vinna fyrstu vikurnar

stóratá | 12. sep. '16, kl: 11:27:42 | 170 | Svara | Meðganga | 0

Hæhæ,
Langaði aðeins að forvitnast hjá ykkur. Hvernig er ykkur að ganga að vinna fyrstu vikur meðgöngurnar ... og hvernig vinnu eruði þá í ? :)

 

secret101 | 12. sep. '16, kl: 15:24:39 | Svara | Meðganga | 0

Ég vinn á leikskóla og var komin 8 vikur þegar ég fór í sumarfrí í 4 vikur, sem var veeeel þegið. Það var erfitt oft í vinnunni því að þreytan var að fara með mig (aldrei upplifað annað eins) og flökurleiki og bara mikið tilfinningaflóð sem braust fram. Ég hefði alveg meikað vinnu fattaru en hvíldin var vel þegin. Ég t.d. Gat haft einhverja stjórn á flökurleikanum mep því að borða en þreytan var svaaaaaaakaleg og hálf hamlandi!

stóratá | 12. sep. '16, kl: 23:07:10 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já það er einmitt þessi þreyta sem er bùin að vera að fara með mig... Held varla haus stundum. En er að skrìða ì 14 vikur og er ekki frá þvì að þetta sé aðeins að skána, sem betue fer :)

kotroskin | 14. sep. '16, kl: 09:38:31 | Svara | Meðganga | 0

Ógleðin er talsvert að stríða mér, er komin 9 vikur núna og síðustu 2-3 vikur hafa verið mjög erfiðar. Er mest í skrifstofuvinnu þessa dagana og hef getað unnið aðeins heiman frá mér. Er búin að segja yfirmanninum sem er sem betur fer mjög skilningsrík. Er akkúrat núna í vinnunni, græn í framan og á erfitt með einbeitingu...

kotroskin | 14. sep. '16, kl: 09:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Síðan er ég mjög þreytt á morgnana og kvöldin, hef held ég aldrei farið svona snemma að sofa eins og ég geri þessa dagana (er venjulega algjör nátthrafn).

dumbo87 | 14. sep. '16, kl: 16:29:40 | Svara | Meðganga | 0

er komin 7 vikur núna og vika 4-6 voru mjög slæmar, fárveik og eggjastokkarnir í rugli eftir oförvun. Er með skilningsríkan yfirmann sem leyfði mér að vinna heima bara og ég vann eins og ég gat. 

Núna er ég ofsa þreytt (sef svona 13-14 tíma á sólarhring) legg mig alltaf eftir vinnu og fer snemma að sofa. Ógleðin er aðeins að stríða mér en ég veit að ég gæti alveg verið verri. Er svo farin að fá hausverk en það gæti verið bæði óléttan eða bara þreytan. Verst finnst mér að ég er líklega að byrja með grindargliðnun en fæ það staðfest á föstudaginn þegar ég fer og hitti lækni.


------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

sykurbjalla | 14. sep. '16, kl: 16:42:11 | Svara | Meðganga | 0

Ég er búin að vera heima seinasta mánuðinn með mikla ógleði, þreytu, togverki og bara mjög slöpp eitthvað. Er heppin með það að kallinn minn vinnur í sömu vinnu og ég og hefur unnið bara aðeins meira svo það hefur verið ekkert mál fyrir mig að vera heima.

lally | 14. sep. '16, kl: 16:43:53 | Svara | Meðganga | 0

Var í sumarfríi um fyrstu 4 vikurnar en gat svo ekkert unnið fyrr en á 16 viku. Var með ógleði 24/7 og kastaði öllu upp sem ég borðaði, alveg sama hvað það var. Var komin á þrenn ógleðislyf þannig ég fékk eitthvað smá en samt ældi alltaf. Náði að halda niðri vökva þannig að ég var ekki lögð inn en missti 2,5 kg á 2 vikum þegar ég var farin að geta borðað smá. Sem betur fer á ég góða yfirmenn og er ég í dag í 50% vinnu kominn 20 vikur.

beatrixkiddo | 14. sep. '16, kl: 17:41:43 | Svara | Meðganga | 0

Mér gekk ágætlega að vinna því ég fann ekki fyrir miklum líkamlegum einkennum öðrum en þreytu. Ég var hins vegar svo annars hugar og spennt yfir leyndarmálinu okkar að ég átti mjöööög erfitt með að einbeita mér. Nú er ég í 11v+5d og komin í ágætan gír, líður vel og svona :)

***Keep smiling, it makes people wonder what you're up to***

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
bumbult en þarf ekki að æla, þreyta og brjálaður mórall mialitla82 11.10.2016 11.10.2016 | 16:50
35+ eða 40+ bumbuhópur? beatrixkiddo 25.9.2016 10.10.2016 | 22:15
Ágúst 2016 kópavogurmömmu Queen B 10.10.2016
bumbult og kuldahrollur mialitla82 9.10.2016 10.10.2016 | 12:57
einhver lent í þessu? eb84 8.10.2016
Verðandi mæður yfir 40 GustaSigurfinns 10.3.2012 5.10.2016 | 15:36
æfingar á maga á meðgöngu mialitla82 3.10.2016 5.10.2016 | 06:11
12 vikna sónar dumbo87 29.9.2016 4.10.2016 | 12:40
er snemmt að í snemmsónar 6v3d? mialitla82 24.9.2016 3.10.2016 | 10:15
Hafsteinn Sæmundsson kvennsjúkdómalænir..reynsla?? runalitla 16.8.2010 3.10.2016 | 02:48
febrùarbumbur bjornsdottir 8.9.2016 1.10.2016 | 22:37
BumbuHópur fyrir Maí 2017 Doritomax 30.9.2016
maí 2017 dumbo87 5.9.2016 29.9.2016 | 14:44
eggjahvítur/hrá egg mialitla82 26.9.2016 28.9.2016 | 22:40
Tómur sekkur sevenup77 9.9.2016 27.9.2016 | 08:41
Minus blóðflokkur og meðganga sykurbjalla 26.9.2016
Vítamín ofl. Húllahúbb 22.9.2016 26.9.2016 | 12:22
Reynsla af keysara? Curly27 21.9.2016 22.9.2016 | 22:10
hvað ætli sé málið? eb84 20.9.2016
Febrúarbumbur á Suðurnesjum nurðug 15.8.2016 20.9.2016 | 20:43
Matur-smá hjálp baun17 17.9.2016 19.9.2016 | 10:19
vinna fyrstu vikurnar stóratá 12.9.2016 14.9.2016 | 17:41
Doppler/angel sounds hhjb90 14.9.2016
Tvíburar?? juferta 22.8.2016 11.9.2016 | 14:59
Janúarbaun. donnasumm 2.5.2016 9.9.2016 | 22:41
Ringluð sykurbjalla 26.8.2016 9.9.2016 | 11:07
Óska eftir doppler tæki kickapoo 6.9.2016
Fæðingarorlof Ekki með vinnu á fæðingardegi/mánuði. ræktin2011 3.9.2016 4.9.2016 | 11:00
keiluskurður á meðgöngu? kimo9 26.8.2016 1.9.2016 | 13:32
afsteypa Bumbuna elisakatrin 30.8.2016
VARÚÐ Listería í kjúklingastrimlum Alfa78 30.8.2016
Digital þungunarpróf ofl til sölu. ledom 24.8.2016 27.8.2016 | 23:14
Frjókornaofnæmi á meðgöngu!!! zetajones 18.6.2005 24.8.2016 | 21:43
óléttar pcos konur... secret101 15.7.2016 24.8.2016 | 15:50
Of þung secret101 21.6.2016 24.8.2016 | 15:43
Digital þungunarpróf lanleynd 24.8.2016 24.8.2016 | 15:41
Staðfesting á þungun fyrir 12 vikur? beatrixkiddo 22.8.2016 23.8.2016 | 09:37
ógleði, kemur og fer? highonlife 19.8.2016 22.8.2016 | 15:39
Febrúar-bumbur :) LaddaPadda 7.6.2016 22.8.2016 | 11:52
Egglos næstum 5 vikum eftir fyrsta dag blæðinga starrdustt 15.7.2016 21.8.2016 | 22:29
Verkir sykurbjalla 17.8.2016 17.8.2016 | 19:26
5 vikur og ristilkrampi? marsmamma15 23.6.2016 17.8.2016 | 14:32
Komin 5 vikur - Strax óléttubumba?!?! Rauðrófa 28.6.2016 17.8.2016 | 14:27
Ljósmæður í árbæ Appelsinusukkulaði 7.8.2016 17.8.2016 | 14:20
Þið sem eigið eldri börn, segja frá... Appelsinusukkulaði 7.8.2016 17.8.2016 | 14:18
Óléttupróf??? mamma3 16.8.2016 16.8.2016 | 22:42
Doppler Novembernr2 4.6.2016 16.8.2016 | 02:13
Óska eftir Doppler-tæki :-) Elegal 7.8.2016 13.8.2016 | 22:38
Áhættumeðganga - gigt Cambria 11.8.2016
Desember bumbur 2016 ask 1.4.2016 8.8.2016 | 15:44
Síða 7 af 8206 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Guddie, Kristler, tinnzy123, Bland.is