Sársauki þegar barnið hreyfir sig.

safir1 | 19. jún. '15, kl: 21:14:11 | 156 | Svara | Meðganga | 0

Núna síðustu 4 daga hef ég fundið svo mikinn sársauka þegar að barnið hreyfir sig er komin 31.viku. Það er alveg skelfilega sárt!. Fór í rit í morgun en allt kom eðlilega út úr því. Þær vita ekkert afhverju ég finn svona svakalega til þegar að barnið hreyfir sig, segja að ég hljóti bara að vera svona næm (já eins og það eigi bara að gerast allt í einu) Var ein sem að ég talaði við í gærkvöldi sem sagði að kannski væri þetta út af minnkuðu legvatni. Finnst voða óþægilegt að geta ekki fengið nein svör strax og eiga að þurfa að bíða fram á þriðjudag með að komast í sónar þar sem að vöxtur og hreyfingar barnsins verður skoðað og væntanlega legvatnið metið. Eitthverjar sem hafa upplifað svona sársauka við að barnið hreyfi sig? ég tek alveg kippi og gríp andan á lofti þetta er svo sárt.

 

love and passion | 19. jún. '15, kl: 21:27:42 | Svara | Meðganga | 0

Ég hef fundið svona aðeins undanfarið (komin 36 vikur) og ég tengi það kollinum, barnið er búið að skorða sig og er að bora sig einhvern vegin niður. Það verður rosalega sárt, kemur samt mest þegar ég labba. Kannski ekki það sama. En ef þú ert stressuð þá getur þú kannski fengið að fara í sónar um helgina á kvennadeildinni.

safir1 | 19. jún. '15, kl: 21:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Finn sársaukan við allar hreyfingar hjá barninu, en sérstaklega þegar að það fer að sparka niður á við þar er það lang sárast og þá tek ég mestu sársauka kippina. Finn fyrir þessu í hvíld. Svo þegar að ég stend upp er eins og ég sé með grjóthnullung neðst í kviðnum. Krílið er ekki búið að skorða sig hjá mér þar sem ég finn vel fyrir því þegar að það snýr sér og tekur kollhnýsa. Er bara búin að fá nóg eftir að hafa verið svona í 4 daga. Eins og það var notalegt að finna krílið hreyfa sig þá er bara ekkert notalegt við það núna :( Þær sem tóku ritið í morgun voru ekkert á því að reyna að fá tíma í sónar fyrir mig fyrr ég yrði bara að bíta á jaxlinn og ég mætti taka parkódín ef ég yrði alveg viðþolslaus af sársauka frá krílinu.

MUX | 19. jún. '15, kl: 23:04:31 | Svara | Meðganga | 0

Í bæði skiptin sem ég hef misst legvatnið þá hef ég fundið minna fyrir hreyfingunum og síðast fann ég ekkert og var að frika út í sjúkrabílnum því ég fann engar hreyfingar. Svo ég tek ekki undir það að þetta sé vont út af minna legvatni

because I'm worth it

safir1 | 20. jún. '15, kl: 00:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ok, skrítið að þessi ljósa hafi stungið upp á því að kannski væri þetta sárar ef það væri lítið legvatn, en það er náttla ekki vitað enn hvað er að valda því að ég finni svona til þegar að krílið hreyfir sig. En vonandi er hægt að finna út úr því, þakka bara fyrir að það er minna eftir af meðgöngunni heldur en meira.

Felis | 20. jún. '15, kl: 10:34:28 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það hlýtur að vera misjafnt eftir konum og aðstæðum. Ég hef ekki reynsluna en ég hef heyrt að það sé vont að hafa of lítið legvatn.

En amk þá hljómar þetta illa hjá þér og ekki alveg eðlilegt. Vonandi finnst hver er ástæðan fyrir þessu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sellofan | 20. jún. '15, kl: 11:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það var ekkert legvatn eftir hjá mér þegar ég var gangsett, ekki dropi án gríns, en ég fann aldrei fyrir neinum sársauka við hreyfingar. En jú jú, örugglega mismunandi eftir konum. 

safir1 | 20. jún. '15, kl: 14:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já mér finnst þetta ekki eðlilegt, hef notið þess hingað til að finna fyrir krílinu hreyfa sig en eins og þetta er núna vil ég bara helst ekki að krílið hreyfi sig þar sem það er svo sárt. En ég verð að þrauka fram á þriðjudag þá fæ ég vonandi eitthver svör.

MUX | 20. jún. '15, kl: 12:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já þetta er ferlega skrítið því ég hélt að maður myndi finna meira fyrir því eftir að legvatnið er farið, en á ritinu voru fullt af hreyfingum og ég fann ekkert, í fyrra skiptið var ég án legvatns og ekki komin í fæðingu í tæpa tvo sólahringa og í seinna skiptið átti  að reyna að halda mér legvatnslausri í alla vega 3-4 vikur en það reyndar tókst ekki og ég fór í fæðingu nokkrum tímum seinna.

because I'm worth it

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8185 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123