Óléttupróf, óvissa....

Aerie | 18. apr. '16, kl: 20:03:57 | 196 | Svara | Þungun | 0

Hæ stelpur

Ég veit að þið getið ekkert gefið mér 100% svör en ég verð bara einhvernvegin samt að skrifa þetta hérna, ég er alveg að fara að tapa mér :P haha

Ég semsagt hefði átt að vera á túr 15-17 apríl , en var það ekki.
Ég tók óléttupróf um helgina, fyrst 2x Suresign og svo 2x No Doubt. EInusinni seinnipart og einusinni með morgunbunu fyrir hvora týpu.
Það kom neikvætt í báðum seinniparts prufunum en ljósar línur í morgunprufunum, sú hhjá suresign var skýrari en samt ljós en hin, sem e´g tók bara í morgun, var mjööög ljós, þurfi mikin viljastyrk til að sjá hana.

Ég er búin að vera skrýtin og illt í maganum (með niðurgang í gær og í dag) og ég veit ekki hvort það tengist þessu neitt eða hvort ég er bara með eitthvað í maganum...
Ég er búin að vera með verki, sem eru mis slæmir, síðan á föstudag kannski sirka, sem ég held alltaf að séu túrverkir og nú sé ég að byrja, en það gerist ekkert, og mér fór að detta í hug að þetta gætu verið togverkir? En ég veit ekkert um það eða hvað það almennilega er eða hvort það getur gerst svona snemma....
Mér finnst ég líka vera aðeins 'bloated' eða þanin í maganum. En kannski er maður bara að ímynda sér eitthvað.

Ég var að hugsa um að rjúka ekki út í apótek til að kaupa fleiri próf til að taka í fyrramálið heldur reyna að taka næst á miðvikudagsmorguninn, en maður er svo óþolinmóður að kannski enda ég á að taka eitt seinnipartinn á morgun...
En allavega, síðan er ég að fara í langa helgi til útlanda og nenni ekki að eyða ferðinni í óléttupróf þannig að þá myndi ég bara bíða þar til í næstu viku.
En ég vil svör áður en ég fer út.

Úff hvað maður er eitthvað ruglaður.
Allavega, ef þið hafið einhverja punkta fyrir mig þá kann ég að meta þá.
Takk!

 

bussska | 18. apr. '16, kl: 20:53:00 | Svara | Þungun | 1

Ég hef kannski ekki beint svör fyrir þig en ég er standa í svipuðu hefði átt byrja á túr 10.apríl og er orðin meira en viku of sein. Fæ neikvæð óléttu próf fannst ég einu sinni sjá mjööööög ljósa línu. En ég fer til kvennsa í næstu viku sem ætlar skoða mig ef ég verð ekki byrjuð á túr. En skil þig mjög vel leiðinlegt vita ekkert og ég hef akkurat verið halda ég sé ólétt því mér finnst ég vera með einkenni en svo er líka hrædd um að ég sé bara ýminda mér eða eitthvað hehe. En gangi þér vel ég hef líka heyrt sumar konur fái jákvætt frekar seint. Þannig kannski bara bíða smá taka próf og ef ekkert gerist panta tíma hjá kvensa?

Aerie | 18. apr. '16, kl: 23:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æji takk
Það er eitthvað við það að vita að maður er ekki einn í að vera svona í ruglinu.
Held ég geri það já, bíði smá, taki próf og ef ekkert gerist panti tíma hjá kvensa?

Gangi þér vel sömuleiðis!

bussska | 19. apr. '16, kl: 19:17:13 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já um gera , hun vildi ekki skoða mig þessari viku þvi að hun myndi ekki sjá hvort eg væri ólétt eða ekki fyrr en i næstu viku , en ertu búin að taka fleiri óléttu próf ??

Aerie | 19. apr. '16, kl: 19:32:45 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ókei
Nei, er búin að kaupa tvö. Ætla að taka annað þeirra í fyrramálið og er að reyna að sitja á mér að taka hitt ekki strax, en kannski ætti ég bara að taka það... Æji veit ekki :P haha

bussska | 19. apr. '16, kl: 23:28:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Myndi taka eitt með fyrsta morgun þvagi á morgun og geima hitt aðeins =) það er sagt morgun þvagið sé hormóna ríkast, En endilega láttu mig vita hvort þú fáir jákvætt og ég vona þú fáir jákvætt =)

Aerie | 20. apr. '16, kl: 11:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Haha ég gat ekkert beðið og tók í gærkvöldi og fékk nánast ósýnilega línu. En svo tók ég exacto próf í morgun og það var mjög skýrt og greinilegs jákvætt :D jeijj
Takk fyrir stuðninginn! Nú skelli ég mér bara til útlanda. Svo er spurning hvað næsta skref er. Hvar pantar maður tíma?

bussska | 20. apr. '16, kl: 20:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Næsta skref er fara a ljósmóðir.is tékka hvað þu ert ca langt komin og svo getur pantað tíma hjá kvennsa i snemm sónar en ekki fara of snemma það sést ekkert fyrr en á 6-7 viku og lika þarft hringja í heilsugæsluna þína fá tala við ljósmóður og fá tíma hjá henni :) vá hvað eg er glöð fyrir þína hönd :)

Dropasteinn | 20. apr. '16, kl: 20:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Gaman að heyra að þú fékkst jákvætt, til hamingju :) Hvað ertu komin marga daga framyfir? ég átti nefnilega að byrja á sunnudaginn og tók próf á mánudagsmorgun og fékk neikvætt... hef ekki þorað að taka annað próf (langar ekki að sjá nei.. hehe..) en er samt ekkert byrjuð á túr og finnst líkaminn ekki vera að gefa mér merki um að ég sé að byrja... koma samt svona mini verkir af og til... hugsa samt að ég taki próf á morgun, væri svo gaman að sjá já :)
Er ennþá neikvætt hjá þér bussska?

Aerie | 20. apr. '16, kl: 23:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir :)
Ég var komin bara 1 og 2 daga framyfir þegar ég var að taka fyrstu prófin. Í dag er ég komin 5 daga framyfir.
Vonandi færðu að sjá já bráðum!

bussska | 21. apr. '16, kl: 23:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nei, ég byrjaði a túr í dag :) en við vorum svo sem ekki að reyna en vonandi bara i næsta mánuði eða þar næsta fæ eg jákvætt :)

Aerie | 20. apr. '16, kl: 23:31:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Takk fyrir, æj hvað þú ert vinkonuleg:)
Vonandi færðu góðar fréttir bráðum líka!

bussska | 21. apr. '16, kl: 23:20:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Ég vona bara eg fái jákvætt næst :) og ekki málið :)!

Dropasteinn | 22. apr. '16, kl: 08:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Kom blússandi jákvætt hjá mér í gærkvöldi og í morgun =) Gleðilegt sumar!

Aerie | 28. apr. '16, kl: 13:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Til hamingju!
En gaman

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
strimlarnir frá frjósemi ThelmaKristin 13.4.2016 13.4.2016 | 08:33
bumbuhópur mai 2016 oskaregl 28.10.2015 12.4.2016 | 11:36
Hvað finnst ykkur? Lína eða ekki? wassup 8.4.2016 11.4.2016 | 20:39
Líkamsrækt og biðtíminn. donnasumm 11.4.2016 11.4.2016 | 14:29
er að missa vitið babynr1 9.4.2016 10.4.2016 | 17:31
ólettupróf bussska 8.4.2016 10.4.2016 | 13:51
alveg orðin vonlaus ! babynr1 7.4.2016 7.4.2016 | 23:40
IVF Kliník- Glasa rachel berry 3.4.2016 7.4.2016 | 09:19
ólett og með krampa workingman1 3.4.2016 5.4.2016 | 08:53
4 jákvæð próf en það blæðir :( Prúða Lúði 17.7.2015 4.4.2016 | 00:10
fáar og latar sáðfrumur ReyntViðNr4 20.2.2016 3.4.2016 | 21:11
Komin framyfir en fæ neikvætt á prófi Sófalína 15.2.2016 1.4.2016 | 19:31
Fertilaid?? holle 29.3.2016 31.3.2016 | 17:09
Vantar pepp - PCOS og pergotime Heiddís 29.3.2016 30.3.2016 | 09:31
Jákvætt, næsta skref?? adifirebird 27.3.2016 29.3.2016 | 13:33
Egglos donnasumm 14.3.2016 29.3.2016 | 11:35
utanlegsfóstu?? möguleiki?? ellabjörk12 8.2.2016 28.3.2016 | 15:38
Dagur 34 og neikvætt próf ljóta lifran 18.2.2016 28.3.2016 | 15:28
Einhver purfað þessi egglosapróf eb84 26.3.2016
Frá þungun til barns + listar! melonaa1234 25.3.2016
Jákvætt próf- vantar svör konan12 14.3.2016 19.3.2016 | 16:36
Línur á egglosprófi MotherOffTwo 14.3.2016 19.3.2016 | 11:50
blæðingar en samt jákvætt próf MinnieMouse1 18.3.2016 19.3.2016 | 09:20
Reynslusögur af Femar donnasumm 9.3.2016 15.3.2016 | 19:57
Þungun / egglos? annathh 13.3.2016 13.3.2016 | 21:50
óléttupróf, fyrir áætlaðan 1 dag blæðinga? bertini 10.3.2007 12.3.2016 | 17:19
Þyknun slímhúðar MotherOffTwo 9.3.2016 10.3.2016 | 22:58
Þetta tókst LOKSINS! :) :) villimey123 23.2.2016 9.3.2016 | 11:41
Ófrjósemisaðgerð karla....ólétt ? Bleika slaufan 7.3.2016 7.3.2016 | 23:51
35 og eldri LaRose 13.1.2016 7.3.2016 | 16:19
Ófrjósemisaðgerð- að vilja verða þunguð PerlaD 6.1.2016 3.3.2016 | 10:19
Pergotime og ruglaður tíðahringur? guess 2.3.2016 2.3.2016 | 21:53
Sleipiefni annathh 28.2.2016 2.3.2016 | 18:01
Virkar ekki egglospróf???? annathh 27.2.2016 2.3.2016 | 13:23
Mig vantar pínu pepp eplapez 27.2.2016 1.3.2016 | 09:16
Komin tími á próf? megamix 21.2.2016 25.2.2016 | 22:26
Útferð eftir egglos MotherOffTwo 25.2.2016 25.2.2016 | 20:41
IVF klínikin fíffa 22.2.2016 23.2.2016 | 08:37
Maca duft cuppatea 11.2.2016 22.2.2016 | 21:33
egglos, engar blæðingar og ekki ólétt ? gudrunoske 30.10.2013 22.2.2016 | 15:27
Fyrirtíðarspenna og ólétt? starrdustt 19.2.2016 22.2.2016 | 01:05
hvernær má reyna aftur ? bussska 15.2.2016 21.2.2016 | 22:08
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Óþolandi "línur" ! konaíklípu 18.2.2016 19.2.2016 | 15:40
ólétt ekki í sambandi kleo92 11.2.2016 18.2.2016 | 03:23
Séns á þungun nokkrum dögum eftir egglos? starrdustt 9.2.2016 15.2.2016 | 19:04
Jákvætt? rachel berry 15.2.2016 15.2.2016 | 15:28
Hafa frumubreytingar áhrif á frjósemina? Hunangskisa 15.2.2016
staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 14.2.2016 | 18:44
getur verið? tattoo 12.2.2016 13.2.2016 | 11:41
Síða 10 af 4899 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123