Vinavandamál. (9 ára)

Emmellí | 25. ágú. '16, kl: 21:38:36 | 585 | Svara | Er.is | 0

 Hæ. langar að vita hvað ykkur finnst.

Barnið mitt á vin frá leikskólanum, sem hefur fylgt honum í skólanum. Vinurinn er yfirgengilega stjórnsamur og gengur mjög langt með það. Við höfum gert það sem við getum til að styrkja barnið okkar með að setja mörk, þora að setja hvað maður vill/vill ekki og standa við það, það gengur svona misvel.

Nú er svo komið að hann nennir varla að leika við hann út af stjórnseminni. 

Leyfið þið börnum ykkar að segja "nei, ég vil ekki leika"  ef þau bara hreinlega vilja ekki leika við barnið  sem um ræðir? Maður vill auðvitað ekki að neinn sé skilnn útunand en hversu langt á það að ganga ?


 

bakarisvakari | 25. ágú. '16, kl: 21:45:42 | Svara | Er.is | 0

Já ég er á því að börn megi velja sér vini og segja nei ég vill ekki leika ef þeim líður ekki vel með vininum. Það getur verið erfitt að vera vinalaus en stundun betra en að vera í erfiðu vinasambandi. Ég myndi eyða orkunni í að styrkja barnið í að eignast nýjan vin sem því semur beyur við.

Emmellí | 25. ágú. '16, kl: 21:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann á nefnilega aðra vini sem hann sækir meira í.  Þannig að minn strákur er ekki vinalaus en ég held að þessi hafi engan annan en mitt barn. 

Emmellí | 25. ágú. '16, kl: 21:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En takk fyrir svarið:)

Maríalára | 26. ágú. '16, kl: 00:35:32 | Svara | Er.is | 0

Þetta er voða erfitt. Já, börnin mín mega alveg segja að þau vilji ekki leika, þau eru ekki alltaf í stuði fyrir það og það er eðlilegt. En það má samt ekki skilja útundan ef þau eru að leika og aðrir vilja vera með. 


En er ekkert hægt að stýra þessu þegar þeir eru að leika hjá ykkur, að þeir verði að annað hvort að skiptast á að ráða þegar þeir eru að leika eða komast að samkomulagi? Leyfir hann hinum kannski alltaf að ráða?
Skiljanlega er hann þreyttur á þessu og hættur að nenna að leika við hann, en mér finnst ekki hægt að útiloka hann ef hann á enga aðra vini. Er möguleiki að ræða þetta við foreldrana og reyna að vinna saman með þetta vandamál?

Emmellí | 26. ágú. '16, kl: 10:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef reynt það hérna heima (að láta þá skiptast á). Nú eru þeir bara orðnir svo stórir að ég er ekkert að fylgjast með öllu hvað þeir eru að gera. Þeir leika úti, inni, heima hjá hinum, í skólanum. Og oft eru mestu vandamálin í skólanum (hef ítrekað rætt við kennarann hans um þetta vandamál).

Þar sem þeir hafa verið vinir frá því í leikskóla þá er mjög gott
samband á milli okkar foreldranna. Það verður bara mjög þreytt að  vera
endalaust að "klaga" barnið. Ég læt vita af  verstu tilfellunu svo þau
geti rætt við barnið sitt. Svo er þetta líka bara talsmátinn hans (hann talar í alltaf í boðhætti). Foreldar hans og skólinn vita af þessu vandamáli (stjórnsemi).

En takk fyrir svarið. Líklegast held ég bara mínu striki. Hann leikur við þá sem hringja í hann þegar hann er heima en ég þvinga hann ekki til að hringja til baka ef hann er ekki heima þegar símtalið á sér stað. Þetta er nefnilega fín lína, hvenær er byrjað að skilja út útundan. Ég er samt farin að vorkenna honum svolítið að vera fastur að leika við einhvern sem lætur honum líða illa þess vegna langaði mig að vita hvað aðrir myndu gera.


elinnet | 26. ágú. '16, kl: 11:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann á ekki einu sinni að þurfa að leika við hann þó hinn hringi í hann fyrst og hann sé heima. Hjá mér er stranglega bannað að skilja útundan í skólanum. En utan skólatíma verða börnin að fá að velja hvað þau gera og með hverjum. Það er ekki hægt að láta eigin barni líða illa svo öðru barni líði ekki illa.

Emmellí | 26. ágú. '16, kl: 17:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta svar :) Mjög hjálplegt.

Maríalára | 26. ágú. '16, kl: 21:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er náttúrulega foreldarana að ala barnið upp, eins og þetta með að tala alltaf í boðhætti. En auðvitað er misauðvelt að ala þessar elskur upp :) Mér finnst samt ekkert að því að þú minnir barnið á kurteisi ef það talar svona við ykkur heima hjá ykkur. 

Mér finnst ekki að þú eigir að neyða barnið þitt að leika við hann ef það vill það ekki og það lætur honum líða illa.

Ég hef bara áhyggjur af þessu barni ef það á enga aðra vini. Það er bara rosalega sterkt í mér að við öll sem foreldrar verðum að passa upp á enginn sé útundan og vinalaus. Ég tala reglulega við börnin mín um þessi mál og spyr hvort það sé nokkuð einhver í bekknum þeirra sem er einn í frímínútum og hafi engan að leika við og hvet þau til að bjóða þeim með í leik ef svo er. Þetta er svo mikilvægt.   
Það væri jafnvel spurning að setja saman fund með foreldrum þessa barns og kennarans og reyna að finna lausnir til að vinna á þessu vandamáli. 

daggz | 26. ágú. '16, kl: 02:41:14 | Svara | Er.is | 1

Hér er ekki leyfilegt að skilja útundan. Það er bara ekki í boði. Hins vegar má minn alveg segja nei ef hann vill ekki leika, eða bara af því hann vill ekki gera eitthvað ákveðið. Það er munur á því að vilja einfaldlega ekki leika, að geta það ekki eða vera að skilja einn einstakling eða fleiri úr hópnum.

--------------------------------

Prym | 26. ágú. '16, kl: 09:20:21 | Svara | Er.is | 0

Einelti getur einmitt byrjað með ,,saklausri,, útilokun sem á fyllilega rétt á sér að mati barns eða foreldris. Svo verður krafan sú að skólinn leysi málið sem byrjaði á allt oðrum stað en þar!

orkustöng | 26. ágú. '16, kl: 20:23:07 | Svara | Er.is | 0

hm ætli sé ekki hægt að kenna hvernig á að haga sér , gætir tekið það að þér með leyfi foreldra.

Emmellí | 26. ágú. '16, kl: 22:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi honum hiklaust til þegar hann er hérna (með leyfi foreldra) og bendi honum á hvernig hann á að tala við vin sinn. Ég get bara ekki verið alltaf yfir þeim eða elt þá út um allt hverfi...

ert | 26. ágú. '16, kl: 22:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara af því að ég er forvitin - hvernig bregst hann við því að þú segir honum til? Tekur hann því vel eða illa? Lagar hann hegðun sína tímabundið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Emmellí | 26. ágú. '16, kl: 22:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann tekur því allt í lagi, mér finnst samt eins og hann vilji frekar vera heima hjá sér en leika hér. Stundum þarf ég líka bara að stoppa hann af og tala fyrir barnið mitt. t.d. X, þú stjórnar ekki hvenær Y er orðinn saddur, o.s.frv.

Stundum lagast hann eftir tiltal frá foreldrum sínum, en svo byrar barnið mitt að kvarta aftur (yfirleitt eitthvað uppsafnað).


ert | 26. ágú. '16, kl: 22:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi, sorglegt mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

orkustöng | 27. ágú. '16, kl: 12:45:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

frekja er í eðli manna og dýra og þarf að þjálfa upp frekjuaðferðir gegnum æskuna til að ná yfirburðum síðar, spurning um að nota tækifærið og kenna þínum strák að reyna að frekjast á móti....

bogi | 27. ágú. '16, kl: 00:05:17 | Svara | Er.is | 6

Þetta eru rosalega flókin mál -

Ég þurfti einmitt að kenna syni mínum að setja mörk og standa með sjálfum sér. Ég vildi ekki fórna barninu mínu fyrir annað barn, það bara gengur ekki upp. Hins vegar varð þetta til þess að minn byrjaði að segja oftar og oftar nei, þó ég væri að reyna að fá hann til að segja stundum já.

Þetta er rosalega fín lína - ég reyni að setja mörk í mínu lífi og reyni að takmarka samskipti við fólk sem veldur mér vanlíðan. Ætla börnunum mínum ekki eitthvað annað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47997 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, annarut123