Rifbeinsbrot á meðgöngu

Flöffy | 6. jan. '05, kl: 14:22:45 | 356 | Svara | Meðganga | 0

Sælar

Mig langar svo að athuga hvort að einhverjar hérna hafa lent í því að rifbeinsbrotna á meðgöngu?

Ég er gengin tæpar 35 vikur og held að ég sé rifbeinsbrotin. Ég er búin að vera að drepast í vinstri hliðinni undir rifbeinunum síðan um jólin. Var send í ómskoðun en ekkert kom í ljós (með nýrun). Ljósan og læknar standa á gati en á meðan versnar þetta bara hjá mér og nú er svo komið að ég get mig nánast ekki hreyft. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég gæti verið rifbeinsbrotin þótt ég viti ekki alveg hvernig það ætti að hafa gerst.

Einkennin eru: Ofboðslega aum og bólgin neðst í rifbeinunum og niðrí mjaðmagrind á vinstri hliðinni. Hrikalega sárt ef ég hósta, hlæ eða hreyfi mig. Má varla koma við þetta. Erfitt að sofa. Hitabakstrar, heitt bað eða parkódín virka ekki á þetta.

Má ekki taka inn bólgueyðandi eða fara í rönken þar sem ég er ófrísk.

Hjálp hvað er að og hvað er hægt að gera??? Kvíði því svo mikið að þurfa að fæða svona en ég er auk þess í bullandi fyrirburahættu eftir blæðingu í síðasta mánuði.

Kveðja Nunnan

 

Kata Herbalife | 6. jan. '05, kl: 15:06:33 | Svara | Meðganga | 0

Hæ hæ getur þetta ekki bara verið milli-rifja-gigt það gerist held ég oft að konur fái það ég er búin að eiga tvö börn og er alltaf smá aum þarna ef það er nuddað þarna.
Annars veit ég ekki ég vildi bara koma þessu á fram færi
En annars gangi þér bara vel.

25 vikur + 1 dagur

Örvera | 6. jan. '05, kl: 16:18:05 | Svara | Meðganga | 0

Mamma rifbeinsbrotnaði þegar hún gekk með bróður minn. Spörkin hans voru svo rosalega kröftugleg að hann hreinlega braut eitt og brákaði annað rifbein. Svo hélt hann áfram að sparka í þetta þessi elska. Hún leið miklar kvalir á seinni hluta meðgöngunnar en var ekki í neinum vandræðum með að fæða, fann ekki fyrir þessu fyrr en eftir á. Svo gréri þetta í rólegheitunum. Það virkaði ekkert á þetta hjá henni og því miður lítið hægt að gera í þessu. En einkennin hennar voru mjög lík þínum, þannig að það kæmi mér ekkert á óvart að þú sért rifbeinsbrotin, brákuð eða illa marin. Þegar hann skorðaði sig minnkaði álagið á rifbeinin og þar með sársaukinn.

Kv, ungamamma.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

agustina | 6. jan. '05, kl: 16:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég hef einu sinni rifbeinsbrotnaði bara út af því ég hóstaði svo mikið :o( og þá vafði ég mig með svona teygjubindi eða var í þröngum íþróttatoppi og það hjálpaði rosalega þá fékk ég stuðning þegar ég hóstaði. Hélt alltaf utan um kodda þegar ég hóstaði og það skánaði.

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað ... bara að finna upp á einhverju sem getur myndað stuðning við rifbeinin :o)

kv. draumurídós

linalangsokkur | 6. jan. '05, kl: 16:50:57 | Svara | Meðganga | 0

Ég marðist á rifjum með fyrra barni og það var svakalega vont.
Barnið sparkaði einmitt alltaf undir rifin hjá mér.

Þetta er ekki eins slæmt núna en vont samt en það er alveg þekkt að merjast á rifbeinum.

====================================
Lífið er list
====================================

loksins | 7. jan. '05, kl: 09:46:06 | Svara | Meðganga | 0

Ég lenti í svipuðu fyrir um mánuði, alveg sömu einkenni og rifbeinsbrot en kom svo í ljós að ég hafði marið brjósk milli rifja í hóstakasti. Læknirinn talaði um að fólk gæti jafnvel rifbeinsbrotnað í hóstaköstum.
Eina sem hægt var að gera var að anda grunnt og taka því extremely rólega. Þetta lagaðist á 3 dögum, eins gott að ég átti veltilak, það reddaði mér alveg á nóttunni.
Hins vegar var ég ekkert bólgin minnir mig, þannig að þú ert þá kannski brákuð eða brotin jafnvel

kv. Sirí 27v5d

Flöffy | 7. jan. '05, kl: 13:33:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk fyrir svörin stelpur. Ætla sko að redda mér veltilaki ætlaði fyrir löngu að vera búin að því. Síðan ætla ég að prófa að vera í þröngum bol.
Annars þá fór ég upp á spítala í gær þar sem læknirinn gaf mér deyfisprautu til að sjá hvort að þetta mundi hverfa. En nei það gerðist ekki þannig að ég er mjög líklega brotin eða brákuð. Gaf mér parkodin forte sem hefur aðeins slegið á verkinn. Verð víst bara að þrauka.

Íris 35 vikur

victorpatrick | 29. sep. '23, kl: 07:06:29 | Svara | Meðganga | 0

Ég þakka svör stelpnanna. Ég ætla að skipuleggja mig því ég ætlaði að klára þetta fyrir löngu. Ég ætla þá að prófa að fara í þröngan topp.
Til að kanna hvort þetta myndi hverfa fór ég upp á spítala í gær og fékk mér deyfilyf. En vegna þess að það gerði það ekki, þá er ég líklega bilaður eða bilaður. Ég fékk parkódín forte og það hefur bara skilað árangri. Þú þarft bara að halda áfram að reyna. https://blueygame.com

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8195 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, Hr Tölva, annarut123, paulobrien