Airbnb eða hótelgisting - borgarferðir

bergenbergen | 20. sep. '15, kl: 14:49:06 | 253 | Svara | Er.is | 0

Hafið þið reynslusögur af þvi að panta gistingu í borgarferð á Airbnb í samanburði við að gista á hóteli - verð og almenn upplifun

 

sigurlas | 20. sep. '15, kl: 16:03:57 | Svara | Er.is | 1

hótel er betra, öruggara, dýrara

sophie | 20. sep. '15, kl: 17:01:28 | Svara | Er.is | 0

Æi ég myndi ekki nenna að vera á Airbnb í stuttri borgarferð. Þurfa að kaupa mér í morgunmat og þetta snöfl sem fylgir því að sjá um sig sjálfur. Myndi frekar vera á hóteli þó það kostaði aðeins meira.

Bakasana | 20. sep. '15, kl: 18:16:40 | Svara | Er.is | 0

Já. Hvoru tveggja hefur virkað mjög vel fyrir mig. Mér finnst miklu skemmtilegra að leigja íbúð hjá airbnb ef maður er að fara í stærri hóp. Skiptir minna máli ef þú ert að fara ein eða sem par.  Annars ef þetta ca sami hluturinn ef þú velur pottþétta airbnb eign (horfir á reviews og staðsetningu og  velur íbúð þar sem ekki þarf að sækja eða skila lyklum annað eða græja hluti eins og rúmföt og handklæði osfrv). Afslappaðra að vera í eigin íbúð en meiri lúxus á hótelinu. 

svampur sveins | 21. sep. '15, kl: 10:18:53 | Svara | Er.is | 0

Airbnb er held ég ekkert ódýrar ef um er t.d. að ræða bara tvo einstaklinga að fara í stutta borgarferð - ekki nema að þú sért tilbúinn að vera í herbergi inni á einhverjum öðrum. Þetta eru oft íbúðir sem að rúma amk fjölskyldur og þá er það ekkert endilega sparnaður ef bara tveir ætla að vera í íbúðinni.


Myndi mæla með hóteli fyrir par en airbnb fyrir fjölskyldur eða fleira en eitt par að fara saman.

fidelis | 21. sep. '15, kl: 11:08:24 | Svara | Er.is | 1

Mín reynsla er að Airbnb er betra. Við leigðum íbúð miðsvæðis í París fyrir sama verð og við hefðum fengið hótel í útjaðri borgarinnar. Í íbúðinni var lítið eldhús svo við gátum keypt í matinn og bara almennt mun notalegra en að vera inná einhverju pínulitlu hótelherbergi. 

everything is doable | 21. sep. '15, kl: 11:10:20 | Svara | Er.is | 0

Við höfum notað bæði og alveg tekið áhættur með nýjar eignir á AirBnB en alrei verið neitt vesen. Ég myndi alltaf velja AirBnB ef ég væri að ferðast í hóp eða með börn en hótel kannski ef ég væri að fara í paraferð bara við tvö. Okkur fannst mjög kósí að geta farið í matvörubúð og keypt morgunmat og snarl til að grípa í plús þæginlegra að geta setið og spilað eða spjallað á kvöldin.
Það fer rosalega eftiir borgunum en oft er airbnb ódýrara til dæmis er það þannig í New york, boston og DC en ég hef ekki kynnt mér það almennilega í evrópu. 

evitadogg | 21. sep. '15, kl: 11:10:48 | Svara | Er.is | 0

talandi um airbnb, hefur einhver prófað að gista inn á fólki? Semsagt fengið bara herbergi inn á heimili? Hvernig var það? Langar að vera í London yfir eina nótt og ekki hafa það of dýrt, verðum 2. 

Nornaveisla | 22. sep. '15, kl: 08:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef sjálf bara leigt út herbergi hjá mér fyrir Airbnb, finnst þeir gestir "þægilegri" en couchsurferar að því leiti að þau eru ekki mikið að leitast eftir félagsskap heldur meira bara gistingu. Sem hentaði mér betur þar sem ég var mjög upptekin annars á þessum tíma sem ég var að þessu.

Held einmitt líka að þeir sem eru að hýsa á airbnb séu frekar að hugsa þetta bara sem gistingu og ekki til að kynnast þér.

evitadogg | 22. sep. '15, kl: 19:52:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já nkl. Ég hef couchsurfað eitthvað, meira verið í því að taka á móti fólki samt en langar núna bara að fara í stutta ferð, þarf bara rúm til að gista á en mun annars vera bara úti. 


Ég þekki nokkra sem hafa fengið fólk heim til sín en engan sem hefur gist heima hjá fólki í gegnum airbnb, væri mikið til í að heyra reynslusögur. 

Relevant | 22. sep. '15, kl: 20:44:33 | Svara | Er.is | 0

í 3-4 daga ferðum finnst mér betra að vera á hóteli en allt lengra en það kjósum við airbnb til að geta eldað og svona. En hótelmorgunverður og þrif á herbergi daglega finnst mér fínt í stuttum ferðum, sérstaklega ef maður fer þar sem er heitt

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Síða 10 af 47978 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien