Íbúðarkaup

namaate | 18. jan. '16, kl: 17:24:35 | 1713 | Svara | Er.is | 0

Hæ ! Þið fróða fólk, getið þið frætt mig aðeins um það hvernig fólk (eins og ég og maðurinn minn) sem á lítinn sparnað, og er með litlar tekjur, getur keypt sér íbúð í dag? Er málið bara að safna í tvö+ ár til að eiga fyrir útborgun?

 

Splæs | 18. jan. '16, kl: 17:25:26 | Svara | Er.is | 5

Held þú komir þér ekki upp sjóð í útborgun nema safna fyrir því.

Ice1986 | 18. jan. '16, kl: 17:37:20 | Svara | Er.is | 1

Hvað eruð þið með í tekjur og hvað eigiði í sparnað? Hvað ertu að spá í stórri íbúð?
Og eigið þið börn/bíl eða skuldir/lín ?

Máni | 18. jan. '16, kl: 17:41:50 | Svara | Er.is | 4

Fólk með lítinn sparnað og lágar tekjur kaupir mjög ódýrar íbúðir í besta falli.

Anímóna | 18. jan. '16, kl: 17:44:09 | Svara | Er.is | 1

Er í sömu stöðu og verst af öllu er hvað erfittc er að safna þegar leiguverð er jafnhátt og það er....
Svo er lágmarksútborgun fyrir litla 30 milljón króna íbúð um 6 millur, maður safnar þeim ekkert á skömmum tíma :(

Abba hin | 18. jan. '16, kl: 17:56:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki beinlínis verið að gera manni þetta auðvelt :(

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

leigubílstjóri dauðans | 20. jan. '16, kl: 20:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

4.5 ef það eru fyrstu íbúðakaup.

Sökkar auðvitað samt, þetta kerfi hérna.

-----

passoa | 18. jan. '16, kl: 17:50:19 | Svara | Er.is | 3

Held það væri nú bara ansi gott ef þið mynduð ná að safna útborguninni ykkar á tveimur árum :p

Kentár | 18. jan. '16, kl: 17:55:42 | Svara | Er.is | 1

Þetta er á fimm ára planinu hjá okkur. Vona bara að við getum búið í ágætlega ódýru leiguhúsnæði á meðan. En þetta er frekar erfitt.

hillapilla | 18. jan. '16, kl: 20:37:40 | Svara | Er.is | 3

Kaupir íbúð eingöngu á áhvílandi lánum.

auglysingarnar | 18. jan. '16, kl: 21:51:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Íbúðaverð hækkar hraðar en sparnaðurinn.

Anímóna | 19. jan. '16, kl: 13:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki hægt, það eru eiginlega alltaf a.m.k 3-4 milljónir á milli nema úti á landi.

nefnilega | 19. jan. '16, kl: 13:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komdu í landsbyggðina mína :)

bananabongo | 21. jan. '16, kl: 05:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er nóg af vinnu á landsbyggðinni þinni?

bananabongo | 21. jan. '16, kl: 06:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það í boði á í allri eignamynduninni sem á sér stað hjá núverandi húsnæðiseigendum á höfuðborgarsvæðinu.

Ungt fólk í lægri stéttum eða eignalítið hefur fáa möguleika nema landsbyggðina. Þannig er það bara á Íslandi í dag.

Louise Brooks | 21. jan. '16, kl: 10:01:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst það ekki fýsilegur kostur að flytja út á landsbyggðina þegar allt stuðningsnetið mitt er í bænum. Það myndi bara auka á félagslega einangrun og gera mér lífið enn erfiðara en það er fyrir.


Það geta ekki allir rifið sig upp með rótum og flutt á landsbyggðina. 

,,That which is ideal does not exist"

evitadogg | 24. jan. '16, kl: 22:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú veit eg ekkert um þitt líf eða stuðningsnet en einfaldara líf og fámennara umhverfi gæti samt etv hjálpað einhverjum sem eiga það erfitt í bænum eða eru einangraðir. Þarft btw ekkert að taka þessu til þín, vildi bara koma þessu að.

Louise Brooks | 24. jan. '16, kl: 22:10:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég á einmitt góða vinkonu sem að ólst upp hér í bænum sem að keypti sér í hús í Borgarnesi og gæti ekki verið sáttari en ég veit að það er ekki fyrir mig. Ég þekki reyndar bara ansi marga sem hafa gert þetta en málið er að ég gæti ekki hugsað mér þetta og svo er makinn alinn upp í sama bæjarfélagi og þú ólst upp í ef ég man rétt og hann vill aldrei aftur flytja út á land. Hann meikar illa fámennið og smábæjarmentalitetið. 

,,That which is ideal does not exist"

evitadogg | 24. jan. '16, kl: 22:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það á ekki við alla enda meinti eg það ekki þannig :) ég gæti hugsað mer að flytja i minn heimabæ en a slatta af skyldfólki nokkrum fjörðum, mikið af ungu fólki og stutt á milli bæja. Ég gæti svei mér þá alveg hugsað mér að búa þar.

evitadogg | 24. jan. '16, kl: 22:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úbbs, þarna á að vera "gæti ekki hugað mer að flytja í minn heimabæ"

Louise Brooks | 25. jan. '16, kl: 00:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þinn heimabær alveg æðislegur. Stefni á að heimsækja tengdó í sumar vonandi.

,,That which is ideal does not exist"

bananabongo | 24. jan. '16, kl: 23:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú auðvitað flytur ekki í ódýrara umhverfi vegna þess að þú hefur val um annað. Sumir hafa ekki val lengur og verða að finna sér ódýrara svæði hvort sem þeim líkar það eða ekki.

Louise Brooks | 25. jan. '16, kl: 00:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Í mínu tilfelli snýst þetta reyndar ekki um eitthvað snobb ég gæti alveg hugsað mér að búa í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Málið er að ég á barn sem þarf alls konar sérfræðiþjónustu sem að er bara í boði á höfuðborgarsvæðinu og þar á ég alla mína nánustu fjölskyldu sem getur aðstoðað mig með barnið sem að þau gætu ekki gert ef ég byggi mikið lengra frá. Fyrir mig er þetta ekki mikið val þetta er spurning um að geta veitt barninu það sem það þarf til þess að gera því lífið auðveldara. 

,,That which is ideal does not exist"

bananabongo | 27. jan. '16, kl: 22:09:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að svara þessum orðum þínum.
"Ég þekki reyndar bara ansi marga sem hafa gert þetta en málið er að ég gæti ekki hugsað mér þetta og svo er makinn alinn upp í sama bæjarfélagi og þú ólst upp í ef ég man rétt og hann vill aldrei aftur flytja út á land. Hann meikar illa fámennið og smábæjarmentalitetið. "

Skiljanlega getur fólk með kanski langveik börn ekki búið nema nálægt spítala. Ekkert val um annað í þannig aðstæðum.

Yxna belja | 18. jan. '16, kl: 21:50:16 | Svara | Er.is | 1

Safnar eins og það getur, nýtir sér viðbótarlífeyrissjóðsleiðina og kaupir svo ódýra eign, gjarnan með yfirtöku lána (ath samt að það er alls ekki alltaf hagstætt að yfirtaka lán).

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Anímóna | 19. jan. '16, kl: 21:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er lífeyrissjóðalán í boði í dag?

Yxna belja | 19. jan. '16, kl: 22:24:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já... En annars var ég ekki að tala um lífeyrissjóðslán heldur viðbótarlífeyrissöfnun til útborgunar í íbúð.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Anímóna | 20. jan. '16, kl: 15:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viðbótarlífeyrissöfnun tekur bara allt of langan tíma!
En fyrst lífeyrissjóðalán eru í boði, af hverju eru ekki allir að taka þau?

Mainstream | 20. jan. '16, kl: 15:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir lána fyrir allt að 75% núna. Ef íbúðin kostar 30 milljónir geturðu fengið 22,5 milljónir lánaðar. Þarft "bara" að eiga 7,5 milljónir....og standast greiðslumat. Hugsa að 25% útborgun og greiðslumatskrafan komi í veg fyrir að ekki allir séu að taka þessi lán.

Yxna belja | 20. jan. '16, kl: 16:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú nærð þér ekki í háar fjárhæðir með því en mjög góð viðbót við annan sparnað engu að síður.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

bogi | 20. jan. '16, kl: 17:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók lífeyrissjóðs lán, það eru hagstæðustu kjörin í augnablikinu og mjög margir að taka þar. Það var brjálað að gera á lánadeildinni.

bananabongo | 21. jan. '16, kl: 06:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lána lífeyrirssjóðirnir 75% líka? Hverjir hafa rétt á lífeyrissjóðsláni?

Skreamer | 24. jan. '16, kl: 23:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ennþá hægt að taka út viðbótarlífeyrissparnað, ég hélt nefnilega ekki sko!

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Yxna belja | 24. jan. '16, kl: 23:39:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já í tengslum við íbúðakaup. En ekki uppsafnaðan viðbótarlífeyri.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Skreamer | 25. jan. '16, kl: 01:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok nú spyr ég eins og fáviti, hver er munurinn á viðbótarlífeyrissparnaði og uppsöfnuðum viðbótarlífeyri?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Yxna belja | 25. jan. '16, kl: 07:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Með uppsafnaður á ég við það sem þú átt inni nú þegar. Þú getur ekki tekið það út.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Skreamer | 25. jan. '16, kl: 10:17:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hah það sökkar bigtæm

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Dia3 | 19. jan. '16, kl: 21:38:10 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst búin hækka voða mikið ibúð til sölu vá dýrt. Ég held voða erfitt að kaupa ibúð núna i dag er það ekki rétt ? Hvænar verður að lækka verð ibúð ?

12stock | 19. jan. '16, kl: 22:34:41 | Svara | Er.is | 3

Hvernig étur maður fíl?

Einn bita í einu. Þetta er ekki flókið.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

12stock | 19. jan. '16, kl: 22:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Lykilatriði er að byrja að leggja fyrir. Maður sér ekki árangur strax.

Fjármál og líkamsrækt eru ekki svo ólík. Ef að maður temur sér það að leggja fyrir/hreyfa sig að þá smátt og smátt eignast maður sparifé eða kemst í gott líkamlegt form. Aftur á móti, þegar maður þarf pening strax eða er orðinn of þungur að þá reynir fólk að finna einhverja töfralausn, ...þið skiljið vonandi hvert ég er að fara.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

bogi | 20. jan. '16, kl: 17:21:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

9% hækkun fasteignaverðs á einu ári, spáir 8% í viðbót. Þetta er varla fræðilegur ...

12stock | 20. jan. '16, kl: 17:55:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það er nær útilokað að safna fyrir útborgun á einu ári. En einhverntímann verður fólk að byrja og besti tíminn til þess að byrja er núna.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Mainstream | 19. jan. '16, kl: 22:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað kemurðu mörgum fýlum fyrir í Volkswagen?

12stock | 19. jan. '16, kl: 22:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Beislaða? Ég hef ekki talið þá. Nokkur hundruð/þúsund?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Mainstream | 19. jan. '16, kl: 22:38:19 | Svara | Er.is | 2

Það hefur ekki verið jafn auðvelt að spá fyrir um þróun húsnæðisverðs og núna. Það mun hækka á næstu misserum. Á því er enginn vafi. Þannig að ef staða fólks er slæm núna til að kaupa íbúð, þá er hún ekki að fara að skána. 


Það segir sig sjálft að ef verð á íbúð mun t.d. hækka um 3 milljónir á næsta ári, gagnast lítið að ná að safna 2 milljónum á sama tímabili.

Triangle | 21. jan. '16, kl: 04:33:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gagnast alveg eitthvað.


Útborgun í íbúð sem hækkar um 3 milljónir er "bara" að hækka um sirka 600 þúsund á árinu, þannig að með tveim millum ertu komin 1,4 milljónum nær því að geta hoppað á lestina.






Hér er 30 milljóna dæmi sem hækkar um 8% á ári næstu 5 árin, mjög gróflega reiknað, en já.





3 ár, sirka, að safna í útborgun -- að því gefnu að húsnæðisverð eigi ekkert eftir að falla við losun hafta.

Mainstream | 21. jan. '16, kl: 09:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já þú hefur alveg rétt fyrir þér en þetta er ekki góð staða. Þetta þýðir að þú getur safnað og náð að kaupa íbúð eftir nokkur ár þegar verðið er búið að hækka töluvert og skuldsett þig þeim mun meira. Þetta gerði einn vinnufélagi minn. Safnaði eins og brjálæðingur og náði að kaupa íbúð í upphafi árs 2008. 

bananabongo | 21. jan. '16, kl: 07:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Núnú, hvar er þessi spá, er þetta álíka spádómur og var hampað árið 2007 rétt fyrir hrun?
Hvað mun húsnæði á Húsavík eða Hornafirði hækka mikið eða eigum við að segja lækka á næstunni?

Mainstream | 21. jan. '16, kl: 09:28:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bankarnir spáðu reyndar lækkun á húsnæðisverði fyrir hrun, bara ekki jafn miklu og reyndin varð.

bogi | 21. jan. '16, kl: 21:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Húsnæði á Hornafirði hefur örugglega hækkað eitthvað svipað og á höfuðborgarsvæðinu. Mig minnir að í sömu frétt hafi verið talað um að húsnæðisverð á Akureyri hafi hækkað meira en í Reykjavík. 

Louise Brooks | 21. jan. '16, kl: 21:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leigumarkaðurinn á Hornafirði er líka ekkert skárri en hér í bænum. Ég þekki aðeins til þar og algengt útleiguverð á einbýlishúsum er um og yfir 200.000 kr. Mér finnst það mjög mikið.

,,That which is ideal does not exist"

Anímóna | 24. jan. '16, kl: 12:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Almennt útleiguverð á þriggja herbergja 70 fermetra íbúð í Vesturbænum er 200.000. 

Louise Brooks | 24. jan. '16, kl: 21:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vesturbærinn er náttúrlega sér á báti þegar kemur að leigu og kaupverði. Foreldrar mínir eru að fara að selja 60 fm 2 herbergja íbúð kjallaríbúð seinna á árinu og það er allar líkur á að það verði settar ca 30 millur á hana. Þú veist hvar það er á meðan hér í 108 er hægt að fá ca 80-90 fm blokkaríbúð á svipuðu verði. Kunningjafólk mitt var að selja 108 fm blokkaríbúð um daginn hérna rétt hjá á frábærum stað á 35 milljónir og það var slegist um hana svo að það er auðvitað allt að hækka núna.

,,That which is ideal does not exist"

bananabongo | 25. jan. '16, kl: 21:17:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virðist ekki vera.
"Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 6,7%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,2%, matið hækkar um 2,8% á Vesturlandi, 1,1% á Vestfjörðum, 3,8% á Norðurlandi vestra, 5,2% á Norðurlandi eystra, 2,8% á Austurlandi og 2,6% á Suðurlandi."
http://www.skra.is/markadurinn/markadsfrettir/frett/2015/06/02/Fasteignamat-2016/

Auk þess virðist húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í dag oft seljast á langt yfir fasteignamati en húsnæði á mörgum stöðum á landsbyggðinni fer á langt undir fasteignamati.

Það er ljóst að höfuðborgarsvæðið er fyrir þá efnameiri og forréttindahópa, hinir verða að fara út á landsbyggðina ef þeir vilja eignast húsnæði.

steinaseina | 26. jan. '16, kl: 11:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Norðurland eystra er ekki bara Akureyri sko. Fasteignaverð á Akureyri hefur hækkað mikið að undanförnu en kannski ekki jafn mikið á Raufarhöfn eða Ólafsfirði ;) http://www.ruv.is/frett/fasteignaverd-haekkadi-mest-a-akureyri

Roswell | 20. jan. '16, kl: 21:55:40 | Svara | Er.is | 0

Ég og minn maður erum í svipuðum pælingum, fæ nú bara hnút í magann að sjá svörin hérna - þessi hækkun á fasteignamarkaði hræðir mig mikið.
Við erum bæði tiltölulega nýkomin úr námi, ég kláraði síðasta sumar og hann sumarið á undan. Erum að leigja litla kjallaraíbúð á 145 þús á mánuði + rafmagn. Vorum með mikil útgjöld í fyrra, ég fór til spánar í útskriftarferð, hélt útskriftarveislu og fórum saman í 2 vikna ferð til USA, þannig að almennilegur sparnaður er eiginlega að byrja bara núna árið 2016. 
Eigum rétt um milljón þegar við tökum trygginguna á leiguíbúðinni með (sem er um 290 þús).
Við ætlum ÆTLUM að kaupa í byrjun næsta árs, ef allt gengur vel ættlum við að geta lagt fyrir 150-200 þúsund á mánuði minnst, sem gera um 1,8-2,4 mill. Erum með viðbótarlífeyrissparnað sem ætti að vera um 1,5 mill í byrjun næsta ár og ég er að treysta á að geta notað það upp í útborgun. Viðurkenni þó að ég þekki ekki nógu vel hvernig það virkar. Geri ráð fyrir að við munum þurfa að taka 85% lán eða viðbótarlán (Íslandsbanki lánar allt að 2 mill í útborgun á fyrstu íbúð) en við ættum að vera fljót að borga það lán upp, kannski 5-7 mánuði.
Svo er ég að safna líka fyrir 8-10 vikna ferðalagi sem ég fer í með vinkonu minni í haust. Erum bæði með sæmilegar tekjur og þannig séð ekki há útgjöld, en getum reyndar alveg verið mun strangari við okkur.
Svo erum við að gæla við hugmyndina að flytja inn á foreldra í haust og vera þar í 5-6 mánuði, spara þá auka 150 þúsund á mánuði sem gera 700-900 þúsund í viðbót. 
Ég get tekið fullt af aukavöktum og er aðallega á næturvöktum til að hífa upp launin og maðurinn minn er komin með hlutastarf þar sem það er ekki í boði á hans vinnustað að taka yfirvinnu

---------------------------------------

tóin | 21. jan. '16, kl: 08:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndi endurskoða útreikningana ef þú ætlar í 8-10 vikna ferðalag erlendis

Roswell | 22. jan. '16, kl: 11:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búin að reikna fram og tilbaka og þetta ætti að ganga upp. í versta falli þá myndi frestast íbúðakaup um nokkra mánuði. 

---------------------------------------

tóin | 22. jan. '16, kl: 12:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit ekki um neina vinnu þar sem fólk hefur 8-10 vikna sumarfrí - lágmarksfjöldinn er 24 dagar og max er almennt 30 dagar, sem þýðir um 5-6 vikna sumarfrí á launum (þar sem fólk er á launum í sumarfríinu, en fær ekki orlofið greitt út).  Þú ert því launalaus í 2-4 vikur (að því gefnu að þú fáir orlof í svo langan tíma).

Og þú tekur fram í upphafsinnlegginu að þið eigið lítinn sparnað og með litlar tekjur.

Roswell | 22. jan. '16, kl: 19:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki með upphafsinnleggið samt, við erum 2 með þokkalegar tekjur og lítil útgjöld sem yrðu enn minni ef við flytjum inná foreldra í haust sem við erum alvarlega að spá í. Og með sumarfríið þá er eg að vinna á næturvöktum sem eru 1,5 tímum lengri en venjulegar vaktir, og þessa tíma fær maður uppí frí- venjulega 1-2 aukafrídaga í manuði, eg ætlaði að kanna hvort eg mætti safna þessum dögum saman i nokkra manuði og nota þa í þetta fri. Mun eiga um 5 vikur i sumarfri i haust en bjost svosem við að þurfa að taka eitthvað launalaust, vaktavinna byður samt uppa marga möguleika til að fiffa vöktum til og vinna ser inn lengri frí en ef maður er i dagvinnu:) annars kemur þetta allt i ljos þegar nær dregur

---------------------------------------

Mainstream | 21. jan. '16, kl: 09:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki hægt að nota séreignarsparnað fyrir útborgun. I wish! 


Svo er ekki bæði haldið og sleppt í fjármálum. Flestir þurfa að velja milli þess að fara í mikil ferðalög eða safna í útborgun. Við fórnuðum ýmsu þegar við keyptum íbúðina okkar á sínum tíma.

xarax | 21. jan. '16, kl: 20:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur samt fram á leidrettingin.is að hægt sé að nota séreignarsparnað í útborgun?

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

rokkari | 21. jan. '16, kl: 21:00:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft samt að sækja um það fyrirfram held ég. Ættir að finna upplýsingar á heimasíðu viðkomandi sjóðs.

nerdofnature | 24. jan. '16, kl: 22:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekki bara að þú þarft ekki að sækja um fyrirfram, heldur geturðu ekki sótt um að nýta sparnaðinn upp í íbúðarkaup fyrr en þú ert komin með kaupsamninginn.

rokkari | 21. jan. '16, kl: 21:03:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

https://www.islandsbanki.is/einstaklingar/sparnadur/skattfrjals-radstofun/ eitthvað um þetta hér.

Roswell | 22. jan. '16, kl: 11:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hehe vissi að einhver myndi kommenta á þetta. Ég tel mikilvægt fyrir mig að upplifa heiminn og læt það ganga fyrir annað, annað fólk getur svo forgangasraðað fyrir sig. Ég er bara 25 ára og það myndi svosem ekki fara með mig þó ég kaupi ekki íbúð strax. 


Samkvæmt VÍB, þar sem ég er með minn séreignarsparnar er hægt að nýta iðgjölg í sparnað fyrir útborgun á húsnæði, talið upp sem einn af kostum þess að vera með séreignasparnað. 

---------------------------------------

Mainstream | 22. jan. '16, kl: 11:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú getur notað greiðslur sem annars færu í séreignasparnað sem húsnæðissparnað en það er ekki hægt að nota uppsafnaðan sparnað til að kaupa íbúð. Annars værum við að skoða einbýli þessa dagana :P


Ég er sammála þér að það er mikilvægt að skoða heiminn og er ekki að gagnrýna það. Vildi bara benda á að það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og borða hana.

Roswell | 22. jan. '16, kl: 19:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sorry, ætlaði ekki að vera leiðinleg :) mér skilst samt að það seu 2 leiðir til að nýta sereignasparnaðinn, annars vegar eins og þu nefnir til að borga upp höfuðstolinn manaðarlega og hins vegar í útborgun a fyrstu íbuð. Og það eru einhver skilyrði samt sem fylga þessu, x há upphæð á einstakling og svo sambylisfolk og ma bara vera a akveðnu timabili

---------------------------------------

nerdofnature | 24. jan. '16, kl: 22:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru tvær leiði í boði til að nýta séreignarsparnaðinn
a) Þú átt nú þegar íbúð og getur nýtt iðgjöldin, sem annars færu inn á séreignarsparnaðinn, til að greiða niður lánið.


b) þú átt ekki íbúð og getur þá nýtt þann pening sem safnast upp á "leiðréttingar tímabilinu" (júlí 2014-júní 2017) sem hluta af útborgun fyrir íbúð. Skrifa þarf undir kaupsamninginn fyrir júlí 2019. Þú getur s.s. ekki nýtt þér allan þinn uppsafnaða sparnað, en allan sparnað frá júlí 2014 geturðu notað.


Um báðar leiðirnar gildir að það er hámark á hversu mikið af sparnaðinum þú mátt nýta.

kkee | 24. jan. '16, kl: 15:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú það er hægt

Ice1986 | 24. jan. '16, kl: 22:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert bara 25 ára þá myndi ég nú minnka pressuna sem þið eruð að setja á ykkur og gefa ykkur lengri tíma. Sérstaklega ef þú ætlar að ferðast líka sem kostar alveg svakalegan peninga. 8-10 vikna ferðalag er nú að fara éta upp sparnaðinn strax. 
Og ég vil ekki vera leiðinleg en þið þurfið líklegast meiri pening. Við erum að hugsa um að kaupa eftir 1 ár, þá reyndar 31 árs með 1 barn en verðum komin með rúmar 5 milljónir. Búin að tala við bankann og þeir töluðu um að við kæmumst ekki af með mikið minna ef við vildum íbúð í kringum 28 millj. Alls konar aukakostnaður sem fylgir þessu - mála og þess háttar og peningarnir fljótir að fara. 
Við spörum alveg svakalega. Förum ekki til útlanda, mjööög sjaldan í bíó, kaupum bara föt og skó sem eru nauðsynlegir. Verslum bara í bónus og "út að borða" er skyndibiti og spari hjá okkur. Hundleiðinlegt en það er eina leiðin til að gera þetta. 


En þú hefur rétt fyrir þér - þú getur notað séreignasparnaðinn við fyrstu útborgun - það er maxað í milljón á mann. Kom inn sérákvæði í lög sem rann út þessi áramót og það þurfti að sækja sérstaklega um þetta. Held að þeir hafi ílengt þessa heimild í einhver ár í viðbót

Roswell | 25. jan. '16, kl: 19:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta skýrist betur hvernig fer í byrjun næsta árs. 
Varðandi ferðalagið þá er ég tvöfalt sparnaðarkerfi, hluti fer á reikning merktan ferðalginu og hitt inn á húsnæðissparnað. Get ekki hreyft við húsnæðissparnaðinum fyrr en í janúar á næsta ári, þá opnast reikningurinn (læstur í 36 mánuði)


Vinkona mín keypti fyrir nokkrum mánuðum fyrstu eign, sem var á 32-33 milljónir. Þau borgðu 4,8 í útborgun (tóku 85% lán) og hefðu mátt taka 1,8 í viðbótarlán (semsagt hefði verið nóg fyrir þau að eiga 3 milljónir) en þurftu þess ekki. Það eru mjög misjafnar sögur sem maður heyrir, auðvitað mismunandi aðstæður fólks  en líklega mismunandi milli banka líka. Stefnum á greiðslumat í janúar 2017- gerum frekari plön eftir því sem kemur út úr því.  
Merkilegt hvað er miklu auðveldara að spara þegar maður er komin með markmið samt :) 

---------------------------------------

bananabongo | 21. jan. '16, kl: 05:29:26 | Svara | Er.is | 0

Þið virðist ekka geta keypt ykkur húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þið þurfið að safna lengur en tvö ár eins og staðan er í dag. Þið verðið að horfa út á land, Reykjanes eða Akranes eða Ísafjörður. Höfuðborgarsvæðið er ekki lengur í boði fyrir lágtekjufólk sem býr ekki við stuðning frá efnuðum foreldrum.

Ekkert nema landsbyggðin eða leiga hjá þeim sem eiga ekki pening eða búa við önnur forréttindi.

bananabongo | 21. jan. '16, kl: 05:44:01 | Svara | Er.is | 1

Er viturlegt að kaupa núna nema fyrir áhættufjárfesta? Er ekki fasteignamarkaðurinn orðinn eins og rétt fyrir hrun og stefnir hratt í 2007 og þá er stutt í annað hrun.

Verður kanski allt afskrifað aftur? Segið okkur satt, þið sem vitið.

Mainstream | 21. jan. '16, kl: 09:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fasteignamarkaðurinn núna er töluvert ódýrari að raunvirði en hann var t.d. í árslok 2007. Hrunið kom vegna gríðarlegrar skuldsetningar en núna eru skuldir að minnka og hagvöxturinn drifinn áfram af tekjuaukningu. Það er töluvert annað að hafa mikla peninga milli handanna vegna lántöku eða vegna tekna.

bananabongo | 24. jan. '16, kl: 07:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða stéttir hafa hækkað svona mikið í launum? Þessi launahækkun hefur alveg farið fram hjá mér.

bananabongo | 24. jan. '16, kl: 07:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú virðist hafa þekkingu á þessum markaði.
Heldur þú að ef fólk skuldsetji sig mikið við íbúaðrkaup í dag þá fái það afskrifað ef allt fer illa aftur?
Þarf endilega að vera svona mikil áhætta að kaupa íbúð. Er ég algjör aumingja að þora varla inn á þennan markað?

Mainstream | 24. jan. '16, kl: 12:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk sem kaupir íbúð í dag mun ekki fá neitt afskrifað enda engin þörf á því. Fasteignaverð er bara að fara að hækka.

bananabongo | 24. jan. '16, kl: 13:35:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef verður hrun, verður hægt að afskrifa skuldir aftur?

bananabongo | 25. jan. '16, kl: 21:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru tekjur almennt að hækka eins mikið og fasteignir?
http://kjarninn.is/skyring/2016-01-25-ibudaverd-haekkar-og-haekkar-fasteignamat-ibuda-haekkadi-um-303-milljarda/

Ég held að fólk sé að ofurskuldsetja sig og vonist svo eftir að fá afskrifaðar skuldir þegar bólan springur.

Mainstream | 25. jan. '16, kl: 21:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.  https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/laun-og-tekjur/launavisitala-i-desember-2015-haekkadi-um-09-fra-fyrri-manudi/


Þannig að það er engin bóla að myndast, hvað þá að springa.

bananabongo | 25. jan. '16, kl: 21:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég læt ekki plata mig aftur. Þetta var sagt rétt fyrir hrun. Bankarnir eru byrjaðir að leika sér aftur. Ég held að það sé að myndast bóla og bólur geta sprungið. Gleymum ekki hver græðir á hruni.

Aukinn kaupmáttur er varla að dekka aukna neyslu hvað þá bilaðan fasteignamarkað.

Mainstream | 25. jan. '16, kl: 21:44:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt fyrir hrun var lækkunum spáð á fasteignamarkaði.

bananabongo | 25. jan. '16, kl: 23:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var allt svo frábært þá, rétt fyrir hrun.

staðalfrávik | 25. jan. '16, kl: 11:33:12 | Svara | Er.is | 0

Það er hægt að fá ágætlega ódýrar íbúðir í nágrenni Reykjavíkur. Þegar það var farið að þrengjast um okkur seldum við 112 fm íbúðina okkar í RVK og keyptum okkur 200 fm einbýlishús í Vogunum og tókum 10 millur á milli. Smá af því fór í endurbætur en við hefðum svosem getað látið þær bíða. Ef verðið er ódýrt þarftu að safna minna.

.

neutralist | 25. jan. '16, kl: 20:41:14 | Svara | Er.is | 1

Þú þarft fyrir það fyrsta ekki að byrja á 30 milljón króna íbúð. Það er vel hægt að finna tveggja herbegja íbúðir í Breiðholti, Hafnarfirði og jafnvel víðar á 20 milljónir eða svo. Sumar jafnvel svotil á yfirtky, t.d.: http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/727816/?q=c051fedb1e28b2d0d06d742aa3604567&item_num=26

Varðandi litlar tekjur, getið þið bætt við ykkur aukavinnu tímabundið? Fólk þarf að leggja svolitið á sig tiil að kaupa sér íbúð.

neutralist | 25. jan. '16, kl: 20:41:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

yfirtöku átti þetta að vera.

neutralist | 25. jan. '16, kl: 20:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þriggja herb. í Hafnarfirði á 23 m. http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/722731/?q=c051fedb1e28b2d0d06d742aa3604567&item_num=41

bananabongo | 25. jan. '16, kl: 21:20:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Húsið virðist vera skemmt að utan og þá þarf að eiga fyrir viðgerðakostnaði. Hvað ætli kosti að laga svona?

thobar | 25. jan. '16, kl: 20:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bull er þetta alltaf um s.k. yfirtöku á lánum.


Við yfirtöku lána þarf að uppfylla sömu skilyrði og um nýja lántöku væri að ræða. Viðskiptavinur þarf að uppfylla sömu kröfur við yfirtöku lána eins og þegar verið er að taka ný lán. Standast greiðslumat og lánið þarf að vera innan lánshæfra veðmarka.


Yxna belja | 27. jan. '16, kl: 07:47:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Að sjálfsögðu þarf lántakandi alltaf að standast greiðslumat, hefur einhver haldið öðru fram? En varðandi veðsetningarhlutfall þá er það þannig "á pappírunum" að það sömu reglur gildi um veðsetningarhlutfall við yfirtöku lána eins og við töku nýrra lána. En það er langt frá því að allir lánveitendur fari eftir þeim reglum. Flestir meta hvert tilfelli fyrir sig og það eru ótal dæmi um að fólk hafi fengið að taka yfir lán sem eru hátt yfir hámarksveðsetningarhlutfalli eignar þrátt fyrir að það sé ekki leyfilegt á pappírunum.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

thobar | 27. jan. '16, kl: 22:01:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur einhver haldið öðru fram?
Svipuð umræða hefur oft verið hér og sumir hafa haldið því fram að það þurfi ekki.

T.d. túlka ég þetta svar hér ofar þannig....


hillapilla | 18. jan. '16, kl: 20:37:40 |  Svara | Er.is | 3

Kaupir íbúð eingöngu á áhvílandi lánum.



sigmabeta | 26. jan. '16, kl: 11:51:02 | Svara | Er.is | 0

Þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð fengum við aukalán fyrir hluta af útborgun. Annars værum við enn að safna.

Anímóna | 27. jan. '16, kl: 07:56:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversu hatt hlutfall af útborguninni þá?

sigmabeta | 27. jan. '16, kl: 16:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Um það bil 2/3 ef ég man rétt.

Sinni | 26. jan. '16, kl: 14:00:14 | Svara | Er.is | 3

Það getur líka verið sniðugt að kaupa íbúð sem er ekki útlitslega mjög flott, en samt heil.  
Þær eru ódýrari í verði.  Þá getiði bara lagað hana smátt og smátt.


Ég keypti fyrir 4 árum, er í námi, og það á ennþá eftir að mála blessaða veggina sem mér þykja svo ljótir, og taka baðherbergið mitt ljóta í gegn.
Það var ekkert að sem ÞURFTI að laga (ekki lagnir, leki eða þ.h.), bara ef maður ræður við að hafa ekki allt rosalega flott.

Ég var reyndar líka allveg rosalega heppin með íbúð og verð, en ég held að það saki ekki að hafa augun opin, eða jafnvel spyrjast fyrir hjá fasteignasölum....




Gangi ykkur vel :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Síða 10 af 47979 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien