Ringluð

sykurbjalla | 26. ágú. '16, kl: 19:11:15 | 241 | Svara | Meðganga | 0

Í gær átti ég samkvæmt síðustu blæðingum (reikning af ljosmodir.is) að vera komin með 6 vikur og 2 daga og fór til kvennsjúkdómalæknis til að fá staðfestingu þar sem ég fékk alltaf daufa línu. Ég er búin að vera með túrverki, aumar geirvörtur, ógleði, verki í bakinu og mikla þreytu. Hann skoðaði mig og sá voða lítið en sagði að slímhúðin hefði þykknað og egglos hefði átt sér stað vinstra meginn en klárlega ekki komin með 6 vikur eins og ég átti að vera og vildi senda mig í blóðprufu til að tékka á þungunarhormóninu (ég var viss um að ég væri þá bara ekkert ólétt á þeim tímapunkti) en svo þegar við settumst niður þá fór hann að tala um að það væri mikilvægt að taka fólinsýru og omega fyrir litla krílið og óskaði mér góðs gengis (eins og eg væri alveg pottþétt ólétt)svo ég labbaði út ringlaðari en nokkuð fyrr. Hefur einhver ykkar lent í svipuðu áður eða kann á svona betur en ég?

 

everything is doable | 26. ágú. '16, kl: 23:27:49 | Svara | Meðganga | 0

Ég er að ganga í gegnum missi núna með svipaðri lýsingu en heldur hann ekki bara að þú sért komin aðeins styttra en þú heldur? Ég tek alltaf folinsýru svo það er svona nokkuð almenn ráðlegging fyrir konur í barneignahugleiðingum. 
Minn læknir sendi mig í blóðprufu til að athuga hvort þungunarhormónin væru nægilega há og til að athuga hvort þau væru að hækka rétt til að geta útilokað utanleggsfóstur

sykurbjalla | 27. ágú. '16, kl: 14:50:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Jú hann talaði eitthvað um að ef það væri þá gæti alveg verið bara að egglosið hafi seinkað og ég væri bara komin með styttra en ég hélt (ég reiknaði útfrá seinustu blæðingum) en ég hélt að það myndi samt klárlega sjást "byrjun" á fóstri eða eitthvað. Hvernig virkar samt eins og með bloðprufuna ? Ef hún er há þá er eðlilegt fóstur en ef hun er lá þá líklegast utanlegs? Hvað kæmi ef ég væri að missa?

everything is doable | 27. ágú. '16, kl: 15:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ef þungunarhormónin er óvenju lág þá getur læknirinn dregið þá ályktun að þú sért að missa en líklegast sendir hann þig í tvær blóprufur til þess að sjá hvort hormónin séu að hækka eðlilega. Það er samt voðalega eðlilegt að egglosinu seinku sérstaklega þegar þú varst ekki að mæla fyrir því =) Gangi þér samt vel og endilega leyfðu okkur að heyra. 

einkadóttir | 28. ágú. '16, kl: 00:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hjá mér var  hormónið rosalega hátt og læknirinn vissi þá að hann hefði átt að sjá eitthvað miðað við það, en ekkert sást


ég fékk reyndar rosa dökkar línur enda hormónið mjög hátt ... en ég var með utanlegs

sykurbjalla | 28. ágú. '16, kl: 15:52:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Og hvernig voru einkennin hjá þér?

einkadóttir | 29. ágú. '16, kl: 09:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

mér leið bara eins og ég væri ólétt,  með fullt af óléttueinkennum
fékk enga verki en það blæddi hja mér, fór á blæðingar á 4v (án þess að vita af óléttu) og plús einn annar dagur tveim vikum seinna þar sem mér blæddi í hálfan dag

agustkrili2016 | 29. ágú. '16, kl: 17:48:23 | Svara | Meðganga | 0

Ég tók próf þegar ég var komin akkurat 4 vikur á leið og fékk mjög sterka línu, fór í blóðprufu og sónar, þá sást ekkert í sónar nema þykking slímhúðar en þungunarhormón sem sögðu 4-5 vikur. Fór síðan aftur viku seinna og þá var byrjað að sjást eitthvað (man bara ekki alveg hvað samt).
Komin 41 viku í dag og ekkert bólar á mínum manni.

sykurbjalla | 29. ágú. '16, kl: 19:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já læknirninn var einmitt að vona það. Sagði að það gæti verið að egglosið hafi seinkað eitthvað og því væri ég kannski komin bara styttra en ég hélt en það kemur í ljós :)

mamma3 | 7. sep. '16, kl: 20:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Sykurbjallla hvernig fór þetta hjá þér??

sykurbjalla | 8. sep. '16, kl: 17:22:15 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Fór til hans í seinustu viku og þá sást mun meira og eins og ég skildi hann þá var kominn nestispoki og maður sá smá punkt. Hann seinkaði mér um alveg 11 daga en sagði að allt væri í góðu og sagði að ég mætti koma eftir 2-3 vikur ef ég vildi sjá hjartslatt eða meira en bara punkt en ég þyrfti þess ekki og mætti alveg eins panta bara tíma í 12 vikna sónar og hnakkþ. mælingu :)

mamma3 | 9. sep. '16, kl: 08:53:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég fór einmitt í snemmsónarinn (6v+4d) í síðustu viku og þá sást bara sekkur nestispoki og eitthvað pínulítið sem hann sá varla. Hann sagði að ég væri klárlega ekki kominn 6v væri max komin 5v og sendi mig í bloðprufur.. Hef svo ekki heyrt í honum ennþá. En í gær blæddi smá og búið að koma gamalt blóð on og off í ca 2vikur. Svo ég hafði vara samband á Lsh og fékk að koma þangað í gær en sótti niðurstöðurnar úr blóðprufum í leiðinni.. læknirinn skoðaði þær og hormóninu hækkuðu en ekki nógu mikið (en hann sagði að það myndu ekki allar hækka eftir kúrfunni) Svo ég var núna 100% viss um vondar fréttir og var viðbúin þeim. Var svo sett í sónar og svo sagði hann finn og sterkur hjartsláttur, ég þurfti að heyra hann segja það 2x aftur því ég var komin svo í hina áttina.. SS komin 6v+4d í dag.
Við mætum bara báðar með sterka einstaklinga um mánaðamótin april/maí sykurbjalla Gangi þér vel ??

sykurbjalla | 9. sep. '16, kl: 11:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Já vonandi :) Ég er reyndar ekki búin að fá neitt blóð en oft seiðing af túrverkjum sem allir segja að séu bara eðlilegir og ekkert hægt að gera. Ég á næst tíma í kringum 20 september í þriðja snemmsónarnum því ég ÞARF bara að fá að sjá hvort það sé einhver hjartsláttur til að geta leyft mér að verða spennt. Verður gaman að sjá hversu nálægt í dögum við lendum um apríl/maí :) (6v+6d í dag)

mey21 | 30. ágú. '16, kl: 09:36:13 | Svara | Meðganga | 0

ég hef að vísu aldrei verið á reglulegum blæðingum, en ég fékk alveg óvænt jákvætt próf og miða við síðustu blæðingar hefði ég átt a ðvera komin næstum 8 vikur þegar ég tók það svo ég fékk næstum strax tíma hjá lækninum mínum. Þar sást sekkur en ekkert inní honum sem minnti mig rosalega á þegar ég missti en svo í lok heimsóknar sagði ég honum að nokkrum vikum áður tók ég líka próf sem var neikvætt og þá varð hann að vísu aðeins bjartsýnni en sagði mér einmitt að mikilvægt væri að taka fólínsýru og omega 3 og svo fékk ég tíma 9 dögum seinna og hann, ég og maðurinn minn vorum öll brosandi eftir þá heimsókn, er að fara að panta tíma í 12 vikna sónar :)
ég var semsagt með egglos seinna en það hefði átt að vera

svo ég segi bara gangi þér ótrúlega vel og farðu vel með þig :) þetta voru jú langir 9 dagar sem ég þurfti að bíða en þess virði :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8212 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, paulobrien, Guddie