Postafen

sellofan | 12. maí '15, kl: 13:01:13 | 149 | Svara | Meðganga | 0

Sælar.


Ég fór til læknis áðan út af svimanum sem er að hrjá mig (sjá þráðinn "svimi" hér neðar). Hún talaði um að taka sjóveikistöflur. Mér fannst hún bara enn og aftur ekkert nenna að hlusta á mig eða taka því alvarlega sem ég sagði. Á lyfseðlinum stendur að það sé ekki mælt með inntöku þess á meðgöngu. Ég virkilega þarf að losna við svimann því ég treysti mér ekki til að keyra með hann og ég hef ekkert getað mætt í vinnu núna í nokkra daga út af því...


Hafa einhverjar hér tekið Postafen og ef svo er, hver mælti með því? 

 

SnoFlake | 12. maí '15, kl: 13:09:31 | Svara | Meðganga | 0

Tók postafen við ógleði, ljósan ráðlagði

bussska | 12. maí '15, kl: 13:32:36 | Svara | Meðganga | 0

Minn ráðlagði mer taka þetta við ógleði en svo las eg lyfseðilin og hef ekki þorað að taka þetta útaf því stendur megi ekki en ef allir eru ráðleggja það þá hlýtur þetta vera ok. En það stendur samt líka þu eigir helst ekki vera keyra

sellofan | 12. maí '15, kl: 13:49:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er einmitt á báðum áttum því allar íslenskar heimildir sem ég finn (eins og sérlyfjaskráin sem er nú nokkuð pottþétt!) segja að það megi ekki taka það á meðgöngu en ef ég leita að útlenskum rannsóknum og heimildum þá er sagt að þetta sé það lyf sem er alltaf notað við ógleði og svima og sé ekki skaðlegt. 


Og jú svo þetta að það geti haft sljóvgandi áhrif og því þarf maður að passa sig ef maður er að keyra þannig ég væri bara að skipta um ástæðu fyrir sama vandamáli. Ég þarf að keyra mikið í vinnunni þannig þetta þarf að komast í lag svo ég geti mætt aftur til vinnu! 


Ég reyndi að hringja í kvensjúkdómalækninn minn en hann er í fríi og heimilislæknirinn minn er í jarðarför... 

Karma2011 | 12. maí '15, kl: 15:05:03 | Svara | Meðganga | 0

ég veit að það stendur á fylgiseðlinum að það sé ekki mælt með þessu lyfi á meðgöngu, en það er samt annað mál þegar ljósan ráðleggur manni það. Ég tók stundum eina og eina Postafen á síðustu meðgöngu útaf mikilli ógleði, og það alveg bjargaði mér í þeim aðstæðum sem ég ÞURFTI þetta í. Bara passa að taka aldrei meira en eina töflu og láta líða amk 4 tíma á milli. Sjálf þorði ég bara að taka max 1 á dag, og nokkrar sem voru með mér í bumbuhóp þá tóku alltaf bara hálfa...
Heimilislæknirinn minn ráðlagði mér btw :)

♥ Lítil prinsessa fædd 7. ágúst 2012 ♥

sellofan | 12. maí '15, kl: 15:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þetta var samt læknir sem ég bara hreint út sagt treysti ekki miðað við hvernig hún talaði við mig. Og til að flækja málin þá er stutt síðan ég missti, tvisvar sinnum, og er líka til að taka hjartamagnyl þannig ég veit ekki hvernig það blandast saman. Þessi læknir btw. skildi ekkert í kvensj.lækninum að setja mig á hjartamagnyl og vild bara láta mig hætta að taka það en ég hlusta nú frekar á kvensj.lækninn en heilsugæslulækninn þegar kemur að slíku... En ég talaði við ljósmóður sem er að skoða málið fyrir mig þannig ég vonandi bara heyri í henni fljótlega :) 

Karma2011 | 12. maí '15, kl: 15:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já ok meinar ....
alltaf best að vera með ljósurnar í þessu :) þær vita allt það sem er best fyrir okkur og krílin okkar! :) gangi þér bara sem allra best <3

♥ Lítil prinsessa fædd 7. ágúst 2012 ♥

sellofan | 12. maí '15, kl: 15:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Já nkl. Hefði viljað tala beint við kvensj.lækninn en læknar þurfa nú víst líka að fá frí öðru hvoru eins og aðrir :P Nógu erfitt að hafa misst tvær baunir þannig ég ætla ekki að gera neitt sem getur komið þessari baun í hættu :) 

littlemary | 12. maí '15, kl: 21:40:20 | Svara | Meðganga | 0

Það stendur í eiginlega öllum fylgiseðlum hjá öllum lyfjum að þetta og hitt lyf sé ekki ráðlagt á meðgöngu. Það er einfaldlega því að lyfjafyrirtækin mega ekki prófa lyf á ófrískum konum. Hins vegar hefur postafen verið notað í áratugi á meðgöngu gegn ógleði hjá ófrískum konum og ekki talin ástæða til að hætta því þar sem allar rannsóknir eftirá hafa sýnt það skaðlaust.

sellofan | 13. maí '15, kl: 14:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég ákvað samt að láta það bara eiga sig. Tvær ljósmæður segja það sama og þú en ég ákvað að það væri nú bara betra að reyna að harka af sér. Í versta falli eru þetta bara nokkrar vikur þar sem maður reynir að taka því aðeins rólegar en vanalega :) 

littlemary | 13. maí '15, kl: 17:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Streyta, þurrkur og næringarskortur er örugglega verri fyrir barnið en postafen af og til.

sellofan | 13. maí '15, kl: 18:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Var einhver að tala um streitu, þurrk eða næringarskort? Það er ekkert slíkt í gangi. 

furtado | 13. maí '15, kl: 22:39:52 | Svara | Meðganga | 0

Hef tekið þetta á báðum meðgöngum og fyrra barnið er fullkomlega heilbrigt (hitt er ekki komið í heiminn) Ákvað sjálf að taka þetta inn og sagði frá því eftirá og ljósan og læknir samþykktu bæði. Tók þetta við ógleðinni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8167 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie