Hvenær er hægt að greina tvíbura

tomasina3 | 27. maí '09, kl: 13:10:28 | 968 | Svara | Meðganga | 0

Hæ,
ég er bara forvitin en ég var að spá hvenær væri hægt að sjá ef maður væri með tvíbura. Sést það strax í snemmsónar?

 

alicia | 27. maí '09, kl: 13:12:01 | Svara | Meðganga | 0

Já ætti að sjást í snemmsónar :)

Dularfull | 27. maí '09, kl: 13:13:24 | Svara | Meðganga | 0

oftast held ég en stundum ekki

hef alveg heyrt sögur hérna þar sem sást bara eitt í snemmsónar en svo tvö í 12 vikna sónarnum

Anímóna | 27. maí '09, kl: 20:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ja og svo hefur maður heyrt um 1 barn í 12 v, 2 í 20v og 3 í 28v......

nónó | 27. maí '09, kl: 21:04:49 | Svara | Meðganga | 0

í laaaaangflestum tilvikum sést það í snemmsónar.
Orðið mjög sjaldan sem það uppgvötast ekki fyrr en í 20 vikna sónar var mér sagt á fósturgreiningardeild.
En svo eru alltaf undantekningar

iktv | 27. maí '09, kl: 21:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég geng með tvíbura og það sást strax þegar ég fór í snemmsónar 7 vikur,., ég er með tvíeggja,.

Spurning er svo önnur þegar það er eineggja, þegar hitt getur verið falið á bakvið hitt í sónar, enn held samt að tæknin sé orðin svo góð í dag að það sé bara x% sem þetta fer fram hjá

stinaei | 27. maí '09, kl: 22:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hvernig veistu að þeir séu tvíeggja??? það er ekki hægt að sjá það í sónar...

^ Live Long and Prosper ^

Mellizo | 27. maí '09, kl: 22:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Af hverju segir þú það? Það var eitt það fyrsta sem læknirinn minn sagði við mig eftir að hún tilkynnti mér að þau væru tvö að um tvíeggja væri að ræða.

stinaei | 27. maí '09, kl: 22:31:43 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Skoðið endilega http://tbf.barnaland.is/page/52898/

þar stendur m.a.
Vissir þú að það fer eftir því hve seint frjóvgað eggið skiptir sér hversu mikið er sameiginlegt með tvíburunun á fósturstigi?

Þegar það skiptir sér fyrir fjórða dag eftir frjóvgun verða tvíburarnir, þótt eineggja séu, hvor með sína fylgjuna og með algerlega aðskilda belgi, alveg eins og tvíeggja tvíburar.
Þegar það skiptir sér á fjórða til áttunda degi verða tvíburarnir með sameiginlega fylgju og æðabelg en hvor í sínum vatnsbelgnum.
Þegar það skiptir sér eftir áttunda dag eru þeir líka í sama vatnsbelgnum, geta með öðrum orðum snert hvorn annan og flækt saman naflastrengjunum.
Þegar eggið skiptir sér eftir tólfta dag verða börnin síamstvíburar.
Því seinna sem eggið skiptir sér, því hættulegri er meðgangan fyrir móður og börn. Tvíburar í sama vatnsbelgnum fæðast alltaf töluvert fyrir tímann (í kring um 32 vikur).

Þannig að eineggja tvíburar geta alveg verið með sitt hvora fylgjuna, í sitt hvorum belgnum.... aðeins hægt að vita að tvíburar séu tvíeggja ef þau eru af sitt hvoru kyninu....

^ Live Long and Prosper ^

rabbivt | 27. maí '09, kl: 23:09:35 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já um 20% af þeim tvíburameðgöngum sem hafa sitthvora fylgjuna eru víst eineggja tvíburar hef ég heyrt...

Charmed | 27. maí '09, kl: 22:24:57 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Nú?
Mér var sagt strax í snemmsónar að ég væri ólétt af tvíeggja, fór ekki á milli mála strax þá.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Dóttir1022 | 13. ágú. '22, kl: 09:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég var í snemmsónar og er komin 5v+1d og það sáust tvö ss tveir sekkir að ég held að það kallast. Ég á að fara aftur eftir 2 vikur því ég er komin svo stutt. Er alveg 100% að ég geng með tvíbura? Hefur einhver átt svipaða reynslu og fengið svo tvíbura ?

Dóttir1022 | 13. ágú. '22, kl: 09:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég var í snemmsónar og er komin 5v+1d og það sáust tvö ss tveir sekkir að ég held að það kallast. Ég á að fara aftur eftir 2 vikur því ég er komin svo stutt. Er alveg 100% að ég geng með tvíbura? Hefur einhver átt svipaða reynslu og fengið svo tvíbura ?

Mellizo | 27. maí '09, kl: 21:50:16 | Svara | Meðganga | 0

Ég fór í sónar á kvennadeildinni gengin tæpar 6 vikur og þá sást aðeins einn sekkur en ég tek það fram að sú sem skoðaði mig var algjör rookie, ég fór svo aftur í sónar hjá kvensjúkdómalækni gengin 6v5d og þá sáust greinilega tvö tvíeggja fóstur. Það fór svo ekkert á milli mála í 9-10 vikna sónar að þau væru tvö.

MissJones | 27. maí '09, kl: 22:50:38 | Svara | Meðganga | 0

Ég fór í sónar komin 8v3d og þá sást 1 fóstur en hann var svoosem ekki neitt sérstaklega að leita að fleirum en svo fór að blæða þegar ég var komin 9v6d ca og ég fór á kvennadeild og þá sást annað til ;) Þeir eru eineggja, með þunn belgjaskil og það var mér strax sagt þarna. Ég hef séð sónarmynd af tvíeggjafóstrum sem ekki fer á milli mála að séu tvíeggja, algerlega sitthvor belgurinn. Svo er til eineggja með engin begjaskil( mjög sjaldgjæft), eineggja með þunn belgjaskil og svo eineggja með þykkum belgjaskilum var mér sagt. Tvíeggja getur líka litið út fyrir að vera eineggja en þá er eins og fylgjurnar vaxi saman og virka sem ein.

____________________________________________

Taktu lífinu ekki of alvarlega....
Við lifum það hvort sem er ekki af!!!

tvo | 28. maí '09, kl: 00:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Mínir eru tvíeggja og var mér sagt í 12v sónar en eftir fæðingu voru læknar ekki vissir og buðu okkur DNA eða blóðflokkagreiningu en við tókum því ekki. Í dag eru við foreldrarnir ekki í vafa um að þeir séu tvíeggja en þeir eru mjög líkir og sumir sjá ekki mun en með aldrinum eru þeir að verða ólíkari og þeir sem þekkja til eineggja tvíbura sjá það strax.

rabbivt | 28. maí '09, kl: 09:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já þetta er svo misjafnt. Mínir eru eineggja en eru samt ekkert það líkir :)

iktv | 28. maí '09, kl: 09:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hér er sónar mynd sem var tekin þegar ég var komin 7 vikur
http://tvibbar1.barnaland.is/album/745535/img/20090114203858_0.jpg

2 belgir og svo er þykk belgjaskil,. bara svona dæmi,. ég er með tvíeggja og það eru 2 strákar,.

Dularfull | 28. maí '09, kl: 11:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

síðan er læst

Puxi | 28. maí '09, kl: 12:39:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þrátt fyrir það eru samt 20% líkur á að þeir séu svo eineggja.

Qusa | 28. maí '09, kl: 11:05:41 | Svara | Meðganga | 0

Ég var svo viss um að ég væri með tvíbura að ég fór sérstaklega í snemmsónar og bað hann um að skoða mjög vel... en nei það var bara eitt samkv. honum. Þetta var á miðv komin tæpar 7 vikur. Svo á sunnudeginum fór að blæða þvílíkt og ég hélt ég væri búin að missa þannig að ég fór í aðra skoðun og viti menn... þarna voru tveir hjartslættir. Þvílík ánægja :)
Ég fékk svo að vita í 12v sónar að ég væri með eineggja :D

OlVlO | 28. maí '09, kl: 13:16:53 | Svara | Meðganga | 0

Mínir tvíburar sáust ekki í snemmsónar þegar ég var komin 6 vikur. Ég fór aftur í sónar komin 11 vikur og þá voru greinilega tvö kríli. Mínir eru eineggja.

Þegar ég var komin 14 vikur fór ég aftur í sónar og þá skoðuðu tveir læknar mig og voru að reyna að sjá hvort þeir væru eineggja eða tvíeggja. Þeir voru nokkuð vissir um að þeir væru eineggja, en sögðu að það væri best að sjá það í kringum 9-10 viku. Svo fékk ég það bara staðfest eftir fæðingu að þeir væru eineggja (ein fylgja, tveir belgir).

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8488 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Bland.is, Guddie, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien