Inni eða útikisa?

AG1980 | 19. okt. '18, kl: 16:16:12 | 195 | Svara | Er.is | 0

Langar svo að fá ráðleggingar hjá ykkur. Ég á yndislega 5 mánaða gamla læðu sem mér þykir ofboðslega vænt um. Ég hef alltaf hugsað mér að hafa hana sem innikött, einfaldlega af því að ég er hrædd um að hún týnist ef hún fer út eða verði fyrir bíl, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem fylgja, eins og dauðir fuglar og mýs. En ég held að henni leiðist alveg óskaplega að vera inni allan daginn, ég bý í mjög lítilli íbúð. Ég reyni að vera dugleg að leika við hana og útvega henni dót en ég sé það á henni að hún vill fara út, hún mjálmar við útidyrahurðina og situr úti í glugga og mænir út. Mér hefur dottið i hug að fá mér annan kött svo hún hafi félagsskap en svo veit maður aldrei hvernig eða hvort þeim eigi eftir að semja. Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?

 

Raw1 | 19. okt. '18, kl: 17:11:00 | Svara | Er.is | 0

Ef ég ætti heima í þéttbýli = innikisa
Fyrir mér skiptir þetta máli hvar þú býrð, er mikil traffík, skemmtanalíf nálægt? etc etc.
Ég bý til dæmis í mjög dreyfðum bæ, hér eru max 5 bílar sem keyra framhjá á klst um kvöldið, lítil sem engin hreyfing á fólki/börnum.. sjálfsagður hlutur að kisi fari út, enda með 30 hektara "baklóð".

askjaingva | 19. okt. '18, kl: 18:37:08 | Svara | Er.is | 0

Hafðu hana inni ef þú getur og fáðu jafnvel aðra læðu sem félaga. Kettir eru hjarðdýr. Þeir geta verið einir en kjósa frekar í náttúrunni að vera í hjörð. Innikettir þurfa mikla örvun en þeir geta vel verið hamingjusamir inni ef þeir fá þessa örvun og hreyfingu. Ég mæli með góðum kattasíðum þar sem hægt er að fá hugmyndir t.d.Cole and Marmilade. Fáðu þér þrautadisk fyrir kattanammi, kastala, pappakassa. Það þarf ekki að vera dýrt.

Guttina | 19. okt. '18, kl: 19:45:20 | Svara | Er.is | 0

fá aðra kisu til að leika við hana og hafa þá sem inniketit. ég gerði það og þau eru alsæl ;) 

Geiri85 | 19. okt. '18, kl: 21:16:13 | Svara | Er.is | 0

Ég hef átt bæði úti- og inniketti og ég mun aldrei aftur fá mér kött til að gera hann að inniketti. Mér finnst það frekar áberandi hvað það er miklu meiri lífsgleði í þeim sem fá að vera úti. Auðvitað ákveðin hætta við að hleypa þeim út, margir verða fyrir bíl, svo ég dæmi ekki þá sem vilja frekar hafa þá inni en ég hef persónulega tekið þá afstöðu að gæði skipta meira máli en magn.

darkstar | 19. okt. '18, kl: 23:34:21 | Svara | Er.is | 0

ef hún fer aldrei út þá truflar það hana ekki.. en ef þú leyfir henni að fara út þá geturðu aldrei haldið henni frá því að fara út.

ég er með 9 ára gamlann maine coon högna sem hefur alltaf verið inniköttur og þekkir ekkert annað.. þó svo ég hafi alla glugga opna þá lítur hann ekki við þeim.

Velvirki | 19. okt. '18, kl: 23:44:12 | Svara | Er.is | 0

Innikisa allann daginn, hér er einn gamall fæddur 2007 og frá upphafi er hann inni en ef hann fer út er hann í beisli og bandi, hann er nokkuð sáttur við það og reynir ekki að strjúka. Ég vil ekki ókunnugar kusur inni hjá mér þá vrrð ég að passa að mín kisa fsri ekki inn hjá öðrum

Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP

qert001 | 20. okt. '18, kl: 14:29:03 | Svara | Er.is | 0

Er einmitt í sömu stöðu og þú, með ca 5-6 mánaða gamla læðu, sem mjálmarogmjálmar fyrir framan glugga og útihurðar. Var í geldingu fyrir ca. 2 vikum. Vorum að pæla í að byrja að leyfa henni að vera úti í garði í bandi, og sjá hvernig hún fýlar sig!

Sessaja | 20. okt. '18, kl: 15:14:19 | Svara | Er.is | 1

Keyptu ól og farðu í göngutúra. Þessi dyr miga og skita í sandkassa,drepa fugla, lenda í vondu fólki, týnast, ónáða önnur hús. Best að hafa hana inni í öryggi.

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 02:11:43 | Svara | Er.is | 0

Kettlingar þurfa mikla athygli og mikinn leik annars verða þau leið. Högnar verða oft einmanna sem innikisur, en læður virðast frekar vilja vera einar eða vera með högna til að stjórna. Ef þú ætlar að setja köttinn í ól, passaðu þá að kaupa kattaól sem er EKKI bara um hálsinn.

Eðan farðu með köttinn útí garð að leika annað veifið. Taktu með kisunammi til að lokka hana til þín ef hún vill fara á flakk. Ef þú ætlar að fá þér annann kött, fáðu þá högna. Hann verður undirgefinn þegar hann er geldur, þá ræður hún og engin slagsmál. En hún mun hvæsa á nýja kisa þegar hann kemur á heimilið, það er eðlilegt. Tekur alltaf tíma að aðlaga kisur saman. Hægt er að hafa nýju kisuna lokaða inní herbergi í viku. Þá vita kisurnar af hvort öðru og þekkja lyktina þegar þau sjást í fyrsta sinn. Það er algeng leið til að auka líkur á góðum fyrstu kynnum.

Þeim meira sem þú leikur við kettlinginn, því viljugri eru þeir að læra. Og kettir geta lært ýmislegt.

https://www.youtube.com/watch?v=NND_64dSxd0

ÓRÍ73 | 21. okt. '18, kl: 16:48:54 | Svara | Er.is | 0

Min verður innikottur og ein,held það se allt ok

Sumarósk | 21. okt. '18, kl: 19:24:37 | Svara | Er.is | 3

Styð þig eindregið að hafa hana áfram sem innikisu ! að hleypa köttum út í hinn stóra og hættulega heim og vona að þeir komi heilir heim finnst mér í besta falli barnaskapur....en í raun bara ábyrgðarleysi og leti og jaðra við dýraníð (hegðun sem oft leiðir til þess að kettir slasast og týnast finnst mér svo ljót að það jaðrar við þetta). Henni leiðist ekkert, gefa henni dót og sýna henni athygli þegar þú ert heima. Mér finnst þú sýna mikla ábyrgð að vera með hana inni, kannski er annar inniköttur málið...ef þú treystir þér til að vera með tvö dýr, þeim kæmi örugglega vel saman :) Kettir sem vaða um allt skítandi og merkjandi , drepandi fugla eru bara orðin mikil plága í mörgum bæjum og stór undarlegt að ekki skuli vera gert meira til að stemma stigu við þessu....

Drucky | 22. okt. '18, kl: 13:57:53 | Svara | Er.is | 0

Það eru alltof margir klikkhausar að drepa ketti, þú finnur blánn fisk hvarvetna í rvk. Það er fiskur sem er eitraður af mannavöldum. Íslensk gamalmenni finnast ekkert að því að drepa ketti, enda af gamla skólanum, þegar það var kúl að berja homma og hippa. Vertu ekkert að treysta kettinum þínum út. Allavega ekki fyrr en gamla kynslóðin er loksins dauð.

T.M.O | 22. okt. '18, kl: 14:23:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er soldið eins og að fara ekki niður í bæ af því að það eru svo margir nauðgarar þar. Ég hef ekki heyrt um að neinir kettir hafi drepist út af eitruðum fiski í mínu hverfi

Drucky | 22. okt. '18, kl: 15:32:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mannfólkið veit af því að það eru til klikkhausar. Kettirnir vita það ekki. Nýrun hætta að virka svo gefur lifrin sig og þessi litlu grei eyða nokkrum dögum í kvalarfullan dauðdaga. Sá þetta í fréttunum í sumar, það var talað við dýralækni sem lenti í að fá kött ca. mánaðrlega útaf þessu. Hún bætti við að ef að kettir veikjast þá yfirleitt fari þeir ekki heim, heldur drepist einhverstaðar úti. Þannig að hún vildi meina að fyrir hvern kött sem hún sæi væru margir fleiri. Annars var þetta ekki í fyrsta sinn sem ég sé frétt um þetta. Fiskinn bláa hef ég séð við ruslatunnur. En ef ég einhverntímann sé þann sem setur fiskinn þangað, þá mu ég látann étann.

Ef einhver sér bláann fisk við ruslatunnur. Í guðanna bænum hendið því þannig að kettir komist ekki í það og hringið í lögregluna.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
Síða 4 af 48834 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Bland.is, Guddie, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien