Vöðvakippir

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 19:59:50 | 604 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver reynslu af því að fá vöðvakippi í líkamann?

Þetta eru ekki krampar heldur meira svona eins og "popp" tilfinning í vöðvunum. Hef verið að fá þetta hingað og þangað um líkamann síðustu tvo mánuði eða svo.

Þetta er ekki sársaukafullt og eiginlega ekki óþægilegt heldur bara furðulegt.

 

hillapilla | 27. nóv. '13, kl: 20:03:00 | Svara | Er.is | 0

Fjörfiskur?

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já líkt fjörfiski.

En ég hef bara heyrt af svoleiðis í augnlokunum.

Ég googlaði vöðvakippi um daginn og komst að því að þeir geta verið einkenni á vefjagigt, ms og mnd. Mér finnst það ekki heillandi sjúkdómar og er því að vonast til að þetta geti verið eitthvað tilfallandi hjá mér.

hillapilla | 27. nóv. '13, kl: 20:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. ég hef fengið fjörfisk á fleiri staði en augnlokið, eða svipaða vöðvakippi allavega. Handlegginn til dæmis. Er ekki með vefjagigt, ms eða mnd.

Tipzy | 27. nóv. '13, kl: 20:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ fjörfisk um allan líkama, sérstaklega í lærin.

...................................................................

kamers | 27. nóv. '13, kl: 20:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef tekið svona tímabil. Hjá mér kom þetta út af klemdum taugum vegna vöðvabólgu. En ég einmitt googlaði þetta líka nokkrum sinnum á hálfsmánaðar tímabili og varð alltaf hræddari og hræddari þangað til að ég lenti á heimasíðu sem hafði yfirskriftina "ertu með vöðvakippi, fórst að googla og heldur að þú sért komin með MND?". Finn hana því miður ekki núna en ég róaðist mikið við að lesa hana. þar kom fram að vöðvar eru að kippast til allan sólarhringinn en við tökum ekkert endilega eftir því. svo stundum eykst þetta eftir mikið álag eða annað og á sér oft eðlilegar ómerkilegar skýringar. Málin vandast þegar maður fer að hafa áhyggjur. Þá verður maður meðvitaðir um þetta og þá fer maður að googlaði, og þá fær maður kvíða og þau aukast svona kippir því þei fylgja oft kvíða. Svona vítahringur. Þarna var bara verið að lýsa mér. Lagaðist mjög mikið við að lesa þetta og svo alveg þegar ég komst í sjúkraþjálfun.

Eg hef hinsvegar oft gripið í að fara til læknis þegar eitthvað hverfur ekki til að láta segja mér að það sé allt í lagi og sjálfsagt að gera það ef maður hefur áhyggjur. Þetta hefur alltaf virkað. Nema í eitt skipti þegar það var eitthvað að.

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta :) Ég hef í gegnum tíðina verið með mikla vöðvabólgu en mér hefur samt fundist hún fara minnkandi síðustu mánuði.

En þetta er vonandi bara einhver hystería í mér.

kamers | 27. nóv. '13, kl: 21:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst ég einmitt líka vera bara fín af vöðvabólgunni en annað kom í ljós. Verst að ég finn ekki þessa síðu. Það var margt gagnlegt þar m.a að MND kemur yfirleitt fyrst fram í einum útlim og færist svo yfir í hinn. Taugakippirnir eru svo frekar afleiðing af vöðvarýrnun frekar en undanfari svo það er ólíklegt að fá þetta einkenni á mörgum stöðum í einu og þú ættir að taka eftir því ef svo er. Svo voru svona próf eins og ef þú getur tekið upp nokkuð þunga bók með tveimur fingrum þá ertu ólíklega með vöðvarýrnun.

smusmu | 28. nóv. '13, kl: 09:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef fengið svona kippi um allan líkamann síðan ég man eftir mér og ég er allavega ekki með ms :Þ (það er búið að tékka xÞ)

alfrunkr | 27. nóv. '13, kl: 20:14:39 | Svara | Er.is | 0

Nákvæmlega það sem ég hef verið að upplifa síðan í júlí. Vöðvakippir, vöðvaspenna í vinstri handlegg, verkir í baki og í fótum og óeðlilega mikil þreyta. Er búinn að fara í 1) MRI 2) CT-scan 3) nákvæma taugaskoðun 4) blóðrannsóknir. Það finnst ekki neitt. Ég er svo hrædd um að vera komin með MND því mér finnst vinstri upphandleggsvöðvinn vera grennri og minni en sá hægri. Einnig finnst mér eins og sú vinstri sé léttari en sú hægri. Samt er ég með fullan kraft í báðum höndum og öllum fingrum. Hjálp!

hillapilla | 27. nóv. '13, kl: 20:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leitt að heyra, en sorrí, þetta hljómar langt frá því að vera "nákvæmlega það" sem upphafsinnlegg lýsir.

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held reyndar að það sé eðlilegt að vinstri upphandleggsvöðvinn sé grennri en sá hægri hjá rétthendu fólki. Við sem erum rétthent beitum hægri hendinni meira og það hefur áhrif á vöðvastyrk.

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:29:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þ.e.a.s. ef þú ert rétthent

shiva | 27. nóv. '13, kl: 20:21:42 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ svoleiðis reglulega. Var að spá hvort það væri e-ð að mér svo ég gúgglaði. Fann þrjár ástæður minnir mig, tvær voru einhverjir mega sjúkdómar og ein var: of mikil kaffineysla, áfengisneysla, tóbaksneysla og stress.  Komst að þeirri niðustöður að það síðasta ætti líklega við mig.  Svo ef ég myndi nú vilja losa mig við "kippina" þarf ég líklega bara að draga úr þessum þáttum.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyki ekki og drekk ekki áfengi en kaffi og stress er klárlega eitthvað sem er til staðar í mínu lífi ;)

alfrunkr | 27. nóv. '13, kl: 20:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta bara vera eitthvað sem ágerist.

sheik master | 27. nóv. '13, kl: 21:04:48 | Svara | Er.is | 0

Taktu Magnesíum og kalk ;)
Prófaðu að googla magnesíum skortur....

❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 21:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég var einmitt að byrja að taka magnesíum í fyrir nokkrum dögum, vona að það virki

sheik master | 27. nóv. '13, kl: 21:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka gott að borða banana þ.e. ef þetta er magnesíum skortur.

❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤

Amande | 27. nóv. '13, kl: 23:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virkar yfirleytt vel fyrir mig þegar ég fæ þessa fjöfiska í upphandleggina.

leigubílstjóri dauðans | 27. nóv. '13, kl: 22:51:30 | Svara | Er.is | 0

ég fæ svona stundum, sérstaklega í fótleggina. Aldrei haft neinar áhyggjur af því (nema smá núna við að lesa yfir þennan þráð!)

-----

Tisa2 | 28. nóv. '13, kl: 09:10:11 | Svara | Er.is | 0

Var með rosalega kippi um allan líkamann, kom í ljós að ég var með B12 skort og eftir ég byrjaði að taka B12 hef ég ekki fengið kippi.

raudmagi | 28. nóv. '13, kl: 11:34:01 | Svara | Er.is | 0

Ég er með vefjagigt og ég fæ alltaf svona kippi eins og þú ert að tala um. Svona eins og vöðvarnir geti ekki slakað á og kippast þá til. Ekki skemmtilegt en veldur mér engum verkjum. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Síða 4 af 48042 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Bland.is