ótillitssamur yfirmaður

happytime | 26. feb. '09, kl: 12:33:35 | 1022 | Svara | Meðganga | 0

sælar
ég á í algjöru basli með minn yfirmann sem er kona og á börn en það er eins og hún hafi engan skilning á einu eða neinu!!! ég sagði henni tiltölulega snemma frá því að ég væri ólétt afþví að ég hef verið mikið veik td ekki getað farið í vinnu vegna ógleði og ælu en alls ekki marga daga...er að tala um kannski 3 daga! en svo áður en ég fór í snemmsónar þá byrjaði að blæða og ég fékk að far úr vinnunni í skoðun og þá sást bara fóstursekkurinn (var ss komin of stutt þá) en ég tók það svo nærri mér að ég bara grét og grét, kom í vinnuna útgrátin og bað um að fá að fara heim og útskýrði mál mitt, en hún hikaði ekki við að segja að ég ætti að reyna að harka þetta af mér og fara að vinna.... ég var hálftíma í viðbót í vinnunni en fór svo til hennar og sagði að ég gæti hreinlega ekki verið mikið lengur... og þá fékk ég bara pirring frá henni eins og að ég væri bara að ýkja til að fá að fara eða eitthvað!! svo sló hún öll met áðan þar sem ég datt í tröppunum heima hjá mér í gærkvöldi (er mjög bakveik fyrir eftir bílslys) og svaf ekkert í nótt vegna verkja og fór þar að leiðandi ekki í vinnuna í morgun. hún hringdi í mig áðan og sagði og hvaað ætlaðu ekki til læknis ef þér er svona íllt, og ég var búin að reyna að fa tíma en fékk engann firr en á morgun... þá var hún geðveikt fúl og sagði þetta er nú að verða svolítið mikið hjá þér!! (þar að segja veikindin)!!
mér finnst þetta bar svo geðveikur dónaskaður og lítilsvirðing!! ég vinn í þjónustustarfi og geri ekki sjálfri mér það né þeim sem ég sinni að mæta veik í vinnu! og svo þar að auki er ljósa búin að segja við mig að ég eigi ekki að fara mér um of vegna og mikils stress..

hvað finnst ykkur, er ég bara super motional að taka þetta svon nærri mér eða er þetta bar aumingjkapur??? hafiði lent í einhverju svipuðu hjá ykkar yfirmönnum??
ég hefði nú haldið að þar sem minn yfirmaður en kona sem á börn að hún mindi sýna meiri skilning!!!

váá sorry hvað þetta er langt fannst ég bara þurfa að segja í grófum dráttum frá þessu!!!

 

------------------------------
°Fullkomnasta Barnið Er Fætt!! :)

Charmed | 26. feb. '09, kl: 12:46:20 | Svara | Meðganga | 0

Æj sumir eiga bara erfiðara en aðrir með að setja sig í spor fólks.
Knúz.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Alfa M | 26. feb. '09, kl: 12:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er líka með yfirmann sem að er mjög ótillitsamur. td. þá var hann alltaf að biðja mig að halda á sjúklega þungum hlutum og þegar að ég svaraði neitandi því ég ætti ekki að vera að lyfta svona þungu þá fékk ég bara svaka augnaráð og svo átti hann til að segja við mig "hvaða aumingja skapur er þetta bara vegna þess að þú ert ófrísk" og honum fannst ég bara vera að reyna að koma mér frá verkunum. B.t.w. þá hef ég alltaf verið duglegasti starfsmaðurinn hans svo að maður á svona alls ekki skilið.

Ég hef átt erfitt með að reyna að láta þetta ekki snerta mig of djúpt ennn.... svo ég skll þig algjörlega. Ef þú treystir þér þá myndi ég reyna að tala við hana og segja henni hvernig þér líður

Allt er þegar þrennt er :) 2009, 2011, 2013

Crazybee | 26. feb. '09, kl: 12:50:12 | Svara | Meðganga | 0

Mér finnst þetta ömurleg framkoma af yfirmanni þínum, þú ert heldur ekki búin að vera það mikið fjarverandi að hún ætti að koma svona fram við þig. Mér finnst það bara alls ekkert skrítið að þú skulir taka þessu nærri þér.

Drengur fæddur 6 júlí 2009 :D

Jebba | 26. feb. '09, kl: 12:56:59 | Svara | Meðganga | 0

Algerlega vanhæfur yfirmaður, minn yfirmaður myndi aldrei nokkurn tímann láta sona.

parís666 | 26. feb. '09, kl: 12:57:16 | Svara | Meðganga | 0

Konur er nefnilega oft miklu verri yfirmenn en karlar...það er mín reynsla....

En ef þú kemur með læknisvottorð varðandi þessi veikindi þín tekur hún ekkert tilit til þess?

Er það mikið að gera í þjónustverinu að þú ert ómissandi?

En að tala við starfsmannastjórann eða trúnaðarmanninn og fá aðstoð hjá honum???

Biggaboo | 26. feb. '09, kl: 14:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

jebb því miður hef ég einmitt heyrt að kvennmenn séu verri, sérstaklega þær sem hafa átt auðvelda meðgöngu! þá finnst þeim allir aumingjar sem þurfa að taka því rólega á sinni meðgöngu, svona mottóið "fyrst ég gat þetta þá SKALT þú geta þetta".
Ég mundi bara tala við ljósu/lækni og fá vottorð fyrir öllu því sem hefur angrað þig uppá síðkastið, benda henni á þína tvo veikindadaga á mánuði (sem btw safnast upp) og útskýra síðan fyrir henni að meðganga er bara ekki sjálfsagður hlutur fyrir alla.
gangi þér vel

______________________________________
3x Momaholic!

þegar hann | 26. feb. '09, kl: 14:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 3

djöfulsins bull er þetta. hæfni kemur kynferði ekkert við.

iktv | 26. feb. '09, kl: 16:13:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

yfirmaður minn er kona, og er góð vínkona mömmu,. og líkar voða vel við hana, en ég er ólétt núna og þarf að fara frá vinnu til að fara til læknis,ljósu og sónar, í vinnutímanum, sem ég á rétt á,. en hún verður stundum svo fúl, því hún ættlas til að þetta verður að gerast allt fyrir 10 á mornana eða eftir vinnutíma, það er ekki eins og ég geti bara heimtað að koma á þessum tíma bara svo að tfurmaður minn sé sáttur, er þetta ekki okkar réttur??? ég bara spyr,.,. ég á að fara í 20 vikna sónar 8 Apríl og þessi tími var gefin mér, og það er nú oftast vel stappað hjá þeim sem sjá um sónarinn svo það er voða erfitt að fá að velja sér dag, og yfirmaður minn er að fara að ferma dægin eftir, og hún sagði að það væri best að ég myndi breita tímanum,., ég hef aldrei lent í svona á 2 börn fyrir og 2 á leiðinni, og hinum stöðonum sem ég vann á var þetta bara ekkert mál,. lét þau bara vita hvenar ég þyrti að skótast og kom svo bara aftur,.,.,

verð svo pirruð stundum útaf svona, :S

dancer | 26. feb. '09, kl: 17:32:49 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég reyni reyndar að gera allt svona fyrir utan vinnutíma ef ég get komið því við. Finnst það bara þægilegra á margan hátt, þó ég viti að ég á rétt á því að fara í vinnutímanum. Það eina sem gerist ef ég fer í vinnutímanum er að vinnufélagarnir þurfa að vinna meira og svo bíða verkefnin bara eftir að ég komi til baka og mér finnst það ekkert betra en að gera þetta bara utan vinnutíma.
Hins vegar á ég yfirmann sem er karlmaður ;) og fæ fullan skilning og aldrei neitt mál að fá að skreppa úr vinnunni :)

valad88 | 26. feb. '09, kl: 19:41:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

þú átt að fá borgað þó þú farir í skoðun eða sónar.. segjum að þú átt að mæta 9 en mætir 10 útaf mæðraskoðun þá færðu það samt borgað.. ljósan sagði mér það og það er rétt.

Á fallegustu prinsessuna :*

*10.12 2008*

þegar hann | 26. feb. '09, kl: 20:29:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hvar ertu eiginlega að vinna? þetta minnir mig á starfshætti í bakaríi sem ég vann hjá fyrir mörgum árum. þau létu alltaf svona, enda fádæma fífl.

DoctorHver | 8. feb. '23, kl: 17:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég veit að ég er að svara eldgömlum pósti frá 2009, en já ég get tekið heilshugar undir þá fullyrðingu að konur eru verri yfirmenn en karlar, amk þegar kemur að verkstjórn á gólfinu. Held að það skipti minna máli þegar kemur að beinni stjórnun ef við erum að horfa á hlutinna frá sjónarhóli hins almenna starfsmanns enda held ég að hann sé ekki í beinum samskitum við æðstu yfirmenn svona dagsdaglega. Þó er samt held ég ástæða fyrir því að konur eru minna í stjórnunarstöðum heldur en karlmenn.

Hvað mig persónulega varðar þá hefur mér oftast fundist skýrari leiðsögn ef maður hefur haft karlmenn sem verkstjóra. Á það við um flest alla vinnustaði sem ég hef verið á.
Með konurnar það er eins og einhvernveginn sé erfiðra að taka þær alvarlega og það sem að þær eru að segja.
Að vísu hafði ég konu sem verkstjóra í ræstingum fyrir nokkrum árum hún var reindar mjög fín.

arnborg | 26. feb. '09, kl: 16:19:07 | Svara | Meðganga | 0

Mér finnst þetta alvelg ótrúlega léleg framkoma! Get bara ekki sagt annað!
Vona að hún sjái að sér og þetta fari að lagast!

Reyndu að taka þessu ekki nærri þér - það er víst nóg annað sem maður hefur áhyggjur af á meðgöngunni...
Farðu vel með þig :)

Snobbhænan | 26. feb. '09, kl: 16:24:32 | Svara | Meðganga | 0

Mér finnst bara mjög eðlilegt að fósturlát taki á þig. Mér finnst hún koma leiðinlega fram við þig. Knús á þig.

donnasumm | 26. feb. '09, kl: 16:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

oj hvað hún er ömurleg ef ég væri þú þá mundi ég bara fá læknisvottorð á morgun og klína því síðan framan í hana.... svona kemur maður ekki fram hvort maður sé óléttur eða ekkki hún er bara alger dóni og ætti nú að vita hvað það væri að vera ólétt. Reyndu bara að leiða hana hjá þér veit að það er erfitt ég var einu sinni með vona yfirmann hun var ömurleg og var ég þá ekki ólétt þá. Gangi þér vel



*29v5d*
Prinsessa væntanleg 9 maí.

isls | 26. feb. '09, kl: 17:05:36 | Svara | Meðganga | 0

Ég mundi biðja um vottorð hjá lækni fyrir bakinu og reyndu eins og þú getur að vera ákveðin og láta hana ekki hafa áhrif á þig. Sumir yfirmenn skilja alls ekki nein veikindi og eiga það til að vera með alls konar skot og koma illa fram. Maður er nú ekki í sínu besta standi með hormónana á fullu og extra viðkvæmur en maður verður bara að reyna standa á sínu og láta ekki koma ósanngjarnlega fram við sig. Miðað við það sem þú segir verður hún líklegast svona við þig áfram og hver veit hvað getur komið upp á á meðgöngunni svo reyndu að stoppa hana af strax í þessari framkomu gagnvart þér. Án heilsunnar eru við nú ekki mikið svo hún verður að ganga fyrir og að sjálfsögðu litla krílið :)

Kv. isls 19v+

happytime | 26. feb. '09, kl: 17:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hæ hæ og takk fyrir svörin og skilninginn :)
ég held að sumar hafi misskilið mig um að ég hafi misst ég raunin var sú að ég fór aftur viku seinna og allt var í góðu en meðgangan ekkert verið uppá 10 vegna ógleði og svo núna bakinu
en ég fékk tíma hjá lækni áðan og fékk vottorð sem ég klíndi á yfirmanninn "skemmtilega" hún var nú ekki við þegar ég kom en önnur sem ég vinn með ætlði ð skila því til hennar!!
svo vil ég halda að fólk sem lætur svona eigi við stærri vandamál að stríða sjálft!!!
hehe þetta er náttúrulega eki eðlileg hegðun ;)

------------------------------
°Fullkomnasta Barnið Er Fætt!! :)

lantana | 26. feb. '09, kl: 19:09:37 | Svara | Meðganga | 0

Miðað við þína lýsingu er þessi kona mjög ófagleg og gjörsamlega óhæf í yfirmannsstöðu. Þetta myndum við kalla að vera útbrunnin í starfi.
Í fyrsta lagi þá ber henni skilda að taka tillit til veikinda þinna óháð því hvort þú sért ófrísk eða ekki og hún hefur ekki leyfi til þess að sýna þér þessa framkomu með tilliti til þinna veikinda. Ef þú ert veik þá ertu veik punktur!
Flott hjá þér að koma með vottorð, ef það dugir ekki til til þess að hún bæti framkomu sína í þinn garð ætla ég eindregið að ráðleggja þér að eiga orð við hennar yfirmann.

Kíra | 26. feb. '09, kl: 23:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

æi alltaf leiðinlegt að vita af svona eða lenda í svona...
en maður veit bara að eldri konur þær fengu ekki sama barneignafrí og við, ekki sama skilning og bókstaflega þurftu að mæta í vinnu hvernig sem heilsan var, -kannski þess vegna sem hún sé svona hörð við þig?
ef þú ert í þjónustustarfi er þá ekki líklega vaktavinna? geturu ekki samið við hana að mæta aðeins seinna í vinnu meðan versta ógleðin gengur yfir þar sem hún er yfirleitt bara snemma á morgnana? einhver veginn reynt að komast til móts við hana svo hún fái ekki á tilfinninguna að þú sért ein af þeim sem ert þessi "fárveika" á meðg0ngunni.. Sem er því miður svo ótrúlega algengt í dag að stelpur/konur geri sér upp þvílíka vanlíðan.(er alls ekki að segja að svo sé í þínu tilfelli!) Held það sé bara líka erftitt að vera yfirmaður í þessari aðstöðu :/ en kannski ef þú sýnir henni að þú ert að reyna gæti hún verið mildari :) -bara hugmynd :)
-Gangi þér vel :)

Ég Geri Ekki Neitt Fyrir Neinn Sem Gerir Ekki Neitt Fyrir Neinn!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8194 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is, paulobrien