venja barn á að sofna sjálft

hello.kitty | 17. maí '11, kl: 21:12:19 | 1089 | Svara | Er.is | 0

þið sem hafið vanið börnin ykkar á að sofna sjálf í sínu rúmi, hvað gerðu þið, hvernig fóru þið að og hvað var barið gamalt ?

nákvæmar útskýringar væru mjög vel þegnar.

 

missgreeneyes | 17. maí '11, kl: 21:38:51 | Svara | Er.is | 1

Ég mæli með bókinni Draumaland eftir Örnu Skúla (bókasafn eða kaupa).. hún fer svokallaða tröppuleið. Hvert skref er tekið 2-3 kvöld í einu. Byrjar með mestri mögulegri athygli, kúrir hjá barninu uppí rúmi, kúrir hjá barninu í þínu rúmi en hefur barnið í sínu og heldur í hendina og sönglar, sest á stól við rúmið hjá barninu en kemur ekki við það og sussar lágt eða syngur, svo færiru þig alltaf fjær og fjær rúminu, stendur t.d síðast í dyragættinni og lætur barnið samt vita að þú sért nálægt með söngli, brjóta smana þvott ect.. svo á endanum geturu lagt barnið og farið út því það treystir þér. Er að standa í þessu núna mín er 5.5 mánaða.. Gangi þér vel :)

hello.kitty | 17. maí '11, kl: 21:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okei, ætla að kíkja á þetta, takk fyrir svarið

sellofan | 18. jún. '16, kl: 20:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við notuðum líka þessa tröppuaðgerð, fannst það góð og blíð aðferð sem hentaði okkur og barninu vel. Hann var um 2 ára :)

rumputuskan | 17. maí '11, kl: 21:45:16 | Svara | Er.is | 1

Hér er svefnráðgjöf, Svefnráðgjöf - blíðar aðferðir: http://www.facebook.com/pages/Svefnr%C3%A1%C3%B0gj%C3%B6f-barna-bl%C3%AD%C3%B0ar-a%C3%B0fer%C3%B0ir/202302156468599

Við fórum ekki í það fyrr en dóttir okkar var tilbúin í það sjálf, 3 og hálfs árs. Þá vorum við með límmiðakerfi. Ég er alveg á móti því að láta börn gráta sig í svefn.

nóvemberpons | 17. maí '11, kl: 23:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er vel hægt að venja börn á að sofna sjálf án þess að þau gráti

4 gullmola mamma :)

rumputuskan | 18. maí '11, kl: 08:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ehh já enda gerði ég það og benti á fleiri aðferðir í gegnum þessa nýju svefnráðgjöf.

tota82 | 17. jún. '16, kl: 22:00:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kemst ekki inna linkinn, langar svo að sjá þessar aðferðir

tiril | 17. maí '11, kl: 21:46:57 | Svara | Er.is | 0

Ég vandi minn bara á þetta frá fæðingu, ef hann sofnaði ekki á brjóstinu þá lagði ég hann bara í rúmið hans og hann fór sjálfur að sofa, ég geri þetta sama með vagninn, bara set hann í vagninn og hann sofnar sjálfur, alveg án þess að ég keyri hann eða ruggi honum. En það er að vísu einn galli með þetta með vagninn, að strákurinn á það til að vakna ef ég tek vagninn og fer að labba með hann.
En með eldra barnið, þá sat ég bara inni hjá henni fyrstu kvöldin meðan hún var að sofna, og svo smá saman þá fór hún bara að sofa sjálf og ég þurfti ekkert að vera þar hjá henni, mig minnir að hún hafi verið um 2 ára, var með hana svolítið lengi inní herbergi hjá okkur.

Bullock | 17. maí '11, kl: 22:36:38 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín sofnaði sjálf í rúminu sínu til ca 7 mán. þá fékk hún eyrnabólgu og allt fór í vaskinn. Eftir það var ég nú ekki nógu dugleg að venja hana á rúmið sitt aftur og hún fékk bara að sofna á brjóstinu, voða þægilegt og kósí og hún var sjaldnast neitt lengi að sofna á kvöldin. Svo fannst mér nú kominn tími á að venja hana á rúmið sitt, þ.e. að sofna þar, og það sem ég hef gert er að halda alltaf sömu rútínunni; fá brjóst, bursta tennur, lesa bók og fara í rúmið. Ég sit svo inni hjá henni á meðan hún er að sofna svo hún sér mig en ég reyni að horfa sem minnst á hana og tala ekki við hana þegar hún er komin í rúmið.
Þetta var orðið voða fínt hjá okkur en svo fórum við í sumarbústað um páskana og hún fékk að sofna uppí tvö kvöld í röð og allt svefnplan fór út um gluggann svo ég þurfti eiginlega bara að byrja upp á nýtt á öllu saman. Þetta tekur svona mis langan tíma eftir kvöldum, frá ca 15 mín til rúml. klukkutíma ef hún er í stuði, og mótmælin eru líka mis öflug. Stundum er hún ekkert endilega að væla mikið þó hún ætli sér samt ekkert að sofna alveg strax eftir að hún er lögð í rúmið.
Hún er btw að verða 2 ára.

*********************************************************
If you can't stand the heat, stay out of the kitchen!

KLEK | 17. maí '11, kl: 22:48:54 | Svara | Er.is | 0

Okkar svaf upp í hjá okkur til 8 mánaða, og mundi gera það ennþá ef hún væri ekki á fleygiferð alla nóttina og tæki 75% af rúmplássinu :-) En nú er hún 9 mánaða og sefur í sínu rúmi á næturnar. Fyrstu kvöldin þá harðneitaði hún að sofna í rúminu og varð bara reið og sár. Við tókum hana þá bara upp í til okkar án þess að gera mál úr því. En svo á daginn þá lét ég hana leika sér í herberginu og í rúminu, þannig að hún vandist umhverfinu. Þegar hún var orðin vön því (4-5 daga) þá sátum við hjá henni til skiptis á kvöldin og sungum fyrir hana. Ef hún fór að gráta þá tókum við hana upp og sátum með hana í rólegheitum þar til hún var alveg sátt. Þetta gerðist tvisvar, og gekk reyndar einsog í sögu. Og svo eitt kvöldið sofnaði hún bara. Barnið grét sig aldrei í svefn, enda er ég alveg á móti því. En ég held að það sé svolítið mikilvægt að ætla sér og barninu ekki of mikið í einu og gera ekki of mikið drama úr þessu. Taka bara rólega á hlutunum og ekki vera frústreruð ef þeir ganga ekki upp strax. Leyfa barninu að upplifa sig öruggu í rúminu og svoleiðis og ekki gera rúmið að vondum stað að vera á. Þau skynja það strax ef það er eitthvað stress.

Gangi ykkur vel. :-)

Feelow | 17. maí '11, kl: 23:22:17 | Svara | Er.is | 0

Mín var svo ung þegar hún svaf sjálf í rúminu sínu,við okkar rúm. Var 2 mánaða. Enda svaf hún bara fyrstu mánuðina, þannig þetta var ekkert vandamál hjá okkur. En er einmitt bara búin að heyra góða hluti um bókina Draumaland :)

LaRose | 18. maí '11, kl: 07:46:43 | Svara | Er.is | 1

Mer finnst Draumalandid glotud bok og radgjafarnir enn verri. Get sem modir ekki skrifad upp a thessi frædi.

Min skotta svaf uppi i tæp 2 ar og mer fannst thad yndislegt. Svo forum vid i ad lesa sogu i hennar rumi, lulla pinu hja henni og stytta thann tima og thetta gekk bara svo vel.

Nu er hun ad verda 5 ara og vid lesum alltaf sogu, spjollum og ca annad hvert kvold lulla eg hja henni i 10-15 minutur....eg elska thessar stundir og veit thad lidur ekki a longu adur en hun fær ser onnur ahugamal en ad kura og halda utan um mommu.

strákamamma | 20. jún. '16, kl: 19:14:00 | Svara | Er.is | 2

Mæli með því að hundsa algerlega bókina draumalandið og skoða frekar bók sem heitir no cry sleep solution. 

strákamamman;)

ilmbjörk | 7. júl. '16, kl: 19:19:21 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bara gert það svo til frá fæðingu, get líklega talið skiptin á fingrum mínum sem ég hef þurft að svæfa barnið mitt (hún er 5 mánaða núna).. Gerði þetta líka með eldri strákinn. Ég lagði hann bara upp í rúm og hann sofnaði. Ég fer inn ef þau væla og gef snuð (ef þau vilja það), en annars hefur þetta verið mjög smooth. Strákurinn hefur náttúrulega alveg tekið tímabil þar sem hann vill ekki sofna sjálfur, er á rápinu eða slíkt og þá var hann bara leiddur aftur inn í rúm, þangað til hann gafst upp og sofnaði..

En litla mín hefur svo gott sem alltaf sofnað sjálf (nema þegar hún var alveg pínu pons).. Hún fær bara brjóst upp í mínu rúmi, og svo legg ég hana í sitt rúm, gef henni snuð og svo taubleyju og bangsa sem hún sefur með, breiði yfir hana og fer út. En ég verð líka að hitta á réttan tíma, alls ekki of snemma (þá spjallar hún við sjálfa sig út í hið óendanlega, og ekki of seint, því þá grenjar hún soldið og ég þarf að svæfa hana, en það kemur eiginlega aldrei fyrir)..

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48019 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien