Wolt

dvdrom | 20. jan. '24, kl: 22:01:32 | 198 | Svara | Er.is | 0

Sótti um hjá Wolt í þjónustuverinu en var ráðin inn sem sendill (svona side job) og var var að klára kynningu ásamt að skrifa undir...Fekk smá bakþanka eftir það, tók eftir nokkrum rauðum flöggum með vinnuna og veit ekki alveg hvað ég geri. Þið sem eruð að sendlast fyrir þá, er þetta þess virði? Eru sendlar að fá eithvað fyrir þetta?

 

JonThor1234 | 21. jan. '24, kl: 09:46:38 | Svara | Er.is | 0

Fékk flashback að sjá þessa spurningu, fyrrum Wolt Courier hér og vonandi get ég svarað einhverju.

Eflaust er nú upplifun & aðstæður hvers og eins mismunandi en mér fannst þetta allt í lagi að vinna þarna en ekki meira en það. Gamli vinnustaðurinn minn lokaði í lok Júní & engin vinna fyrir skólamann að fá í sex vikur + átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum þannig þetta reddaði mér fram að skóla um haustið.

Það neikvæða:

Fyrsta rauða flaggið sem þú tala um hlýtur að vera að þú þarft að skaffa allt. Í raun ertu bara verktaki og alveg réttindarlaus ef eithvað gerist.

Þú þarft meira að segja borga fyrir starfsmannafatnaðinn + töskur. Reyndar kalla þeir þetta tryggingargjald sem þú færð endurgreitt þegar þú hættir en mér fannst slæmt að þurfa borga 13.500kr fyrir að hefja störf og sú upphæð er dregin frá fyrstu launagreiðslunni þannig þú byrjar hjá þeim í skuld.
Starfsmannafatnaður er: x1 bolur, x1 jakki + 2 Wolt hitatöskur. Ef eithvað skemmist þá greiðir þú fyrir það.

Þess fyrir utan skaffar þú: Bifreið + snjallsíma þannig þú þarft að leggja út í talsverðan kostnað.


Annað rauða flaggið er að ef þú ert veikur eða getur ekki unnið þá bara tough luck! Engin peningur.
Þar sem þetta er láglauna verktaka vinna þá er lítið öryggisnet hjá þér ef eithvað bregður útaf í lífinu.

Þiðja atriðið sem böggaði mig var skilningsleysi.
Sem dæmi: Ég lenti í því að sækja sendingu hjá KFC í Kóp, lokið á heitu brúnu sósunni var ekki í réttri stærð og sósan lak um allan hitakassann minn og skemmdi matinn hjá viðskiptavini. Ég lét þjónustver vita og útskýrði mína hlið en 50% af endurgreiðslunni lenti á mér því ég hafði ekki sýnt nógu mikla aðgát? Ég pakkaði ekki sendingunni en samt þurfti ég að borga.
Mörg önnur nitpicking atriði frá þeim sem bögguðu mig.

Laun og vinnutími
Upphæðinar sem þú færð fyrir sendinguna er frá 500kr - 2.300kr, fer mikið eftir kílómetrafjölda frá viðskiptavini og veitingarstaðar....Á besta kvöld rushi frá 17-21 með TALSVERÐRI heppni þá ertu kannski að fá 25.000kr - 30.000kr SEM verktaki og það er í raun ekki mikið.
Hef heyrt að lámarkið núna er komið í 1.000kr enda höfnuðu örugglega allir sendlar undir 1000kr sendingum (þú hefur val um hvort þú samþykkir sendingu eða ekki)

Bara sem dæmi ef ég hefði farið að vinna hjá samkeppnisaðila þeirra eða Aha á lægsta taxta þá reiknaði ég út að sem almennur starfsmaður þá hefði ég fengið ca. 11.000kr fyrir vaktina fyrir utan launatengd gjöld fyrir þessa 4 tíma.
Það sem gerir þetta verra er að þú þarft að borga bensín + viðhald ásamt að skila skatti af öllu.
Kannski brúttó hagnaður af kvöldrush er ekki nema 12.0000kr - 15.000kr

Ég tók alltaf keyrslur yfir hádegis traffík & kvöld traffík alla daga nema Laugardaga.
Ég var að keyra frá 10.30 - 14.00, loggaði mig þá út og tók kvöld rushið frá 17.00 - 21.00
Góður dagur er kannski 30.000 - 45.000kr en gat líka dottið í 10.000 - 20.000kr. Verslunarmannahelgin var hræðiinleg því það var ENGIN að panta, fékk heilar 4 sendingar á Sunnudegi & Mánudegi til samans,

Bensín kostnaður getur rifið vel..Borgaði 50.000 bara fyrir Júlí


Kostir
Þú velur sjálfur þínar vaktir & ert þinn eigin herra yfir daginn sem eitt og sér er rosalega þæginlegt, Hefði ekki trúað því hvað þetta eitt og sér væri mikill plús.
Hittir mikið af frábæru fóllki, reyndar fífl inn á milli.
Gaman að rúnta um, sérstaklega ef veðrið er gott.

Þegar ég var að skoða þetta núna (gott að reflecta aðeins) þá sýnist ég hafa haft um 1.030.000 kr í laun áður en ég skilaði gjöldum af mér...42 vinnudagar, ~7.5klst per dag) eða 3.300kr per klst sem verktaki,


Myndi ég mæla með þessu? Þetta veltur allt á aðstæðum hvers og eins, þetta hentaði mér mjög vel því ég hefði verið annars alveg launalaus fram að skóla.

Það er þó eitt sem fólk þarf að vera meðvitað um Wolt er að þeir eru líklega að borga með sendingum til að kála Aha,

Aha lá einstaklega vel undir höggi fyrir Wolt þegar þeir síðarnefndu komu á markaðinn í Maí í fyrra því Aha var nýbúin að missa Nettó og sat uppi með fullt af ópraktískum sendiferðarbílum + starfsmönnum. Að fá Wolt á markaðinn hefur örugglega verið þungt fyrir þá.

Aha er Íslenskt fyrirtæki og skilar sköttum og launatengdum gjöldum til stéttarfélaga en Wolt erlent og allt fer erlendis.

Margir sendlar hjá Aha sem sagt var upp eru farnir til Wolt / voru það amk þegar ég var að Woltast og ég hef það eftir amk tveim þeirra að Aha hefði alltaf verið fyrsti kostur hjá þeim að vinna fyrir.

Vonandi svara þetta einhverju.

dvdrom | 21. jan. '24, kl: 12:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta, það sem kveikti á mínum aðvörunarljósum var að ég var boðaður í viðtal sem þjónustufulltrúi, gekk vel í þvi viðtali og ég átti pottþétt að fá vinnu og ég var spenntur að byrja...Setti upp wolt partner account en síðan er ég ráðin sem sendill i vertakabrask? er ekki alveg að fýla þetta misræmi. Reyndar þarf eg að leggja ca 11k út fyrir starfsmannafatnað, sýnist að ég fái ekki jakka eins og þú en ég fæ þó húfu ??. Myndir þú segja að þetta sé þess virði að prófa? Mér vantar 10-12 klst aukavinnu á viku og þetta gæti gert reddað mér ef allt gengur eftir. Ég er að vinna annarstaðar frá 7-15 þannig þetta yrði eftir það & ef ég mætti forvitnast; afhverju tókstu ekki Laugardaga?

JonThor1234 | 21. jan. '24, kl: 12:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er reyndar frekar sérstakt? Getur ekki verið að þú hafur verið skráður rangt inn? Veit reyndar að það vantar slatta af sendlum því Wolt eru að fara meira inn á verslunarmarkað en ég stórefast um að þeir séu að ráða fólk inn á fake forsendum. Prófaðu að senda þeim skilaboð.

Ástæðan fyrir því að ég tók ekki Laugardaga er sú að það er ekki jafn mikið að gera í take out og fólk heldur.
Fínt að gera á Sunnudögum þegar allir eru þunnir, líka must að fá frí, þess vegna valdi ég Laugardaga.

Ég myndi prófa amk eina viku sem sendill. Kannski að taka 2 daga, vera frá 17-22 og sjá hvernig það gengur, getur prófað að setja 25.000kr markmið fyrir báða dagana sem gera 2-3 sendingar per klst og ef þetta gengur eftir þá er það þitt að meta..Sendastörfin eru alls ekki fyrir alla en sumir dýrka þetta.

Ég er að spá í taka 1-2 vakt í viku sjálfur

dvdrom | 21. jan. '24, kl: 19:33:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta, tek eina prufuviku og sé svo til.

capablanca | 23. jan. '24, kl: 16:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeim er að takast að drepa Aha. Sá að þeir ætla bara að vera með verktaka líka og flestir sendlar sem launamenn hjá þein búnir að missa vinnuna eða fa engar vaktir.

netgengid | 24. jan. '24, kl: 11:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skulum koma hlið Aha að hér - okkur var bent á þessa umræðu og viljum endilega leiðrétta þetta.

Við höfum engum sendlum sagt upp vegna samkeppni, við ráðum inn eftir eftirspurn og erum með örfáa verktaka til þess að hjálpa til við rushið í hádeginu og á kvöldin. Yfir 90% sendinga fara með okkar starfsfólki sem eru á launum og ekur okkar bílum sem eru 100% rafmagnsbílar.

Það er gríðarlega mikið sótt í vaktir hjá okkur og jókst mikið undir lok síðasta árs, þannig að eðlilega eru ekki allir að fá allar þær vaktir sem menn vilja. Við erum með fjölmarga bílstjóra sem hafa unnið hjá okkur í 3-4 ár og eru hér í fullu starfi, þeir eru duglegir að tryggja sér vaktir fyrst enda viljum við helst að starfsfólk taki að lágmarki 6-8 vaktir í mánuði.

Síðasta uppsögn bílstjóra af okkar hálfu var síðasta sumar, og hafði sú uppsögn ekkert með samkeppni að gera. Þegar samstarfi okkar við Nettó lauk sögðum við upp bílstjórum, en engum hefur verið sagt upp vegna minnkunar síðan þá.

Þegar við fjölgum bílstjórum þá njóta verktakar forgangs, en sumum hentar betur að taka uppgrip og vilja frekar vera í verktöku. Við erum að bæta við í báða hópana eins og er.

Okkur finnst frábært að fá loks samkeppni á markaðinn, enda erfitt að halda kappi þegar hún er ekki. Önnur fyrirtæki verða að eiga við sig hvernig þeir sinna sínu starfsfólki og í hvaða tilgangi þau eyða sínu markaðsfé, en það kemur niður á verðlaginu fyrir rest.

Það er allavega lítið breytt hjá okkur nema að markaðurinn er alltaf að stækka og fólkið okkar er betur á tánum. Hvet þá sem hafa áhuga á að komast í krefjandi en að sama skapi nokkuð þægilegt starf í akstri að sækja um hjá okkur. Meirihluti þeirra sem vinna á skrifstofunni hjá okkur í dag byrjuðu sem bílstjórar og eru í dag í störfum í þjónustuveri, forritun, sölu, drónaflugi og svo mætti áfram telja.

JonThor1234 | 25. jan. '24, kl: 11:54:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott með rafmagnsílana.

Þekki nú lítið til hjá ykkur en ég kynntist tveim sendlum ágætlega sem voru að taka vaktir hjá Wolt sem höfðu verið að vinna hjá ykkur en fengu færri vaktir en þeir vildu og fóru að vinna annarstaðar + taka uppgrip hjá Wolt. þeir vildu frekar vera hjá ykkur en Wolt þannig þið virðist allavegana vera gera mjög vel við starfsfólk....Hvað sem varð um þessa aðila veit ég ekki en amk töluðu vel um ykkur en þegar covid kláraðist og fór að þrengja að í buddunni þá hafði það áhrif á vinnuna og vaktir....Held þó að þeim var ekki sagt upp.

En ykkur að segja persónulega þá held ég að það sé engin tilviljun að Wolt komu í Maí. Fræmkvæmdarstjóri Wolt (held að hún sé titluð það) var hjá Samkaup lengi og hefur pottþétt haft innherjarupplýingar hvenær þessu samstarfi lyki. Ég er ekki nokkrum vafa um það að þeir muni reyna samstarf við Samkaup & seinna sameinað félag Samkaupa og Skeljungs og hefja búðartínslur á sælgæti og snakki + minnihátar matvöru og fara keyra því út.
Svipað og doordash er að gera úti í USA, þeir í eigu Doordash er það ekki? Svipað App amk.


Ef ég mætti spyrja ykkur, Nú er Wolt að borga hálfsmánaðarlega og AHA er að fara bjóða vertöku, Hvernig rukkar sendlar inn hjá ykkur? Alltaf smá bras hjá Wolt.

netgengid | 29. jan. '24, kl: 10:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá okkur eru langflestir sendlar á launum og fá greitt um mánaðarmót. Verktarkar ráða því hvort og hvenær þeir taka sendingar og eru því að taka álagstoppana með okkur, en áður voru 50-60% af þeim sem voru á launum voru með um 10-20% af heildarlaunum, þetta voru of margir launaseðlar fyrir 1-3 stuttar vaktir til þess að það borgaði sig, svo komu oft mánuðir inn á milli sem fólk mætti ekki.

Ef verktakar senda réttan reikning gerum við hann upp um mánaðarmót, veit ekki til þess að við höfum verið beðin um að greiða oftar og ef það hefur verið eitthvað vitlaust er það leyst hratt.

Við erum búnir að vita af áhuga Wolt og fleiri erlendum aðilum í þónokkur ár, en höfum lengi litið svo á að þessi markaður yrði ekki í alvöru spennandi fyrr en það kæmi samkeppni inn á hann.

Ég held að þú sért að lesa of mikið í tenginguna við Samkaup, því viðskiptasambandi lauk í september 2022. Þú getur ennþá keypt matvöru hjá okkur og fengið sent hratt heim.

waxwork | 8. mar. '24, kl: 23:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott gisk með Skeljung og Samkaup.


Wolt byrjað að keyra út fyrir Heimkaup, dótturfyrirtæki Skeljungs og er að fara tína og keyra fyrir Samkaup.

PepsimaxDos | 6. feb. '24, kl: 19:46:21 | Svara | Er.is | 0

Prófaði þetta á meðan ég var í sumarfríi í aðalvinnunni sl. sumar og þetta er allt í lagi. Var að fá kannski 20.000kr fyrir daginn fyrir 5-6klst dash....Held að engin sé að gera þetta í fullri vinnu endu þarftu þá að hafa vsk tölu ef þú ferð yfir 2.000.000kr. Mæli með að vera duglegur að hafna sendingu ef hún er undir 1000kr, ég miðaði við 1.500kr og tók kannski 10 sendingar max yfir daginn...Bara prófa 1-2 dash og sjá hvort þú fílir þetta.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
Síða 1 af 48044 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Bland.is, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie, paulobrien