverulega rót vandans og vinna útfrá því, þó það taki tíma.

Útskýrðu svo fyrir kallinum að hann verði að sýna þolinmæði og það að þetta sé bara alls ekkert óeðlilegt, hvað þá þegar um er að ræða barn með greiningu. 

--------------------------------

Abbagirl | 7. mar. '15, kl: 12:58:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vaknar kallinn þegar strákurinn kemur inn til ykkar?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Máni | 7. mar. '15, kl: 13:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Svo hann segir þig lygara og lata? Smekklegur.

fálkaorðan | 7. mar. '15, kl: 14:48:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eina vandamálið sem ég sé er þessi karl. Getur hann farið til sálfræðings og rætt þetta þar?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Louise Brooks | 7. mar. '15, kl: 23:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á einn 6 ára sem að er svona og hann skánaði verulega eftir að ég fór til svefnráðgjafa á Lsh og fékk leiðbeiningar um hvernig sé rétt að venja þetta gamalt barn á að sofa í sínu rúmi. Mæli með að prufa ráðgjöf og um að gera að fara saman.

Það er samt algjört lykilatriði að þið virðið skoðanir og innsæi hvors annars og mér finnst það ljótt af manninum þínum að gera lítið úr þinni upplifun. Ég myndi draga svona mann til ráðgjafa og læra að vinna með vandann án þess að valda barninu vanlíðan. Ég get líka alveg sagt þér það að ég skil ekki af hverju maðurinn er svona ósáttur ef að hann vaknar ekki við það að drengurinn komi inn til ykkar.

,,That which is ideal does not exist"

bogi | 7. mar. '15, kl: 13:40:33 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst nú sum svörin hérna frekar ósanngjörn - en allt í lagi.

Það væri samt örugglega gott ef þið gætuð sett upp einhverja áætlun og reynt að vinna með barninu í að geta sofið sjálft. Kannski tekur það heilt ár en ég verð bara að segja að þar sem að ég var svona barn sem var mjög oft andvaka, og myrkfælin og allt það, þá hefði ég viljað að eitthvað hefði verið gert til að hjálpa mér með þetta. Þetta háir mér enn þann daginn í dag.

hillapilla | 7. mar. '15, kl: 14:42:45 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín kom upp í þangað til hún var átta ára og ekkert á dýnu á gólfinu, bara á milli okkar sko... kallinn minn er reyndar pabbi hennar en það truflaði hann ekki neitt (og ekki mig heldur). Hún er ekki með neinar greiningar en hún er enn frekar myrkfælin og fær stundum martraðir, er að verða tólf ára. Hún sofnar við tónlist sem rúllar alveg langt fram á nótt. Hefurðu prófað eitthvað svoleiðis fyrir strákinn?

Sá yngsti er nýorðinn sjö ára og er á einhverfurófi og vill alls ekki vera einn, hvorki vakandi né sofandi. Hann er enn uppí, sofnar einstaka sinnum í eigin rúmi og kemur svo einhvern tímann um miðja nótt en oftast er hann bara alveg í okkar rúmi. Við komumst mjög snemma að því að það var miklu þægilegra fyrirkomulag að hafa hann bara uppí en að hlaupa til hans allt að fjórum sinnum á nóttu að róa hann eftir martraðir. Hann fær ekki martraðir ef hann er uppí og allir sofa miklu betur. Ég á von á að hann hætti þessu einn daginn, rétt eins og systir hans.

Uppísofelsi barnanna skaraðist sem sagt og við vorum fjögur í rúminu í góðan tíma :D Sá fimmti, tvíburabróðir stelpunnar, hefur aldrei viljað sofa annars staðar en í sínu rúmi. Hefði samt alveg verið pláss, erum með tveggja metra breitt rúm ;)

Með kallinn veit ég ekki hvað ég á að segja... finnst að hann ætti að sýna þessu meiri þolinmæði. Barnið þarf greinilega á þessu að halda.

fálkaorðan | 7. mar. '15, kl: 14:45:27 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn þarf að fullorðnast og uppgötva að heimurinn snýst ekki um hann.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

eradleita | 7. mar. '15, kl: 14:52:05 | Svara | Er.is | 0

Heldurðu að það gæti hjálpað ef þú færir með stráknum í hans herbergi og myndir liggja annað hvort á dýnunni á gólfinu eða í rúminu hans þangað til hann sofnar aftur?  Gæti það róað hann að geta kveikt á rólegri tonlist þegar hann vaknar?

______________________________________________________________________________________________

ÓRÍ73 | 7. mar. '15, kl: 15:23:08 | Svara | Er.is | 1

hafið þið hjónin farið saman til læknis/sálfræðings og rætt þetta þar, kannski betra ef kallin heyrir þetta frá fagfólki? 

presto | 7. mar. '15, kl: 16:50:34 | Svara | Er.is | 1

Hvað með að þú sofir inni hjá honum?

Gunnýkr | 7. mar. '15, kl: 16:51:26 | Svara | Er.is | 1

æji mér finnst þetta bara góð lendina að hann komi a dýnu. Þá er hann ekkert að trufla ykkur um nottina. 

Flínkastelpa | 7. mar. '15, kl: 23:20:39 | Svara | Er.is | 1

Veistu ég held ég skilji þig rétt, manninum þínum finnst þú vera gefa eftir í einhverju sem þú ættir ekki að vera að gera. En þér finnst að þetta sé nauðsyn því strákurinn sé hræddur.


Mér finnst kannski málið vera að svona aðeins ræða málin bara svona rólega og rökrétt eiginlega á þessum nótum: "Segjum svo að hann sé ekki hræddur en vill bara koma inn til okkar, hvaða máli skiptir það? Hann er 9 ára það eru takmarkaðar líkur á að hann haldi þessu áfram mjög mörg ár í viðbót. Hvort heldur sem er vani, óþekkt, hræðsla eða hvað það er þá er nótt allaf erfiður tími til að ætla að massa uppeldi. Þið eruð þreytt hann er þreyttur og umræður verða erfiðar. Er ekki bara málið að leyfa honum þetta og vera kannski ekkert að deila um af hverju hann kemur. Hann er greinilega að leita að einhvers konar öryggi hvort sem það er að vana (ef maðurinn þinn er sannfærður um það) eða af einhverju öðru. 


Ég á dóttir sem gerði þetta alltaf hjá okkur (hún er 9 ára) hún hætti þegar hún var 8 ára og við létum hana og systir hennar sem er 5 árum yngir fara að sofa saman í herbergi... þá svona hætti þetta hægt og hægt... Hún var hrædd á nóttunni og við sögðum henni að hún mætti alltaf koma til okkar en ef hún treysti sér til að vera í sínu herbergi með systir sinni þá væri það flott líka. Bara það að hún vissi að hún væri alltaf velkomin sló á mesta óttan og kvíðann. 


En alla vega kannski er pirringurinn hjá manninum þínum meira fólginn í því að þið sjáið þetta á mismunandi hátt frekar en að drengurinn komi til ykkar og þá er kannski málið að þið séuð sammála um að vera ósammála en svona þú svona segir ok þetta er eitthvað sem skiptir mig MIKLU máli hver sem ástæðan fyrir þessu er hjá honum, getum við ekki verið sammála um að ég gefi ekki þetta eftir en þú lúffir í einhverju öðru sem er einhvers konar bitbein ykkar á milli?


Alla vega gangi þér vel

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48021 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie