Sálfræðinám í HÍ vs. HR.

punkta | 24. feb. '19, kl: 09:41:32 | 182 | Svara | Er.is | 0
Sálfræði í HÍ eða HR?
Niðurstöður
 HÍ 1
 HR 3
Samtals atkvæði 4
 

Sæl, nú hefur mig alltaf langað í sálfræði en hef heyrt skiptar skoðanir á hvort ég eigi að taka það í HÍ eða HR og margar ástæður fyrir þeim skoðunum.

Hvað segið þið sem þekkið til? T.d. þið sem hafið farið eða eruð í sálfræði í öðrum hvorum skólanum, hver var ástæðan fyrir að þið völduð þann skóla umfram hinn? Eða sem voruð í öðrum þeirra en ákváðuð að skipta yfir í hinn, hver var ykkar ástæða fyrir þeirri ákvörðun?

Vil endilega fá góða umræðu um sálfræðinámið í HÍ og HR og álit sem flestra :)

 

punkta | 24. feb. '19, kl: 09:44:16 | Svara | Er.is | 0

Og til að bæta við; hvað finnst ykkur aðalmunurinn á sálfræðinámi hvors skólans fyrir sig? Er það munurinn á áherslum námsins, kennararnir, aðstaða skólans, uppbygging námsins, efnið, o.s.fv.?

ert | 24. feb. '19, kl: 10:41:24 | Svara | Er.is | 0


Í HR eru hópurinn minni. Það hefur kosti og ókosti. Það er betur fylgst með einstaklingum. Það getur verið gott að enginn taki eftir því að maður nennir ekki að mæta en það getur líka verið slæmt að enginn fylgist með manni eða hafi áhuga á manni. Það er líklegra að fólk flosni upp úr námi í sálfræði í HÍ. Aftur bæði og gott slæmt. Gott að fólk uppgötvi að sálfræði á ekki við það en slæmt að það eyði tíma sínum. 
Í HÍ er auðvelt að skipta yfir í skyld fög. Ef planið er talmeinafræði þá er það HÍ þar sem fólk getur þá tekið undirbúningsárið sem hluta af námi sínu og sparað sér 1 ár. Það er munur á rannsóknaráherslum HÍ er betri upp á barnasálfræði og rannsóknir á sjón. Ég hef lítið fylgst með rannsóknum HR. Námið er jafnerfitt. Kennarnir jafn leiðinlegir. Aðstaða er betri í HR.
Í rauninni er mjög erfitt að segja hvor skólinn er betri nema vita hvað fólk stefnir. Ég persónulega ráðlegg fólki almennt frá sálfræði. BSc gefur engin réttindi og það er allt fullt af fólki með slíkt próf. Framhaldsnámið annað en starfsréttindin er að mínu mati ekkert sérstakt og hægt að fara skynsamlegri leiðir að þeirri þekkingu og færni. Starfsnámið gefur réttindi til að vinna á lélegum launum í erfiðu umhverfi og undirbýr fólk ekki nægilega fyrir raunveruleikann (ég hef aldrei séð nýútskrifaðan sálfræðing sem hefur getað talað á réttan hátt við örmagna foreldra með erfitt barn).
Þannig að ég get ekki svarað þessari spurningu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Draumadisin | 26. feb. '19, kl: 19:43:57 | Svara | Er.is | 1

Ætla fá að fylgjast með. Er að útskrifast sem stúdent í vor og langar ofboðslega í sálfræði eftir það

Gunnajull | 27. feb. '19, kl: 16:07:39 | Svara | Er.is | 1

Ég var í sömu pælingum og þú með hvort ég ætti að velja sálfræði í HÍ eða HR þegar ég var að sækja um í háskóla! Ég er að klára BSc í Hí núna í vor og ég sé alls ekki eftir því að hafa valið HÍ. Ég ákvað að velja HÍ vegna þess að það var ódýrara og sálfræðin í HR er mun nýrri heldur en í HÍ þeas HÍ er búið að kenna þetta lengst held ég á landinu og ég stefni á klínískt framhaldsnám. Ég svosem veit ekki hvað munurinn er á náminu sjálfu afþví ég hef ekki verið í HR en hef heyrt að það er miklu minni bekkur þar og meira persónulegra samband milli kennara og nemenda heldur en í HÍ en það er nátturulega bara afþví á 1. árinu í HÍ eru svo ótrúlega margir nemendur og ekki séns fyrir kennara að muna eftir öllum en það breytist svo þegar maður er komin áfram í náminu (allavega fyrir mig) Þó svo að þú útskrifist "bara" með BSc í sálfræði og enginn starfsréttindi að þá opnar BSc gráða í sálfræði ótrúlega marga möguleika á framhaldsnámi og ekki bara í sálfræði heldur líka t.d. markaðsfræði, stjórnun, viðskiptafræði, auglýsingabransinn, lýðheilsuvísindi og svo margt fleira og það kom mér á óvart hvað margir sem eru með sálfræðimenntun eru eftirsóttir á allskonar vinnustaði sem tengjast klínískri sálfræði ekki neitt. Háskóladagurinn er núna á laugardaginn 2. mars og ég myndi klárlega kíkja í báða skólana og tala þar við nemendur sem eru að kynna sálfræðina. Þá geturu einmitt spurt nemendur úr báðum skólum um námið og vonandi hjálpar það eitthvað við valið :)

bfsig | 1. mar. '19, kl: 00:49:09 | Svara | Er.is | 0

Kennarar eru reknir fyrir að hafa aðrar skoðanir en stjórnendum skólans finnst að þeir ættu að hafa í HR. Þannig eðlilegt væri að horfa til HÍ.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
Síða 4 af 47980 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien