Vesen

TRgella | 1. maí '16, kl: 04:38:34 | 565 | Svara | Er.is | 0

Jæja, maki minn til 20 ára tilkynnti mèr áðan að hann væri búinn að halda við aðra ì meira en mánuð. Ég er víst ekkert spennandi lengur og þegar ég spurði hvað hann vildi þá vissi hann það ekki....... Versta er að hann var búinn að trúa bestu vinkonu minni fyrir þessu öllu og fleirum... ég sem sagt sìðust að frètta þetta úr vinahópnum...... Ég er bùin að missa foreldra mìna með stuttu millibili og loksins þegar èg hèlt að ástandið væri að lagast þá kemur þetta...... Veit bara ekkert hvað ég á að gera...... Einhver ráð?

 

fólin | 1. maí '16, kl: 10:40:20 | Svara | Er.is | 0

Knús, hef að vísu ekki mörg ráð en finn mikið til með þér, ef maðurinn þinn vill ekki missa þig ætti hann að leggja sig framm og reyna laga hlutina á milli ykkar ef það er þá hægt. Sambandið hjá mér og mínum manni er búið að vera svolítið erfitt uppá síðkastið og ég pantaði mér tíma í sambandsráðgjöf og enda öruglega á að fara ein því hann vill að við ráðum fram úr þessu sjálf en ég tel að það se bara ekki hægt svo ég mundi benda þér að fara í sambandsrádgjöf þó þú farir ein stundum er gott ad fá rád og þannig frá 3ja aðila.

Trunki | 1. maí '16, kl: 10:47:59 | Svara | Er.is | 0

Ég mæli með að kíkja á chumplady.com fullt af ráðum þar.

___________________________________________

alboa | 1. maí '16, kl: 10:52:47 | Svara | Er.is | 6

Ég veit bara að ég myndi labba út. Ég ætti líka mjög erfitt með að treysta vinum mínum aftur, allavega í einhvern tíma. 


En þú þarft að finna út hvað þú vilt. Hvað svo sem þú gerir þá er töluverð vinna framundan. Ef þú labbar út þarftu að byggja upp traust til annarra og sjálfstraust aftur. Ef þið ákveðið að vinna í þessu þarftu að byggja upp traust til hans og vinna mikið í sambandinu. Þar væri gott að fara til sambandsráðgjafa.


Fyrst og fremst, hvað ert þú tilbúin að sætta þig við?


kv. alboa

TRgella | 1. maí '16, kl: 12:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit bara ekkert, sérstakslega þar sem ég fæ engin svör frá honum hvað hann vill ......

tilver | 1. maí '16, kl: 12:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

myndi aldrei bíða eftir svari frá honum!!!! Verstu sterkari og labbaðu frá honum, hann á þig ekki skilið og hann á alls ekki skilið að fá að ráða nú ferð sambandsins eftir að hann fór á bak við þig. Ég gæti aldrei treyst aðilanum aftur og hvað þá verið með honum áfram.

choccoholic | 1. maí '16, kl: 12:30:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hann tilkynnti þér að hann væri búinn að halda við aðra manneskju í mánuð. Mér finndist það lýsa því vel hvað hann vilji, þar sem hann var ekki að biðja um fyrirgefningu og leggja til ráðgjöf eða einhverskonar vinnu til að halda hjónabandinu gangandi. Mér finnst hann vera að slengja á þig því sem hann gerði því hann hefur ekki manndóm í sér til að biðja um skilnað sjálfur. Fyrir honum væri þetta þá : ég var hreinskilinn og sagði frá en hún vildi ekki reyna að bjarga hlutunum og bað mig um skilnað. Annars væri þetta meira ég er "óþokkinn" sem hélt framhjá og bað svo um skilnað án þess að reyna að bjarga hlutunum. Stundum munar fólk öllu um að það séi makinn sem biður um skilnaðinn því þá er hann/hún ekki að taka þessa stóru ákvörðu sjálfur/sjálf og getur huggað sig upp við það að "það var ekki ég sem bað um skilnað".


Gæti verið stór misskilningur hjá mér svosem en fyrir mér er þetta svona. Held að fæstir færu að segja makanum frá framhjáhaldi sem er búið að standa yfir í heilan mánuð án þess að vera búnir að taka nokkurskonar ákvörðun um hvað þeir vildu. Þú getur ekki slengt svona framan í maka þinn til 20 ára og yppt svo bara öxlum og sagt að þú vitir ekki hvað þú viljir. Ef það væri málið þá væri hann ekki búinn að segja þér frá framhjáhaldinu. 


Held að þú ættir að spyrja sjálfa þig hvað þú vilt gera, en auðvitað er það ekki auðvelt eftir svona skell. Ég held að núna skipti mestu máli hvað ÞÚ vilt gera. Ef þú vilt ráðgjöf þá segirðu honum það og lætur hann taka ákvörðun um það hvort hann séi til í ráðgjöf með þér eða ekki. 


Annars bara knús til þín. Þetta getur ekki verið auðvelt og er ömurleg staða að vera í. 

steinkao14 | 1. maí '16, kl: 12:40:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú verður að byrja á því að finna út hvað þú vilt. Hvað hann vill skiptir engu máli fyrr en þú ert búin að taka ákvörðun sem hentar þér.

alboa | 1. maí '16, kl: 12:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Algjörlega burt séð frá hvað hann vill, hvað ert þú tilbúin til að sætta þig við? Hvað vilt þú?


Ekki hugsa um hann og hvað hann vill. Finndu út hvað þú vil. Ert þú tilbúin til að leggja vinnuna í að reyna laga sambandið? Ert þú tilbúin til að sætta þig við að hann hafi haldið framhjá þennan tíma og vinna í að leysa það?


Eitt enn að lokum: EKKI EKKI EKKI hugsa um hvað hann vill!


kv. alboa

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 14:10:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvaða máli skiptir hvað hann vill?


Hann er búinn að gera eitthvað og núna er þetta spurningin um hvað þú villt og ekkert annað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

musamamma | 1. maí '16, kl: 17:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er búinn að svara þér. Ekkert svar er klárt merki um hálfvita sem má éta það sem úti frýs.


musamamma

stjarnaogmani | 2. maí '16, kl: 16:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki spurning um hvað hann vill. Þú átt að taka ákvörðun hvort þú skiljir við hann vegna þess að ef hann heldur þessu áfram er hann ekkert að leggja á sig fyrir sambandið. Ég myndi skilja við manninn

fálkaorðan | 1. maí '16, kl: 14:09:16 | Svara | Er.is | 1

Ég á bara eitt ráð og það er að skilja.


Ekki láta svona yfir þig ganga. Nú veistu þetta og þú átt svo miklu betra skilið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Medister | 1. maí '16, kl: 14:14:31 | Svara | Er.is | 2

Ég hefði nú bara ekkert spáð í hvað hann vildi, skildu við þennan haug.

Yxna belja | 1. maí '16, kl: 14:30:11 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst spurningin vera hvað þú vilt, ekki bíða eftir að hann segi hvað hann vill. Hann hefur vitað af þessu mun lengur en þú. Gerðu það sem þú vilt gera - ég myndi byrja á því að fara af heimilu/láta hann fara eftir því hvort hentar betur. Ef hann vill halda sambandinu áfram þá er það hans að koma til þín og biðja um að þið reynið aftur (og þú ræður svarinu og mátt taka eins langan tíma og þú vilt til að hugsa hvað þú vilt gera).

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Elisa7 | 1. maí '16, kl: 16:58:07 | Svara | Er.is | 1

20 ár er langur tími. Fannst þér að hann væri miður sín yfir þesum svikum við þig? Eða var þetta bara þér að kenna því þú ert ekki spennandi lengur? Eins og þetta hljómar þá er hann að koma mjög illa fram, bæði að halda fram hjá og setja svo salt í sárið með að segja að þú sért bara svo óspennandi. Hann er að niðurlægja þig mjög mikið. En hann segist ekki vita hvað hann vilji, veit hann þá ekki hvort hann vill skilja við þig eða ekki?

Þú getur ekki ákveðið að halda áfram í hjónabandi með honum ef hann er búinn að ákveða með sjálfum sér að hann vill losna úr sambandinu. Sagði hann þér eitthvað um þessa sem hann heldur við, elskar hann hana og vill til hennar eða var þetta bara spennandi kynlíf án tilfinninga? Ég meina hvað ætlast hann eiginlega til. Að þú segir: fyrirgefðu að ég er ekki búin að vera nógu spennandi, ég skal reyna að laga það, hvernig viltu að ég sé? Þetta er bara absúrd staða sem hann setur þig í!!

musamamma | 1. maí '16, kl: 17:19:38 | Svara | Er.is | 3

Jah. Ég tel ekki skipta máli hvað hann vill. Finndu hvað þú vilt. Langar þig í hann eftir þetta? Er ekki fínn tími að skila honum og einbeita þér að þér? Þú ert merkilegasta manneskjan í þínu lífi.


musamamma

Felis | 1. maí '16, kl: 17:24:37 | Svara | Er.is | 0

Næsta skref fyrir þig er að átta þig á hvað þú vilt. Persónulega myndi ég losa mig við hann úr nærumhverfinu á meðan amk.
Það gefur góða um svosem líka tækifæri til að hugsa málin en núna er mikilvægt fyrir þig að vera eigingjörn og hugsa þetta allt út frá sjálfri þér.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

TRgella | 2. maí '16, kl: 12:15:02 | Svara | Er.is | 6

engin eftirsjá, engar útskýringar, kvaddi ekki börnin og þau ekkert búin að heyra frá honum. Held að þetta sé bara búið. Hvernig hann er búinn að koma fram þá langar mig ekkert að fá hann aftur.

LaRose | 2. maí '16, kl: 12:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Djöfuls kúkur, sendi þér baráttukveðjur. Það eru góðir menn þarna úti og þú munt finna einhvern betri þegar þú ert tilbúin til að hleypa manni að þér aftur.


musamamma | 2. maí '16, kl: 13:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hún þarf ekki mann til að vera hamingjusöm


musamamma

Orgínal | 2. maí '16, kl: 17:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pottþétt ekki en kannski vill hún mann.

musamamma | 2. maí '16, kl: 17:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski. Þá fær hún sér einn eða tvo. Það besta við kærasta er að það er hægt að skila þeim þegar maður fær nóg. 


musamamma

svarta kisa | 2. maí '16, kl: 17:34:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nákvæmlega. Nú er ég búin að vera einhleyp í rúmlega 6 ár og þó það hafi alveg verið erfitt stundum vegna minna aðstæðna (öryrki, á barn og þannig) þá hefur þetta andlega verið hamingjuríkasta tímabil lífs míns. Meira að segja barnæskan mín tekin með. Algjör óþarfi að fara að tala um annan mann og bladíbla 2 dögum eftir svona mál. Það eru einmitt svona viðhorf sem verða til þess að konur halda að til þess að vera hamingjusamar sé möst að eiga mann og sætta sig því oft við eitthvað rugl sem gerir þær óhamingjusamar. 

fálkaorðan | 2. maí '16, kl: 13:30:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gúd riddens.


Þú átt betra skilið. Áfram þú.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

TRgella | 2. maí '16, kl: 13:45:36 | Svara | Er.is | 1

takk fyrir þetta

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48012 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123