Krónískur höfuðverkur, er það til?

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 13:56:42 | 2389 | Svara | Er.is | 0

sælar, ég er orðin svolítið mikið þreytt á þessum stanslausa höfuðverk sem að ég hef verið með síðustu 2 vikurnar ca.
Ég sofna með hausverk og vakna með hausverk og er með hausverk allann daginn.. Ég hélt að þetta væri vegna þess að ég þurfi sterkari gleraugu en ef að ég vakna með hausverk þá hlýtur þetta að vera eitthvað annað!!

Er búin að panta mér tíma hjá lækni en kemst ekki að fyrr en næsta föstudag!

Hefur einvher annar hér lent í þessu og veit um góðar lausnir til að losna við þetta helvíti ? góð ráð vel þegin ;)

 

Potok | 11. sep. '09, kl: 14:09:06 | Svara | Er.is | 0

Hár blóðþrýstingur?

Mondo | 11. sep. '09, kl: 14:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vöðvabólga, en ég kannast við þetta vandamál vegna augnanna, var alltaf með hausverk en fékk svo sterkari gleraugu og það svo til hvarf, þannig að það gæti verið það....

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 14:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig geturu maður mælt blóðþrýsting ??

Nell | 11. sep. '09, kl: 14:33:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla að skjóta út í bláinn og giska á að læknir geti mælt fyrir þig þrýstinginn og hugsanlega svarað upphaflegu spurningunni líka.

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 14:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en ég fæ ekki tíma hjá lækni fyrr en eftir viku og það er svolítið langur tími..

thundercat | 26. feb. '19, kl: 14:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kvernig lækni heimilis eða tauga

Dogslife | 11. sep. '09, kl: 14:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur farið í lyfju í lágmúla og þær mæla hann fyrir þig

donaldduck | 26. feb. '19, kl: 16:35:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hægt að fá mælingar íflestum lyfjaverslunum

tækniheft | 11. sep. '09, kl: 14:33:35 | Svara | Er.is | 0

Ertu búin að fá fullorðinstennurnar í efrigóm?

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 14:34:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki 10 ára

tækniheft | 11. sep. '09, kl: 14:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ég heldur en ég er samt ekki búin að fá mínar tennur. Hrmpf

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 14:46:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ó.. ég held að ég sé komin með allar fullorðinstennur;) haha veit samt að mig vantar einn jaxl í neðrigóm

tækniheft | 11. sep. '09, kl: 14:51:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit allavega fyrir mitt leyti að ég er að fá höfuðverki í tíma og ótíma og það leiðir aðallega út í heila og andlit en það er mögulega út af því að fullorðinsjaxlarnir eru að koma niður. Ég reyndar vakna ekki með höfuðverki...

Kannski ertu með það sem hinar hafa verið að benda á, vöðvabólgu, of lítinn líkamsvökva og jafnvel að þú sért bara með of þungt hár. Ég þarf að þynna hárið á mér rosalega mikið út af því ég fæ dúndrandi höfuðverk og hálsríg út af því hárið er svo þungt.

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 14:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá, ég hef aldrei heyrt um það að vera með of þunkt hár ;) er reyndar nýlega búin að fara í klippingu, þarf kanski að fara að athuga þetta með tennurnar

gæti verið samspil tanna og augna ;)

Chaos | 11. sep. '09, kl: 15:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með sítt hár og á það til að fá höfuðverk ef ég er með snúð ofarlega á hausnum.

evalinda | 11. sep. '09, kl: 16:06:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur líka verið vöðvabólga í kjálkavöðvanum ;)

Potok | 11. sep. '09, kl: 14:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er væntanlega að tala um endajaxlana sem koma oft ekki niður fyrr en á fullorðinsaldri. Einkennin gætu passað.

Chaos | 11. sep. '09, kl: 14:35:01 | Svara | Er.is | 0

Vökvaskortur getur lýst sér svona, vöðvabólga er mjög klassísk ástæða höfuðverks.
Hvernig höfuðverkur er þetta? Hvað hefur virkað til að minnka hann?

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 14:48:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er mest framan á höfðinu ofaná enninu og þar í kring, og virkar eins og að það sé annaðhvort verið að ýta eða toga (erfitt að útskýra, eða bara eins og að það sé ekki nógu mikið pláss í höfðinu)

Ég hef ekki enþá fundið góða leið til að minka hann, er búin að vera að drekka frekar mikið vatn samt en hann virðist bara koma og fara þegar að honum hentar

Chaos | 11. sep. '09, kl: 15:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með stífleika í vöðvum í hálsi, finnur þú t.d. spennu ef þú teygir á hálsinum með því að líta niður og aðeins til hliðar, eða höfðinu sjálfu, t.d. ef þú galopnar munninn finnur þú þá spennu/verk í kjálkaliðunum?

Ertu undir mikilli streitu, hefur þú verið að fá lítinn svefn?

Getur líka verið að þetta séu kinnholsbólgur, er sárt að banka laust á enni eða kinnbeinin?

Ég persónulega fæ höfuðverkjaköst ef ég drekk ekki nægan vökva, þarf sífellt að minna sjálfa mig á að drekka vatn. Plús það að ég hef tilhneigingu til að spenna vöðvana bæði í andliti og hálsi þegar ég er undir streitu og oft bít ég fast saman tönnunum þegar ég er stressuð, það veldur mikilli vöðvabólgu.

Sóley Sól | 11. sep. '09, kl: 15:13:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

engir aðrir áberandi verkir.. Ætla bara að reyna að drekka meira vatn í dag en í gær og svo fer ég í sjónmælingu á morgun ;) þannig að þá kemst ég kanski að því hversu mikinn þátt sjónin spilar inn í þetta

Cucumber | 10. sep. '10, kl: 12:45:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona þrýstihausverkur? Ég fæ oft svoleiðis þegar ég er með ennisholubólgur, ef það er vonta að banka laust á ennið er það mjög líklega ástæðan.

Gæti líka verið blóþrýstingur. Hann er mældur frítt í sumum apótekum.

Frau Schnitzel | 11. sep. '09, kl: 14:38:29 | Svara | Er.is | 1

Ég hef verið svona út af:

- Vöðvabólgu í herðum og hálsi
- Gríðarlegu stressi
- Verkjalyfjum. Semsagt lyfjahausverkur ef maður tekur verkjalyf við hausverknum daglega, þetta verður vítahringur.

Annars myndi ég bara fara á læknavaktina ef þetta er svona slæmt, óþarfi að bíða í viku eftir heimilislækninum. Það er enga stund verið að mæla blóðþrýstinginn, jafnvel hægt í apóteki.

www.fjaradstod.is

tækniheft | 11. sep. '09, kl: 14:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Blóðþrýstingsmæling er allavega gerð í apótekinu í lágmúla veit ég.

brabra | 11. sep. '09, kl: 15:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

láttu athuga járnmagn í blóðinu sem og gildi b12...án þess að vera læknir eða þannig menntuð þá getur þetta alveg tengst þessum höfuðverk. veit það að eigin reynslu

lindal | 11. sep. '09, kl: 15:18:08 | Svara | Er.is | 0

ég er líka svona og er með hausverk lágmark 2 í viku og þá í 2 daga í senn og oft lengur. Fannst ég alltaf verið með hausverk
prufaði svo að fara í tíma í svona höfuðbeina og spjaldhryggstíma. og eftir 3 tíma var ég góð hef eiginilega ekki fengið hausvek í 2 mánuði. Alveg þess virði ef þú hefur ekki farið að prufa það. Þetta virkar víst voða fínt á mígreni líka

gudrun1 | 10. sep. '10, kl: 12:18:26 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í því að ein fylling í jaxli var aðeins of há, og líklega búinn að vera þannig lengi, það olli höfuðverk

hugmyndalaus | 10. sep. '10, kl: 12:40:47 | Svara | Er.is | 0

kíktu til hómópata og láttu hann mæla hjá þér óþol gangvart einhverri fæðu.

mín hefur berið migrenibarn í nokkur ár. var magabarn semlítil og svo mígrenibarn sl 10 ár.

var "greind" með mjólkuróþol af hómópata í fyrrahaustog við tókum hana ALVEG út, og allar mjólkurafurðir með. og hún hefur ekki fengið svo mikið sem snert af hausverk síðan.

hugmyndalaus | 10. sep. '10, kl: 12:42:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

af hverju er ég að svara ársgamalli umræðu????

vona að viðkomandi sé batnaður hausverkurinn.... hehehhe

HvuttiLitli | 10. sep. '10, kl: 13:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha já vá, ég var á leiðinni að svara þessu haha...

af hverju er alltaf verið að grafa upp svona gamlar umræður?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Treehugger | 10. sep. '10, kl: 13:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já við skulum vona það!

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

thundercat | 26. feb. '19, kl: 14:37:21 | Svara | Er.is | 0

Ég er orðin svo þreitt á þessu þessir hausverkir koma og standa yfir í yfirleitt viku þá er þetta svona frá eira og yfir í auga og það er eins og það sé bókstflega að poppa út ég fór til læknis og það eina sem ég fékk að heira var jóga ætti að drífa mig í það

BjarnarFen | 26. feb. '19, kl: 16:47:49 | Svara | Er.is | 0

10 ára gamall þráður!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Síða 4 af 47983 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien