Stanslaust gubb og ógleði Hjálp

litillbumbubui | 22. mar. '15, kl: 06:39:29 | 312 | Svara | Meðganga | 0

Hæ stelpur Þetta er önnur meðganga mín og ég er gjörsamlega að farast. Ég borða kannski bara 1-2 máltíðir á dag og held því ekki niður. Ég gubba alveg 4-5 x á dag og ljósan vill ekkert gera fyrir mig því að ég er í góðum holdum. Ég er búin að prufa að borða oftar en bara minna a diskinn. Í gær gat eg borðað eina appelsinu og hálfa skál af súpu en gubbaði því auðvitað ölllu. Plís vitiði um eitthverjar töflur sem að geta lagað þetta, ég get þetta ekki mikið lengur.

 

Felis | 22. mar. '15, kl: 08:44:01 | Svara | Meðganga | 0

Farðu til læknis. Þegar ég hafði enga lyst, þegar ég var ólétt af stráknum mínum, þá fékk ég á endanum sjóveikitöflur hjá heimilislækni því að maður verður að geta borðað eitthvað.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Gubbupest | 22. mar. '15, kl: 13:55:20 | Svara | Meðganga | 0

Reyndu að borða oft yfir daginn og mjög lítið í einu. Borðaðu það sem þú hefur lyst á, ekki pína eitthvað ofaní þig sem þig langar ekki í. Tyggðu matinn mjög vel og drekktu sopa með hverjum bita, þá er miklu léttara að æla. Mér fannst gott að borða frostpinna, fá mér mola/brjóstsykur og narta í eitthvað þurt og stökkt eins og saltstangir, popp og ritz kex. Ég myndi prufa þetta fyrst áður en þú ferð að biðja um ógleðilyf, en ef þú heldur áfram að vera svona slæm myndi ég hiklaust tala við lækni :)

muu123 | 22. mar. '15, kl: 14:08:15 | Svara | Meðganga | 0

talaðu við lækni .. eg er buin að þurfa að fara þrisvar og fa næðingu í æð því ég er bara ofþornuð eftir allt þetta gubb og eg gat ekkert drukkið ne borðað 

younglady | 22. mar. '15, kl: 19:48:41 | Svara | Meðganga | 0

drekka vel af vatni :)

Tipzy | 23. mar. '15, kl: 01:11:43 | Svara | Meðganga | 3

Talaði við lækni eða aðra ljósu, líkamleg fita hjálpar ekkert með næringu og vökva sem er nauðsynleg.

...................................................................

hlessingur | 23. mar. '15, kl: 11:57:00 | Svara | Meðganga | 0

Ég var svona fyrstu 18 vikurnar af minni meðgöngu, ældi 2-7x á dag fór algjörlega eftir dagsformi. Þessir 3 læknar sem ég hitti sögðu allir að það væri nú bara allt í lagi að ég væri svona veik þar sem ég væri svo feit hvort eð er...með nægan forða. Það sem virkaði fyrir mig var að borða um leið og ég vaknaði, borðaði yfirleitt brauðsneið og kók með. Borðaði það sem ég gat hugsað mér að borða, gat t.d. ekki hugsað mér nammi eða skyndibita. Forðast feitan mat, borða eitthvað sem er auðvelt að æla og borða alltaf reglulega þrátt fyrir því að þú vitir að þú munir æla matnum. Ef ég hafði tök á þá lagði ég mig eftir máltíð, hjálpaði mér heilan helling þannig ég var yfirleitt betri t.d. um helgar þegar ég var ekki að vinna. aldrei láta of langan tíma líða á milli máltíða þá verður ógleðin mun verri og reyndu að anda að þér fersku lofti.

Þreytan spilaði mikið inn hjá mér hvort ég ældi mikið eða lítið. Súpa á vatni eða kristal með sítrónu, prófaðu preggy pops, engifer töflur, sumir segja að ritz kex hjálpi þeim.

Mundu að þetta er bara tímabil.

Tipzy | 24. mar. '15, kl: 21:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Tek undir það þetta, þegar ég var ólétt síðast þá kom kallinn með kókómjólk og banana í rúmið fyrir mig á hverjum morgni svo ég gæti borðað áður en ég svo mikið sem settist upp. Því ef ég fór á fætur þá náði ég ekki einu sinni alla leið inn í eldhús til að borða áður en ég var hlaupin inn á klósett að æla.

...................................................................

furtado | 24. mar. '15, kl: 21:52:51 | Svara | Meðganga | 0

Ég var svona í 16 vikur og prófaði ALLT! og öll lyf sem eru í boði en ekkert virkaði. Ég varð bara að gjöra svo vel að liggja lömuð í rúminu í allan þennan tíma :(

furtado | 24. mar. '15, kl: 21:54:10 | Svara | Meðganga | 0

Ég var svona í 16 vikur og prófaði ALLT! og öll lyf sem eru í boði en ekkert virkaði. Ég varð bara að gjöra svo vel að liggja lömuð í rúminu í allan þennan tíma :(

arja | 27. mar. '15, kl: 20:24:29 | Svara | Meðganga | 0

Prufa gateoride eða hvað það heitir? Gæti verið ketone í þvaginu að valda ógleðinni og þá þarftu að passa að fá nóg af sykri.

HB10 | 28. mar. '15, kl: 01:59:49 | Svara | Meðganga | 0

Ég var mjöööög slæm af ógleði fyrstu mánuðina mína og notaði ég sjóveikistöflur þegar ég var upp á mitt versta. Tók stundum eina áður en ég fór að sofa. Þær eiginlega björgðu mér á tímabili og bæði hjálpuðu mér að sofa og ég losnaði að mestu við ógleði fram eftir degi, daginn eftir. Held að þú getir fengið þær án lyfseðils í apóteki. Keypti mínar reyndar erlendis og þar var sagt við mig að ég mætti nota þær en ég veit samt ekki hvaða töflur eru seldar hér. Best að tala við lyfjafræðing bara í apótekinu :) Svo náttúrulega nota öll önnur trix í bókinni samhliða. Borða reglulega og lítið í einu og bara það sem þú getur hugsað þér að borða :) Mér fannst stundum hjálpa að borða eitthvað ferskt, eins og ávexti, fostpinna/krapís og drekka appelsínusafa. Gangi þér vel! :)

Marsblom | 28. mar. '15, kl: 22:22:39 | Svara | Meðganga | 0

úff þetta er ekki auðvelt. Ég var mjög slæm af ógleði og ældi mikið á fyrri meðgöngunni. Á seinni meðgöngunni hélt ég nánast engu niðri og kvensjúkdómalæknirinn minn skrifaði uppá lyf fyrir mig þegar ég kom í snemmómun og sagði henni að ég ældi oft á dag. Það skiptir engu þó maður sé vel í holdum, maður verður að nærast og barnið þar af leiðandi að fá næringu líka. Endilega talaðu við lækni um þetta. Gangi þér vel

Anímóna | 3. apr. '15, kl: 11:37:35 | Svara | Meðganga | 0

Ég endaði á að fá Zofran þegar ég var komin 12 vikur og tók það daglega þangað til ég var komin 42 vikur. Þetta var hræðilegt en Zofran var það sem hélt í mér lífinu. Ég var aðeins yfir kjörþyngd á meðgöngunni eða var það fyrir hana líka (en þyngdist bara 3-4 kg frá 12 vikum og þangað til 2 dögum áður en ég átti, út af ógleði).. Gat samt alveg fengið lyf þó ég væri ekki mjó.

lea90 | 14. apr. '15, kl: 16:52:43 | Svara | Meðganga | 0

Ég var svona fyrstu vikurnar, alveg ómöguleg og ljósan mín mælti með Omaprazol sem svínvirkuðu. Þegar ég kláraði skammtinn byrjaði ógleðin aftur svo að ég byrjaði aftur á þeim, er nú komin 28 vikur og aftur orðin góð. Þú getur fengið Omaprazol í apóteki án lyfseðils og það er í lagi að taka það á meðgöngu, en að sjálfsögðu er alltaf best að ráðfæra sig við lækni.

Vona að þetta lagist hjá þér!

lea90 | 14. apr. '15, kl: 16:54:33 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Reyndar er þetta líka svolítið bakflæðisvesen hjá mér svo að það er kannski öðruvísi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Naflastrengur klipptur athorvalds 16.1.2008 26.4.2024 | 04:11
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
Síða 1 af 8167 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie