Blaðra á eggjastokk?

bumba3 | 13. maí '16, kl: 16:10:09 | 94 | Svara | Meðganga | 0

Ég fór í krabbameinsskoðun komin 4 vikur á leið. Það sást 2 cm blaðra á hægri eggjastokknum. Núna er ég komin 5 vikur á leið og hef engin þungunareinkenni, nema verki fyrir ofan lífbeinið, aðeins hægra megin við. Ef ég ligg þá finn ég greinilega hnúð :( Getur verið að það sé blaðran sem ég finn fyrir? Hugsa allt það versta t.d. utanlegs fóstur. Finnst líka skrítið að vera ekki með nein einkenni.

 

Hedwig | 13. maí '16, kl: 22:09:46 | Svara | Meðganga | 0

Það er svo sem alveg eðlilegt að hafa engin einkenni. Var sjálf ekki með nein fram að 9 viku þegar ogleðin byrjaði. Fann aldrei þessa svaka togverki eða álíka og hefði varla tekið eftir olettunni ef ekki hefði verið fyrir slæma grindagliðnun seinni part meðgöngunnar og stækkandi maga. 


En veit ekki hvort maður finni fyrir blöðrunni eða álíka þannig að get ekki ráðlagt þar :)

ledom | 29. maí '16, kl: 20:29:12 | Svara | Meðganga | 0

Ég er komin 5v+3d og er líka með blöðru á eggjastokknum. Ég fór til kvennsa fyrir 3 dögum til að útiloka utanlegsfóstur því ég var með svo mikinn þrýsting og smá verki vinstra megin. Ég er ekki með utanlegsfóstur en þessi blaðra er víst mjög góð, hún sér fóstrinu fyrir næringu þar til að fylgjan myndast (fann ég út með gúggli). Læknirinn hafði allavega engar áhyggju af þessu og sagði að allt liti vel út. Fyrir utan þessa verki vinstra megin og togverki fyrstu vikuna þá er ég ekki með nein einkenni nema af og smá aumar nipplur. Þetta kemur svo af fullum krafti hjá okkur næstu vikur ;)

bumbubaun2016 | 30. maí '16, kl: 12:26:25 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Það er reyndar ekki rétt hjá þér að þessi blaðra sjái barninu fyrir næringu, sennilega er þetta blaðra eftir seinasta egglos sem náði ekki að springa og fyllist af vökva. En fósturvísirinn sjálfur er tengdur við "blöðru" sem sér því fyrir næringu, það er allt öðruvísi blaðra og á allt öðrum stað.

ledom | 30. maí '16, kl: 13:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Eins og ég segi veit ég ekkert um þetta.... þetta er bara það sem læknirinn sagði mér :S

bumbubaun2016 | 30. maí '16, kl: 12:29:12 | Svara | Meðganga | 0

Sæl. Maður getur fundið fyrir blöðru á eggjastokk utanfrá. Þú ættir að athuga með snemmsónar í kringum 7. viku og láta tékka á blöðrunni í leiðinni. Sumir finna lítil sem engin þungunareinkenni og það er allt í lagi :) Kannski ertu bara ein af þeim heppnu sem þolir hormónarússíbana vel. Svo gæti vel verið að einkennin hellist yfir þig í næstu viku eða siðar. Hver meðganga er einstök.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
morgunógleði og yfirmaður ljoshaerd92 13.10.2016 18.12.2016 | 20:34
Borga inn á kreditkort Emma Potter 17.12.2016 17.12.2016 | 16:07
Vottorð til að minnka vinnuhlutfall , andleg líðan. toppskarfur 30.11.2016 16.12.2016 | 21:02
Fæðingarorlof LilMissSecretSunshine 16.12.2016 16.12.2016 | 20:49
finnast kynlíf ógeðslegt marsmamma15 2.12.2016 13.12.2016 | 20:19
bumbur maí 2017 GEK89 13.10.2016 11.12.2016 | 14:19
TVÍBURAMÖMMUR spurningar til ykkar ! :) 123mxo 27.10.2016 7.12.2016 | 23:26
Kjúklingaborgari LilMissSecretSunshine 3.12.2016 5.12.2016 | 11:27
Óskabörn síðan sykurbjalla 2.12.2016
einhver sem á auka pergó? eb84 30.11.2016 30.11.2016 | 20:41
Grindargliðnun Sjofnth 31.10.2016 30.11.2016 | 18:21
Nezeril Húllahúbb 22.11.2016 30.11.2016 | 18:15
Sálfræðiaðstoð á meðgöngu slapi01 30.11.2016 30.11.2016 | 18:09
júníbumbu vantar smá hjálp Noria 30.11.2016 30.11.2016 | 13:12
samvisku bit -barn nr 2 mialitla82 24.11.2016 30.11.2016 | 12:22
Pælingar varðandi skiptiborð cherry blossom 16.11.2016 26.11.2016 | 20:32
Fæðingarorlof - peningur toppskarfur 22.11.2016 25.11.2016 | 21:23
KÍKIÐ Á salio 24.11.2016
Sertral á meðgöngu rosewood 18.10.2016 22.11.2016 | 10:34
Fæðingalæknir #stjarna# 19.11.2016 20.11.2016 | 23:02
engar hrefingar stóratá 31.10.2016 16.11.2016 | 20:01
Óléttupróf sem sýnir vikur cherry blossom 16.11.2016 16.11.2016 | 19:08
Draumabörn abcd123 13.11.2016 14.11.2016 | 21:15
Júlí bumbur abcd123 13.11.2016
Oskaborn - Hopur fyrir reynerí, meðgöngu og missi sykurbjalla 5.10.2016 13.11.2016 | 11:19
Meðganga eftir missi... stuðningssíða Mysterí 12.11.2016 12.11.2016 | 19:52
Fæðingarorlof strax á eftir fæðingarorlofi?! efima 9.11.2016 10.11.2016 | 21:10
Þessi umræðuþráður á lítið eftir! Bland.is 17.10.2016 9.11.2016 | 17:35
NÝTT SPJALL sykurbjalla 9.11.2016
Seinkað i snemmsónum. PurpleBanana 28.10.2016 1.11.2016 | 10:56
át óvart hrátt kjöt.. panic mega samviskubit mialitla82 27.10.2016 31.10.2016 | 22:24
Óléttupróf lottaloppa 31.10.2016 31.10.2016 | 16:19
Dagmömmur taken 31.10.2016
Ungar mæður á facebook? Kitt Kat 3.10.2016 28.10.2016 | 11:14
Skemmtileg meðgönguleikfimi hjorsey 12.10.2016 28.10.2016 | 10:07
Jákvætt þungunnarpróf, hvað næst ? starfslið 21.10.2016 26.10.2016 | 10:48
Hreyfingar 13 vikur + 3 dagar jessie j 25.10.2016 25.10.2016 | 23:57
mars 2017 hópur Burkni87 12.8.2016 24.10.2016 | 13:51
Hvít lína á þungunarprófi bananapancake 23.10.2016 23.10.2016 | 23:50
...Jákvætt sentif 21.10.2016 23.10.2016 | 19:47
Heimafæðing Tiga 16.10.2016 23.10.2016 | 13:15
á einhver Pergotima eb84 20.10.2016
Engin einkenni mammamö 20.10.2016
Apríl 2017 - Facebook hópur Vindhviða 16.9.2016 19.10.2016 | 07:17
12v sónar og fyrsti tími í mæðravernd mey21 14.8.2016 16.10.2016 | 22:01
stutt á milli dipsy1 13.10.2016 14.10.2016 | 09:09
ljósmæður á LSH Lilla80 29.3.2016 13.10.2016 | 09:11
getur einhver bent mér á góða starfsmannaleigu johnsupercash 13.10.2016
Vinnuveitandi. Húllahúbb 10.10.2016 12.10.2016 | 19:21
hjartsláttur- aukaslög glámur 12.11.2007 11.10.2016 | 19:50
Síða 6 af 8173 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123