Er þetta ekki óþarfi?

gruffalo | 5. nóv. '15, kl: 14:52:38 | 697 | Svara | Er.is | 9

http://www.dv.is/frettir/2015/11/5/gunnar-kom-upp-um-starfsmann-quiznos-batur-skorinn-med-hnifi-sem-la-golfinu/

Að taka starfsmanninn upp á myndband og setja inná netið? Þetta er auðvitað óásættanlegt og allt það en mér hefði nú látið nægja að ræða þetta við rétta aðila á staðnum. Finn afskaplega til með stúlkunni, hvort sem hún gerði þetta í einhverju hugsunarleysi eða ekki

 

BlerWitch | 5. nóv. '15, kl: 14:58:26 | Svara | Er.is | 1

Jú mér finnst það. En þú ert nú samt að dreifa þessu :)

gruffalo | 5. nóv. '15, kl: 15:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jamm, ég hef litlar áhyggjur af því þar sem allt landið er liggur við búið að sjá þetta. En mér finnst alveg mega ræða hvað má og hvað má ekki setja á internetið.

LadyGaGa | 5. nóv. '15, kl: 15:10:24 | Svara | Er.is | 1

Mér fannst þetta ljótt, vorkenni þessari manneskju.

janasus | 5. nóv. '15, kl: 15:13:19 | Svara | Er.is | 3

Ég myndi segja að þetta sé alls ekki óþarfi.
Ég neita að trúa því að þetta hafi verið "hugsunarleysi" því allir sem á annað borð vita að það sem dettur i golfið á ekki að fara í mat, hvað þá mat sem verið er að selja.

Þessi stelpa hefur einfaldlega ekki kunnáttuna til þess að selja mat, og það er alveg jafn óásættanlegt og að maðurinn á sekkjaverkstæðinu viti ekki hvað hann er að gera, þu ert að borga fyrir fagleg vinnubrögð.

Þess fyrir utan þá hefði almenningur ekki fengið að vita af þessu ef ekki væri fyrir videoið, og þar af leiðandi aðhaldið fyrir matsölustaðinn ekkert.
Nú vitum við að við getum ekki einusinni treyst matsölustöðum fyrir almennu hreinlæti, þó svo að eldhúsið sé opið og kúnninn geti fylgst með öllu.

Langar ykkur að vita hvað gerist í lokuðum eldhúsum, fyrst þetta gerist í opnu eldhúsi

gruffalo | 5. nóv. '15, kl: 15:15:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jújú, maðurinn hefði alveg getað sagt frá þessu á Facebook án þess að þurfa að afhjúpa manneskjuna, það var óþarfi.

...og við höfum alltaf vitað að það er aldrei hægt að treysta matsölustöðum 100% fyrir hreinlæti.

ragnarth | 5. nóv. '15, kl: 15:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hvað þú ákveður að trúa hefur ekkert að gera með hvað er satt og rétt í þessu máli. Það er algjör óþarfi að niðurlægja manneskjuna svona. Það er nóg að hafa samband við yfirmenn hennar og leysa málið þannig.

LadyGaGa | 5. nóv. '15, kl: 16:27:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kannski fékk þessi manneskja ekki nægjanlega kennslu eða að reglur staðarins séu ekki nægjanlega kynntar fyrir starfsfólki. 

gunnip76 | 5. nóv. '15, kl: 18:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

þetta er ekki eitthvað sem þú átt að læra þegar þú byrjar á nýjum vinnustað.

Þetta er svipað og að vita að sturta niður eftir sig og þrífa á sér hendurnar, eitthvað sem á að lærast í uppeldinu og gerist sjálfkrafa.

Þessvegna segi ég að þetta geti ekki verið hugsunarleysi eða kennsla nýrra starfsmanna.
Ef eitthvað dettur í gólfið á meðan á matargerð stendur þá tekur þú það ósjálfrátt upp og setur í vaskinn/ruslið

Þetta snýst um almennt hreinlæti við matargerð.

LadyGaGa | 5. nóv. '15, kl: 19:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekki víst að það sé common sense hjá 17-18 ára krökkum þó að flestum þyki það sjálfsagt.

Kung Fu Candy | 5. nóv. '15, kl: 20:12:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég elda heima hjá mér og eitthvað dettur í gólfið, þá fer það ekkert endilega í ruslið. Ég myndi alveg nota hníf sem hefði dottið á gólfið, eða borða kexið, brauðið eða eplið sem gerði það líka. Og ég lifi enn.

amarslik | 15. nóv. '15, kl: 17:27:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki matur sem þú selur......Fólk getur krossmengað heilan veitingastað og gefið salmónellu og campphylo án þess að gera sér grein fyrir því

amarslik | 15. nóv. '15, kl: 17:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki skrýtið að þetta sé fjögurra ára nám og mér finnst að fólk sem vinnur á svona skyndibitastöðum verði að taka eitthvað basic námskeið í meðhönlund matar......

Pippí | 5. nóv. '15, kl: 15:26:34 | Svara | Er.is | 3

Jú mér finnst þetta mjög lélegt. Það hefði verið hægt að höndla þetta á marga aðra vegu sem felur ekki í sér að niðurlægja stelpuna. 
Nú langar mig samt að spyrja, má bara taka fólk upp á myndband að því forspurðu og blasta því útum allt?

gruffalo | 5. nóv. '15, kl: 15:27:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo virðist vera, m.v. allt sem er á internetinu :o

GoGoYubari | 5. nóv. '15, kl: 15:35:07 | Svara | Er.is | 18

WERE ALL GONNA DIIIIIIE


seriously fólk er orðið geðbilað. Einn. Fokking. Hnífur. 


Hann fékk nýjan bát, þurfti ekki að gera neitt meira mál úr þessu.


Þessar myndbandsupptökur og "afhjúpanir" hræða mig.

BlerWitch | 5. nóv. '15, kl: 16:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef einn fokkin hnífur er í lagi, hvað er þá fleira í lagi? Mér finnst þetta ógeðslegt þó þetta sé kannski ekkert stórmál eitt og sér. Þetta er allavega klárlega prinsippmál.

GoGoYubari | 5. nóv. '15, kl: 19:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Það sem ég set mest út á við þetta er að hann tók eftir því að hnífurinn væri í gólfinu og beið svo eftir því að stelpan myndi gera þessi mistök til þess að geta hankað hana á því. Svo lét hann hana gera bátinn, heimtar nýjan og setur svo herlegheitin á netið. Já það á að vera frekar basic þegar maður vinnur með mat að taka ekki hníf uppúr gólfinu og nota hann, en mér finnst það sem þessi maður gerði kvikindislegt. 

Nói22 | 5. nóv. '15, kl: 20:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það var eiginlega það sem pirraði mig mest. Hvernig hann virtist fá eitthvað út úr því að hanka hana á einhverju. Og setur þetta svo á netið þrátt fyrir að hafa fengið nýjan bát. Mér finnst þessi maður eiginlega koma verst út úr þessu sjálfur.

BlerWitch | 6. nóv. '15, kl: 11:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er algjörlega sammála þér með það. Mjög lúalegt og ég finn til með þessum starfsmanni.

Petrís | 5. nóv. '15, kl: 17:13:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað ef hún er búin að nota sama hanskann í klukkutíma, þurrkar sér um nefið, klórar sér í afturendann, tekur við skítugum kortum og peningum og skellir svo höndunum í kálið. Þetta er ótrúlega ógeðslegt og ég hélt að svona lágmarkshreinlæti væri kommon sens hjá flestu fólki

GoGoYubari | 5. nóv. '15, kl: 19:01:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

kannski drepstu bara næst þegar þú smakkar á quiznos

Petrís | 5. nóv. '15, kl: 19:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er engin hætta á að ég fái mér aftur Quiznos nokkru sinni, ef þetta er standardinn hjá þeim þá eru nógir aðrir staðir með starfsfólk með verksvit

GoGoYubari | 5. nóv. '15, kl: 19:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

í hvert skipti sem fólk fer út að éta,  í matarboð eða hvað sem það er þá tekur það "lífshættulega" áhættu. Ef fólk er svona sýklahrætt þá ætti það bara að vera heima hjá sér.


En að öllu gríni slepptu þá vissulega voru þetta mistök hjá stelpunni og við vitum ekkert hvað vakti fyrir henni, eflaust var hún bara að flýta sér og gerði þetta í hugsunarleysi. Óþarfi að gera lítið úr henni á internetinu samt.

visindaundur | 5. nóv. '15, kl: 16:14:01 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi bara fara að biðja hana oft um pössun líka, á ykkar viku og vera svo voðalega hissa eitthvað þegar hún er ekki til í það....nú ! erum við ekki að hjálpa hvort öðru með börnin ?.  Ef hún er alls ekki til í að koma til móts við ykkur verður að setja reglur um að á hennar viku reddi hún sjálf pössun fyrir börnin ef hún þarf að fara eitthvað og þið gerið það sama hjá ykkur.  Ég myndi bara hringja sjálf í hana og biðja um pössun svona 3-4 kvöld í hennar viku og sjá hvort hún áttar sig ekki á tilætlunarseminni.  Það að börnin hringi og þurfi aðstoð í daglegu lífi þó þau búi annars staðar finnst mér alveg eðlilegt, það er hluti af því að vera foreldri að vera alltaf til staðar fyrir þau.

Abba hin | 5. nóv. '15, kl: 16:25:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held þú sért í rangri umræðu félagi.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Allegro | 5. nóv. '15, kl: 16:23:01 | Svara | Er.is | 2

Finnst þetta lélegt af viðkomandi, þ.e þeim sem tekur upp videoið og setur það á netið. Skil ekki tilganginn, nema til að niðurlægja manneskjuna.

Hauksen | 5. nóv. '15, kl: 19:08:22 | Svara | Er.is | 2

Þetta er hrikalegt einelti. Hægt ad leysa svona smámál ödruvísi.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

KolbeinnUngi | 5. nóv. '15, kl: 21:27:45 | Svara | Er.is | 1

hef nú séð matreiðslumeistara taka up töngu uppúr golfinu og setja aftur í matinn. heppinn ég var búinn að setja á diskinn.
þessi gunni hefði nú átt bara að sýna Olís þetta alveg frá byrjun. áður hann uploadar þessu á netið

Alli69 | 5. nóv. '15, kl: 23:31:04 | Svara | Er.is | 2

Kannski var hann bara fjórar sekúndur á gólfinu ?

https://tc120.files.wordpress.com/2014/08/5-second-rule-t-shirt-food-germs-pizza.jpg

Herra Lampi | 6. nóv. '15, kl: 03:11:49 | Svara | Er.is | 2

Hefði ekki verið nóg að senda myndbandið á staðinn e'a til yfirmanns?

Greyið stelpan.

En samt á sama tíma á að vera svona automatic að skola hníf sem var á gólfinu.

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

JackPot | 6. nóv. '15, kl: 08:16:10 | Svara | Er.is | 4

Finnst þetta slæm hegðun hjá þeim sem tekur upp myndbandið. Hvaða heimild hafði hann mynda stelpuna og setja á Netið? Bað hann hana um leyfi? Eigum við ekki bara að hætta öllu þessu persónuverndarkjaftæði? Við erum farin að mónitera okkur sjálf!


Auðvitað átti hún ekkert að nota hnífinn en ábending hefði dugað. Það gera allir mistök og vonandi læra af þeim. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Síða 10 af 47979 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien