Búin að reyna í ár.

Barbie9 | 9. jan. '16, kl: 03:19:45 | 165 | Svara | Þungun | 0

Hæ hæ, það er þannig að ég og unnustinn erum búin að vera án getnaðarvarna núna í rúmlega ár, hætti á pillunni um miðnann desember 2014. Við erum bæði heilsuhraust, ég að vísu stunda ekki mikla hreyfingu, en þó eitthvað, er i kjörþyngd og allt það. Unnustinn stundar líkamsrækt vikulega, nánast daglega og líka i kjörþyngd. Við höfum aldrei reykt og eg man ekki hvenær við neyttum áfengis síðast, en það eru einhverjir mánuðir, gerist mjög sjaldan. Við borðum hollan og fjölbreyttan mat og eg myndi lýsa okkur sem hraustu fólki, við erum 21 og 22 ára. Ég hef verið með frekar óreglulegan hring eftir að eg hætti á pillunni, allt frá 29 upp í 48 daga núna síðast. En oftast er hringurinn 29-34 dagar og blæðingar í umþbl 4-5daga, og því fylgja oftast túrverkir fyrstu tvo dagana. Ég er orðin virkilega þreytt á því að fá nei aftur og aftur á prófum, það venst aldrei. Ætli það sé eitthvað að mér? Er eðlilegt að þetta taki svona langan tíma? Hvað get ég gert til þess að auka líkurnar á þungun? Hvar getum við látið kíkja hvort það sé allt ílagi hjá okkur? Kvensjúkdómalæknir eða einhvað annað (hvaða lækni mælið þið þá með)? Ég tek inn bæði járn og fólínsýru, hef einnig klárað um 3 dunka af macca töflum frá now, er vitleysa að vera að því kannski? Einnig er eitthvað um lata skjaldkirtla hjá kvenfólki í minni ætt, gæti það skipt einhverju máli? Eg er ekki með nein einkenni um að það sé að mêr. Vona að eg fái einhver svör, það er alltaf mikil sorg þegar Rósa mætir á svæðið eftir að maður byr sér til smá von. Og jà við stundum mjög reglulegt kynlíf, þannig það ætti ekki að vera vandamálið okkar. Xxxxx

 

Barbie9 | 9. jan. '16, kl: 03:22:20 | Svara | Þungun | 0

Vil endilega fá öll trixin í bókinni, ef það eru bætiefni eða annað sem getur hjálpað til við að gera baun.

Hedwig | 9. jan. '16, kl: 17:50:39 | Svara | Þungun | 0

Það er eðlilegt að þetta geti tekið ár en sniðugt að fara núna að láta athuga hvort allt sé í lagi. Þá er oftast tékkað á hormónum hjá þér og sæðinu hjá honum ( var allavega gert hjá okkur eftir arið). Það er svo hægt að fá allskonar hjalparlyf.  En getið prófað sæðisvæn sleipiefni, voru allavega til tvö  (pre-seed og conceive plus ) en ekki viss hvar þau fást núna og einnig sniðugt að prófa egglpspróf en þau fást hjá frjosemi.is og kannski sleipiefnin líka. 


En þetta tekur svakalega á,  reyndi sjálf markvisst með allskonar hjálp í 2 ár, tók á pásu frá frjósemislyfjum og egglosprofum en gerðist ekkert í 3 ár fyrr en við förum í glasa sem tókst :D.

everything is doable | 9. jan. '16, kl: 18:54:18 | Svara | Þungun | 0

Þetta reynir svakalega á og er alveg eðlilegt. Við erum búin að vera án getnaðarvarna síðan í apríl 2014 svo við erum að nálgast 2 ár. Ég hef misst einu sinni sem í raun setur okkur aftur á núllpunkt því það þarf að líða ár þar sem þú verður ekki ófrísk. En já það er alveg eðlilegt að þetta taki svona 1-1.5 ár (það voru svörin sem við fengum á art) en í þínum sporum myndi ég mögulega fara að bóka tíma hjá kvennsa til að fara allavegana í frumskoðun og láta kíkja á á sæðið hjá manninum þínum. Mér skilst að ef hringurinn er semí reglulegur þar að segja x plús mínus 5 daga þá er það eðlilegt (svona ef þetta er undir 35 dögum vanalega). Sjálf tek ég ekkert nema bara lýsi og omega 3 því ég er einmitt búin að prófa allt en er núna að klára 5 mánuðin (af 6) á femara (frjósemislyfi) og ekkert gengur enn svo þú ert ekki ein. 

sellofan | 10. jan. '16, kl: 20:46:04 | Svara | Þungun | 0

Það tók alveg ár fyrir okkur að búa til fyrsta barnið okkar eftir að ég hætti á pillunni. Hún getur verið svo lengi að hætta að virka. Sumar mega svo ekki gleyma einni og verða óléttar strax. Svo mismunandi. Gangi ykkur vel! 

california | 12. jan. '16, kl: 22:19:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Get ekko sagt að þetta venjist en við höfum verið án varna síðan í maí 2013 næstum 3ár. Getur fengið sæðistékk á kallin og blóðprufur og svona fyrir þig. Em vertu líka undirbuin undir að allt sé í orden og ekert að 

Pimba | 13. jan. '16, kl: 10:33:13 | Svara | Þungun | 0

Við ákváðum að láta ath með okkur bæði eftir að hafa reynt í ár en verið án getnaðarvarna í næstum tvö ár. Af því við vorum einmitt alltaf að svekkja okkur á því þegar Rósa mætti á svæðið að þà var alveg eins gott að komast að því hvort eitthvað stæði í vegi fyrir því að við gætum þetta. Ég hafði samband við Art medica og í framhaldi af því fór ég í kviðarholsspeglun og sæðið skoðað hjá honum. Það var allt í góðu með mig en sundkapparnir hans voru of slappir svo við fórum í smásjársfrjóvgun(glasa) sem heppnaðist í fyrstu tilraun og eigum eina eins árs snúllu í dag og svo fórum við aftur í desember og ég komin rúmar sex vikur á leið núna :) Svo ég mæli með því að láta kíkja á sig ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
strimlarnir frá frjósemi ThelmaKristin 13.4.2016 13.4.2016 | 08:33
bumbuhópur mai 2016 oskaregl 28.10.2015 12.4.2016 | 11:36
Hvað finnst ykkur? Lína eða ekki? wassup 8.4.2016 11.4.2016 | 20:39
Líkamsrækt og biðtíminn. donnasumm 11.4.2016 11.4.2016 | 14:29
er að missa vitið babynr1 9.4.2016 10.4.2016 | 17:31
ólettupróf bussska 8.4.2016 10.4.2016 | 13:51
alveg orðin vonlaus ! babynr1 7.4.2016 7.4.2016 | 23:40
IVF Kliník- Glasa rachel berry 3.4.2016 7.4.2016 | 09:19
ólett og með krampa workingman1 3.4.2016 5.4.2016 | 08:53
4 jákvæð próf en það blæðir :( Prúða Lúði 17.7.2015 4.4.2016 | 00:10
fáar og latar sáðfrumur ReyntViðNr4 20.2.2016 3.4.2016 | 21:11
Komin framyfir en fæ neikvætt á prófi Sófalína 15.2.2016 1.4.2016 | 19:31
Fertilaid?? holle 29.3.2016 31.3.2016 | 17:09
Vantar pepp - PCOS og pergotime Heiddís 29.3.2016 30.3.2016 | 09:31
Jákvætt, næsta skref?? adifirebird 27.3.2016 29.3.2016 | 13:33
Egglos donnasumm 14.3.2016 29.3.2016 | 11:35
utanlegsfóstu?? möguleiki?? ellabjörk12 8.2.2016 28.3.2016 | 15:38
Dagur 34 og neikvætt próf ljóta lifran 18.2.2016 28.3.2016 | 15:28
Einhver purfað þessi egglosapróf eb84 26.3.2016
Frá þungun til barns + listar! melonaa1234 25.3.2016
Jákvætt próf- vantar svör konan12 14.3.2016 19.3.2016 | 16:36
Línur á egglosprófi MotherOffTwo 14.3.2016 19.3.2016 | 11:50
blæðingar en samt jákvætt próf MinnieMouse1 18.3.2016 19.3.2016 | 09:20
Reynslusögur af Femar donnasumm 9.3.2016 15.3.2016 | 19:57
Þungun / egglos? annathh 13.3.2016 13.3.2016 | 21:50
óléttupróf, fyrir áætlaðan 1 dag blæðinga? bertini 10.3.2007 12.3.2016 | 17:19
Þyknun slímhúðar MotherOffTwo 9.3.2016 10.3.2016 | 22:58
Þetta tókst LOKSINS! :) :) villimey123 23.2.2016 9.3.2016 | 11:41
Ófrjósemisaðgerð karla....ólétt ? Bleika slaufan 7.3.2016 7.3.2016 | 23:51
35 og eldri LaRose 13.1.2016 7.3.2016 | 16:19
Ófrjósemisaðgerð- að vilja verða þunguð PerlaD 6.1.2016 3.3.2016 | 10:19
Pergotime og ruglaður tíðahringur? guess 2.3.2016 2.3.2016 | 21:53
Sleipiefni annathh 28.2.2016 2.3.2016 | 18:01
Virkar ekki egglospróf???? annathh 27.2.2016 2.3.2016 | 13:23
Mig vantar pínu pepp eplapez 27.2.2016 1.3.2016 | 09:16
Komin tími á próf? megamix 21.2.2016 25.2.2016 | 22:26
Útferð eftir egglos MotherOffTwo 25.2.2016 25.2.2016 | 20:41
IVF klínikin fíffa 22.2.2016 23.2.2016 | 08:37
Maca duft cuppatea 11.2.2016 22.2.2016 | 21:33
egglos, engar blæðingar og ekki ólétt ? gudrunoske 30.10.2013 22.2.2016 | 15:27
Fyrirtíðarspenna og ólétt? starrdustt 19.2.2016 22.2.2016 | 01:05
hvernær má reyna aftur ? bussska 15.2.2016 21.2.2016 | 22:08
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Óþolandi "línur" ! konaíklípu 18.2.2016 19.2.2016 | 15:40
ólétt ekki í sambandi kleo92 11.2.2016 18.2.2016 | 03:23
Séns á þungun nokkrum dögum eftir egglos? starrdustt 9.2.2016 15.2.2016 | 19:04
Jákvætt? rachel berry 15.2.2016 15.2.2016 | 15:28
Hafa frumubreytingar áhrif á frjósemina? Hunangskisa 15.2.2016
staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 14.2.2016 | 18:44
getur verið? tattoo 12.2.2016 13.2.2016 | 11:41
Síða 10 af 4894 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien