á leið í tæknisæðingu - hjálp!

kzsm | 25. ágú. '16, kl: 22:56:26 | 236 | Svara | Þungun | 0

Hæ öll,
Ég og kærastinn minn erum að reyna að eignast barn og erum komin í meðferð hjá IVF. Við verðum að nota gjafasæði því hann er alveg useless í þessum málum. Fyrst á að reyna í náttúrulegum hring og ég á tíma í ómskoðun í næstu viku þar sem við ætlum að sjá hvort ég sé ekki alveg að fara að fá egglos. Svo verður sæði sprautað inn í legið þegar egglosið er að gerast, vonandi bara nokkrum dögum seinna.

Ég er að reyna að missa mig ekki af spenningi... er komin yfir þritugt og er ótrúlega tilbúin að eignast barn. Það er samt svo mikið vesen að gera þetta svona, kostar 100.000kall í hvert sinn! Og við erum ekkert sérstaklega rík... Svo ég vil svo mikið að þetta gangi sem fyrst. Líka því það kom í ljós að ég er með mjög lágt AMH og þó að ég sé með egglos núna (við sáum það í síðasta hring en það var of seint til að reyna þá) þá er engin leið til að sjá hvernig frjósemin verður hjá mér þegar ég eldist, líklega ekki góð.

Ég er bara búin að vera að reyna að slaka á og taka því rólega, er í sumarfríi núna en byrja á fullu í vinnu í næstu viku. Eruð þið með einhver ráð?? eða allavega hlýjar hugsanir?

 

everything is doable | 26. ágú. '16, kl: 16:40:21 | Svara | Þungun | 0

Ég get því miður ekki gefið þér mikil ráð, við erum sjálf að fara í glasameðferð þó að það sé ekkert að okkur þetta bara virðist ekki ætla að ganga. 

kzsm | 26. ágú. '16, kl: 17:04:33 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Gangi ykkur rosa vel!! Kærastinn minn er sannfærður um að þetta gangi hjá okkur í fyrstu tilraun, ég er að reyna að smitast af bjartsýninni hans :)

foodbaby | 22. sep. '16, kl: 20:38:02 | Svara | Þungun | 0

Hvernig er maðurinn þinn að höndla það að þið þurfið að fá gjafasæði??
Erum að bíða eftir niðurstöðum úr síðasta sýni sem kallinn sendi inn fyrir 10 dögum og ef það kemur jafn illa út og síðasta sýni þá erum við komin á það að skoða það að nota gjafasæði. Mér finnst það ekkert mál og svona í fljótu bragði er kallinn alveg sáttur, en hann hefur samt kannski ekki haft tíma í að hugsa almennilega um það.

kzsm | 22. sep. '16, kl: 20:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hann hefur alltaf vitað að hann hefur þurft að nota gjafasæði vilji hann eignast barn, svo hann er löngu búinn að processa það :) finnst það eiginlega mun minna mál en mér! Ég er með smá complexa yfir því að barnið okkar verði ekki líkt honum, en það er víst þetta sem við hinsegin fólk verðum að lifa með. Ég get skil að það gæti verið aðeins flóknara mál ef einhver var að vonast til að nota eigið en svo gengur það ekki upp... Gangi ykkur vel!

foodbaby | 22. sep. '16, kl: 21:01:19 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk og gangi ykkur vel líka :)

Hvernig er það með gjafasæðið, getur maður ekki valið sæðisgjafa með svipað útlit og makinn manns?
T.d. blá eða brún augu, ljóshæður/dökkhæður/rauðhærður, hávaxinn/lávaxinn og so on.

Við erum búin að vera mjög lengi í þessu ferli og í gegnum árin hefur sæðið hans farið úr 5% í 0% í 100% og svo aftur niður í 0%, þannig að við erum bara pínu orðin þreytt á þessu, erum ekkert að yngjast :)

kzsm | 22. sep. '16, kl: 21:05:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

takk :)

jú, basic upplýsingarnar eru hæð, þyngd, augnlitur hárlitur og húðlitur, við hvað manneskjan vinnur (gróflega) og svo hvort að gjafinn er rekjanlegur eða órekjanlegur. IVF klíníkin var með einhvern slatta á lager og maður gat bara valið eftir þessu, en það er hægt að fá miklu meiri upplýsingar um gjafann hjá European Sperm Bank (þaðan sem IVF pantar) svo að fleiri og fleiri vilja gera það, svo núna eru þau að breyta, það verður bara gerð sameiginleg pöntun einu sinni í mánuði og fólk leggur fram óskir um hvaða gjafa þau vilja panta frá. Það er semsagt hægt að fá miklar eða litlar upplýsingar um gjafann og verðið breytist eftir því.

ég skil, ég er enn "ung" en fer að detta í frjósemisvandamálaaldurinn á næstunni svo ég vil drífa í þessu! verst bara hvað það safnast fljótt upp kostnaður ef þetta gengur ekki strax :/

Fyrsta tilraun semsagt gekk ekki hjá okkur og við erum að fara að prófa aftur í næstu viku. Krossum putta!

Tiga | 16. okt. '16, kl: 05:33:45 | Svara | Þungun | 0

Hæ hæ. Hvernig gekk þér ? Og hvernig er svo ferlið ca við þetta ? Ég er að fara í fyrsta viðtal núna í lok nóvember og fer síðan í tæknisæðingu í jan/feb. Er alveg að missa mig úr spenningi og svo spennt að vita hvernig þetta allt fer fram. Hef gefið egg svo þetta er örugglega eitthvað svipað ferli. Viðtal, sónar og svona. Ég fæ gjafasæði og hún talaði um að maður fengi að sjá myndir af þeim frá því þeir voru litlir og greina góða lysingu af þeim. Hver var þín upplifun að velja sæðið ? Keypti þið mörg strá eða bara eitt í einu ?

kzsm | 17. okt. '16, kl: 10:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hæhæ :) Ég er enn í ferli ... búin að prófa tvær uppsetningar sem gengu ekki og fer í þriðju uppsetningu eftir nokkrar vikur.
Þetta hefur bara gengið vel fyrir sig og allir mjög almennilegir. Var bara viðtal fyrst og ég var send í blóðprufu, svo reyndar kom sumarfrí svo allt fór á hold. Eftir sumarfríið voru niðurstöðurnar úr blóðprufunni ræddar, svo bara mæta á degi 10-12 í ómskoðun og taka svo egglóspróf, þegar það er jákvætt fer maður í uppsetningu.
Með stráin þá eru þau komin með nýtt system núna þar sem það er pantað bara beint frá sæðisbanka í Danmörku, þar er oft hægt að fá að sjá allskonar upplýsingar um gjafana. Svo er pantað einu sinni í mánuði. Við reyndar byrjuðum áður en það byrjaði svo við fengum bara af lager hjá þeim (sem þau eru núna að hætta með). Þar eru bara basic upplýsingar, háralitur, augnlitur, hæð og þyngd. Það var mjög skrítið að velja! En við völdum bara eitthvað sem svipaði til kærastans míns. Fyrst keyptum við bara 1 og 1 en núna er ég búin að kaupa allt sem er til af þessum sem við notuðum síðast. Erfitt fyrir budduna! En þýðir minni kostnaður seinna. Er að vonast til að geta þá notað seinni skammtana fyrir barn nr 2 :) En þá þarf þetta að takast hjá mér fljótlega!
Gangi þér vel!

Tiga | 17. okt. '16, kl: 16:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk æðislega fyrir að svara. Hvernig er þetta með sæðið.. kostar minn að kaupa mikið í einu ? Er eðlilegt að vera búin að fara 2 sinnum og ekkert að gerast ? Þetta er ekki alveg það ódýrasta. Ertu búin að vera á einhverjum hormónalyfjum eða eitthvað svoleiðis með ? Er svo að vona að þetta taki ekki langan tíma

kzsm | 18. okt. '16, kl: 10:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hæhæ, nei ég held það sé enginn magnafsláttur... ég vildi bara vera viss um að það væri til það sem ég vildi nota svo ég tók frá og þurfti þá bara að kaupa það.
Og já það er víst eðlilegt að hafa prófað nokkrum sinnum án árangurs. Tæknisæðing í náttúrulegum hring er bara eins og að prófa í heimahúsi (aðeins betra) - mig minnir að 50% séu orðin ólétt eftir 3 mánuði, eitthvað svoleiðis. Man ekki alveg tölurnar. En það er alveg eðlilegt að það taki nokkrar tilraunir. Svo nei ég er ekki á neinum lyfjum, erum fyrst að prófa bara í náttúrulegum hring. Ef það gengur ekki eftir 3-4 skipti ætlum við að taka stöðuna og athuga hvort við prófum eitthvað annað.

Haha já ég vildi líka að þetta tækist í fyrsta! Bæði upp á veskið og mína geðheilsu. En það gerði það ekki... svo þetta er bara þolinmæðisæfing :)

Tiga | 18. okt. '16, kl: 10:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, þú meinar. Spurning að taka lán fyrir þessu ;) Nei, segi bara svona. Völdu þið opna eða lokaða gjöf ? Ég ætla velja opna og það er 87þ stráið takk fyrir pent. En ég er búin að lofa mér því að halda geðheilsunni fyrstu 3 tilraunirnar eftir það byrjar örugglega dramatíkin.

kzsm | 18. okt. '16, kl: 10:31:54 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

haha já... við erum með lokaða gjöf. þess vegna vildum við líka drífa í að kaupa upp lagerinn sem þau áttu, þar er það ódýrara. Veit ekki hvernig við eigum eftir að hafa efni á því ef við þurfum að fara að borga 87000kr fyrir stráið! Þá er nú bara orðið ódýrara að fljúga til dk og gera þetta sjálfur... og já, einmitt, ætla að halda út 3-4 hringi, svo verður eitthvað gert.

Tiga | 18. okt. '16, kl: 10:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hvað kostaði stráið hjá ykkur ?

kzsm | 18. okt. '16, kl: 10:35:36 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

40.000, rétt sluppum inn í gamla kerfið hjá þeim

Tiga | 18. okt. '16, kl: 10:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vá, heppin þið :) Þetta kostaði einmitt áður eitthvað um 57þ svo þetta er alveg ágætis hækkun hjá þeim. En gangi þér ótrúlega vel og vonandi gengur þetta næst :)

kzsm | 18. okt. '16, kl: 10:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já sko bara stráið, tæknisæðingin (með öllum ómskoðunum) er 57 svo hver tilraun er basically 100.000kall. Það er meira en að segja það fyrir fólk með okkar fjárhag... en já, krossum putta að vonandi gengur þetta næst :)

kzsm | 18. okt. '16, kl: 10:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

og opinn gjafi er dýrara

Tiga | 18. okt. '16, kl: 10:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, nákvæmlega. Eitt skipti hjá mér er 144þ. Er reyndar rosalega frjó og þegar ég gaf egg á sínum tíma þá sló ég eitthvað met og var umtöluð þarna niður frá og þegar ég gaf í annað sinn þá varla gáfu þau mér örvandi lyf út af fyrri reynslu en samt komu alveg 11 egg. Það má varla anda á mig og þá er ég ólétt svo ég er svo innilega að vona að þetta taki bara eitt skipti og er líka að hugleyða að fá bara sæðið og gera þetta sjálf. En ég er samt rosalega þakklát að svona leið sé í boði en leiðinlegt að það þurfi að vera svona svakalega dýrt. Hélt einmitt að verðin ættu að lækka eftir að nýu eigendurnir tóku við en hef greinilega eitthvað misskilið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
LISTINN 31. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 31.10.2016 31.10.2016 | 20:52
Dagmömmur taken 31.10.2016
LISTINN 28. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 28.10.2016 30.10.2016 | 18:51
reynslusögur bussska 27.9.2016 30.10.2016 | 16:50
LISTINN 30. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 30.10.2016
Tæknifrjóvgun....? thorabj89 29.10.2016 30.10.2016 | 14:09
Þungunarpróf - jákvætt eða neikvætt??? Sjá myndir fjaly 23.10.2016 28.10.2016 | 20:36
Hvít lína á þungunarprófi bananapancake 23.10.2016 28.10.2016 | 20:28
LISTINN 26. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 26.10.2016
LISTINN 24. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 24.10.2016
til sölu egglospróf og þungunarstrimlar beatrixkiddo 23.10.2016
Jákvætt egglospróf á sunnudegi - IVF klinikin gudrunho 23.10.2016
IVF Tiga 16.10.2016 23.10.2016 | 13:14
Þungunarpróf Unicornthis 23.10.2016
LISTINN 22. október ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 22.10.2016 22.10.2016 | 20:06
LISTINN 19. október ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 19.10.2016 21.10.2016 | 07:32
Ný hér Daisy16 19.10.2016 20.10.2016 | 22:40
LISTINN 20. október ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 20.10.2016 20.10.2016 | 21:50
ólétt eða ekki ólétt :/ rósakr 20.10.2016 20.10.2016 | 20:27
Nýtt þungunnar / meðgöngu spjall. twistedmom 17.10.2016 20.10.2016 | 18:02
Ég skelf Unicornthis 19.10.2016 20.10.2016 | 12:55
Sma blæðing 6-7 dögum eftir egglos silly1 17.10.2016 18.10.2016 | 18:56
þungun stutt eftir keiluskurð kimo9 14.10.2016 18.10.2016 | 13:07
á leið í tæknisæðingu - hjálp! kzsm 25.8.2016 18.10.2016 | 10:53
LISTINN 16. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 16.10.2016 17.10.2016 | 10:50
IVF Klínikin - Hvað tekur ferlið langan tíma? maggapala1 31.8.2016 16.10.2016 | 05:43
Mínus blóðflokkur og meðganga sykurbjalla 26.9.2016 16.10.2016 | 05:27
Hópur fyrir reynerí, missir og meðgöngu sykurbjalla 29.9.2016 16.10.2016 | 05:07
LISTINN 14. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 14.10.2016 15.10.2016 | 02:41
engar blæðingar, egglos?? eb84 14.10.2016
egglos? MarinH 14.10.2016 14.10.2016 | 18:35
LISTINN 13. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 13.10.2016 14.10.2016 | 18:31
35 ára og eldri Bubbalina 8.6.2016 14.10.2016 | 09:19
þungunar og egglosastrimlar skvisa93 21.3.2016 13.10.2016 | 22:33
Stutt á milli barna! sykurpudi94 11.10.2016 13.10.2016 | 16:59
Nafnlaus reyneríshópur sykurbjalla 25.9.2016 13.10.2016 | 16:14
Alveg hætt að skilja - Eggl.próf regazza 12.10.2016 12.10.2016 | 22:16
LISTINN 11. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 11.10.2016
LISTINN 9. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 9.10.2016 11.10.2016 | 13:40
hvað er málið :s demise 6.10.2016 7.10.2016 | 23:47
LISTINN 7. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 7.10.2016
LISTINN 5. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 5.10.2016 7.10.2016 | 09:08
Oskaborn - Hopur fyrir reynerí, meðgöngu og missi sykurbjalla 5.10.2016
LISTINN 3. október ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 3.10.2016 4.10.2016 | 14:31
LISTINN 2. október ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 2.10.2016 3.10.2016 | 17:02
LISTINN 30. september ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 30.9.2016 2.10.2016 | 13:41
LETROMAL skammta stærð. maggapala1 29.9.2016 1.10.2016 | 11:08
Tvö fórsturlát í röð Numiti 25.9.2016 30.9.2016 | 00:24
LISTINN (NÝR) 28. september ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 28.9.2016 30.9.2016 | 00:21
5 þungunarpróf - og + mialitla82 21.9.2016 28.9.2016 | 16:50
Síða 5 af 4898 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie