Vinna!!

spurning56 | 21. jún. '16, kl: 03:06:06 | 735 | Svara | Er.is | 0

Ég er að vinna á Subway og þegar það er mikið að gera þá ætlast yfirmaðurinn minn til þess að ég vinni lengur en vaktin mín er. Mjög oft vill hann að ég sé 1-2 klukkutímum lengur.
Ég get það ekki alltaf þar sem ég er í annarri vinnu og er oftast buin að gera plön beint eftir vinnu.
Hef ég rétt á því að seigja nei við því að vinna lengur en vaktin mín er eða má hann skipa mér að vera lengur í vinnunni?

 

alboa | 21. jún. '16, kl: 03:31:30 | Svara | Er.is | 5

Nema það sé tekið fram í ráðningasamningi að þú hafir yfirvinnuskyldu þá hefurðu allan rétt á að labba út þegar þinni vakt er lokið.

kv. alboa

LaRose | 21. jún. '16, kl: 08:20:23 | Svara | Er.is | 0

Segi sama og Alboa og ég þoli ekki yfirmenn sem pönkast á starfsfólkinu sínu.

Ég hef gert þetta einu sinni í gamla daga; var alltaf látin vinna mun lengur en ég átti (veitingastaður, pöbb) og var heilu og hálfu næturnar í vinnunni alveg þar til ég sagði að ég gæti þetta ekki og yrði að fara heim þegar vaktinni væri lokið.

Allt í lagi sagði vinnan...alveg þar til næsta vakt sem ég var á var búin og brjálað að gera. Ég sagði að ég yrði samt að fara, við værum búin að tala um þetta (ég var í menntó og átti að vinna 19-00 en var oftast búin 04!) og þá brjálaðist yfirmaðurinn og rak mig á staðnum fyrir framan ca 30 kúnna.

Svo búðu þig undir að þetta gæti endað í hörku :P....

Raw1 | 21. jún. '16, kl: 11:47:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef það þetta endar með hörku mæli ég með að OP fari í stéttarfélagið :)

Pilsner3 | 22. jún. '16, kl: 12:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég giska á að þú hafir ekki nýtt þér uppsagnarfrest. ekki þér að kenna samt. þetta er menntakerfinu að kenna að kenna ekki unglingum réttindi sín.

LaRose | 22. jún. '16, kl: 13:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta var helgarvinna og enginn samningur og ég var bara búin að vinna nokkrar vikur.

Það besta var að liðið neitaði að borga mér laun fyrir vaktirnar sem ég vann, alveg þangað til ég hótaði þeim með lögfræðingi, þá fékk ég peningana. Skítastaður.

T.M.O | 21. jún. '16, kl: 12:03:40 | Svara | Er.is | 0

Ég hef heyrt sögusagnir að Subway sé ekki sanngjarnast vinnustaðurinn sem maður getur fundið. Þér ber engin skylda til að vinna yfirvinnu sem hefur ekki verið samið um fyrirfram. Þú getur samt lent í því að þurfa að velja á milli þess eða missa vinnuna.

Petrís | 21. jún. '16, kl: 13:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki hvers vegna fólk er enn að versla við þetta fyrirtæki, hversu heiladautt getur það verið

T.M.O | 21. jún. '16, kl: 13:26:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú getur sagt sambærilega hluti um ansi mörg fyrirtæki, kennitöluflakkara sem stinga af frá launum og gjöldum og stofna svo bara nýja með nýrri kennitölu og nýju setti af starfsfólki. Veitingastaðir, tískuverslanir, verktakar... endalaus listi. Þú vilt kannski taka hann saman fyrir okkur?

Petrís | 21. jún. '16, kl: 15:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér ekki að þú ættir kannski að vinna þá vinnu sjálf. Mér finnst engin ástæða til að versla við alræmd fyrirtæki sem allir vita að kúga og brjóta á starfsfólki eða stunda annan ósóma eins og kennitöluflakk. En þetta er vinsæl afsökun, þau eru svo mörg svo það skiptir engu.

T.M.O | 21. jún. '16, kl: 17:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þú ert að kalla fólk heiladautt fyrir að vera ekki með sömu upplýsingar og þú. Það er alveg öruggt mál að þú ert að versla við sambærileg skítafyrirtæki, þú annað hvort eða bæði, veist það ekki eða lítur framhjá því af því að það er heppilegra fyrir þig. Ef þú getur ekki deilt af þessum botnlausa brunni visku þinnar um þessi fyrirtæki þá ertu bara á sama stað og Dehli með hálfsagðar sögur og óskiljanlegan ratleik að sannleikanum

Petrís | 21. jún. '16, kl: 19:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvaða fyriræki er ég að versla við sem ég veit að eru skítafyrirtæki en versla við þau samt? Ég versla ekki viljandi við neitt fyrirtæki sem ég veit að eru óheiðarleg. Ég hef ekki verslað við Subway, World Class, Zik Zak, Gunnars majones og lengi mætti telja í mörg ár. En þú veist greinilega betur eða kom ég við veikan blett þarna. Þú verslar sem sagt við Subwsy vitandi hvernig þau fara með fólk og afsakar þig með því að það sé svo erfitt að sneiða framhjá þeim ( rosalega erfitt að sneiða framhjá skyndibitastað) eða hunsar þetta bara af því þér er sama.

T.M.O | 21. jún. '16, kl: 21:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Veikan blett? Mér finnst Subway viðbjóðslegur. Það eru mörg ár, gæti verið hægt að telja í tugum ára, síðan ég verslaði þar. Þú gengur inn í veitingastað og þú veist ekkert um hvort staðurinn er búinn að rúlla oft með tilheyrandi skaða fyrir starfsfólk og birgja. Þú ert eina heiladauða manneskjan á svæðinu, við hin erum að spjalla saman.

Petrís | 21. jún. '16, kl: 22:01:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Voðalega fór þetta orðalag í þig, heiladauð, Ég get líka sagt samfélagslega siðlaus, afskiptalaus, skortur á samhug, sjálfhverfur, eigingjarn. Þú mátt ráða. Öll þessi orð passa við þá sem viljandi líta undan svona hlutum.

Kaffinörd | 21. jún. '16, kl: 22:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég vil nú bara taka enn dýpra í árinni og segja að fólk sem verslar við svona fyrirtæki vitandi fortíð þess er virkilega ábyrgðarlaust.

Petrís | 21. jún. '16, kl: 22:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst það, mér finnst Subway bátar  góðir en fyrr dræpist ég úr hungri en að versla við þá

T.M.O | 22. jún. '16, kl: 01:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst persónulega mun málefnanlegra að segja að fólk sé ábyrgðarlaust en heiladautt. Það er lýsingarorð sem segir meira um þann sem beitir því en þá sem hann talar við

T.M.O | 22. jún. '16, kl: 01:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flest þessara lýsingarorða lýsa þér prýðilega

Petrís | 22. jún. '16, kl: 01:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já bla bla þessi strámaður þinn breytir engu um málefnið

T.M.O | 22. jún. '16, kl: 10:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert sjálf ekki að tala um málefnið. Fyndið hvernig þú svarar "líttu þér nær" með "vertu ekki að segja svona ljótt við mig"

Kaffinörd | 21. jún. '16, kl: 21:59:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá ekkert af þessum fyrirtækjum á listanum kemur mér á óvart vissi þetta allt saman. Zik Zak varð t.d. gjaldþrota fyrir einhverjum árum og fór út með lagerinn í skjóli nætur og svo héldu þær upp á afmælið sitt um daginn en nei kennitalan þeirra var sko ekki jafngömul. Svakalega óheiðarlegt

Petrís | 21. jún. '16, kl: 22:04:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það versta var að þær/hún borguðu ekki konunum laun sem voru að vinna hjá þeim og höfðu gert árum saman. Þær/hún skipti um kennitölu, opnaði fansý pansý rándýra nýja verslun með nýrri kennitölu en gleymdi að borga launin.

Kaffinörd | 21. jún. '16, kl: 22:07:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já og þær voga svo að halda upp á afmælið sitt m.v. gömlu kennitöluna. Eitthvað er mikið að þarna.

Kaffinörd | 21. jún. '16, kl: 22:07:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

voga sér

Petrís | 21. jún. '16, kl: 22:10:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hrikalegt siðleysi, ég bara fæ ekki af mér að fara þarna inn þrátt fyrir öll fallegu fötin á góða verðinu. Mér verður alltaf hugsað til þessara kvenna sem fengu ekki laun í 2-3 mánuði minnir mig.

Venja | 22. jún. '16, kl: 11:46:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"allir vita"? Hvernig veist þú hvað "allir vita"? Ekki vissi ég að Subway á Íslandi væri að brjóta á starfsmönnum. Og ég mundi veðja aleigunni á að þú verstir við fyrirtæki sem einhversstaðar í keðjunni svkíkja eða brjóta á starfsmönnum eða annað ósiðlegt. Það gerir þig líklega jafn heiladauða og alla hina sem þekkja ekki hvert einasta fyrirtæki óg þeirra hegðun frá A-Ö

Petrís | 22. jún. '16, kl: 12:56:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja góða þá veistu það núna og getur ekki lengur notað það sem afsökun

Venja | 22. jún. '16, kl: 12:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nota sem afsökun fyrir hverju? Ég hef aldrei á ævinni farið á Subway á Íslandi.


Ekki það að þú virðist algerlega hafa skautað framhjá pointinu, líklega viljandi því ekki ætlaru að fara að viðurkenna að þú vitir ekki öll smáatriði um þau fyrirtæki sem þú verslar við.

Petrís | 22. jún. '16, kl: 13:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er margumtalað mál, það hefur verið vitað í mörg ár hvernig Subway kemur fram. Hér á Bland hafa komið ljótar sögur, í dagblöðum, á facebook. Þú þarft að vera heiladauður til að hafa getað komist hjá því að sjá þetta. Þú greinilega fylgist ekki með neinum samskiptamiðlum eða nokkrum sköpuðum hlut eða það sem er líkega þú hefur séð þetta en þér er sama. 

Venja | 22. jún. '16, kl: 13:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bý ekki á Íslandi og hef ekki gert í mörg mörg ár. Ég fylgist vel með fréttum (íslenskar fréttir eru ekki í forgangi), en hangi minna á samskiptamiðlum þar sem ég hef bæði vinnu og fjölskyldu til að sinna.


Þú skautaðir hinsvegar aftur framhjá pointinu hjá mér. Heldur þú í alvöru að þú þekkir Fyrirtæki (og jafnvel vörur) sem þú verslar við frá A-Ö? Ertu viss um að vera ekki að versla við einhvern sem hefur komið illa fram? Eða ertu bara heiladauð(ur) eins og allir hinir?

Petrís | 22. jún. '16, kl: 13:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það að sjálfsögðu ekki, ég þekki ekki öll mál sem leynast innan í rekstri fyrirtækja, en þegar um fyrirtæki sem margbúið er að tala um í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum er að ræða og ég veit að þau eru ekki að reka sín fyrirtæki heiðarlega þá sneyði ég hiklaust framhjá þeim. 

Venja | 22. jún. '16, kl: 13:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En þeir sem ekki vita það sama og þú (fylgjast með öðrum samskiptamiðlum, fjölmiðlum osfrvs) eru samt heiladauðir. Ef ég veit eitthvað sem þú veist ekki (og hef jafnvel séð mörgum sinnum í fréttum og á samskiptamiðlum) þá ert þú líklega heiladauð fyrir að vita það ekki. Stemmir þetta ekki nokkurnvegin?

Petrís | 22. jún. '16, kl: 13:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert allavega heiladauð af þráhyggju held ég

Venja | 22. jún. '16, kl: 13:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Glæsilegt svar. Frábær rök.


Petrís | 22. jún. '16, kl: 13:56:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rökin eru góð og halda, manneskja sem nennir að eyða 15 mínútum í að rökræða hvernig hún er ekki heiladauð við nafnlaust ókunnugt nikk á netinu á við vanda að stríða

Venja | 22. jún. '16, kl: 14:13:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Enn og aftur skautað fram hjá pointinu, og nei rökin halda ekki. Það að ég hafi ekki vitað að Subway á íslandi færi illa með starfsfólk notaði eg til að benda á vitleysuna í "allir vita" kommentinu hjá þér. hvað þú af öllum heldur um mig skiptir mig nákvæmlega engu máli.

Kaffinörd | 22. jún. '16, kl: 19:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar hefur þú alið manninn? Það er búið að vera altalað frá því fyrir síðustu aldamót hvernig Subway kemur fram við sitt starfsfólk.

Venja | 22. jún. '16, kl: 20:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Síðast þegar ég bjó á Íslandi var þónokkrum árum fyrir síðustu aldamót ;) Hef alveg heyrt af einhverjum svona málum og kennutöluflökkum hjá ákveðnum fyrirtækjum en Subway hefur farið framhjá mér

Kaffinörd | 22. jún. '16, kl: 21:11:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okay sá að þú býrð erlendis eftir að ég skrifaði. Þá skil ég þetta vel.

Dreifbýlistúttan | 21. jún. '16, kl: 19:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heiladautt? 

Petrís | 21. jún. '16, kl: 22:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hvað segir maður um fólk sem bara lítur kæruleysislega undan og verslar þjónustu og vörur frá aðilum sem eru frægir fyrir slæma meðferð á starfsfólki sínu sem eru að mestu leyti unglingar og skólafólk. 

Dreifbýlistúttan | 22. jún. '16, kl: 13:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég versla eiginlega aldrei þarna af því mér finnst þetta ekki góður matur og þetta er ekki nálægt mínum íverustað.  Ég vissi ekki um þessa slæmu meðferð á starfsfólki né að það væri frægt. Það merkir að ég sé heiladauð.


En út frá þessu þá væntanlega kaupir þú ekki merkjavörur sem unnar eru í barnaþrælkun, þú borðar bara kjöt af hamingjusömum dýrum og heldur lista yfir kennitöluflakkara.


Kv. þessi heiladauða.

Petrís | 22. jún. '16, kl: 13:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Voðalega er fólk eitthvað viðkvæmt, ég notaði orðið heiladautt yfir þá sem vita um hvernig fyrirtækið er rekið en versla við það samt sem eru ansi margir, það þýðir ekki að allir í heiminum nema ég séu heiladauðir. Það þarf ekki að taka allt sem sagt er bókstaflega. 

Venja | 22. jún. '16, kl: 13:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er reyndar ekki það sem þú upphaflega sagðir. Upphaflega tengdiru heiladauðleikann einfaldlega við að fólk verslaði við Subway. Ekki orð um "fólk sem veit af þessu en verslar samt við Subway".

Petrís | 22. jún. '16, kl: 13:54:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líður þér betur núna, ég skal umorða í von um að þú róist smá. Þeir sem versla við Subway vitandi af því hvernig þeir reka fyrirtækið sitt eru heiladauðir ekki hinir og alls ekki Venja sem tók þetta persónulega. Jæja er hægt að hætta að ræða orðalagið mitt og ræða kannski málefnið frekar. 

Venja | 22. jún. '16, kl: 14:10:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hvorki tók þessu persónulega né þarf eitthvað sérstaklega að róa mig. Svoleiðis mótsvör eru alveg klassísk vorn hinna rökþrota.


Hrokinn er það sem ég var að benda á upphaflega, og hann hefur ekkert minnkað þrátt fyirr að þú hafir útskýrt betur hvað þú varst að meina.


En að málefninu: Ég er sammála að það er ábyrgðarlaust að versla vísvitandi við "unethical" fyrirtæki. En ég er jafnframt eiginlega algerlega viss um að allir hérna hafi einhverntíma gert það, ég þar með talin. H&M, Nestle, Amazon, Coca Cola, adidas, nike, eru meðal fyritækja sem ætti að sneiða hjá (Ath hversu mikið af merkjum eru undir Nestle og Coca Cola..)

Dreifbýlistúttan | 23. jún. '16, kl: 12:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert óeðlilega reið út í Subway en það deila því ekki allir með þér held ég

Petrís | 23. jún. '16, kl: 13:11:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi orð dæma sig sjálf. Ég hef engin tengsl við Subway, hef aldrei unnið þar né börnin mín. En já ég er reið þegar fyrirtæki sérhæfir sig í að græða á því að svíkja unglinga um launin sín. Það að aðrir skuli ekki vera það líka er mjög óeðlilegt.

Dreifbýlistúttan | 24. jún. '16, kl: 11:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekki óeðlilegt því það hugsa ekki allir eins. Ef það tengist þér þá er eðlilegt að þú sért reið, en þú getur ekki ætlað öðrum að vera reiðir líka. Það  þýðir samt ekki að öðrum sé sama, þeir eru bara ekki endilega reiðir.


Þetta er ekki almenn vitneskja og þetta er ekki allt í lagi. Það eru samt ekki allir reiðir yfir því. 

safapressa | 24. jún. '16, kl: 01:20:38 | Svara | Er.is | 0

Talaðu við stéttarfélagið þitt. Alltaf að tala við stéttarfélagið varðandi rétt þinn á vinnustað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47975 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, annarut123