eftirsjá?

dingdong123 | 17. jún. '15, kl: 14:13:36 | 390 | Svara | Meðganga | 0

ég veit að þetta á kannski ekki beint heima hér , en ég veit eiginlega ekki hvert annað ég á að leita. ég er komin 13 vikur á leið og allt er í rústi í sambandinu milli mín og maka míns. Ég er hætt að tala við vinkonur mínar , því ég hreinlega skammast mín hvernig ástandið er og að vera fara eignast barn með ástandið svona. Ég veit ekki hvar ég á að byrja en við erum bæði frekar ung og þetta gerðist í ákveðnu kæruleysi. Við vorum ótrúlega glöð samt með fréttirnar þegar það gerðist en sambandið okkar gekk líka mjög vel þá, allt frá því hefur verið að fara '' down hill'' eins er sagt.. við rífumst á hverjum degi , og þetta er orðið einhvern veginn þannig að við þolum ekki hvort annað stundum , mjög oft. Mér finnst hann sýna mér engan skilning gagnvart meðgönguni og öllu sem því fylgir , en hann segjist gera það. Við búum ennþá heima í foreldrahúsum mínum , en erum að leita af íbúð sem gengur frekar illa þar sem leigumarkaðurinn er í rústi. Það er of mikil afskiptasemi heima hjá mér og mér finnst allt álag ofan á mér með allt. Hann er ekki i vinnu því hann ákvað að segja upp vinnuni sinni á versta tíma og var ekki með neitt í staðinn. Svo núna sit ég uppi með hann ekki í vinnu en segjist vera að leita allstaðar og lætur svo öllum pirringnum sínum bitna á mér fyrir að vera ekki komi með einhverja vinnu sem hentar honum. Meðan hann er heima tekur hann ekki til , eða setur í þvott , heldur bíður eftir að ég kem heim ú vinnuni til að gera það. Mér líður eins og ég eigi ungling en ekki kærasta. Þetta hljómar allt ógeðslega illa og hljómar eins og við séum bara krakkar en við erum bæði eldri en 20 en yngri en 25. Mér finnst allt koma frá mér, ég á bílinn sem við erum á sem er að hrynja í sundur , svo það fyrsta á dagskrá hjá mér er að ég er að leita mér af betri bíl og öruggum fyrir barnið. Mér finnst ég vera sjá fyrir öllu og eina sem ég fæ í staðinn er tuð og rifrildi og vanþakklæti frá honum. Hann hlustar ekki á neitt sem ég segji og svo þegar hluturinn gerðist sem ég kannski varaði hann við þá lætur hann reiðinni sinni bitna á mér fyrir að vera segja afhverju hlutaðriu ekki á mig ég sagði þér það.. eða eitthvað álíka. I gær kastaði hann í mig mat afþví við vorum að rífast . mér leið eins og ég væri að rífast við barn.. ég henti honum út og ætla hafa hann heima hjá sér í viku. ég bara hreinlega veit ekki hvað ég á að gera.. ég er farin að snúast að þeirri hugsun um að ég sé að fara verða einstæð móðir.. málið var að þetta átti ekki að fara svona , og ég skil ekki hvernig þetta allt varð svona.. allt í einu..
ég veit að það er létt að segja bara æji sparkaðu honum út hann er ekki þess virði hann lætur eins og asni , ég veit allt um það , en ég elska hann þrátt fyrir það. við erum afskaplega góðir vinir fyrir utan allt þetta og við erum mjög ástfangin. Ég veit að ég gæti alveg hugsað um þetta barn ein , en ég er núna með samviskubit fyrir að hafa búið til barn í kæruleysi í þessu ástandi sem ég reyndar vissi ekki að færi svona , því það var engan veginn á leiðinni í þetta , mér líður ömurlega , ég vil ekki tala við neinn um þetta þar sem ég skammast mín svo mikið fyrir þetta. Svo ég þykist bara vera hamingjusöm með kærastanum minum og komandi barninu minu i þessu sambandi. Ég er að molna að innan , ég mæti i vinnuna á hverjum degi og hugsa með mér að það sé eina undankomu leiðin til að deyfa huganum minum frá öllu þessu kjaftæði, svo kem ég heim í þetta ömurlega ástand og minnir mig á hvað þetta allt er ömurlegt..

Takk fyrir að lesa þessa svakalegu langloku .. ég þurfti bara að hleypa þessu frá mér

 

kruslan88 | 17. jún. '15, kl: 16:09:32 | Svara | Meðganga | 1

Hef i rauninni ekkert svar við þessu. Var i svona sambandi aður og var bara blind a það hvernig hann kom i raun fram við mig. Hættum saman manuði eftir fæðingu barnsins okkar og var einstæð i ár i foreldrahusum og kynntist siðan nuverandi eiginmanni :) þi sjalf verður bara að finna hvað se rett. Eg meina sambönd eiga sin ups and downs og maður verður að finna milliveginn

some1else | 18. jún. '15, kl: 09:28:00 | Svara | Meðganga | 1

Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, þetta er algengara en þú heldur og ég trúi því að þið getið unnið í þessu. Eins og þú segir þá eruði ung og miklar breytingar framundan, kannski smá stress í gangi sem sjaldan dregur fram það besta í manni. Það er rosalega gott að tala við þriðja aðila, fá ráð og hvatningu. Getur prófað að tala við fjölskyldudeild Rauða krossins, yndislegt fólk þar. Það eru margar leiðir og algjörlega þessu virði að láta á reyna, gæti kostað en maður eyðir í meiri vitleysu en svona. Ef ykkur þykir vænt um hvort annað og finnst þið eiga vin í hvort öðru þá hvet ég ykkur til að vinna í þessu, öll sambönd ganga einhvern tíma í gegnum algjört hell og annar eða báðir vilja helst bara fara, það er svo góð tilfinning að komast upp úr svona farvegi og sambandið verður bara sterkara. Gangi ykkur rosalega vel með allt!!

nefnilega | 18. jún. '15, kl: 12:19:19 | Svara | Meðganga | 2

Ertu byrjuð í mæðravernd á heilsugæslustöðinni þinni? Þú skalt segja ljósmóðurinni akkúrat þetta sem þú skrifaðir hér. Það eru ýmis úrræði og stuðningur í boði, hvort sem þú kýst að halda áfram í sambandinu eða slíta því.

dingdong123 | 18. jún. '15, kl: 13:04:52 | Svara | Meðganga | 0

Stelpur , takk æðislega fyrir svörin , finn hjálp eða von í þeim öllum..
Ég vona innilega að þetta sé tímabil , en svo er maður alltaf svo hræddur um að þetta versni um helming eða tvöfalt eftir að barnið er fætt , og maður er alltaf að heyra það allstaðar , ef þetta er svona nuna að þetta verður hell eftir að barnið er fætt , en við erum búin að ræða mikið saman nuna og hann ætlar að gera sitt besta og ég ætla gera mitt besta og sjá hvert það leiðir , ég get ekki ímyndað mér framhaldið án hans og hann ekki mín , en stundum er það betra ef það er ekki hægt að laga hlutina , en annars erum við byrjuð í mæðravernd og ég hef verið að hugsa hvort það sé ekki einhverskonar félagsráðgjöf sem við gætum farið til , en ég spyr út i það í 16 v skoðuninni sem er bráðlega :)
Takk aftur fyrir svörin , alltaf gott að fá von , eða lesa reynslu hjá öðrum :)

safir1 | 20. jún. '15, kl: 14:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það á að vera í boði á heilsugæslunni fyrir verðandi foreldar að tala við sálfræðing á stöðinni frítt. Það er allavegana í boði á heilsugælsunni minni. Fékk bækling um það þegar að ég mætti í fyrsta ljósmæðratímann, endilega ræddu þetta við ljósuna þína.

chiccolino | 20. jún. '15, kl: 16:08:13 | Svara | Meðganga | 1

Svo er sp hvort þessi viku pása sé kannski einmitt það sem þið þurfið, tími frá hvort öðru til að hugsa hvað þið viljið í sitthvoru lagi út úr sambandinu og hvort það séu sömu hlutirnir. Hittast svo eftir vikuna, fara kannski út að borða á einhvern rólegan stað eða kaffihús og ræða málin í rólegheitum, og reyna að hafa samræðurnar uppbyggilegar, ekki detta í "þú ert svona og svona" heldur meira að segja hlutina frá ykkur sjálfum, "stundum líður mér eins og verkaskiptingin sé ekki jöfn" eða "stundum verð ég pirruð/sár/leið yfir því hvernig heimilið er allt í rúst" það er ótrúlegt hvað maður kemst langt áfram í samræðunum þannig. Ástin er greinilega til staðar, allavega þín megin þannig að ég læt mér ekki detta það í hug að segja þér að sparka honum út til frambúðar, enda vandamálið kannski ekki þess eðlis að það sé ekki hægt að leysa það, allavega reyna, en þið þurfið greinilega bæði að ræða málin á rólegu nótunum. Vonandi gengur þetta upp hjá ykkur en annars er góð hugmynd líka sem hipster skrifaði að spjalla við ljósuna, þetta eru rosalegar breytingar fyrir hann líka, allt önnur ábyrgð sem hann er að fara að takast á við og oft er meira aðhald í kringum okkur mömmurnar og þeir gleymast svolítið og það kannski birtist í þessum pirring og mótþróa hjá honum, það þýðir alls ekkert að hann sé einhver glataður gaur, bara að honum líði kannski eins og hann sé útundan

trukkur65 | 21. jún. '15, kl: 01:06:28 | Svara | Meðganga | 0

Ég myndi panta tima hjá hjónaráðgjafa og hafa samband við kærasta þinn og biðja hann um að koma með þer til að leysa þetta mál

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8180 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123