Grindargliðnun

Sjofnth | 31. okt. '16, kl: 23:08:05 | 135 | Svara | Meðganga | 0

Heilar og sælar.

Ég er gengin 27 vikur af mínu fyrsta barni. Undanfarnar vikur hef ég fundið fyrir grindargliðnun. Ég talaði við lækni í dag sem sagði að lítið væri hægt að gera í þessu, en mælti með sjúkraþjálfara, nuddi og nálastungum.

Þið sem hafið fengið grindargliðnun, hvað hjálpaði ykkur og hvað ekki?
Hvaða hreyfing hentaði og hvað ekki?

Með fyrirfram þökk.

 

ledom | 1. nóv. '16, kl: 09:58:32 | Svara | Meðganga | 0

Meðgöngusund breytti öllu fyrir mig.

gth89 | 1. nóv. '16, kl: 10:54:34 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Meðgöngusund hjálpaði mér mikið síðast, fór í nokkra tíma til sjúkraþjálfara, fannst það ekki gera mikið. Kírópraktor bjargaði t.d. vinkonu minni alveg, svo veit ég að sumar stelpur hafa farið í bowen, er komin 19 vikur núna og er farin að finna fyrir þessu veit ekki alveg hvað ég á að prófa núna :)

En það er gott að sofa með púða milli fótanna, það er t.d. alveg bannað að krossleggja fætur og passa að standa alltaf jafnt í báðar fætur. Ég hélt að sund (að fara að synda) myndi hjálpa síðast en man ég fór eitt skipti og gat varla labbað daginn eftir, þó ég syndi bara skriðsund þannig að það hjálpaði ekki, allt öðruvísi hreyfing í meðgöngusundi :)

Svo getur hjálpað að taka inn auka B vítamín, henti glasinu mínu í gær og man ekki nákvæmlega hvaða b vítamín það er en ljósan mælti með því, mundi þó ekki nákvæmlega hvaða b vítamín hún sagði svo ég spurði bara í apótekinu og þær vissu það þar, einnig að taka kalk og magnesíum gæti hjálpað.

Vonandi er eitthvað gagn í svarinu mínu, gangi þér vel :)

sellofan | 1. nóv. '16, kl: 22:40:35 | Svara | Meðganga | 0

Fyrst og fremst snúningslak og að sofa með stóran gjafapúða á milli leggjanna. Meðgöngujóga hjálpaði mér mikið á síðustu meðgöngu en fannst meðgöngusundið hjálpa mér meira núna. Fór til sjúkraþjálfara á fyrri meðgöngu en fannst það lítið hjálpa fyrir utan leiðbeiningar um hvernig ég ætti að bera mig öðruvísi, minni skref og sérstök aðferð við að fara í og rúminu og í og úr bílnum. 

kotroskin | 2. nóv. '16, kl: 15:06:29 | Svara | Meðganga | 0

Ég fékk grindarbelti í gegnum sjúkraþjálfara, það hjálpaði mér mikið á fyrri meðgöngu, og núna (komin 16 vikur) fer ég ekki úr húsi án þess. En ég tek undir það sem aðrar hafa sagt, sjúkraþjálfun per se (nokkrir tímar) gerði ekki mikið, bara tips um rétta líkamsbeitingu og hreyfingar. Forðast stiga, að krossleggja lappir, lítil skref, forðast að vinda uppá líkamann, halda fótunum saman eins og hægt er. Nota snúningslak og púða milli fóta. Meðgöngusund var mjög fín hreyfing fyrir mig þar sem ég gat (og get) sama og ekkert gengið vegna lífbeinsverkja. Svo fann ég líka mun þegar ég minnkaði við mig vinnu og gat hvílt mig meira.

Sjofnth | 3. nóv. '16, kl: 21:23:39 | Svara | Meðganga | 0

Takk fyrir góð svör! Ég er að kanna með meðgöngusund og ætla að fá mér snúningslak sem fyrst, annars er ég mis-slæm og er farin að átta mig á því hvað ég get gert með góðu og hvað alls ekki.
Takk aftur fyrir ábendingarnar.

MommyToBe | 30. nóv. '16, kl: 18:21:20 | Svara | Meðganga | 0

Margar góðar hugmyndir eru þegar komnar. Það sem ég hef nýtt mér er meðgöngusund, snúningslak (keypt í eirberg), meðgöngu/stuðnings belti (keypt í eirberg - þau veita ráðgjöf hvað gæti hentað einnig eru upplýsingar á síðunni þeirra), hitapoki (nota hitapoka sem stungið er í samband, með þremur hitastillingum). Mér fannst hjálpa að fara í stutta göngutúra. Mæli með því að eiga hækjur til þess að nota þegar þú ert þreytt í líkamanum, amk. beyti ég líkamanum rangt við gang þegar ég er þreytt, haltra einhvernvegin. Fara í heita potta og líka bara vera í sundlaug, svo gott að vera í vatninu þar sem allar hreyfingar eru auðveldari.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
morgunógleði og yfirmaður ljoshaerd92 13.10.2016 18.12.2016 | 20:34
Borga inn á kreditkort Emma Potter 17.12.2016 17.12.2016 | 16:07
Vottorð til að minnka vinnuhlutfall , andleg líðan. toppskarfur 30.11.2016 16.12.2016 | 21:02
Fæðingarorlof LilMissSecretSunshine 16.12.2016 16.12.2016 | 20:49
finnast kynlíf ógeðslegt marsmamma15 2.12.2016 13.12.2016 | 20:19
bumbur maí 2017 GEK89 13.10.2016 11.12.2016 | 14:19
TVÍBURAMÖMMUR spurningar til ykkar ! :) 123mxo 27.10.2016 7.12.2016 | 23:26
Kjúklingaborgari LilMissSecretSunshine 3.12.2016 5.12.2016 | 11:27
Óskabörn síðan sykurbjalla 2.12.2016
einhver sem á auka pergó? eb84 30.11.2016 30.11.2016 | 20:41
Grindargliðnun Sjofnth 31.10.2016 30.11.2016 | 18:21
Nezeril Húllahúbb 22.11.2016 30.11.2016 | 18:15
Sálfræðiaðstoð á meðgöngu slapi01 30.11.2016 30.11.2016 | 18:09
júníbumbu vantar smá hjálp Noria 30.11.2016 30.11.2016 | 13:12
samvisku bit -barn nr 2 mialitla82 24.11.2016 30.11.2016 | 12:22
Pælingar varðandi skiptiborð cherry blossom 16.11.2016 26.11.2016 | 20:32
Fæðingarorlof - peningur toppskarfur 22.11.2016 25.11.2016 | 21:23
KÍKIÐ Á salio 24.11.2016
Sertral á meðgöngu rosewood 18.10.2016 22.11.2016 | 10:34
Fæðingalæknir #stjarna# 19.11.2016 20.11.2016 | 23:02
engar hrefingar stóratá 31.10.2016 16.11.2016 | 20:01
Óléttupróf sem sýnir vikur cherry blossom 16.11.2016 16.11.2016 | 19:08
Draumabörn abcd123 13.11.2016 14.11.2016 | 21:15
Júlí bumbur abcd123 13.11.2016
Oskaborn - Hopur fyrir reynerí, meðgöngu og missi sykurbjalla 5.10.2016 13.11.2016 | 11:19
Meðganga eftir missi... stuðningssíða Mysterí 12.11.2016 12.11.2016 | 19:52
Fæðingarorlof strax á eftir fæðingarorlofi?! efima 9.11.2016 10.11.2016 | 21:10
Þessi umræðuþráður á lítið eftir! Bland.is 17.10.2016 9.11.2016 | 17:35
NÝTT SPJALL sykurbjalla 9.11.2016
Seinkað i snemmsónum. PurpleBanana 28.10.2016 1.11.2016 | 10:56
át óvart hrátt kjöt.. panic mega samviskubit mialitla82 27.10.2016 31.10.2016 | 22:24
Óléttupróf lottaloppa 31.10.2016 31.10.2016 | 16:19
Dagmömmur taken 31.10.2016
Ungar mæður á facebook? Kitt Kat 3.10.2016 28.10.2016 | 11:14
Skemmtileg meðgönguleikfimi hjorsey 12.10.2016 28.10.2016 | 10:07
Jákvætt þungunnarpróf, hvað næst ? starfslið 21.10.2016 26.10.2016 | 10:48
Hreyfingar 13 vikur + 3 dagar jessie j 25.10.2016 25.10.2016 | 23:57
mars 2017 hópur Burkni87 12.8.2016 24.10.2016 | 13:51
Hvít lína á þungunarprófi bananapancake 23.10.2016 23.10.2016 | 23:50
...Jákvætt sentif 21.10.2016 23.10.2016 | 19:47
Heimafæðing Tiga 16.10.2016 23.10.2016 | 13:15
á einhver Pergotima eb84 20.10.2016
Engin einkenni mammamö 20.10.2016
Apríl 2017 - Facebook hópur Vindhviða 16.9.2016 19.10.2016 | 07:17
12v sónar og fyrsti tími í mæðravernd mey21 14.8.2016 16.10.2016 | 22:01
stutt á milli dipsy1 13.10.2016 14.10.2016 | 09:09
ljósmæður á LSH Lilla80 29.3.2016 13.10.2016 | 09:11
getur einhver bent mér á góða starfsmannaleigu johnsupercash 13.10.2016
Vinnuveitandi. Húllahúbb 10.10.2016 12.10.2016 | 19:21
hjartsláttur- aukaslög glámur 12.11.2007 11.10.2016 | 19:50
Síða 6 af 8202 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Guddie, tinnzy123, annarut123, Hr Tölva, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien