Hvað má og hvað má ekki?

fflowers | 4. maí '15, kl: 14:55:45 | 305 | Svara | Meðganga | 0

Getið þið hjálpað mér að rifja upp alla þá hluti sem ekki er mælst til að óléttar konur geri, og jafnvel í leiðinni hvað er sniðugt fyrir þær að gera? Ég vil heyra allt, alveg frá því hvað er harðbannað og upp í gamlar kerlingabækur sem engar staðfestar heimilidir eru fyrir ;) Ég treysti mér alveg til að fletta upp hverju og einu til að vega og meta hvort eðlilegt sé að fara eftir því! Það má alveg taka fram á hvaða stigi meðgöngunnar, alveg frá því "ég er mögulega ólétt en ég veit það ekki" til loka.

Ég skal byrja sjálf á nokkrum sem ég man...

Óléttar konur ættu sennilega ekki að...
- borða graflax
- borða hrá egg (nema þau séu gerilsneydd?)
- drekka áfengi
- reykja sígarettur

Sniðugt fyrir þær er hins vegar að...
- taka fólinsýru (alla vega í upphafi meðgöngu)
- ...?

 

muu123 | 4. maí '15, kl: 15:30:09 | Svara | Meðganga | 0

ekki hráan fisk .. sushi og svona
ekki mygluosta


sniðugt að taka D vítamín segir ljósan mín 
hreyfa sig 
borða fjölbreytt 

solmusa | 4. maí '15, kl: 21:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

mér skilst að það megi borða alla íslenska osta, þeir eru gerilsneyddir.

muu123 | 4. maí '15, kl: 21:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég heyrði að það væri í lagi bara ekki mygluosta 
en annars er ég með bækling herna hliðiná mér og það er ekki minnst á osta þar 

forðast á meðgöngu :
grafinn fisk
kaldreyktan fisk 
harðfisk
sushi með fiski
súrsaðan hval
þorskalifur
hákarl 
sverðfisk
stórflyðru
fýl 
fýlsegg


borðið ekki oftar en 1 sinni i viku :
túnfisksteik 
búra

borðið ekki oftar en 2 í viku :
túnfisk í dós 
svartfulsegg
hrefnukjöt 

solmusa | 4. maí '15, kl: 21:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ljósan mín sagði að mygluostar væru í lagi (mig langaði svo í camenbert :p) en ég var samt alltaf pínu paranoid við það. en þeir eru allavega gerilsneyddir.

muu123 | 4. maí '15, kl: 21:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ja eins og ég segi bara eitthvað sem ég heyrði .. :) sel það ekki dýrara en ég keypti það .. náttúrulega best að spyrja bara ljósu ef maður er í vafa 

solmusa | 4. maí '15, kl: 21:07:36 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

já, alltaf betra en að treysta pælingum á bland :)

muu123 | 4. maí '15, kl: 21:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

algjörlega

Hedwig | 4. maí '15, kl: 21:20:02 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Íslenskir mygluostar eru í lagi enda úr gerilsneyddri mjólk, hinsvegar eru margir erlendir ostar lika til sölu hér á landi sem ég myndi passa mig á. Ég er allavega búin að borða slatta af mygluosti en bara islenskum.

Papuasa | 7. maí '15, kl: 04:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Mig langar bara til að benda á að allir ostar sem seldir eru á Íslandi eru gerilsneiddir, líka þeir erlendu, og það er bannað að selja og flytja inn til sölu ógerilsneidda osta hérna :) Svo allir ostar sem þú kaupir út í búð (eða á veitingastað) á Íslandi eru gerilsneiddir og í lagi. Hins vega þarf maður aðeins að passa með mygluostana hversu lengi þeir eru búnir að vera við stofuhita.. það geta myndast bakteríur ef þeir eru búnir að vera lengi við stofuhita.

Hedwig | 7. maí '15, kl: 07:49:49 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það er gott að vita, datt bara i hug að einhverjir af þessum erlendu ostum væru ógerilsneyddir kannski :)

Alfa78 | 4. maí '15, kl: 15:58:29 | Svara | Meðganga | 0

Það er ekki sennilega ekki heldur barasta EKKI



fflowers | 4. maí '15, kl: 16:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég var að reyna að búa til opinn flokk ;) Óæskilegt, það getur svo verið stigsmunur þar á!

fflowers | 5. maí '15, kl: 08:41:04 | Svara | Meðganga | 0

Það er líka fínt ef einhver man eftir einhverju sem tengist ekki endilega matarræði, kannski er varðar lyf sem má ekki taka (eins og algeng lausasölulyf) eða hreyfingu sem má ekki stunda. Eða hreyfingu sem er sniðugt að stunda, á maður að gera grindabotnsæfingar eða er það of seint þegar maður er orðinn óléttur? ;) Meðgöngujóga, er það awesome? Meðgöngunudd?

Felis | 5. maí '15, kl: 13:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég sveiflast milli þess að ætla að fara í meðgöngujóga eða meðgöngusund. 
Fæðingarlæknir sem ég ræddi við sagði að sundferðir (venjulegar bara) gætu verið fyrirbyggjandi gegn grindargliðnun, og eins að gera kegel-æfingar (grindarbotns). 


Ég held að ég sé komin á að fara í meðgöngujóga (1x í viku) en halda líka áfram að fara í sund, þó að ég fari kannski ekki endilega í einhverja meðgöngusundtíma. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fflowers | 8. maí '15, kl: 12:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ef maður fer í meðgöngusund, er það bara í gegnum Eflingu eða eitthvað slíkt? Þarf maður að borga aukalega fyrir sundkort eða þannig? Þ.e. ef þú hefur kynnt þér þetta eitthvað ;) Ég er einmitt að pæla í að nýta KEA afsláttinn á sundkorti þessa dagana, en ég er ekki dugleg að fara í sund. Veit ekki hvort ég væri að henda peningunum út um gluggann ef maður þarf svo ekki að hafa kort heldur getur bara farið í meðgöngusund og borgað per tímann þar ;)

Felis | 8. maí '15, kl: 12:55:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég bara veit það ekki, á sjálf árskort í sund og nota það slatta 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

littlemary | 6. maí '15, kl: 22:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Alls ekki ibufen eða önnur NSAID lyf. Annars er gott að venja sig á að taka engin lyf á meðgöngu nema spyrja ljósu fyrst. Þá ávég líka við nefsprey og þannig.

malata | 5. maí '15, kl: 13:02:55 | Svara | Meðganga | 0

Allt er hér :)
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11446/MaturMedganga3ja_utg_2008.pdf

Ljósan mín ráðlagði mér að taka bara fólinsýru alla meðgönguna - svo getur verið gott að taka D vítamín líka.
Og ekki of mikið af sykri og koffeín! ;)

Felis | 5. maí '15, kl: 13:16:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já og mér var ráðlagt að fá mér sykrað kaffi, alveg 2-3 bolla á dag, til að reyna að ná blóðþrýstingnum upp. Ég reyndar drekk ekki kaffi en fæ mér samviskulaust kók eða te með hunangi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8172 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123