Óglatt allan sólarhringinn

bumba16 | 5. feb. '16, kl: 14:17:34 | 228 | Svara | Meðganga | 0

Sælar, ég er komin rétt rúmlega 6 vikur skv. ljosmodir.is og byrjaði að vera óglatt sl. mánudaginn. Ég hef ekki þurft að gubba ennþá en mér er óglatt bókstaflega allan sólarhringinn. Vaknaði td. í nótt og fór fram til þess að fá mér vatn og banana því mér var svo óglatt. Hef verið ófrísk 2x áður en hef aldrei verið svona allan daginn. Eru einhverjar fleiri í þessum sporum?

 

bumba16 | 6. feb. '16, kl: 16:54:44 | Svara | Meðganga | 0

Er ég virkilega ein sem finnur fyrir ógleði allan daginn? Öll ráð vel þegin :)

barbapappi | 6. feb. '16, kl: 20:16:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

ég er ekki svona núna, en var svona með yngri strákinn minn.. og þetta er hræðilegt,. lítið sem hægt er að gera, nema bara borða reglulega og ég gat aldrei drukkið kalda drykki frekar volga, þá varð mér ekki eins flökurt

gangi þér allra best ;) ég er einmitt komin rúmlega 6 vikur a leið sjálf hehe

smusmu | 7. feb. '16, kl: 14:23:29 | Svara | Meðganga | 0

Jámm, mér er yfirleitt óglatt allan sólahringinn án þess að æla þegar ég er ólétt

hkal | 8. feb. '16, kl: 09:31:27 | Svara | Meðganga | 0

Ég á tvö börn og fann aldrei vott af ógleði eða neinu öðru á meðgöngunum.
Á þessari meðgöngu var ég að drepast úr sólarhringsógleði frá 6-13 viku. Ritz kex er það sem hélt mér á lífi!!

bumba16 | 13. feb. '16, kl: 20:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ó guð! Ekki segja mér að þetta á eftir að vara í nokkrar vikur í viðbót hehe Ég reyndar búin að finna út úr því að ég má alls ekki vera svöng og þetta ráð að borða lítið í einu virkar ekki á mig, ég er betri eftir því sem ég borða meira. Verður gaman að stíga á vigtina í næstu skoðun, not!

hkal | 15. feb. '16, kl: 22:24:43 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já ég var líka þannig. Til að bæta gráu ofan á svart þá hafði ég bara lyst á kolvetnum! Vaknaði stundum og fékk mér cocoa puffs og fór svo aftur að sofa.... Komin 18 viku og búin að þyngjast um 2 kg, var í kjörþyngd.

KR200 | 14. feb. '16, kl: 20:14:08 | Svara | Meðganga | 0

Ég er í sömu sporum. Ógleðin byrjaði strax á viku 5 og ég er orðin uppgefin. Svo erfitt að þrauka vinnuna í þessu ástandi. Ég hringdi gráti næst í ljósmóður fyrir helgi. Hún benti mér á að taka Postafen, það virkaði hins vegar ekki fyrir mig. Hún bauð mér líka að koma í nálastungur, sem ég ætla að þiggja. Ef það virkar ekki ætla ég að fá Phenegan. Ég hef ekki lent í því áður að vera svona hræðilega slæm af ógleði og hreinlega get ekki margar vikur af þessu í fullri vinnu og með heimili og börn.

bumba16 | 15. feb. '16, kl: 12:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Segi það með þér, þetta er ömurlegt ástand. Maður er ekki beint óvinnufær en samt hálf druslulegur allan daginn. Sódavatn með sítrónu finnst mér hjálpa aðeins og ristað brauð. Hvað ertu komin langt KR200?

KR200 | 17. feb. '16, kl: 21:58:59 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

7 vikur og er ekkert að skána. Ég er skást ef ég narta í eitthvað allan daginn.
Keypti Preggy pops og ógleðis karamellur í apóteki, og drakk engifersafa. En það virkaði ekkert og nú verður mér óglatt bara við tilhugsunina um eitthvað með engiferbragði.

bumba16 | 18. feb. '16, kl: 13:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er akkurat 8 vikur í dag og ekkert að skána. Ég þarf líka vera nartandi eitthvað yfir daginn, sérstaklega seinni partinn þegar ég kem heim úr vinnu. Mér verður óglatt af allri hreinlætisvörulykt, t.d. uppþvottalög og efni fyrir uppþvottavél. Mér finnst orðið að lyktin vera föst í öllu leirtaui!
Svo er maður svo þreyttur á kvöldin að mig langar bara að grenja. Barnið skilur ekkert af hverju mamman segist alltaf vera lasin þegar það biður um að leika við sig. Hvað er aftur númerið hjá Vælubílnum?!

moli95 | 18. feb. '16, kl: 11:58:35 | Svara | Meðganga | 0

Er komin 5 vikur og 6 daga samkvæmt ljosmóðir.is .. ógleðin byrjaði fyrir rúmlega viku og þvílikur hausverkur... Ógleðin kemur og fer allan sólahringin.. aðalega kemur .Get varla farið í búðina útaf lykt sem ég finn og fór í eina verslunarmiðstöð um daginn og fór út græn í framan af hita og ógleði..
Mín fyrsta meðganga og ég er stödd erlendis næstu mánuðina svo ég á tíma í sónar hérna í mars. En guuuð hvað ég vona að ógleðin fari að minnka , maður er hálf lamaður þegar þetta leggst á mann :S..
Hvað eruði að borða?
ég kem eiginlega bara niður banana, vatni og bollasúpu...

A great artist is always before his time or behind it

bumba16 | 18. feb. '16, kl: 13:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Guð hvað ég skil þig vel! Það lyktar allt þessa dagana og þá ekkert sérstaklega vel. Banani og ristað brauð fer vel í mig, svo drekk ég mikið af te með hunangi og sítrónuvatn. Mér tekst að borða vel í hádeginu það sem er í matinn í vinnunni en um kvöldmatarleytið er mér það óglatt að ég hef bara lyst á grillaðri samloku, AB mjólk, kexi, epli. Gat til dæmis ekki hugsað mér í gær að elda og þá var pöntuð pizza sem ég gat borðað. Allt brauðmeti sem sagt. Við spáum bara í hollustuna þegar ógleðin verður yfirstaðin :)

lukkuleg82 | 25. feb. '16, kl: 09:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er ekki ófrísk eins og er (enn að reyna) en á síðustu meðgöngu þá borðaði ég samlokur og pizzur í öll mál. Ég var gjörsamlega sjúk í pizzur og ef maðurinn minn spurði hvað mig langaði í matinn þá var svarið alltaf pizza. Ég var reyndar ekki með mikla ógleði en ældi hins vegar á hverjum degi fyrstu fjóra mánuðina og reglulega eftir það alla meðgönguna. Fannst langþægilegast að æla brauðmeti þannig að ég sótti í það :)

ADögg | 28. mar. '16, kl: 20:58:54 | Svara | Meðganga | 0

Mér var alltaf óglatt alveg frá viku 6 - 18. Mjööög skemmtinlegur tími eða þannig. Ég ældi svo sem ekkert það oft, kannski 4-5xí viku enn mér var óglatt alveg frá því ég vaknaði á morgnanna og þangað til ég fór að sofa. Gat bara borðað perur, jarðaber, serios, þurrt mjólkurkex og vatn. Allt annað kom upp eða mér leið bara eins og ég ætti ekki meira eftir lifað. Eftir viku 18 komu svona 1,2 gubb enn ekki ógleði, bara skyndigubb. fram að viku 23. Það hjálpaði mér að taka Postafen, fæst í öllum apótekum, er við sjóveiki, ljósan mín sagði mér að taka það á hverjum morgni og það alveg bjargaði geðheilsunni. Tók reyndar Preggy Drops/Pops? eða hvað það heitir, ógleðis brjóstsykur sem fæst í apótekum og var líka með ógleðisarmbönd 24/7. Trickið er að passa að verða ALDREI svöng. ÞAð er mjög erfitt þar sem manni langar ekki i neitt, enn trust me þér líður 100x verr ef þú ert svöng. Þetta er smá vítahringur engin lyst - óglatt af þvi þú ert svöng - svöng en getur ekki borðað útaf ógleði haha . Enn ef maður passar sig að borða bara STRAX og maður vaknar og vera alltaf að narta í kex eða serios eða eitthvað að þá minnkar þetta líka til helminga.
Ég er núna komin 34 vikur og gæti étið heiminn , bý inn í ísskáp basicly. Svo þú getur huggað þig við að þetta mun mjög líklega fjaðra út þó svo að ein og ein kona sé með ógeðli alla meðgönguna.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
bumbult en þarf ekki að æla, þreyta og brjálaður mórall mialitla82 11.10.2016 11.10.2016 | 16:50
35+ eða 40+ bumbuhópur? beatrixkiddo 25.9.2016 10.10.2016 | 22:15
Ágúst 2016 kópavogurmömmu Queen B 10.10.2016
bumbult og kuldahrollur mialitla82 9.10.2016 10.10.2016 | 12:57
einhver lent í þessu? eb84 8.10.2016
Verðandi mæður yfir 40 GustaSigurfinns 10.3.2012 5.10.2016 | 15:36
æfingar á maga á meðgöngu mialitla82 3.10.2016 5.10.2016 | 06:11
12 vikna sónar dumbo87 29.9.2016 4.10.2016 | 12:40
er snemmt að í snemmsónar 6v3d? mialitla82 24.9.2016 3.10.2016 | 10:15
Hafsteinn Sæmundsson kvennsjúkdómalænir..reynsla?? runalitla 16.8.2010 3.10.2016 | 02:48
febrùarbumbur bjornsdottir 8.9.2016 1.10.2016 | 22:37
BumbuHópur fyrir Maí 2017 Doritomax 30.9.2016
maí 2017 dumbo87 5.9.2016 29.9.2016 | 14:44
eggjahvítur/hrá egg mialitla82 26.9.2016 28.9.2016 | 22:40
Tómur sekkur sevenup77 9.9.2016 27.9.2016 | 08:41
Minus blóðflokkur og meðganga sykurbjalla 26.9.2016
Vítamín ofl. Húllahúbb 22.9.2016 26.9.2016 | 12:22
Reynsla af keysara? Curly27 21.9.2016 22.9.2016 | 22:10
hvað ætli sé málið? eb84 20.9.2016
Febrúarbumbur á Suðurnesjum nurðug 15.8.2016 20.9.2016 | 20:43
Matur-smá hjálp baun17 17.9.2016 19.9.2016 | 10:19
vinna fyrstu vikurnar stóratá 12.9.2016 14.9.2016 | 17:41
Doppler/angel sounds hhjb90 14.9.2016
Tvíburar?? juferta 22.8.2016 11.9.2016 | 14:59
Janúarbaun. donnasumm 2.5.2016 9.9.2016 | 22:41
Ringluð sykurbjalla 26.8.2016 9.9.2016 | 11:07
Óska eftir doppler tæki kickapoo 6.9.2016
Fæðingarorlof Ekki með vinnu á fæðingardegi/mánuði. ræktin2011 3.9.2016 4.9.2016 | 11:00
keiluskurður á meðgöngu? kimo9 26.8.2016 1.9.2016 | 13:32
afsteypa Bumbuna elisakatrin 30.8.2016
VARÚÐ Listería í kjúklingastrimlum Alfa78 30.8.2016
Digital þungunarpróf ofl til sölu. ledom 24.8.2016 27.8.2016 | 23:14
Frjókornaofnæmi á meðgöngu!!! zetajones 18.6.2005 24.8.2016 | 21:43
óléttar pcos konur... secret101 15.7.2016 24.8.2016 | 15:50
Of þung secret101 21.6.2016 24.8.2016 | 15:43
Digital þungunarpróf lanleynd 24.8.2016 24.8.2016 | 15:41
Staðfesting á þungun fyrir 12 vikur? beatrixkiddo 22.8.2016 23.8.2016 | 09:37
ógleði, kemur og fer? highonlife 19.8.2016 22.8.2016 | 15:39
Febrúar-bumbur :) LaddaPadda 7.6.2016 22.8.2016 | 11:52
Egglos næstum 5 vikum eftir fyrsta dag blæðinga starrdustt 15.7.2016 21.8.2016 | 22:29
Verkir sykurbjalla 17.8.2016 17.8.2016 | 19:26
5 vikur og ristilkrampi? marsmamma15 23.6.2016 17.8.2016 | 14:32
Komin 5 vikur - Strax óléttubumba?!?! Rauðrófa 28.6.2016 17.8.2016 | 14:27
Ljósmæður í árbæ Appelsinusukkulaði 7.8.2016 17.8.2016 | 14:20
Þið sem eigið eldri börn, segja frá... Appelsinusukkulaði 7.8.2016 17.8.2016 | 14:18
Óléttupróf??? mamma3 16.8.2016 16.8.2016 | 22:42
Doppler Novembernr2 4.6.2016 16.8.2016 | 02:13
Óska eftir Doppler-tæki :-) Elegal 7.8.2016 13.8.2016 | 22:38
Áhættumeðganga - gigt Cambria 11.8.2016
Desember bumbur 2016 ask 1.4.2016 8.8.2016 | 15:44
Síða 7 af 8162 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien