Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið

Kalishi | 2. júl. '14, kl: 20:27:22 | 583 | Svara | Er.is | 1

Nú var ég að spjalla við hjúkku um daginn sem vinnur mikið við magaspeglarnir og slíkt. Ég sagði henni frá speglun sem ég fór í einu sinni og ég hélt að ég hafði verið svæfð.Hjúkann sagði mér að það væri mjög ólíklegt en þar sem ég man ekkert eftir spegluninni þá sagði hún að mér hafi líklegast verið gefin lyf sem hafa áhrif á skammtímaminnið svo maður muni ekki. 


Ég er svo ofboðslega hissa að slíkt lyf sé til og mögulega notað án þess að fólki sé sagt frá því. Er það algengt? Auðvitað getur vel verið að mér hafi verið sagt frá þessu lyfi en ég svo gleymt upplýsingunum vegna þess að ég tók þetta lyf en mér finnst það frekar ólíklegt samt. Ég vona allavga að ég sé að hafa rétt fyrir mér, en kannast einhver við svona lyf og hvernig upplýsingagjöf í tengslum við þessi lyf sé?

 

T.M.O | 2. júl. '14, kl: 20:31:15 | Svara | Er.is | 4

er það ekki það sem er kallað kæruleysislyf? eða er það bara róandi?

Kalishi | 2. júl. '14, kl: 20:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér leið samt eins og ég hafi sofnað og svo vaknað alveg svolitlu seinna, þá komin í herbergi þar sem maður jafnar sig.

Kung Fu Candy | 2. júl. '14, kl: 21:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fékk kæruleysislyf þegar endajaxlarnir voru teknir úr mér. Man að ég settist í stólinn og var sagt að opna munninn, næsta sem ég vissi var þegar var verið að styðja mig yfir í annað herbergi til að leggjast niður. Leið einmitt eins og ég hefði bara verið sofandi þennan tíma.

mars | 3. júl. '14, kl: 13:35:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kæruleysislyf, það hefur ekki áhrif á skammtímaminnið nema rétt á meðan það virkar, eða þannig hefur það alltaf verið hjá mér.

Alfa78 | 2. júl. '14, kl: 20:35:15 | Svara | Er.is | 2

Dormicum virkar þannig að þú mannst ekkert/lítið eftir því sem þú upplifðir. Það er slævandi kæruleisislyf

Kalishi | 2. júl. '14, kl: 20:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En er fólki ekki sagt frá því áður en lyfið er gefið?

Alfa78 | 2. júl. '14, kl: 20:39:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er sem oftast ekki talað um það því það virkar ekki þannig á alla.
Fólk hefur ekki verið að láta það trufla sig.

Ljufa | 13. okt. '23, kl: 22:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gömul færsla en sígilt efni. Finnur fólk þá til en lemur samt ekki lækninn eftir á af því að það man ekki sársaukann? :)

Kv. Ljúfa

júbb | 2. júl. '14, kl: 20:37:34 | Svara | Er.is | 2

Þetta eru kæruleysislyf sem eru gefin í speglunum og hafa þessa aukaverkun. Og fólki er sagt frá því að það fái þessi lyf og það er aldrei sagt að það sé svæft. Þá getur fólk fylgt fyrirmælum, hreyft sig ef það þarf en man ekkert eftir spegluninni.


Magaspeglanir gerðar á stofu úti í bæ nota yfirleitt aðra týpu af lyfjum og þau hafa ekki þessa aukaverkun.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kalishi | 2. júl. '14, kl: 20:39:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér hefur bara liðið eins og ég hafi verið svæfð og ég trúi ekki öðru en mér hafi verið sagt frá þessu lyfi. Það er samt óþægilegt að muna það ekki en ég er bara í pínu drama hérna ekki munandi þetta :o)

júbb | 2. júl. '14, kl: 20:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þér hefur pottþétt verið sagt frá þessu, hinsvegar er líka möguleiki á að muna ekki eftir því sem er sagt við þig rétt áður en lyfið er gefið. En þetta virkar ekki svona á alla og jafnvel ekki í hvert skipti. Ég hef margoft sótt fólk í speglun og það spyr hvort það eigi ekkert að byrja á aðgerðinni, þá man það ekki einu sinni eftir tímanum frá því ég skutlaði því niður og þangað til það fékk lyfin. 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kalishi | 2. júl. '14, kl: 20:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En skondið, já það er líklegast ástæðan.

Ljufa | 13. okt. '23, kl: 22:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hæ, eg sé að þetta er eldri færsla en er sígilt efni. Ég he 2 x farið í speglun. Í fyrra skiptið bað ég lækninn um að gefa mér vel inn og man svo ekkert eftir sárauka og vaknaði í rúmi, það var dásamlegt. Í síðara skiptið fór eg á áðra stöð því biðin var skemmri þar og átti upplifun sem ég líki við helvíti (afsakið orðbragðið). Ég gaf sömu fyrirmæli en ekkert var hlustað á mig og ég síðan spurð hvort ég hafi ætlað að vera þar "allan daginn!? Er líklegt að mér hafi í fyrra tilvikunu samhliða dormicum verið gefið vel af verkjastillandi lyfi eða bara óminnislyfið? Af hverju vill læknir að maður eigi hræðilega upplifun sem maður svo segir frá og tengir framvegis við viðkomandi lækni, bara svo að hann komist yfir fleiri speglanir per dag? :(

Kv. Ljúfa

Ljufa | 13. okt. '23, kl: 22:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hæ, eldri færsla en mig langar að vita á hvaða læknastöð þú fórst. Ég á svona góða upplifun líka en svo aðra hræðilega þar sem mér var neitað um að fá að detta út því þá yrði ég of lengi á staðnum! Mín góða upplifun var í Mjóddinni þegar Meltingarsetrið var þar.

Kv. Ljúfa

úranus | 3. júl. '14, kl: 09:59:55 | Svara | Er.is | 1

Vildi að þetta virkaði svona á mig er venjulega vakandi við speglanir

Ljufa | 13. okt. '23, kl: 22:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hæ, þó að þetta sé gamall stadus langar mig að spyrja, hefur þú þá ekki fundið til, og var það löng speglun?

Kv. Ljúfa

tennisolnbogi | 3. júl. '14, kl: 10:44:59 | Svara | Er.is | 1

Þegar ég fór í ristilspeglun þá þáði ég svona kæruleysislyf, var sagt að það gæti haft áhrif á minnið. Sagðar dæmisögur af fólki sem hafði farið í vinnu eða í skóla eða eitthvað eftir speglunina og mundi svo lítið eftir hvað það hafði skrifað í skýrslur eða álíka. Mér var sem sagt ráðlagt að sleppa því ;) Ég man hins vegar eftir öllu og þetta gerði mig bara voðalega slaka og ég talaði og talaði allan tímann í spegluninni. Þau hefðu örugglega frekar þegið að ég myndi detta út hehe ;) Þetta var samt stutt speglun svo ég hef örugglega fengið vægan skammt.

júbb | 3. júl. '14, kl: 17:00:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk talar oft þó svo það muni ekkert eftir því. Þannig að ef maður segir eitthvað vandræðalegt þá er bara betra að gleyma því ;)

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Emmellí | 3. júl. '14, kl: 11:19:35 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín fékk svona lyf þegar það var verið að sauma á henna ennið upp á slysó. Hún var þá 2 ára. Þannig að já það er til en held að maður fái það ekki nema með samþykki viðkomandi (já eða samþykki foreldra).

BlerWitch | 3. júl. '14, kl: 12:49:29 | Svara | Er.is | 1

Kæruleysislyf hefur þessi áhrif. En það er ekki gefið til þess að fólk gleymi heldur er það aukaverkun.

Helgust | 3. júl. '14, kl: 12:58:13 | Svara | Er.is | 1

Ég fékk svona lyf fyrir aðgerð og var einmitt sagt að það væri slakandi og maður "gleymdi sér aðeins".
Það var bara til að minnka stress en mér fannst ég mjög meðvituð þegar lyfið var farið að virka en sé núna að ég var það ekki :) 

Zwandyz8 | 3. júl. '14, kl: 18:20:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Strákurinn minn fær þetta alltaf fyrir aðgerðir þar sem að það er ekki hægt að nota deyfiplástra á hann þannig að hann þarf að geta þolað það að vera stunginn og svona áður en hann er svæfður og þetta er kraftaverkalyf. Var ekkert smá glöð eftir að hann fékk þetta í fyrsta skipti eftir að hafa upplifað aðgerðir þar sem að hann var gjörsamlega brjálaður útaf öllu, það er erfitt fyrir þessu einhverfu börn að skilja þetta
Tók einmitt eitt vídeó af honum eftir eitt skiptið ;)
https://www.facebook.com/photo.php?v=10150695553196533&l=7607401141251463044

shamrock | 3. júl. '14, kl: 18:29:51 | Svara | Er.is | 0

Það er EKKI til neitt lyf sem eyðir minni eða pàsar það, það er gefið kæruleysis lyf eða róandi , og fólk hefur mismikið þol fyrir því og þess vegna sofna sumir og vita ekkert og aðrir finna og muna allt. En þegar það er búið að finna lyf til að eyða minni þà vil èg prufa , mà vera þannig að það sè hægt að stilla hvað maður gleymir .

Marsblom | 3. júl. '14, kl: 21:32:58 | Svara | Er.is | 1

Ég fór í speglun í vetur og fékk svona lyf og mér var sagt áður en ég fór í þetta að ég fengi lyf sem væri ekki svæfing heldur svona "slæving" og langflestir myndu ekki muna eftir spegluninni. Fékk svo sem engar frekari upplýsingar um það annað. Ég upplifði eins og ég hafði sofnað og vaknað svo.

Marsblom | 3. júl. '14, kl: 21:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já og minnir að þetta hafi staðið líka í blaðinu sem ég fékk um speglunina.

Ljufa | 13. okt. '23, kl: 22:11:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hæ, eldri færsla en mig langar að vita á hvaða læknastöð þú fórst. Ég á svona góða upplifun líka en svo aðra hræðilega þar sem mér var neitað um að fá að detta út því þá yrði ég of lengi á staðnum! Mín góða upplifun var í Mjóddinni þegar Meltingarsetrið var þar.

Kv. Ljúfa

Mswave | 22. des. '23, kl: 22:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef nokkrum sinnum farið í magaspeglun og mér gefið eitthvað róandi en sénsinn að ég sofni á meðan. Ég ældi og kúgaðist og sló í hendi læknisins þegar að hann var að troða skoðunarpipunni ofan i kokið á mér. Algjör viðbjóður.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Græða á netinu áin 2.8.2024
Nota LiDAR eða kaupa skanna NeatLIho 2.8.2024
Honista Instagram Latest Version 9.0: Elevating Your Social Media Experience jonfeil 21.7.2024 1.8.2024 | 09:42
Mig dreymdi....... Hrísla 12.5.2004 31.7.2024 | 20:36
H æ t t u l e g a s t a K i r k j a n ? Zjonni71 27.7.2024 31.7.2024 | 10:35
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 30.7.2024 | 08:52
Varúð!!! Svikamyllubréf Manzana 25.3.2008 29.7.2024 | 03:51
2048 cupcakes 2048 cupcakes 29.7.2024
Travel visa ? Brallan 15.2.2013 28.7.2024 | 18:36
Ristilpokar leigan 19.6.2023 27.7.2024 | 14:21
we become what we behold 2048 cupcakes 27.7.2024
Auka vinna HM000 12.1.2024 26.7.2024 | 11:13
Chat GPT ist ein großartiger Assistent für alle Arten von Tippaufgaben ChatGPTDeutschinfo 26.7.2024
Gjöf handa ömmu og afa Hrafnhildur1234 23.7.2024 25.7.2024 | 07:12
Mold, hvert er best að fara með hana? DooaDiddly 23.7.2024 25.7.2024 | 00:30
Collagen fyrir þá sem eru ekki að æfa??? Gunna stöng 8.7.2024 24.7.2024 | 10:00
Framrúðuskipti búbbla 7.3.2013 23.7.2024 | 08:55
Akranes-raftækjaviðgerðir-Akranes gæigæa 11.2.2014 22.7.2024 | 22:53
Eftir gjaldþrot klemmarinn133 22.7.2024
Fellhýsi Ròs 22.7.2024
Eignir skuldir sakkinn 21.7.2024
jackhood jackhood1 19.7.2024 20.7.2024 | 08:27
jackhood jackhood1 19.7.2024
Viðgerð við tölvu/hörðum diski AppoloArlach 14.7.2024 19.7.2024 | 04:56
Rítalín leyndarmál89 13.7.2024 19.7.2024 | 04:28
Slagsmál og undirheimar Unza 18.7.2024
Do you know octordle game online? Sila11 16.5.2024 17.7.2024 | 19:25
fermingarkort dæsí 15.4.2011 17.7.2024 | 18:35
Rauði dregillinn - ca árið 1990-1992? Man einhver? Bragðlaukur 12.8.2020 17.7.2024 | 11:57
Falleg Barnanöfn mrb04 14.7.2024 14.7.2024 | 19:18
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 13.7.2024 | 06:51
Nu Skin píramídasvindl? nutini 7.10.2012 12.7.2024 | 23:25
Vantar Tjaldhæla 20-30 stýkki cambel 11.7.2024 11.7.2024 | 08:25
cong ty ve sinh AZ Clear vesinhazclear 10.7.2024
Styðjum Ísrael ! Zjonni71 8.7.2024
The greatest music video in the world. EVER! heidah84 30.1.2008 5.7.2024 | 15:05
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2024 | 13:42
Rehousing Packers and Movers in India Rehousingpackers142 3.7.2024
Rehousing Packers and Movers in India Rehousingpackers142 3.7.2024
Rehousing Packers and Movers in India Rehousingpackers142 3.7.2024
SOS krúttipútt 3.10.2022 3.7.2024 | 06:23
Micro brúðkaup Guðsgjöf 2.7.2024 3.7.2024 | 06:11
Klám-stjarna. Zjonni71 5.6.2024 2.7.2024 | 13:21
Á Ísland að taka við mengun frá verksmiðjum í Evrópu og dæla niður í jörðu á Íslandi? hagamus 29.6.2024 2.7.2024 | 00:17
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 1.7.2024 | 13:51
Er Drottinn að refsa Þjóðverjum ? Zjonni71 30.6.2024
Cenforce 200mg: Powerful Erectile Dysfunction Relief bellasmith14 30.6.2024 30.6.2024 | 17:41
Cenforce 100mg: Powerful Erectile Dysfunction Relief bellasmith14 30.6.2024
naflastrengur og blóð sulfi 18.8.2012 29.6.2024 | 10:09
Ivermectin kdm 27.6.2024 28.6.2024 | 11:51
Síða 3 af 56063 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Guddie, Duplex21, Paul O'Brien