Leiðinlegir unglingar

tjúa | 23. jún. '06, kl: 21:52:06 | 503 | Svara | Er.is | 0

Hvað er besta ráðið við leiðinlegum unglingum? Þá er ég að tala um krakka sem koma ekki heim á nóttunni, láta aldrei vita af sér, segja manni að halda kjafti, sofa bara í staðinn fyrir að mæta í skóla osfv??
Hvað á að gera þegar maður veit að börnin eru farin að fikta við fíkniefni? Eru að drekka?
Og þegar spurð hvað þau séu að hugsa, kemur bara "Æ mér er alveg sama"?

Á maður endalaust að vaka á nóttunni, í einhverri von um að þau komi sér heim fyrir rest? Og hvað svo... halda áfram að þvo af þeim og elda ofan í þau eins og ekkert hafi gerst? Vona að þau vakna einn góðan veðurdag og fatti að bera virðingu fyrir manni?
Á að hunsa þessa hegðun, því maður veit að margir fara í gegnum svona "tímabil" og halda í þá von að þau lifi þetta tímabil af?
Hvenær er orðið tímabært að segja bara "hingað og ekki lengra" og setja þeim stólinn fyrir dyrnar? Virkar það hvort eð er?
Virkar eitthvað????

Hvað virkaði best á ykkur/vini ykkar í denn?

 

Ada Lovelace | 23. jún. '06, kl: 21:53:03 | Svara | Er.is | 0

Hvað er unglingurinn gamall?

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

tjúa | 23. jún. '06, kl: 21:54:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Unglingarnir sem hvöttu mig til að spyrja eru nýorðin 15 og tæplega 17

Ada Lovelace | 23. jún. '06, kl: 21:58:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tja mín voga sér ekki að haga sér svona, ekki það að sumt hafi ekki verið reynt. Ef þau koma ekki heim á réttum tíma fara þau bara ekki út næstu kvöld. Ef þau vilja ekki koma heim þá sæki ég þau, hvað varðar að rífa kjaft þá sagði næst elsti minn mér að þegja þegar hann var 16 og hann fékk ekki að koma út úr herberginu sínu fyrr en hann bað mig afsökunar.
Það er ekki í boði fyrir mína krakka að fara að drekka, eitt þeirra reyni þetta aðeins en eftir að viðkomandi fattaði að hann fengi ekki að fara út á kvöldin nema í fylgd með fullorðnum framvegis valdi hann frelsið framyfir búsið.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

tjúa | 23. jún. '06, kl: 22:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég varð fyrir rosalegri lífsreynslu í nótt, með frændsystkyni mín, sem hafa brennt allar brýr að baki sér.ojojojo
Og ég á sjálf 6 börn á aldrinum 2 til 13 ára.... og ég segi fyrir mína parta að ég gæti þetta ekki kvöld eftir kvöld. Ég bara veit það:(
En þar sem ég var mjög erfiður unglingur sjálf, þá veit ég ekki einu sinni hvað ég á að gera eða segja til að koma í veg fyrir þetta.

Fáranlegt hvað þessir krakkar halda alltaf að maður sé heimskur.... "æ, þú skilur mig ekki". ARG..... nei, auðvitað skil ég þá ekki... ég meina.. ég fæddist svona stór!! Halda þau virkilega að maður hafi ekki verið unglingur sjálfur??? En hrokinn... og ógeðið sem kom út úr þeim.... ojojoj

MuslaMus | 23. jún. '06, kl: 21:57:48 | Svara | Er.is | 0

Gerðist þetta allt í einu eða hafa þau aldrei borið neina virðingu fyrir foreldrunum?

MuslaMus | 23. jún. '06, kl: 21:57:53 | Svara | Er.is | 0

Gerðist þetta allt í einu eða hafa þau aldrei borið neina virðingu fyrir foreldrunum?

tjúa | 23. jún. '06, kl: 22:03:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitt hefur alltaf verið svona, en hitt er nýbyrjað...

confused11 | 23. jún. '06, kl: 22:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í alveru.. mundi ég rífa þau upp með rótum og fara með þau í sjálfboða vinnu í afríku eða indlands. Ekki spurning. Fuck mína vinnu, á meðan krakkaskrípð fái að sjá hvað lífið er í alverunni.

-----------------
"Science: it works...bitches" Richard Dawkins.

MuslaMus | 23. jún. '06, kl: 22:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit svo sem ekki hvernig er hægt að bregðast við svona framkomu, ég er eiginlega bara orðlaus yfir svona hegðun.

Eru foreldarnir kannski pínu að uppskera eins og þeir sáðu, ég sé bara ekki fyrir mér að vel upp alið barn farið að segja fólki að halda kjafti upp úr þurru...

tjúa | 23. jún. '06, kl: 22:18:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ, ég veit ekki... ég var svona, samt tel ég mig hafa verið alin vel upp, ég var bara LEIÐINLEG! Og þetta eru skilnaðarbörn... ég held að það spili mikið inn í hjá þeim.

En ég hef alveg heyrt sögur af börnum af bestu heimilum sem verða samt svona.... en maður hefði haldið einmitt að ef maður elur þau vel upp frá upphafi að það væri næg trygging gegn svona.

Gærnóttin hræddi úr mér líftóruna... einmitt vegna þess að með 6 börn, þá eru hverfandi líkur á því að þau komist öll í gegnum unglingsárin án svona vitleysu. Eða hvað?
Eru vandræðaunglingar algengari í fjölskyldum þar sem það er eitt þannig fyrir, eða geta þau sprottið upp úr þurru? Og ef maður missir eitt þeirra út í svona rugl, missir maður þau öll?

Ada Lovelace | 23. jún. '06, kl: 22:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín eru skilnaðarbörn líka við meira að segja skildum þegar þau voru að komast á þennan viðkvæma unglingsaldur. Það hefur bara ekki neitt með þetta að gera.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

tjúa | 23. jún. '06, kl: 22:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað virkar? Ert þú meiri vinur þeirra, eða ertu með stífan ramma? Leyfirðu samningaviðræður?

Enn sem komið er á ég alveg yndislega ljúf börn, sem fara eftir útivistartímanum sínum ofl.... en þegar á reynir langar mig svo að vita hvað ég á að gera til að halda þeim svoleiðis.

Ada Lovelace | 23. jún. '06, kl: 22:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er mjög stíf með reglur þær eru ekki margar en þær halda. Við erum ágætis vinir en það er á hreinu að ég er foreldrið og er að ala þau upp.
Ég var sjálf þvílíkur hryllingsunglingur að það þýðir ekki fyrir þau að reyna neitt við mig ég kann öll trixin í bókinni.
Ég hlusta hins vegar á þau og virði þeirra skoðanir þó ég sé kannski ekki sammála þeim. Þau virða það á móti að ég sé að banna þeim etc. vegna þess að ég telji þeim fyrir bestu að gera ekki eitthvað.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

ef að | 24. jún. '06, kl: 01:27:05 | Svara | Er.is | 0

Svona unglinga á að lemja leiftursnöggt í höfuðið með reglustiku. Reyndar hef ég alið upp ungling, ef sá hefði sagt mér að halda kjafti er ég voða hrædd um að flestar tennur úr viðkomandi væru foknar. Ef það er eitthvað sem ég þoli illa, þá eru það latir og hortugir unglingar *berj*

AlgjörGyllinæð | 14. jan. '21, kl: 20:56:30 | Svara | Er.is | 0

Einn veður dag var ég heima á pallinum, í ruggu stólnum mínum, að sötra einn ískaldan ölbert. En nei nei sé ég ekki 17 ára gamla pjakkann minn koma heim algjörlega uppstúfaðan og hreinlega búin að stelast í bjórinn minn. Næsta sunnudag tók ég hann í messu og það hreinlega breytti barni mínu. Vona að þetta hjálpi ykkur með ykkar skarkala.

***********************************************************************************************
Always remember that you are absolutely unique. Just like everyone else.

-Margaret Mead

jak 3 | 23. jan. '21, kl: 12:40:13 | Svara | Er.is | 0

Myndi strax reyna að fá aðstoð fyrir unglinginn sem er að fikta við fíkniefni, því að um leið og þau verða 18 þá er unglingurinn orðinn fullorðinn í augum kerfisins.

DP | 23. jan. '21, kl: 14:17:25 | Svara | Er.is | 1

Æi veistu eins sorglegt og það hljómar þá finnst mér unglingar lang oftast endurspegla heimilin sem þau koma frá. Í svona tilfellum er ekki bara hægt að kenna bara unglingnum um heldur þarf öll fjölskyldan að fá ráðgjöf.

maybelline123 | 23. jan. '21, kl: 17:25:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta er þráður frá 2006 haha

Gallía | 23. jan. '21, kl: 19:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væri gaman að fá follow up, where are they now?!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
Síða 4 af 48310 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Bland.is, paulobrien, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien