Barn fætt í viku 31

Skottalitla | 24. apr. '05, kl: 19:29:23 | 990 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver hérna átt barn í viku 31? Hvernig gekk barninu, þurfti langan tíma í hitakassa?

Mágkona mín var lögð inn með samdrætti og leghálsinn er kominn undir 1 cm, krílið virðist ætla að kíkja í heiminn alltof snemma. Fékk eitthvað lyf í æð til að stoppa en það virðist ekki gera nógu mikið gagn, ekki enn amk. Þekkir einhver hvernig þetta virkar, ætli það sé möguleiki að halda barninu lengur inni þegar svona er komið?

 

Sveitasæla | 24. apr. '05, kl: 19:48:39 | Svara | Er.is | 0

Ég átti mína eftir 32v meðgöngu. Henni gekk rosalega vel frá fyrsta degi (fór að vísu í ljós í 2 dag) og hún var ekki nema 2 vikur á vöku.

Kv. Lindin, áður Nice
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Lindin mín

www.thelmalind.barnaland.is

sakira | 2. des. '22, kl: 03:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uiiiiiiiiii

gforlife | 24. apr. '05, kl: 19:54:37 | Svara | Er.is | 0

Ég átti líka barn eftir 32 vikur. Það gekk alveg þokkalega, hann var erfiður að drekka og þessvegna þurftum við að vera þarna í 3 vikur. Hann fékk gulu og svona eitthvað en börn fædd eftir 31 viku eru ekki börn í mikilli hættu, þetta er komið fir þau mörk - í flestum tilfellum.

.

____________

Just because I don't care doesn't mean I don't understand
____________

Pandóra | 24. apr. '05, kl: 20:04:14 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín er fædd eftir 29 vikur og 6 daga.
Hún er 5 ára núna, fullkomlega heilbrigð og fín.
Hún var 970g. og 36cm við fæðingu og var í 2 mánuði á vöku. Hún þurfti bara að vera í sólarhring í öndunarvél og andaði svo sjálf, en var auðvitað voðaleg písl. Þegar við fengum hana heim var hún rétt tæp 2 kg., hún var þá farin að drekka sjálf úr brjósti. Auðvitað var hún svo undir eftirliti til að byrja með, við fengum hjúkku heim fyrstu vikurnar og svo fór hún reglulega í skoðun uppá lsp. Í skoðun hjá Atla þegar hún var 2 ára var hún svo "útskrifuð" og eftir það bara í venjulegri heilsugæslu eins og önnur börn.
Hún er ennþá mjög nett, en að öðru leyti sker hún sig ekkert frá öðrum börnum ;o)
Þetta gengur örugglega allt vel hjá vinkonu þinni - ef þú eða hún viljið spyrja um e-h í skiló er það velkomið :o)

kveðja, Pandóra

Applemini | 28. apr. '05, kl: 18:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eru einhverjir fleiri sem vilja deila sinni reynslu með mér? :)

flottar neglur | 28. apr. '05, kl: 19:17:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mínar tvær eru fæddar á 30 viku og eru 7 ára í dag þær eru mjög heilsuhraustar , þurftu að vera á vöku í 2 mánuði en það var aðalega verið að bíða eftir því að þeim mundu stækka því að það má ekki fara heim beð börnin fyrr en þau eru búin að ná 2 kílóum allaveg......

'Eg bara hreinlega man ekki alveg hvað þær voru lengi í hitakassanum :/

---------------------------------------------------------

flottar neglur | 28. apr. '05, kl: 19:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ja ég gleyndi að segja að það var búið að undirbúa mig með sterasprautum mjög lengi áður enn ég átti fór í fyrirfram keisara , það kom upp vandamál strax í 19 vikna sónar ......

---------------------------------------------------------

Ljufa | 17. nóv. '22, kl: 01:32:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl, eg veit að þetta er gömul færsla en ef þú serð spurningu mína, hvernig gengur henni i dag? Hvernig vandamál kom upp i 19. viku hjá þer? Dóttir mín er í 30+2 og er i vanda, komin i hættumeðgöngu meðferð :(

Kv. Ljúfa

hillapilla | 28. apr. '05, kl: 19:15:29 | Svara | Er.is | 1

Mín eru fædd eftir sléttar 28 vikur og þau eru svakalega klár og dugleg ;) Þau eru meira að segja risastór (kannski ekki skrýtið með svona gíraffaforeldra...). Það var ekki í dæminu að halda þeim neitt inni, fylgja stráksins losnaði og hann var á leiðinni út. Þetta gerðist svo hratt að sterarnir sem ég fékk til að þroska í þeim lungun var ekki farin að virka neitt (fæddust klukkutíma eftir sprautuna...). Þau voru samt bara tvo daga í öndunarvél en í hitakassa í nokkrar vikur. Við vorum rétt rúmar níu vikur á vökudeildinni.

Barn fætt eftir 30 vikur fer sjaldan í öndunarvél en þarf að vera eitthvað í hitakassa. Skoðaðu heimasíðuna í undirskriftinni minni :)

hillapilla | 28. apr. '05, kl: 19:18:03 | Svara | Er.is | 0

...ó, og já, það er alveg möguleiki að barnið haldist inni (get þó auðvitað ekki sagt það... en tölfræðilega séð sko ;)). Konur hafa verið á þessu "stopplyfi" í margar vikur ef svo ber undir. Þær eru þá bara lagðar inn og liggja á meðgöngudeildinni það sem eftir er meðgöngu, voða stuð ;)

kolla yr | 28. apr. '05, kl: 19:24:16 | Svara | Er.is | 0

Mágkona mín átti eftir 27. vikna meðgöngu. Sú stelpa var 4 merkur og 36 cm. við fæðingu. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél, enda var mamman búin að liggja í nærri 6 vikur inná deild því vatnið var farið. Hún fór á þetta stopplyf og sterasprautur og barnið "hélst inni" í sex vikur s.s. Í dag er þessi stelpa að verða 8 ára. Systir mín átti strák eftir 42 vikna meðgöngu mánuði á undan mágkonu minni, sá strákur var 16 merkur í fæðingu en við 18 mánaða aldur voru þau orðin jafnstór, þ.e. jafnlöng, en strákurinn hefur alltaf verið þyngri en stelpan.

melissa | 28. apr. '05, kl: 19:39:13 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk þetta stopp lyf reynar fyrir 24,árum og það gekk vel og samt var ég komin með 4-5 í útvíkkun og komin 34,vikur.
Aftur á móti létu þeir mig ekki hætta nógu snemma á lyfjunum og ég gekk 1,viku framm yfir.
Þeir stoppuðu mig vegna þess að krílið var svo lítið en sáu eftir á að það voru mistök þar sem fylgjan var ónýt og barnið var vannært við fæðingu egtir þessar 41,viku var hann 2510gr og 48,cm.
Þetta fór samt allt vel nema að guttin var svo hungraður að ég varð að gefa honum á 1,og 1/2 tíma fresti í 2,mánuði.
Stærsti ókosturinn við þessi lyf eru hvað þau fara í skapið og verða aðrir sem umgangast viðkomandi að vita um það því það þarf stundum að tippla á tánum og sýna mikla þolinmæði.

Ljósmyndir | 28. apr. '05, kl: 19:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hvað varstu þá á þessu stopplyfi lengi??

hef heyrt að það sé bara gefið núna í 2sólarhringa eða eitthvað þannig og þá meigi ekki gefa meir!!! kanski miskilningur i mér??

melissa | 28. apr. '05, kl: 19:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var á því í 4,sólahringa inn á spítala með það í æð og var svo látin taka töflur sama efni bara í minni skömtum fram á 40,viku.
En það hefur svo margt breyst á þessum árum að það geur velverið að þetta sé ekki gefið svona lengi í dag.
Það er jú alltaf eittvað að,breytast með nýjum rannsóknum.

mars | 28. apr. '05, kl: 20:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín fæddist á 32 viku. Það náðist ekki að gefa mér stera. Hún var í hættu fyrstu tæpu vikuna, var alveg í öndunarvél og hitakassa, fékk gulu og fleira. Var svo á vöku í 1 mánuð. Þegar hún var 11 mánaða kom í ljós að hún hefði hlotið heilaskemmdir og er hún af þeim sökum hreyfihömluð. En þrátt fyrir að vera lungnaveikur fyrirburi þá fékk hún ekki kvef í nös fyrr en hún byrjaði á leikskóla 2 ára gömul:) Hún er almennt þokkalega heilsuhraust í dag og kát og yndisleg stelpa:)

Día | 28. apr. '05, kl: 22:07:58 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín er fædd eftir rúml 29 vikna meðgöngu. Ég fékk stera sem hjálpuðu henni mikið, mágkona þín fær pottþétt stera núna. Þeir gera mjög mikið fyrir börnin.

Día | 28. apr. '05, kl: 22:09:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æji gleymi að taka fram að það gengur allt mjög vel með hana núna :) Hún var í 2 mánuði á vöku og er núna búin að vera heima í rúmlega 2 vikur :)

Gulrót | 28. apr. '05, kl: 22:13:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór af stað í 32 viku og var komin með útvíkkun. Fékk þessi stopplyf á sjúkrahúsinu og fór aftur af stað 4 dögum seinna og var stoppuð aftur og er núna á þessum lyfjum í töfluformi og verð það fram á 37 viku. Er komin núna 34v+4d.

Applemini | 29. apr. '05, kl: 10:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu þá að taka þessi lyf reglulega yfir daginn og liggurðu eða?
Ég er búin að vera með í æð 2 sólarhringa yfir síðustu helgi og fékk sterasprautur og má ekki fá neitt meir, nema einstaka töflu ef mér líður mjög ílla með samdrætti og á bara að liggja á spítalanum :(

Gulrót | 29. apr. '05, kl: 14:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að liggja í 3 vikur (eða frá því að þetta byrjaði fyrst), bæði heima og á sjúkrahúsinu. Svo á ég að liggja í 1 viku í viðbót. Svo má ég fara að hreyfa mig (samt ekki vinna) bara fara að þvo barnafötin og svoleiðis.
Ég tek eina töflu á morgnanna og eina á kvöldin, svo gaf læknirinn mér plan hvernig ég ætti að minnka við mig skammtinn, eftir 36 viku á ég að minka við mig í eina viku og hætta svo alveg.

daliaros | 29. apr. '05, kl: 12:10:33 | Svara | Er.is | 0

Ég fór af stað komin 28 vikur á leið. Raunar byrjaði að blæða við 26 viku, sennilega var það frá leghálsinum sem var byrjaður að opnast þá. Þá lá ég inni í 2 daga og var sagt að þetta væri meinlaus blæðing og ég þyrfti ekkert að spá meira í það.

Ég fékk aftur blæðingu og verki 2ur vikum seinna, en þegar ég hringdi upp á meðgöngudeild var eiginlega gert það lítið úr málinu að ég fór ekki aftur í skoðun. Þetta var á laugardegi og ég átti tíma í mæðraskoðun á fimmtudegi og sú sem ég talaði við sagði að mér væri alveg óhætt að bíða þangað til. Þegar ég kom í skoðunina var ég með mjög reglulega samdrætti, á 3ja mínútna fresti og leghálsinn opinn um 1 cm og fullþynntur. Ég fékk ekki einu sinni að fara heim og sækja tannburstann, var flutt upp á fæðingargang og fékk þetta lyf í æð. Daginn eftir tókst að stöðva samdrættina og ég fékk svo sama lyf í töfluformi þar til ég náði 34 vikum. Ég þurfti að liggja inni á meðgöngudeild fram að viku 34 og svo heima í algjörri rúmlegu (mátti bara fara á klósett og í sturtu og fá mér nett snarl) fram að 36 viku. Þá fór ég að hreyfa mig meira, en um leið og ég hætti á lyfjunum byrjuðu samdrættir aftur. Ég fæddi svo eftir 36 vikur og 3 daga.

Svo það er ennþá von fyrir vinkonu þína að það takist að stoppa fæðinguna. En annars spjara börn sig ágætlega eftir 31 viku, en vissulega er betra að halda krílunum inni sem lengst. En hún þarf alveg pottþétt að liggja inni ef þeir ná að stoppa fæðinguna.

Kv. Hrönn

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Síða 4 af 48023 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123